Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2016, Page 25

Skessuhorn - 04.05.2016, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 25 Vorið 1946 luku 29 piltar búfræði- prófi frá Bændaskólanum á Hvann- eyri. Nú eru fjórir þeirra á lífi, þrír yfir nírætt og sá fjórði 88 ára. Af þessum árgangi 29 búfræðinga luku þrír að auki búfræðikandídatsprófi. Það voru þeir Aðalbjörn Benedikts- son frá Aðalbóli í Miðfirði, Grím- ur Jónsson frá Ærlækjarseli í Öxar- firði og Ólafur Guðmundsson frá Hvanneyri. Þessi fjórir sem enn lifa úr hópnum komu nýverið saman ásamt ekkjum nokkurra til viðbót- ar og áttu góða stund. Einn þeirra er Þorsteinn Þorsteinsson frá Húsa- felli. Gefum Þorsteini orðið um skólafélaga sína: „Jón Bergþórsson frá Fljótstungu í Hvítársíðu fæddist 12. september 1924. Hann hefur eflaust ætlað að verða bóndi eins og við flestir en ör- lögin gerðu hann að sendibílstjóra, síðan að stöðvarstjóra bílastöðvar- innar. Enginn var frárri á fæti en hann, enginn mælskari og hagorð- ari. Hann kvæntist Kristínu Njarð- vík og áttu þau sex börn og er ætt- bálkur frá þeim runninn. Sigurður Þorsteinsson fæddist 24. september 1924. Var hann mik- ill vinnuþjarkur. Hann var skepnu- hirðir með afbrigðum og sem nem- andi á Hvanneyri varð hann yfirmað- ur í fjósinu sumarið 1945 og vann þar á við tvo. Að loknu búfræðinám- inu hélt hann til heimahaga, stað- festi ráð sitt, kvæntist Ólöfu Brynj- ólfsdóttur og átti fjögur börn. Þau stofnuðu nýbýlið Heiði út úr höf- uðbólinu Vatnsleysu þar sem hann var borinn og barnfæddur. Sigurður hefur alla tíð verið sómi sinnar stétt- ar og fer enn í fjós og sinnir kindum þótt kominn sé á tíræðis aldur. Trausti Eyjólfsson fæddist 19. febrúar 1928, yngstur nemenda í þesssum árgangi. Hann staðfesti ráð sitt, kvæntist Jakobínu Jónasdótt- ur, og stundaði búskap í Skaftafells- ssýslu og Vestmannaeyjum en gerð- ist síðar kennari á Hvanneyri og sinnti þar ýmsum trúnaðarstörfum. Þau eignaðist sjö börn.“ Þorsteinn Þorsteinsson lauk stúd- entsprófi árið 1950 og prófi í líf- efnafræði frá Hafnarháskóla 1956. Hann vann mest af sínum starfsaldri fyrir landbúnaðinn. Hann kvæntist Eddu Emilsdóttur og eiga þau fjög- ur börn. Eitt barna þeirra, Björn, er nú rektor Landbúnaðarháskóla Ís- lands á Hvanneyri. mm Tökum að okkur jarðvegsvinnu t.d. húsgrunna, drenun, niðursetningu rotþróa, múrbrot, niðurrif, garðavinnu og vegavinnu. Við erum með kranabíl, gámabíla, traktorsgröfu, 16t hjólagröfu, 2t og 6t beltavélar, vatnstank. Hafið samband í síma 862-1717 Stauraborun fyrir sumarhús og sólpalla. Erum með vatnstank fyrir heitt/kalt vatn og rykbindingu. Bíla-/vélaflutningar og kranavinna. Gámaleiga. Fellum tré og fjarlægum. Útvegum mold og möl. SK ES SU H O R N 2 01 6 Fögnuðu 70 ára búfræðiprófi frá Hvanneyri Efri röð f.v. Trausti Eyjólfsson, Kristín Guðmundsdóttir, ekkja Ólafs Sigurjónssonar bónda á Stórólfshvoli m.m., Þorsteinn Þor- steinsson og Edda Emilsdóttir. Neðri röð f.v. Edda Magnúsdóttir, ekkja Páls Jónssonar byggingameistara frá Bjarnastöðum í Hvítársíðu, Jón Bergþórsson, Sigurður Þorsteinsson og Ástríður Þorsteinsdóttir frá Húsafelli, systir Þorsteins og ekkja Guð- mundar Pálssonar frá Hjálmsstöðum, sem var bóndi á Húsafelli. Ljósm. Edda Björnsdóttir.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.