Skessuhorn - 20.04.2016, Page 32
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 201632
Það var á árinu 1907 að þeir félagar
og jafnaldrar Loftur Loftsson og
Þórður Ásmundsson hefja undirbún-
ing að félagsstofnun sinni um verslun
og útgerð á Akranesi. Þeir voru þá 23
ára að aldri, en ári áður höfðu þeir
félagar ásamt fleiri ungum mönnum
á Akranesi keypt fyrsta dekkvélbát-
inn sem nefndur var Fram. Loftur
tók að sér að útvega lóð undir versl-
unina á góðum stað, eins og hann
sagði í bréfi til Þórðar; „fyrir framan
hús Gríms í Götu“ (þ.e. Hallgríms á
Grímsstöðum) og töldu þeir félagar
þennan stað heppilegan fyrir versl-
unarhús á Skaganum; „því þar hljóta
flestir aðkomumenn eða plássfólk að
fara um“. Í dag er lóð þessi nr. 48
við Vesturgötu. Þórður hins vegar
fékk föður sinn Ásmund á Háteigi til
að útvega veð fyrir láni sem þeir fé-
lagar tóku vegna væntanlegra fram-
kvæmda. Stofnféð til þessa verslun-
arreksturs var 4.000 krónur og voru
þær fengnar að láni hjá Gísla Daní-
elssyni í Kárabæ, en Gísli var mikill
fjáraflamaður og vel stæður. Lánaði
hann fé til atvinnureksturs og stuðl-
aði með því að koma fótum undir
ýmsa starfsemi á Skaganum um sína
daga.
Gamla búðin
Verslunarhúsið sem þeir félagar
reistu við Vesturgötuna árið 1908
var stórt timburhús á þess tíma mæli-
kvarða, upp á eina hæð á steyptum
eða hlöðnum grunni og á því var lágt
ris. Þarna voru seldar allar venjuleg-
ar verslunarvörur. Blómgaðist versl-
un þeirra vel og færðu þeir jafnt og
þétt út kvíarnar. Þeir félagar voru
hinir fyrstu sem hér settu á fót sér-
staka vefnaðarvörudeild, líklega árið
1910. Hún var í norðurenda hússins,
með tveimur allstórum gluggum að
götunni. Gluggarnir voru meira ætl-
aðir til að gefa gangandi fólki inn-
sýn í búðina, en til beinna vörusýn-
inga, en þó voru þeir eitthvað not-
aðir til þess. Bjarnfríður Ásmunds-
dóttir, systir Þórðar, var fyrsta versl-
unarmærin í þessari deild og var það
um nokkur ár. Verslunin varð vin-
sæl, ekki síst meðal bænda uppi um
allt hérað, enda fluttu þeir félagar
um mörg ár vörur til þeirra. Sjóleiðis
til Seleyrar í Borgarfirði og á marga
staði í Hvalfirði. Þeir keyptu einn-
ig allar innlendar afurðir af bændum
eftir því sem hægt var.
Útgerð og fiskverkun
Samhliða versluninni snúa þeir sér
fljótlega að útgerð. Þeir kaupa Fram
af félögum sínum um 1910-1911.
Einnig kaupa þeir bátinn Hafrenn-
ing árið 1910, ásamt Halldóri Jóns-
syni í Aðalbóli, bróður Lofts og mágs
Þórðar. Árið 1912 láta þeir Þórð-
ur og Loftur smíða bátana Eldingu
og Svan, fyrstu vélbátana sem smíð-
aðir voru á Akranesi, en þeir voru
fyrstu bátarnir sem fóru til viðlegu í
Sandgerði. Yfirsmiður var Otti Guð-
mundsson. Árið 1912 reisa þeir fé-
lagar hús niður við Steinsvör sem
kallað var „Neðsta fiskhúsið“ og stóð
þar í nokkra áratugi. Árið 1915 kaupa
þeir Krosshús ásamt meðfylgjandi
lóð af Bjarna Jónssyni faktor í Ed-
inborgarverslun á 4.500 krónur, en
þeir létu rífa húsið og byggja upp úr
því á sömu lóð íshús og er það ann-
að íshúsið sem hér var reist. Suðaust-
anvert við húsið gerðu þeir allstóra
tjörn til ístöku því þá þekktust hér
enn ekki vélar til slíkra hluta. Árið
1917 kaupa þeir svo jörðina Heima-
skaga af áðurnefndum Gísla Daní-
elssyni, en í kringum húsið, sem og
á Krosshúsalóðinni og á neðsta hluta
túnsins gerðu þeir allmikla fiskreiti
sem notaðir voru til verkunar á salt-
fiski.
