Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 20166
Á laugardaginn varð bilun í bún-
aði til þess að sandsíló á athafna-
svæði fyrrum Sementsverksmiðju
á Akranesi yfirfylltist og sand-
mökk lagði yfir nærliggjandi hús
og garða. Gunnar H. Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri Sements-
verksmiðjunnar, sagði í samtali
við fréttastofu RUV að óhappið
hafi orðið vegna mannlegra mis-
taka þegar verið var að framleiða
þurrkaðan og malaðan sand. Fyrir
mistök yfirfylltist sandsíló þannig
að talsvert magn af sandi þrýstist
út. Rykmökkurinn var svo mikill
að um tíma byrgði sýn í nágrenn-
inu, eins og sjá má á meðfylgjandi
mynd. Þar sem nágrannar hafa
áður orðið fyrir tjóni þegar sement
hefur sloppið út óttuðst þeir hið
versta í fyrstu. Þegar í ljós kom að
einungis var um sand að ræða létt-
ist heldur brúnin á fólki. Engu að
síður lá þykkt lag af sandi yfir öllu.
Slökkvilið Akraness var kallað út til
að hreinsa svæðið umhverfis verk-
smiðjuna. Fyrst var nágrenni verk-
smiðjunnar hreinsað en íbúum við
Mánabraut og Suðurgötu bauðst
eftir helgina hreinsun á sandlaginu
á kostnað verksmiðjunnar.
mm
Atvinnurekendur
greiða nú meira
LANDIÐ: Samkvæmt kjara-
samningi aðildarfélaga ASÍ og
Samtaka atvinnulífsins sem und-
irritaður var 21. janúar síðast-
liðinn hækkar mótframlag at-
vinnurekenda í lífeyrissjóð um
samtals 3,5% stig á samnings-
tímanum. Hækkunin kemur til
framkvæmda í þremur áföngum,
0,5% stig 1. júlí næstkomandi,
1,5% stig 1. júlí 2017 og um
1,5% stig 1. júlí 2018. Skylduið-
gjald til lífeyrissjóðs samkvæmt
samningi þessum verður þá
samtals 15,5% frá 1. júlí 2018,
sem skiptist í 4% iðgjald launa-
manns og 11,5% mótframlag at-
vinnurekanda. Hækkun fram-
lags atvinnurekenda til lífeyris-
sjóðs um 0,5% frá og með 1. júlí
2016 verður fyrst um sinn ráð-
stafað í samtryggingu viðkom-
andi lífeyrissjóðs þar til valrétt-
urinn tekur gildi frá og með 1.
júlí 2017. -mm
4G sambandi
komið á
STYKKISHÓLMUR: Síma-
fyrirtækið Nova hefur nú sett
upp 4G sendi í Stykkishólmi
sem stórbætir þjónustu við-
skiptavina fyrirtækisins á svæð-
inu. „Við hlökkum til að geta
þjónustað viðskiptavini okkar
í þessum landshluta enn bet-
ur,“ segir í tilkynningu. Nova er
annað stærsta farsímafyrirtækið
hér á landi og var fyrst íslenskra
símafyrirtækja til þess að bjóða
4G/LTE þjónustu. „4G/3G
þjónusta Nova nær til 96%
landsmanna en sífellt er unn-
ið að því að efla og þétta kerfið
enn frekar.“ -mm
Tæplega
600 hrað-
akstursbrot
VESTURLAND: Lög-
reglumenn á Vesturlandi
kærðu alls 37 ökumenn
fyrir of hraðan akstur í lið-
inni viku. Sá sem ók hrað-
ast mældist á 128 km/klst.
Þá mynduðu hraðamynda-
vélar 550 hraðakstursbrot
í vikunni. Upp kom eitt
ölvunarakstursmál og alls
urðu átta umferðaróhöpp
í umdæmi lögreglunnar á
Vesturlandi en engin slys
urðu á fólki. Einnig voru
skráningarnúmer tekin af
fimm ökutækjum vegna
vanrækslu á skoðun og
vegna trygginga. Á Akra-
nesi var brotist inn í bát
í Slippnum í liðinni viku.
Þar voru hurðir brotnar
upp til að komast að lyfja-
skáp og lyfjum stolið úr
honum. Lyfjum var einnig
stolið í heimahúsi. Þá var
lögregla kölluð til vegna
ölvaðs manns á veitinga-
stað. Leist gestunum eitt-
hvað illa á að hann var að
sýna hníf inni á staðnum.
Ekki ógnaði hann þó nein-
um að því er virðist. Lög-
regla lagði hald á hnífinn.
-grþ
Tökur á sjón-
varpsþáttaröð
AKRANES: Í gær fóru
fram tökur fyrir sjón-
varpsþáttaröðina „Fang-
ar“ á Sjúkrahúsinu á Akra-
nesi. Þáttaröðin er fram-
leidd af íslenska fram-
leiðslufyrirtækinu Mystery
sem framleiddi m.a. kvik-
myndina Málmhaus sem
Ragnar Bragason leikstýrði
en hann leikstýrir einnig
þessari þáttaröð. Þættirn-
ir fara í sýningu á næsta ári
en mikið er lagt í þá; þeir
hafa fengið styrk bæði frá
Kvikmyndamiðstöð Íslands
sem og hjá Norræna kvik-
mynda- og sjónvarpssjóðn-
um. Allar ríkissjónvarps-
stöðvar Norðurlandanna
hafa tryggt sér réttinn á að
sýna þá. 40 manns vinna
við gerð þáttaraðarinn-
ar í dag á sjúkrahúsinu en
aðeins eru ráðgerðir tveir
tökudagur á Akranesi áður
en lokið verður við að taka
upp þættina á höfuðborg-
arsvæðinu.
-bþb
Mæðgurnar Fanney Guðbjörns-
dóttir og Helga Stefánsdóttir komu
færandi hendi á kvennadeild Heil-
brigðisstofnunar Vesturlands í lið-
inni viku. Færðu þær deildinni svo-
kallaða uglupoka, sem eru hand-
prjónaðir ungbarnapokar. Pokarn-
ir voru fjórtán talsins en Fanney á
fjórtán barnabörn og því var einn
poki gefinn fyrir hvert barnabarn.
Mæðgurnar prjónuðu uglupok-
ana, ásamt Eyju Rós sem er yngst af
ömmubörnum Fanneyjar.
Á meðfylgjandi mynd má sjá
Fanneyju, Helgu og Eyju Rós ásamt
ljósmæðrunum Önnu Björnsdóttur
og Valgerði Ólafsdóttur.
grþ
Færðu kvennadeildinni uglupoka
Bilun orsakaði sandblástur
yfir nærliggjandi hús
Hér eru slökkviliðsmenn að hreinsa athafnasvæðið við verksmiðjuna.
Þykkt sandský barst yfir nærliggjandi hús.