Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2016, Page 33

Skessuhorn - 20.04.2016, Page 33
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016 33 hrærivél mun þó eitthvað hafa ver- ið notuð líka. Hefur þetta verið erfið vinna við svo stórt hús. Fjölbreytt líf og starf í Þórðarbúð Í sambandi við verzlunina voru starf- ræktar saumastofur á efri hæðinni þar sem m.a. voru saumaðir kjólar, blúss- ur og pils á kvenfólk, allt eftir nýj- ustu tísku, eins og auglýst var. Voru þar fyrirliggjandi kjólaefni í miklu úr- vali. Það taldist líka til nýmæla að úti í stórum sýningargluggum voru gín- ur klæddar í slíkan fatnað. Á jarðhæð- inni var verslað með flestar algengar vörur í stórum afgreiðslusal, deilda- skiptum í fimm deildir. Þar voru seldar matvörur og nýlenduvörur; þar var vefnaðarvördeild með dömu- og herrafatnað, sportvörudeild með skíði, skauta, reiðhjól o.fl. Húsgögn og hljóðfæri fengust einnig í úrvali. Auk þess voru þarna bæði brauðbúð og mjólkurbúð. Voru þær opnar alla daga, einnig sunnudaga. Oft biðu svo margir eftir afgreiðslu á mjólk og brauði að úthluta þurfti númeruðum miðum til viðskiptavinanna. Í efsta hluta verslunarinnar við innganginn upp á efri hæðina var mjólkurbúð- in starfrækt í mörg ár. Seinna var þar verslað með vefnaðarvöru. Skrifstofur fyrirtækisins voru á efri hæð hússins. Við uppganginn voru skrifstofur bæj- arfógeta til húsa í mörg ár. Á jarð- hæð voru, í tengslum við verslunina, einnig staðsettir kæli- og frystiklef- ar, vinnsluherbergi, skrifstofa og vörugeymslur auk þess var þar kaffi- stofa starfsfólks og snyrtistofa. Þórð- arbúð, eins og hún var nefnd í dag- legu tali, varð síðar fyrsta kjörbúðin hér í bæ, þ.e. búð þar sem viðskipta- vinurinn afgreiðir sig sjálfur. Í heilsí- ðuauglýsingu frá árinu 1942 kemur fram að verslunin hafi umboð fyrir klæðaverslunina Álafoss. Auk þess að framvegis muni þeir taka á móti ull til vinnslu og að þeir selji lopa og band og aðrar vörur, sem verksmiðjan framleiðir. Þar er einnig vakin athygli á ágætum vinnubuxum (troll-buxum) og þær afgreiddar eftir máli. Kol voru afgreidd frá kolaporti Þórðar, en það var staðsett við Hafnarbraut, handan götunnar við gamla íshúsið. Steinolía til heimilisnota var afgreidd úr tanki á brúsa í portinu við verslunarhúsið. Í bílskúrnum eða geymslunni stóru í portinu var afgreiddur bæði saltfisk- ur og saltkjöt úr tunnum, ásamt ýms- um öðrum vörum sem ekki hentaði að vera með innan búðar. Má fullyrða að algjör bylting hafi orðið í verslun á Akranesi með tilkomu hinnar nýju verslunar á Vesturgötu 48. Ólafur Ás- mundsson á Háteigi sá lengi um úti- verkin við búðina, einnig Páll Guð- mundsson á Innra-Hólmi. Karl Magnússon í Bakkagerði vann um tíma þarna og veitti einnig um tíma forstöðu kúabúi því sem Þórður rak. Alnafni Þórðar og góður vinur Þórð- ur Ásmundsson á Uppsölum vann einnig lengi hjá fyrirtækinu bæði sem landmaður og á sumrum sem ráðs- maður við heyverkun í Elínarhöfða og við kúabúið. Saumað og sniðið, sungið og dansað Eins og áður sagði var í sambandi við verslunina rekin saumastofa, en Jóhannes Arngrímsson, klæðskera- meistari frá Hafnarfirði, var árið 1942 ráðinn til að veita saumaverk- stæðinu forstöðu. Bjó hann einn- ig fyrst um sinn þarna í hæðinni. Saumastofurnar voru reyndar tvær og sinnti Jóhannes aðallega karlmanna- fatnaði. Þarna störfuðu margar stúlk- ur um lengri eða skemmri tíma und- ir verkstjórn Sigríðar Einarsdóttur á Bakka og Arndísar Þórðardóttur á Grund, sem sáu um kvennadeildina. Þarna