Sandgerðisárin
Í árslok 1913 kaupa þeir Loftur og
Þórður mikla útgerðarstöð í Sand-
gerði í Miðneshreppi fyrir 65 þúsund
krónur með 5000 kr. árlegri afborg-
un auk vaxta. Þetta var verslun og
vörubirgðir, mótorbátar með veið-
arfærum og öllu tilheyrandi. Stöð-
ina keyptu þeir af Matthíasi Þórð-
arsyni frá Móum, skipstjóra og síðar
ritstjóra Ægis um mörg ár. Upphaf
framkvæmdanna í Sandgerði, m.a.
við höfnina, má rekja til umsvifa Ís-
land-Færeyjarfélagsins árið 1908, en
félagið réð Matthías til þess að koma
upp útgerðarstöðinni á svonefndum
„Hamri“. Voru reistar miklar bygg-
ingar og þar fyrir framan var byggð
steinbryggja í höfninni. Var einnig
komið fyrir 250 faðma langri keðju
með bólfærum. Útgerð þessa erlenda
félags misheppnaðist algjörlega, en
mannvirkin stóðu hinsvegar áfram
og nýttust vel útgerð þeirra Lofts og
Þórðar, en eins og áður kom fram
keyptu þeir stöðina í árslok 1913.
Bátarnir sem fylgdu í kaupunum
voru með goðanöfnum: Óðinn, Þór,
Freyr og Baldur, en síðar bættust
fleiri við. Árið 1917 kaupa þeir bát-
inn Heru og sama ár kaupa þeir frá
Danmörku bátana Ingólf og Kjartan
Ólafsson. Öldum saman hafði ver-
ið stunduð sjósókn frá Sandgerði á
opnum bátum, enda stutt á fengsæl
mið. Með tilkomu vélbátanna í byrj-
un tuttugustu aldar, tók byggðin við
Sandgerðisvíkina að stækka. Vegna
legu víkurinnar og bæjarskerseyrar-
innar var þar skjólgott afdrep fyrir
vélbáta sem fóru til fiskveiða. Í Sand-
gerði fór nú í hönd mikill uppgangs-
tími. Meðal annars gerðu ýmsir Ak-
urnesingar þar út fjölda vélbáta, auk
þess sem fjölmargir aðkomubátar
voru í viðskiptum við þá.
Loftur Loftsson
Loftur Loftsson var fæddur í Götu
á Akranesi 15. febrúar 1884, son-
ur Lofts Jónssonar en hann drukkn-
aði í Hoffmannsveðrinu 1884. Kona
hans og móðir Lofts var Valgerð-
ar Eyjólfsdóttur. Hún giftist aftur
árið 1888 Jóni Benediktssyni bónda
og útgerðarmanni í Neðrigötu, síð-
ar Aðalbóli. Loftur Loftsson var bú-
settur í Aðalbóli ásamt móður sinni,
fóstra og hálfsystkinum frá árinu
1900, en systkini hans voru Guðjón
Kristinn sem drukknaði af Ingvari í
apríl 1906, Halldór, sem síðar kvænt-
ist Bjarnfríði Ásmundsdóttur á Há-
teigi og Eyborg sem giftist Ólafi A.
Guðmundssyni frá Eyri í Ingólfsfirði.
