Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2016, Page 9

Skessuhorn - 22.06.2016, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2016 9 Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit vegna forsetakosninga laugardaginn 25. júní 2016 verður frá kl. 9:00 til kl. 22:00 Kjörstaður er í stjórnsýsluhúsinu við Innrimel í Mela hverfi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslu manni fram að kjördegi. Kjósendum ber að hafa persónuskilríki meðferðis. Kjörstjórn í Hvalfjarðarsveit, Jón Haukur Hauksson, formaður Helga Stefanía Magnúsdóttir Margrét Magnúsdóttir SK ES SU H O R N 2 01 6 Grundarfjarðarbær Starf skipulags- og byggingafulltrúa SK ES SU H O R N 2 01 6 Grundararðarbær auglýsingar starf skipulags- og byggingafulltrúa laust til umsóknar. Um er að ræða mjög spennandi starf í áhugaverðu umhver. Leitað er að öugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa starð á traustum grunni. Skipulags- og byggingafulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayrlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa. Helstu verkefni: Framkvæmd skipulags- og byggingamála Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar, úttektir og útreikningar Undirbúningur og eftirfylgni funda skipulags- og umhversnefndar Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar, sem vinna að verkefnum á sviði byggingamála Yrumsjón framkvæmda og eignasýslu í sveitarfélaginu Önnur verkefni Hæfniskröfur: Menntun og löggilding, skv. ákvæðum 8. og 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er nauðsynleg Þekking og reynsla af úttektum og mælingum Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum og byggingareglugerð Reynsla af stjórnun er æskileg Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæleikar Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku Góð almenn tölvukunnátta Umsókn skal fylgja greinargóð starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starð. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 10. júlí 2016. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á netfangið thorsteinn@ grundarordur.is Nánari upplýsingar um starð veitir Þorsteinn Steinsson, bæjarstjóri í síma 430-8500 eða í tölvupósti á netfangið thorsteinn@grundarordur.is. Veitur, dótturfyritæki Orkuveitu Reykjavíkur, standa nú í stórræð- um við sjávarkambinn við Króka- lón á Akranesi. Verið er að slá upp fyrir staðsteyptu dæluhúsi fyrir fráveituna, en húsið verð- ur niðurgrafið þegar framkvæmd- um lýkur. Jafnframt er verið að leggja lögn meðfram Krókalóni. Að sögn Ólafar Snæhólm upplýs- ingafulltrúa Veitna átti dæluhúsið í fyrstu að vera byggt við Krókat- ún 20 en þar sem ekki fékkst leyfi landeiganda til að komast að fram- kvæmdasvæðinu mun dæluhús- ið verða byggt fyrir miðju lóninu í staðinn. Nokkuð þrengra er um aðgengi fyrir stórar vinnuvélar til framkvæmdanna, en þær eru not- aðar til að færa burt grjót úr varn- argarðinum og undirbúa lagningu fráveitunnar. Ólöf segir að nú sé áætlað að framkvæmdum ljúki í haust og þá verði hægt að tengja þessa nýju dælustöð við nýja aðal- dæluhúsið við Ægisbraut og hefja frádælinu skólps út á flóann eins og upphaflega var ráðgert. Nokk- urra ára tafir hafa orðið á verkinu sem rekja má til hrunsins og bágr- ar fjárhagsstöðu OR um tíma. mm Byggja dæluhús við Krókalón á Akranesi Við Krókalón eru nú miklar framkvæmdir við lagningu skólplagnar og uppslátt dæluhúss skammt fyrir neðan húsin við Vesturgötu. Starfsmenn Veitna, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, vinna þess- ar vikurnar að undirbúningi sjó- lagnar frá nýrri dælustöð í Brákarey. Samhliða því er unnið við lögn frá Bjarnarbraut út í Brákarey. Koma á útfallsröri 650 metra frá eyjunni og leggja það áleiðis út í fjörð. Á Sel- eyri hefur mátt sjá gríðarstórt plast- rör sem verið er að setja saman og koma steynsteyptum sökkum fyrir á því. Að sögn Ólafar Snæhólm upp- lýsingafulltrúa Veitna verður lögn- in dregin út á fjörðinn síðar í sum- ar og henni sökkt. Fyrir haustið á verkinu að vera lokið og ný dælu- stöð verður þá tekin í notkun. mm Undirbúa úthlaup við Borgarnes Tengibrunnur við Brákarey, en ýmsar framkvæmdir eru nú í gangi við frágang og tengingar þannig að hægt verði að taka skólphreinsistöðina í Borgarnesi í notkun. Ljósm. arg. Afhending styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands fór nýverið fram við hátíð- lega athöfn í Iðnó í Reykjavík. Tæp- lega 100 milljónir króna voru til út- hlutunar og voru styrkir veittir til verkefna og rannsókna sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna. Með- al styrkhafa er Anna Magnea Hreins- dóttir í Borgarnesi. Hlaut hún eina milljón króna fyrir verkefni sem hún nefnir: „Ekki vera yfir aðra hafin, né undir aðra gefin heldur standa jafn- fætis öðrum.“ Meginmarkmið verk- efnisins er að efla sjálfsmynd drengja og stúlkna í skólum Borgarbyggð- ar. Áhersla verði lögð á að vinna sér- staklega með fimm, tíu og fimmtán ára drengi og stúlkur. Mótuð verða námskeið sérsniðin annars vegar að drengjum og hins vegar að stúlkum sem haldin verða árlega. Tilgangur námskeiðanna er að vinna sérstaklega með sjálfsmynd drengja með náms- efni sem hæfir þeim. Einnig að vinna sérstaklega með sjálfsmynd stúlkna með námsefni sem hæfir stúlkum. mm Stutt við verkefni sem efla á sjálfsmynd drengja og stúlkna Svipmynd frá Gleðileikunum í Borgarnesi fyrr á þessu ári. Myndin er úr safni og ótengd fréttinni.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.