Skessuhorn - 22.06.2016, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 201612
Laxveiðisumarið fram að þessu er
með þeim fjörugri í manna minn-
um. Veiðin gengur frábærlega og
víða hefur sést til laxa í ám sem fram
til þessa eru þekktar fyrir að vera síð-
sumarsár.
,,Við vorum að koma af Strauma-
svæðinu í Borgarfirði og var þetta
frábær ferð. Mikið var af laxi,“ sagði
Hilmar Ragnarsson sem var á árbakk-
anum fyrir fáum dögum. „Við urðum
varir við mikið af fiski, bæði eins og
tveggja ára lax og settum í nokkra en
náðum að landa þremur. Sá stærsti
var tíu punda. Svæðið er skemmti-
legt og gaman að veiða þarna,“ sagði
Hilmar ennfremur.
Ævintýraleg
byrjun í Langá
„Við vorum að byrja og það er mikið
af fiski um alla á. Erum nú búnir að
fá tvo laxa strax og setja í fleiri,“ sagði
Jogvan Hansen söngvari á bökkum
Langár á Mýrum í gærmorgun, en
þar var þá að hefjast veiðin. Talsvert
er um liðið síðan fyrstu laxarnir sáust
í ánni og fyrir ofan teljara hafa aldrei
gengið fleiri laxar á þessum tíma.
„Þetta verður veisla ef svona held-
ur áfram, fiskur er víða og mikið æti.
Ætli maður setji ekki í fisk bráðum,“
sagði Jogvan hress í bragði og sérlega
ánægður að vera kominn á árbakk-
ann enn og aftur. Hann veiðir þarna
með frændum sínum frá Færeyjum
og fleirum góðum mönnum.
Mikið af laxi hvarvetna í ánum
Það var mikið fjör við Langá á Mýrum í gærmorgun og fyrstu laxarnir strax komnir
á land. Hér eru færeysku veiðifélagar Jogvans Hansen, sem tók myndina.
Hilmar Ragnarsson með tíu punda lax
úr Straumunum í Borgarfirði.
Vivica Anna Gardarsson kom frá
Danmörku í febrúar og hefur ver-
ið í starfsþjálfun hjá teiknistofunni
Landlínum í Borgarnesi, en hún á
ættir sínar að rekja í Borgarfjörð-
inn. Vivica er að ljúka bachelor
námi í landslagsarkitektúr við Há-
skólann í Kaupmannahöfn. Sam-
hliða starfsnáminu hefur hún ver-
ið að vinna að lokaverkefni þar
sem viðfangsefnið er göngustígur
meðfram strandlengjunni í Borg-
arnesi. „Mér finnst vanta fleiri
göngustíga í Borgarnesi. Svona
stígar eru um allt í Kaupmanna-
höfn og þaðan kemur í raun hug-
myndin,“ segir Vivica.
„Umhverfið við Borgarnes er
fallegt og bærinn er ríkur af sögu.
Hér stoppa margir ferðamenn og
umferð í gegnum bæinn er orð-
in töluverð. Svona stígur gæti því
verið góður bæði fyrir íbúa og
ferðamenn,“ segir Vivica í sam-
tali við Skessuhorn. Í verkefninu
kemur einnig fram áhrif stígsins á
lýðheilsu en bætt aðgengi að úti-
vistarstíg gæti verið hvatning fyr-
ir fólk til að hreyfa sig meira. Það
myndi þá hafa jákvæð áhrif á heils-
una. Hún segir þó ekki víst að stíg-
urinn verði lagður enda hafi þetta
fyrst og fremst verið skólaverkefni
hjá henni. Hún bætir því þó við
að möguleikinn sé vissulega fyr-
ir hendi, en líklega verði fjármagn
og framkvæmdavilji sveitarstjórn-
arfólks að ráða því hvort ráðist
verði í svona framkvæmdir.
arg
Hannaði göngustíg eftir strandlengju Borgarness
Vivica Anna Gardarsson hefur verið að vinna að lokaverkefni í landslagsarki-
tektúr við Háskólann í Kaupmannahöfn þar sem viðfangaefnið er göngustígur
meðfram strandlengju Borgarness.
Teikning af því hvernig göngustígur sem Vivica hannaði myndi liggja.
Teikning af göngubrú. Teikning af göngustíg meðfram strandlengju
Borgarness.
Teikning af útsýnisbrú út frá göngustígnum.
Opnað var fyrir sölu veiðileyfa á
Arnarvatnsheiði 15. júní síðast-
liðinn. Sama dag var talsverður
straumur veiðimanna á heiðina
enda höfðu margir beðið þess með
óþreyju að komast af stað. Vegur-
inn er í góðu ástandi allt frá Kal-
manstungu og greiðfært í vötnin.
Einungis vaðið á Norðlingafljóti
hamlar því að annað en vel búnir
jeppar eigi erindi á heiðina. Und-
irritaður fór á þjóðhátíðardaginn
í veiðiferð í Úlfsvatn. Þetta ann-
að stærsta vatn heiðarinnar gaf
talsvert af fiski í stykkjum talið en
fiskurinn er áberandi smærri en
venja er til. Það er hins vegar afar
misjafnt milli vatna hvort fiskur-
inn er stór eða lítill. Upplifunin
var hins vegar góð. Þennan dag
var mikil fluga sem angraði veiði-
menn og algjörlega nauðsynlegt
að hafa flugnanet með í ferð.
Líkt og síðari ár eru veiðileyfi á
Arnarvatnsheiði seld í söluskúrn-
um við Hraunfossa. Pantanir eru
á netfangið runas@hive.is og nán-
ari upplýsingar að fá á arnarvatns-
heidi.is
mm/ Ljósm. gó.
Góðir vegir og kyrrð sem fyrr á Arnarvatnsheiði
Þorbjörn Heiðar Heiðarsson búinn að gera að aflanum úr Úlfsvatni. Fiskurinn var
smár, en tók ágætlega.
Á spúndrætti á Úlfsvatni. Bleikjutittur kominn á færið.
Á spúndrætti á Úlfsvatni. Bleikjutittur
kominn á færið.
Í tilefni þjóðhátíðardagsins var þessi
rammíslenski spúnn prófaður á Úlfs-
vatni, reyndar með litlum árangri.
Veiðimenn raða sér við bakkann við
sunnanvert Úlfsvatn og veiða á flugu
eða maðk. Margir höfðu þó báta og
gátu siglt um vatnið eða látið ferjað
sig á aðra staði við vatnið.