Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2016, Qupperneq 39

Skessuhorn - 20.04.2016, Qupperneq 39
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016 39 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Körfuknattleikslið Grundarfjarðar komst í úrslitakeppni þriðju deildar með því að tryggja sér fjórða sætið í deildinni. Með því tryggðu þeir sér heimaleik á móti Patrek sem sat sæti neðar fyrir úrslitakeppnina. Leikur- inn fór fram í íþróttahúsi Grundar- fjarðar 10. apríl og endaði með sigri heimamanna 77-64 þannig að Pat- reksmenn voru komnir í sumarfrí. Grundarfjörður tryggði sér því sæti í fjórðungsúrslitum þar sem þeirra beið erfitt verkefni á móti Laug- dælum á útivelli en Laugdælir voru efstir í deildinni, töpuðu aðeins einum leik í vetur og það var ein- mitt á móti Grundarfirði. Leikur- inn í fjórðungsúrslitunum fór fram föstudaginn 15. apríl og sáu Grund- firðingar aldrei til sólar í þeim leik. Laugdælir náðu að hefna fyrir tapið í Grundarfirði og sigruðu með yfir- burðum 96-60 og tryggðu sér sæti í 2. deild að ári. Lið Grundarfjarðar er því komið í sumarfrí og mæta ef- laust tvíefldir til leiks í 3. deildinni næsta vetur. tfk Grundfirðingar komnir í frí í körfunni Um þessar mundir stendur yfir úr- slitaviðureign Domino‘s deildar kvenna í körfuknattleik. Þar eigast við tvöfaldir Íslandsmeistarar Snæ- fells og Haukar. Hafnarfjarðarliðið vann fyrsta leikinn með einu stigi og leiddi því viðureignina þegar liðin mættust aftur í Stykkishólmi á mánudagskvöld. Þar gerðu Snæ- fellskonur sér lítið fyrir og jöfnuðu viðureignina með öruggum sigri, 69-54. Jafnt var á með liðunum fram- an af leik og aðeins munaði tveim- ur stigum eftir fyrsta leikhluta. Eft- ir það skelltu Snæfellskonur í lás og héldu Haukum stigalausum í heilar sjö mínútur með frábærum varnar- leik. Á meðan bættu Snæfellskon- ur stigunum við hægt og rólega og höfðu afgerandi forskot í hálfleik, 32-16. Þegar lið leiðir með svo afgerandi hætti er alltaf hætt við því að leik- menn verði værukærir. Í upphafi þriðja leikhluta virtist sem Snæ- fellskonur ætluðu að falla í þá gryfju og gefa ákveðnum Haukakonum smá von á ný. En eftir að gestirn- ir söxuðu fjögur stig af forystunni náðu Snæfellskonur fullri einbeit- ingu á nýjan leik. Þær juku forskot sitt í 20 stig fyrir lokafjórðunginn og héldu gestunum í öruggri fjar- lægð til leiksloka. Það var ekki fyrr en á lokamínútunum að Haukar náðu aðeins að klóra í bakkann en sigur Snæfells var aldrei í nokkurri hættu. Lokatölur í Stykkishólmi 69-54 og Snæfell búið að jafna við- ureignina. Haiden Palmer átti frábæran leik fyrir Snæfell. Hún skoraði 25 stig, tók átta fráköst, gaf sjö stoðsend- ingar og stal boltanum sex sinnum. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 14 stig og tók sjö fráköst og Bryndís Guðmundsdóttir var með níu stig, átta fráköst og sex stoðsendingar. Eins og áður segir er staðan jöfn í úrslitaviðureign Snæfells og Hauka, hvort lið hefur einn sigur. Þriðji leikur liðanna fer fram í Hafnar- firði á morgun, fimmtudaginn 21. apríl. Sigri Snæfellskonur þann leik fá þær gullið tækifæri til að tryggja sér þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð á heimavelli þegar liðin mætast fjórða sinni sunnudaginn 24. apríl næstkomandi. kgk Snæfell sigraði annan leikinn örugglega Berglind Gunnarsdóttir í mikilli baráttu í leik Snæfells og Hauka síðast- liðinn mánudag. Ljósm. sá. Skallagrímur etur um þessar mund- ir kappi við Fjölni í úrslitaviður- eign 1. deildar karla í körfuknatt- leik. Eftir góðan sigur í fyrsta leik var komið að Skallagrímsmönn- um að taka að sér hlutverk gest- gjafanna þegar liðin mættust öðru sinni í Borgarnesi á sunnudags- kvöld. Heimamenn voru kannski heldur gestrisnir í það skiptið, þeir sendu Fjölnismenn heim sadda og sæla með sex stiga sigur í fartesk- inu. Viðureignin er því jöfn, hvort lið með einn sigur. Leikurinn fór fjörlega af stað, bæði lið léku hrað- an sóknarleik og nokkuð sterkan varnarleik. J.R. Cadot fór mikinn í fyrsta leikhluta og dró vagninn fyr- ir