Loftur stundaði aldrei sjó, heldur fór
hann 14 ára að aldri til Thomsens-
verslunar og gerðist afgreiðslumaður,
en var þar ekki nema í tvö ár, þ.e. frá
1898 til 1900. Það ár hóf hann störf
í verslun Vilhjálms Þorvaldssonar og
vann hann þar til 1907, er hann tók
sjálfur að hugsa til verslunar. Eftir að
Loftur og Þórður hófu útgerð sína
og verslun í Sandgerði árið 1913,
þá flutti Loftur frá Akranesi og var
hann ekki búsettur þar eftir það. Árið
1919 skipta þeir félagar fyrirtæki sínu
upp, þannig að Þórður eignast Akra-
neshlutann ásamt fjórum bátum, en
Loftur Sandgerðiseignirnar ásamt
því sem þeim fylgdu, húseignum og
bátum. Eftir það rak Loftur útgerð
og fiskverkun í Sandgerði til 1936. Á
þeim tíma rak hann einnig um skeið
útgerð, fiskverkun, fiskverslun og út-
flutningsverslun með fisk frá Reykja-
vík. Eftir 1936 rak hann útgerð og
fiskverkun í Keflavík til æviloka.
Árið 1920 kvæntist Loftur Ingveldi
Ólafsdóttur og eignuðust þau hjón
sex börn. Loftur lést í Reykjavík 24.
nóvember 1960.
Þórður Ásmundsson
Þórður Ásmundsson fæddist á Há-
teigi á Akranesi 7. júní 1884, sonur
Ásmundar Þórðarsonar útvegsbónda
þar, ættuðum úr Elínarhöfða og
Ólínu Bjarnadóttur frá Kjaransstöð-
um, en þau býli eru bæði á Akranesi.
Eins og Loftur vann Þórður einnig
sem unglingur við Thomsensverzlun
í nokkurn tíma, en stundaði einnig
sjó sem ungur maður. Fyrst á kútter-
um, en síðar á v.b. Fram. Hann hafði
m.a. ásamt fleiri ungum mönnum á
Akranesi verið háseti á kútter Haraldi
með þeim góðkunna skipstjóra Geir
Sigurðssyni, sem gerði sjálfan sig,
skipið og Akranes frægt með sinni
landsfrægu vísu „Kátir voru karlar
á kútter Haraldi“. Árið 1907 hvarf
Þórður frá sjómennskunni og stofn-
aði verslun og vélbátaútgerð á Akra-
nesi ásamt Lofti. Hann tók gagn-
fræðapróf frá Flensborg í Hafnarfirði
vorið 1906. Haustið 1919 lét Þórður
setja upp litla rafstöð í verslunarhús-
unum á Akranesi og leiddi frá henni
í fimm næstu hús. Þetta var önnur
fyrsta rafstöðin á Akranesi. Nokkru
síðar hætti Þórður beinum verzlun-
arrekstri um mörg ár, en verslunin
við héraðsmenn hafði minnkað eft-
ir að kaupfélögin komu til sögunnar,
er samgöngur bötnuðu við Borgar-
nes og farið var að flytja allar vörur í
Hvalfjörð af kaupfélaginu þar. Leigði
Þórður öðrum aðilum verslunarhús-
ið í nokkur ár, en 1938 hóf hann
verzlun á ný í sömu húsum.
Árið 1920 leigir Þórður Kaupfélagi
Akraness verslunina, en Kaupfélag-
ið var stofnað 30. júní 1919. Leig-
an var 200 krónur um mánuðinn, en
auk þess keyptu þeir af honum vöru-
leifar verslunarinnar fyrir 2000 krón-
ur. Vorið 1925 leigir Jón Sigmunds-
son húsnæðið fyrir verslun sína, en á
árunum 1927-1930 leigja þeir bræð-
ur Sigurður og Daníel Vigfússynir
húsnæðið fyrir verslun sína, Bræðra-
borg. Hinn 29. maí 1931 er stofnað
Pöntunarfélag Akraness. Starfsem-
in er hafin í verslunarhúsi Þórðar við
Vesturgötu. Upphaflega var þarna
pöntunarfélag án sölubúðar, en árið
1934 opnar Pöntunarfélagið sölubúð
í húsinu. Líklega er Pöntunarfélag-
ið til húsa við Vesturgötuna til vors
1936 að starfsemi þeirra flyst í kaup-
félagshúsið við Óðinsgötu 11 (nú
Kirkjubraut). Árið 1938 hefur Þórð-
ur verslunarrekstur á nýjan leik, eins
og áður sagði.