á saumastofunni var oft glatt á hjalla, jafnvel sungið og dansað þegar frítímar voru frá saumunum. Í minn- um er haft þegar Soffía Karlsdóttir, síðar landsfræg revíusöngkona, söng og dansaði uppi á saumaborðunum, undir öruggri stjórn Siggu á Bakka. Nokkrum árum síðar áttu sumar af þessum stúlkum eftir að leika og syngja í revíunni „Allt er fetugum fært“ eftir Theodór Einarsson, sem sýnd var mörgum sinnum fyrir fullu húsi um páskaleytið 1945 í hinu nýja íþróttahúsi við Laugarbraut. Hagn- aðinum var að mestu varið til íþrótta- hússins. KA (Knattspyrnufélag Akra- ness) stóð fyrir flutningi revíunn- ar, en það félag var mjög öflugt um þessar mundir og hafði aðstöðu sína þarna á loftinu í Þórðarbúð. Margir félagar í KA léku og sungu í revíunni, m.a. formaður KA, Þórður Hjálms- son, sem lék aðalhlutverkið. Mörg önnur félög og einstaklingar höfðu aðstoðu sína á efri hæð Þórðarbúðar, m.a. Árni Böðvarsson ljósmyndari. Einnig Bjarni Árnason frá Brenni- stöðum bókbindari og ljósmyndari. Þarna voru síðar innréttaðar íbúð- ir fyrir starfsmenn fyrirtækja Þórðar; voru þetta bæði innlendir sem og er- lendir starfsmenn, bæði sjómenn og landmenn. Bíi - Gúnnarsson Einn minnisstæður maður sem bjó um tíma á efri hæð Þórðarbúðar var Gunnar Gunnarsson, sem gekk und- ir nöfnunum „Bíi“ eða „Gúnnars- son“. Móðir hans var dönsk, systir Hans Júlíusar Jörgensen, eiginmanns Petreu Jörgensen, systur Emilíu á Grund. Hann var lærður hljóðfæra- smiður og hljófærastillingamaður og vann við þá iðju hér á Akranesi, auk þess að vinna á skrifstofu fyrirtæk- isins. Minnast margir viðskiptavin- ir Þórðarbúðar skemmtilegra sam- verustunda með Bía við píanóið, þar sem hann lék á alls oddi. Hann seldi nokkur Louis Zwicki píanó í sam- vinnu við Þórðarbúð og má telja hann fyrsta píanóstillingamann á Akranesi og hljóðfærasala. Eftir lát Þórðar Ásmundssonar árið 1943 varð Jón Árnason tengdasonur hans fram- kvæmdastjóri fyrirtækjanna Ásmund- ar h.f. (útgerðar), Heimaskaga h.f. (fiskverkunar) og Þórðar Ásmunds- sonar h.f. (verslunarinnar). Með hon- um stjórnuðu þeir Júlíus Þórðarson, sonur Þórðar og Ólafur Frímann Sig- urðsson tengdasonur. Verslunarstjór- ar voru m.a. Baldur Guðjónsson, Sig- urður Ólafsson, Gunnar Gunnarsson og Ólína Þórðardóttir. Minnisstæðar persónur Margt sómafólk vann um lengri eða skemmri tíma hjá versluninni og hefur einn starfsmaðurinn, Bragi Þórðarson útgefandi, lýst lífinu þar skemmtilega í bókum sínum, m.a. „Borgfirzkri blöndu“, „Æðrulaus mættu þau örlögum sínum“ og Ár- bók Akurnesinga. Páll Guðmunds- son á Innra-Hólmi starfaði um hríð í Þórðarbúð og sá um viðhald og við- gerðir. Snemma árs 1947 orti hann Búðarbrag; 22 erindi um marga þá sem störfuðu á Vesturgötu 48. Brag- urinn er um þá 25 starfsmenn sem störfuðu í húsinu það árið. Flestir eru nú látnir, en hér er ein vísa um Ólaf Elíasson, sem var sendill um tíma í Þórðarbúð: Ólafur af góðri gerð gengur ferða hraður. Sér um mat í sendiferð saklaus æskumaður. Ólafur sá sannarlega um mat síð- ar á ævinni, var lærður fiskmats- maður, matsveinn og eftirlitsmaður. Hann á margar góðar minningar frá Þórðarbúð. Á sjöunda áratugnum hóf Slátur- félag Suðurlands verslunarrekstur í húsnæðinu og síðar Tölvuþjónust- an, bæði með verslun og viðgerða- verkstæði. Síðust til að veita for- stöðu verslun Þórðar Ásmunds- sonar var dóttir hans Ólína, en hún starfaði þar um 15 ára skeið, síðast í kven- og barnafataversluninni að Vesturgötu 50, þ.e. líklega fram að árinu1972-73. Eftir að verslunar- rekstri