Skallagrím. Fjölnir var þó aldrei langt undan. Þeir jöfnuðu um miðj- an annan fjórðunginn en það voru Borgnesingar sem leiddu í hálfleik, 44-43. Gestirnir komu ákveðnir til leiks eftir hléið. Vörn Skallagríms var aðeins farin að gefa eftir en Fjölnis- menn létu boltann ganga. Leikmenn Skallagríms létu þó ekki stinga sig af á heimavelli og spyrntu við fót- um. En þeir höfðu ekki erindi sem erfiði. Eftir spennuþrungnar mín- útur náði Fjölnir sjö stiga forystu undir lokin og reyndist það Skalla- grími um megn. Lokatölur í Borg- arnesi voru 85-91, Fjölni í vil. Áðurnefndur J.R. Cadot átti stór- leik fyrir Skallagrím og daðraði við þrennuna. Hann skoraði 35 stig, tók 11 fráköst og gaf sjö stoðsend- ingar. Kristófer Gíslason skoraði 13 stig og tók sjö fráköst, Davíð Ás- geirsson skoraði ellefu stig og Sig- tryggur Arnar Björnsson var með tíu stig og sjö stoðsendingar. Fyrir Fjölni var Collin Pryor at- kvæðamestur. Hann setti upp sann- kallaða tröllatvennu, skoraði 27 stig og tók 25 fráköst. Viðureign Skallagríms og Fjölnis er sem fyrr segir jöfn, bæði lið hafa sigrað einn leik. Þriðji leikur lið- anna fer fram í Grafarvogi í kvöld, miðvikudaginn 20. apríl. kgk Jafnt í viðureign Skallagríms og Fjölnis J.R. Cadot verst Collin Pryor síðastlið- inn sunnudag. Báðir fóru þeir mikinn í leiknum. Ljósm. fengin af facebook- síðu Fjölnis. Íslandsmót Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA 60+) í boccía var haldið á Akranesi síð- astliðinn laugardag. Úrslit urðu þau að í fyrsta sæti varð Gjábakki í Kópavogi. Keppendur voru Mar- grét Hjálmarsdóttir, Freyr Bjart- marz og Páll Þorsteinsson. Í öðru sæti varð Neisti í Garðabæ en liðið skipuðu Baldur Hjörleifsson, Guð- björg Ágústsdóttir og Jóhann Ingi Jóhannsson. Í þriðja sæti var svo lið úr Borgarbyggð, FEBBN/FAB en það skipuðu þeir Meinhard Berg, Jóhannes Gestsson og Þórhallur Teitsson. Það var Þórey S. Guðmundsdótt- ir formaður FÁÍA sem setti mót- ið og sleit því. Þakkaði hún heima- mönnum fyrir góða vinnu sem og stjórnarmönnum sínum. Alls mættu 30 lið til keppninnar frá ellefu fé- lögum og var keppt á átta völlum. Mótið var samstarfsverkefni FEB- AN, Félags eldri borgara á Akranesi og nágrenni, og stjórnar FÁÍA. All- ur undirbúningur og framkvæmd gekk að óskum, enda létu keppend- ur ánægju sína vel í ljós. Aðstaða í Íþróttahúsinu við Vesturgötu er ein sú besta sem völ er á bæði til keppni og veitinga. Viðurgjörn- ingur var frá Galíto; súpa, brauð, smjör og pestó, en FEBAN sá um kaffi, te og drykki ásamt dýrindis kleinum. Auk verðlaunapeninga er keppt um faranbikar sem næsta árið verður geymdur í Kópavogi, en var áður hjá Garðbæingum. Íslandsmót FÁÍA 2017 verður svo í Siglufirði að ári. Við lok móts varpaði Hjörtur Þórarinsson fyrrverandi skólastjóri fram eftirfarandi vísu: Farsæld við óskum á ferðinni heim. Frábært á keppni var lag. Við samfögnum öllum, en sam- úð með þeim sem sigruðu lítið í dag. mm/fj Íslandsmót eldri borgara í boccia fór fram á Akranesi Sigursveitirnar stilltu sér upp að lokinni verðlaunaafhendingu. Ljósm. sk. Það voru þrettán hressir krakkar úr Víkingi/Reyni sem kepptu í blaki um síðustu helgi. Mótið sem þau fóru á var haldið í Kórnum í Kópa- vogi á vegum Blakdeildar HK. Þrjú lið kepptu á vegum Víkings/Reyn- is og unnu öll til verðlauna. Tvö lið kepptu í 4. deild, 5. flokki blönd- uðum og varð Víkingur/Reynir í fyrsta sæti og Víkingur/Reynir B í öðru sæti. Þriðja liðið keppti svo í 3. deld, 4. flokki stúlkna og varð í öðru sæti. Þetta er glæsilegur ár- angur hjá þessum ungu blökurum en lið frá sjö félögum tóku þátt í mótinu. Þessir krakkar hafa æft af krafti í vetur hjá þjálfaranum sín- um Katrínu Söru Reyes. Hún er nú að flytja norður og sárvantar krakk- ana þjálfara fram á vor ef það eru einhverjir áhugasamir. Þetta eru áhugasamir og flottir krakkar sem stóðu sig frábærlega. Ætlar Katrín Sara því að fara með þau á Íslands- mót sem haldið verður í Mosfellsbæ 29. apríl til 1. maí næstkomandi. þa Sigursælt blaklið vantar nú þjálfara

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.