Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2016, Qupperneq 8

Skessuhorn - 04.05.2016, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 20168 Vindmyllusmíði, efnafræði, vís- indaheimspeki, stjörnufræði og japanska er meðal þeirra námskeiða sem í boði verða í eldri bekkjum Auðarskóla í Dölum og Grunn- skólans á Reykhólum þegar Há- skólalestin heimsækir Búðardal dagana 6. og 7. maí. Einnig verð- ur öllum heimamönnum boðið í fjöruga Vísindaveislu í félagsheim- ilinu Dalabúð. Háskólalestin sæk- ir heim þrjá áfangastaði til viðbót- ar í maímánuði, Blönduós og Voga á Vatnsleysuströnd en verður auk þess í Stykkishólmi dagana 20.-21. maí. Þetta er sjötta árið í röð sem Háskólalest HÍ brunar um land- ið með fjör og fræði fyrir alla ald- urshópa en hún hefur fengið fá- dæma góðar viðtökur á þeim 26 stöðum sem sóttir hafa verið heim frá árinu 2011. Fyrsti áfangastað- ur Háskólalestarinnar í ár er sem fyrr segir Búðardalur en þar munu kennarar og nemendur úr Háskóla Íslands taka að sér kennslu í eldri bekkjum í Auðarskóla og Grunn- skóla Reykhóla föstudaginn 6. maí. Í boði verða valin námskeið úr Há- skóla unga fólksins. Daginn eftir, laugardaginn 7. maí, verður slegið upp veglegri vísindaveislu í Dala- búð fyrir heimamenn á öllum aldri. Þar verða alls kyns tilraunir, þraut- ir og tæki sem gestir geta kynnst og prófað, stjörnutjald, efnafræðisýn- ing Sprengju-Kötu og fjölmargt fleira. Aðgangur er ókeypis og all- ir velkomnir. Meðfylgjandi myndir voru tekn- ar í fyrri háskólalestum, en auk þess er hægt að fylgjast með verkefninu á: http://haskolalestin.hi.is/. mm Það markar ákveðin tímamót vor hvert þegar að eldrauður vagn er togaður upp Hrannarstíginn í Grundarfirði og inn á planið á móti Sögumiðstöðinni. Þar er á ferð Meistarinn sjálfur með sínar marg- frægu pylsur og báta. Baldur Orri Rafnsson var hinn kátasti fyrsta opnunardaginn og nokkuð bjart- sýnn fyrir sumarið. Þokkaleg traf- fík var í vagninn enda langt síðan Grundfirðingar gátu gætt sér á ein- um heitum Henrik sem er langvin- sælasti rétturinn á matseðlinum. tfk Spurt í þaula SNÆFELLSBÆR: Fyrra und- anúrslitakvöld í spurningakeppni Snæfellsbæjar fór fram í Röst á Hellissandi síðasta föstudags- kvöld. Að venju voru það Lions- konur í Þernunni sem stóðu fyr- ir kvöldinu. Fjögur lið af sex sem komust í undanúrslit tóku þátt, lið Valafells keppti á móti liði GSNB Ólafsvík og lið Átt- hagastofu keppti á móti GSNB Hellissandi – skvísur. Búið var að gera smávægilegar breytingar á keppninni en í staðinn fyrir að fá vísbendingar um hvaða hlut- ur væri í kassanum var kominn liðurinn „svaraðu rangt,“ en þar fengu keppendur já og nei spurn- ingar sem þau áttu að svara rangt til að fá stig. Keppnin var hin skemmtilegasta og áttu þeir sem mættu á kvöldið góða stund. Það voru lið Grunnskóla Snæfellsbæj- ar sem vann og er því komið í úr- slit. Síðustu tvö liðin í undanúr- slitum verða Saumaklúbburinn Preggý og HH. -þa Mega veiða 820 tonn af rækju SNÆFELLSNES: Nýlegur rannsóknarleiðangur Hafrann- sóknastofnunar sýnir sterka stöðu rækjustofnsins við Snæfellsnes og mældist stofnvísitalan yfir með- allagi, segir í tilkynningu frá at- vinnuvegaráðuneytinu. Í ljósi þessa hefur heildarafli á rækju verið ákveðinn 820 tonn á kom- andi vertíð sem hófst 1. maí og er það í samræmi við ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar. -mm Atvinnuleysi er tæp 4 prósent LANDIÐ: Samkvæmt Vinnu- markaðsrannsókn Hagstofu Ís- lands voru að jafnaði 191.000 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í mars 2016, sem jafngildir 81,8% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 188.800 starfandi og 7.200 án vinnu og í atvinnu- leit. Hlutfall starfandi af mann- fjölda var 78,7% og hlutfall at- vinnulausra af vinnuafli var 3,8%. Samanburður mælinga fyrir mars 2015 og 2016 sýnir að atvinnu- þátttakan minnkaði lítillega eða um 0,2 prósentustig. Fjöldi starf- andi jókst um 1.400 en hlutfall- ið af mannfjölda stóð hins vegar í stað. Atvinnulausum fækkaði um sem nemur 500 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu lækkaði um 0,3 stig. -mm Opinn dagur á Bifröst 5. maí BORGARFJ: Á Uppstigningar- dag, fimmtudaginn 5. maí, klukk- an 14 - 17, verður nóg um að vera í háskólaþorpinu á Bifröst. Þá verður haldinn opinn dagur sem hefur í áratugi verið árlegur við- burður hjá Háskólanum. Gefst með honum einstakt tækifæri til að skoða háskólaþorpið þar sem að nemendur fara með gesti í gönguferðir um svæðið og sýna þeim t.a.m. húsnæði nemenda, bókasafn, líkamsræktarstöðina og fleiri vistaverur á svæðinu. Þá kynna nemendur, kennarar og starfsfólk einnig námið við skól- ann. -mm Opna Arionbankamótið um helgina BORGARNES: Um næstu helgi verður Opna Arionbanka- mót Faxa og Skugga í hesta- íþróttum haldið á félagssvæði Skugga í Borgarnesi. Mót- ið hefst kl. 10 á laugardeg- inum með keppni í fjórgangi V2. Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum: Polla- flokkur: Pollatölt, Barnaflokk- ur: Fjórgangur V2 – Tölt T3, Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3, Ungmennaflokk- ur: Fjórgangur V2 – Tölt T1 – Tölt T4 – Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið PP1, 2. flokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3 og Opinn flokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T1 – Tölt T4 – Fimm- gangur F2 – Gæðingaskeið PP1 – 100 m. skeið P2. -mm Mæðradags- ganga Göngum saman BORGARNES: Hin árlega mæðradagsganga styrktarfélags- ins Göngum saman verður nú gengin á tæplega 20 stöðum á landinu og hefst hún klukkan 11 sunnudaginn 8. maí. Í Borg- arnesi verður gengið frá íþrótta- miðstöðinni, eftir íþróttavell- inum, út með Englendinga- vík, komið við í Brákarey og loks haldið í átt að Geirabakar- íi þar sem göngu lýkur. Göngu- fólk með kerrur eða aðrir sem af einhverjum ástæðum gætu átt erfitt með þessa leið getur valið aðra greiðfærari og sam- einast hópnum t.d. þegar hann kemur úr Brákarey. „Megin- hlutverk Göngum saman er að afla fjár til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini og styrkja unga vísindamenn í því skyni. Landssamband bakarameist- ara styrkir Göngum saman með því að selja brjóstabollur í tengslum við gönguna og gefa hluta ágóðans til félagsins. Fyr- ir göngu verður seldur ýmiss varningur til styrktar félaginu í íþróttamiðstöðinni. Um er að ræða boli, höfuðklúta, fjölnota innkaupapoka, tækifæriskort o.fl. Þeir sem vilja styrkja fé- lagið með því að kaupa varning eru beðnir um að hafa með sér reiðufé. Gangan tekur um það bil klukkustund og hentar allri fjölskyldunni,“ segir í fréttatil- kynningu. -mm Ný stjórn HB Granda RVK: Halda þurfti fram- haldsaðalfund í HB Granda hf. og fór hann fram síðast- liðinn fimmtudag. Eitt mál var á dagskrá en það var kosn- ing stjórnar félagsins. Á fyrri fundinum náðist ekki sam- staða um tilhögun stjórnar- kjörs en nú var beitt hlutfalls- kosningu og knúðu þannig líf- eyrissjóðir sem eiga hlut í fyrir- tækinu fram kosningu um full- trúa sinn í stjórn. Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn félagsins: Anna G. Sverrisdóttir, Halldór Teitsson, Hanna Ásgeirsdóttir, Kristján Loftsson og Rannveig Rist. Ný stjórn hélt í framhald- in stjórnarfund og skipti með sér verkum. Kristján Loftsson var kjörinn formaður stjórnar og Rannveig Rist varaformað- ur. -mm Næstkomandi laugardag er kom- ið að hinni árlegu stórsýningu Bif- hjólafélagsins Raftanna og Fornbí- lafjelags Borgarfjarðar í Brákarey í Borgarnesi. Sýningin stendur yfir frá klukkan 13 til 17 og verður engu til sparað í sýningu á tækjum, hjól- um, bílum og því sem tengist starf- semi þessara ört vaxandi félaga. Stöðugt stærra húsrými í Brákarey fer undir tómstundastarf. Þannig frumsýna Raftarnir nú í fyrsta sinn sal á annarri hæð hússins en þeir hafa komið sér fyrir ofan við bíla- safnið. Þennan dag mun svo Skot- félag Vesturlands og Golfklúbbur Borgarness verða með opið hús í æfingasölum sínum sem einnig eru í sama húsi. Auk þess er von á heim- sókn ýmissa hjóla- og bílaklúbba. Meðal annars munu Skuggar á Akranesi kynna starfsemi sína og þá er von á félögum úr eðalbílaklúbb- um, svo sem Mustan klúbbsins og Cadillac félagsins. Í porti milli húsa verða bílar og önnur ökutæki til sýnis, fyrir- tæki verða með kynningar inni í gömlu sláturhússréttinni og á safn- inu verða gullmolar félagsmanna til sýnis auk þess sem rómuð vöfflusala fer þar fram. Þá mun trúbador laða fram létta tóna. Að sögn Jakobs Guðmundssonar kynningarstjóra hjá Röftunum er búið að leggja drög að góðu veðri eins og venjan er og búist við miklum mannfjölda í Brákarey. mm Búist er við fjölmenni og skemmtilegri sýningu í Brákarey Meistarinn mættur á planið og Henrik kominn í sölu Háskólalestin brunar í Búðardal á föstudaginn Eins og fram kom í Skessuhorni í síðustu viku hefur Landsbjörg í samráði við Vegagerðina og Sjóvá ákveðið að standa að uppsetningu og kynningu björgunarlykkju, svo- kölluðu Björgvinsbelti, við áfanga- staði þar sem hætta getur verið á drukknun, svo sem við sjó, vötn og ár. Í fyrsta áfanga verða björgun- arlykkjur settar upp á 100 stöðum víðsvegar um landið í sumar. Áður hafi vinnuhópur áhættugreint og forgangsraðað stöðum við þjóð- vegi landsins með tilliti til drukkn- unarhættu. Þessir 100 staðir, sem fjölsóttir eru af íbúum og erlendu sem innlendu ferðafólki, voru sett- ir í fyrsta forgang og er byrjað að setja upp björgunarlykkjur á þeim. Einnig er í bígerð að gefa búnað í lögreglubifreiðar og til slökkvi- liða. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu, vegna fyrirspurn- ar Skessuhorns, verða settar upp björgunarlykkjur á níu stöðum á Vesturlandi. Það er við Borgar- fjarðarbrú, Kolgrafafjörð, Haf- fjarðará, við Hraunfossa, á Djúpa- lónssandi, Skarðsvík, Búðum, Hellnum og Arnarstapa. Fleiri staðir gætu átt eftir að bætast við, að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Landsbjörgu. mm Björgunarlykkjur settar upp níu stöðum á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.