var hætt var húsnæðinu við Vesturgötu 48 að miklu leyti breytt í íbúðarhúsnæði. Þórður Ásmundsson andað- ist 3. maí 1943, en fjölskyldan hélt rekstrinum áfram í svipuðu formi og áður var. Þórður var hinn ágæt- asti drengur, en ekki atkvæðamaður til átaka, enda var hann mjög hlé- drægur alla tíð. Ef í odda skarst, þar sem hann var viðriðinn, var hann fyrsti maður til að ganga á milli og sætta. Alltaf var hann boðinn og bú- inn til að leggja eitthvað af mörkum til framfara-, mannúðar- eða menn- ingarmála og mætti sama segja um konu hans, Emilíu Þorsteinsdóttur, sem í hvívetna var hin mesta rausn- ar- og gæðakona. Var heimili þeirra handan götunnar við Vesturgötu 47 ávallt opið starfsmönnunum á Vest- urgötu 48, eins og reyndar öllum öðrum vinum og vandamönnum. Var þar oft glatt á hjalla. Verslunarhúsið Kirkjubraut 24 Þórður Ásmundsson h.f. keypti árið 1945 neðsta hluta Hákotslóð- arinnar, sem var nr. 24 við Óðins- götu (Kirkjubraut) af Sveinbjörgu Eyvindsdóttur í Hákoti (Óðins- götu 28), en lóðin var um 450 m2 að stærð. Fyrirtækið lét reisa stein- hús á lóðinni, þar sem verslun fór fram með ýmsar vörur, helst mjólk og brauð, kjöt og fisk. Oddur kaup- maður í Brú Sveinsson keypti hús- ið 18. maí 1949, stækkaði það um helming að grunnfleti og byggði síðan íbúðarhæð ofan á allt húsið. Verslaði Oddur þarna í mörg ár, en hann var auk verslunarstarfa sinna, umboðsmaður Morgunblaðsins og fréttaritari þess á Akranesi. Í árslok 1967 afsalaði ekkja Odds, Kristín Erlendsdóttir Samvinnutrygging- um húseigninni ásamt tilheyrandi eignarlóð. Á þessum stað var síðan byggt stórhýsi þar sem m.a. Sam- vinnubankinn var til húsa; þá KB banki eða Kaupþing (stórhýsið tók einnig yfir lóðirnar Kirkjubraut 26 og 28). Ásmundur Ólafsson tók saman 2016. Heimildir: Rit Ólafs B. Björnsson- ar og Braga Þórðarsonar; minning- ar Ólafs Fr. Sigurðssonar frá Sand- gerði og ýmis skjöl úr hans safni. Saga Sandgerðishafnar, Búðarbragur Páls Guðmundssonar og ýmsar munnleg- ar heimildir. „Allt er fertugum fært“, revía eftir Theodór Einarsson var margoft sýnd fyrir fullu húsi í Íþróttahúsinu við Laugarbraut. Verkið var fært upp af leiknefnd K.A. árið 1945. Leikendur eru frá vinstri: Þóra Þórðardóttir, Bjarni Júlíusson, Ragnhildur Þorvaldsdóttir, Valdimar Indriðason, Emilía Þórðardóttir, Sigurður R. Björnsson, Svava Árnadóttir, Jakob Sigurðsson, Sjöfn Jóhannesdóttir, Jóhannes Gunnarsson, Soffía Karlsdóttir, Theodór Einarsson, Sigríður Einarsdóttir, Þórður Hjálmsson og Óli Jón Bogason. Mynd: Árni Böðvarsson. Myndin er tekin í verslun Þórðar Ásmundssonar eftir að henni var breytt í kjörbúð. Drengurinn á myndinni er Ólafur Frímann Sigurðsson yngri. Mynd: Helgi Daníelsson. Emilía Þorsteinsdóttir og Þórður Ás- mundsson ásamt þremur elstu börnum sínum. Frá vinstri Ólína Ása, Steinunn, sem lést 5 ára og Hans Júlíus. Síðar bættust við sex dætur. Myndin er tekin um 1913 af Sæmundi Guðmundssyni. Verslunar- og skrifstofuhús Þórðar Ásmundssonar, Vesturgötu 48. Myndin er tekin um 1950, það er átta árum eftir að húsið var reist. Einn af “gleðigjöfunum” í Þórðarbúð var píanó-leikarinn Gunnar Gunnars- son (Bíi). Hann rataði oftast á hinn rétta tón. Mynd: Studíó Guðmundar. Arndís Þórðardóttir (Adda á Grund) t.v. vann á saumastofunni og Þorgerður Oddsdóttir (Gerða á Arnarstað) t.h. starfaði lengi í Þórðarbúð. Hér sjást þær fyrir framan glugga Þórðar- búðar ásamt vinkonu sinni Guðrúnu Jónsdóttur (Gunnu í Garðbæ).

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.