Verslun Þórðar
Ásmundssonar
Árið 1941-42 byggir Þórður svo sitt
stóra verzlunarhús við Vesturgötu
48, á sama stað og gamla verslunar-
húsið hafði staðið í 33 ár, en eldra
húsið var fært og stóð sem viðbygg-
ing sunnanvert við hið nýja hús.
Flutningur gamla hússins fór þann-
ig fram að komið var fyrir sliskj-
um undir húsinu og það dregið eftir
þeim til þess staðar sem því var ætl-
aður til frambúðar, eða sem syðsti
hluti hinnar nýju byggingar. Þessi
eldri hluti var síðar, fyrir árið 2000,
rifinn niður. Nýja verslunarhúsið var
langstærsta og veglegasta bygging,
sem þá hafði verið reist á Akranesi.
Í Byggingasögu húsa á Akranesi seg-
ir að Óskar Sveinsson byggingafræð-
ingur hafi teiknað húsið. Óskar var
afkastamikill hönnuður húsa á Akra-
nesi. M.a. teiknaði hann Bíóhöll-
ina, Hraðfrystihúsið Heimaskaga,
Bjarnalaug og ýmis einbýlishús. Auk
þess gerði hann á árinu 1946 til-
löguuppdrætti að stóru félagsheim-
ili og fundahúsi á Akranesi, en mik-
il þörf var þá, og er enn, fyrir slíkt
hús. Fyrst þegar sótt var um leyfi fyr-
ir þetta verslunarhús á Vesturgötu 48
átti það að vera upp á eina hæð en
var þá gerð afturreka vegan tæknilegs
galla. Næst þegar málið var tekið fyr-
ir var búið að ákveða af eigendum að
það yrði upp á tvær hæðir og þannig
var húsið reist. Nokkuð hátt ris var
yfir efri hæðinni og myndaðist þar
ágætt geymslurými. Það var svo ekki
fyrr en mörgum árum síðar að þak-
inu var lyft og útbúinn þar salur og
önnur aðstaða til fundahalda og var
það verk unnið af félögunum í Kiw-
anisklúbbnum Þyrli hér á Skaga, sem
voru þar með sína aðstöðu um mörg
ár. Eins og venja var á þessum árum
var steypan í húsið hrærð á hönd-
um, sett í fötur, og þær hífðar upp
með taugum, tengdum blökkum eða
talíum. Þá var steypunni ekið með
hjólbörum og hellt í mótin. Steypu-
Firma Þórðar Ásmundssonar og
Lofts Loftssonar á Akranesi og í Sandgerði
Hér sést verslunarhús það sem félagarnir Loftur og Þórður reistu árið 1908 við
Vesturgötu 48. Myndin er tekin milli 1927-30 en þá leigði verslunin Bræðraborg
húsið. Til hægri er íbúðarhús Þórðar Ásmundssonar og fjölskyldu, en það var
byggt árið 1913.
Hluti mannvirkja Þórðar og Lofts í Sandgerði árið 1914. Sandgerði var ein stærsta
verstöð landsins á sínum tíma. Akurnesingar sögðust vera að fara í „Gloríuna“
þegar þeir fóru í verið til Sandgerðis á árunum milli 1914 og 1928.
Frá vinstri: Loftur Loftsson, Haraldur Böðvarsson, sem
einnig gerði út frá Sandgerði, og Magnús Magnússon á
Söndum. Myndina tók Magnús Ólafsson árið 1904 í garð-
inum við Böðvarshús á Akranesi.
Til vinstri er Hraðfrystihús Heimaskaga h.f., reist á árunum
1943-45 í landi fyrsta býlisins á Skaga, sem einnig bar nafnið
Heimaskagi. Þá er lágreist síldarsöltunarhús með fimm
móttökuopum. Fyrir miðri mynd er gamla íshúsið sem reist
var á Krosshúsalóðinni. Handan Suðurgötunnar er Axelsbúð
þar sem áður var verslunar- og vörugeymsluhús Bjarna
Ólafssonar & Co.(BOCO). Lengst til hægri sést í enda H.B.
húsanna. Mynd: Ragnheiður Þórðardóttir.