Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2016, Síða 13

Skessuhorn - 22.06.2016, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2016 13 Faðir: Steðji frá Skipaskaga (aðaleink. 8,45) Móðir: Skynjun frá Skipaskaga (aðaleink.8,29) Meitill tekur á móti hryssum á Litlu-Fellsöxl í sumar. Hann vann sér rétt til þátttöku á Landsmóti Hesta- manna á Hólum í sumar í flokki 4. vetra stóðhesta, en við höfum ákveðið að láta gott heita með hann í bili og mæta ekki með hann þar. Hann á framtíðina fyrir sér og mætir vonandi þeim mun betri á LM 2018! Verð á folatolli er 50 þúsund + 25 þúsund fyrir hagagjald og eina sónarskoðun = Samtals 75.000 kr. + virðisaukaskattur. Upplýsingar: Jón Árnason s: 899-7440 Sigurveig s: 848-7839 skipaskagi@gmail.com Meitill frá Skipaskaga IS2012101046 Sköpulag: 8,13 Kostir: 8,31 Aðaleinkunn: 8,24 SK ES SU H O R N 2 01 6 Eins og kunngut er verður Ung- lingalandsmóti UMFÍ haldið í Borgarnesi um verslunarmanna- helgina, dagana 28. til 31. júlí. Ungmennasamband Borgarfjarð- ar sér um undirbúning og skipulag í samvinnu við starfsmenn UMFÍ. Ráðinn hefur verið verkefnisstjóri landsmóts og sinnir Eva Hlín Al- freðsdóttir því starfi. Þá er sér- stök mótsnefnd UMSB að störf- um. Unglingalandsmótið var síð- ast haldið í Borgarnesi árið 2010. Þar sem stutt er um liðið eru mannvirki til staðar og þekking að halda slíkt stórmót. Búist er við 1650 keppendum og að um 13.000 manns sæki Borgarnes heim um verslunarmannahelgina, eða svip- aður fjöldi og fyrir sex árum. Mótssvæðið í Borgarnesi verð- ur að mestu við íþróttamiðstöðina, en einnig verður keppni á golf- vellinum að Hamri, á svæði hesta- mannafélagsins Skugga, í grunn- skólanum í Borgarnesi, Mennta- skóla Borgarfjarðar, húsnæði Skot- Vest í Brákarey og á Akrabraut, motocrosssvæðinu á Akranesi. Tjaldbúðir verða í landi Kárastaða ofan við iðnaðarsvæðið á Sólbakka í Borgarnesi. Kapp verður lagt á að tjaldsvæðisgestir þurfi ekki að fara á einkabílnum á milli tjald- búða og keppnisstaða og verða því tíðar rútuferðir í upphafi og lok keppnisdaga en með reglubundn- um hætti þess á milli. mm Búist við þrettán þúsund gestum á Unglingalandsmót í Borgarnesi Svipmynd frá ULM í Borgarnesi árið 2010. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Hollvinasamtök Borgarness gerðu fyrstu atlögu að lúpínu á Búðarkletti í Borgarnesi síðastliðinn miðviku- dag. Í tilkynningu frá hópnum sagði að verkefnið væri hugsað sem til- raunaverkefni til 5-7 ára og að þetta væri fyrsta sóknin gegn plöntunni á óæskilegum stöðum. „Borgarbyggð og Hollvinasamtökin sóttu um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamanna- staða fyrir endurbætur á svoköll- uðum Söguhring, sem m.a. liggur hjá Búðarkletti,“ sagði Hrafnhild- ur Tryggvadóttir verkefnastjóri hjá Borgarbyggð í samtali við Skessu- horn. „Styrkurinn er ætlaður til að bæta aðgengi ferðamanna að fjöl- sóttum ferðamannastöðum í neðri bænum í Borgarnesi svo sem að minnismerkinu á Búðarkletti og draga úr álagi á viðkvæman gróður. Hluti af verkefninu er umhverfisá- tak á Búðarkletti þar sem markmið- ið er að hefta útbreiðslu ágengra teg- unda svo sem lúpínunnar. Við vilj- um halda í þau einkenni sem holtin í Borgarnesi hafa svo sem klappir og lággróður á þessu holti. Mótframlag Borgarbyggðar og Hollvinasamtak- anna er vinna við verkefnið, verk- efnastjórn, stígagerð og umhverfisá- tak á Búðarkletti,“ segir Hrafnhildur Ráðist gegn lúpínu í fegrun Búðarkletts og bætir því við að eingöngu sé um að ræða þetta afmarkaða holt og að ekki væru áform um að ráðast gegn lúpínunni á svo skipulagðan hátt á fleiri holtum í Borgarnesi. arg Þær voru mættar á miðvikudaginn til að hreinsa til á Búðarkletti. SEPT O AID eru þurrfrystar örverur tilbúnar til að brjóta niður allan lífrænan úrgang í rotþróm. Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. KOMDU ROTÞRÓNNI Í LAG MEÐ SEPT-O-AID UMHVER FISVÆN VARA F RÁ KEM I Samsetning 13 mismunandi örvera hjálpar til að vinna á og minnka fastan úrgang og breyta í fljótandi form ásamt því að eyða allri ólykt frá rotþrónni. Einfalt í notkun; sett í klósett skálina og beðið í 20 mínútur, því næst er efninu skolað niður. Snorrastofa í Reykholti Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Sunnudagur 26. júní 2016, kl. 15 Gengið um sögustaðinn Reykholt Boðið verður til gönguferðar um Reykholt með nokkrum áningum. Þar verður rakin saga mannlífs og mannvirkja um aldir undir leiðsögn sr. Geirs Waage og Óskars Guðmunds- sonar rithöfundar. Allir velkomnir Gangan tekur um klukkustund og hefst við inngang Snorrastofu við neðra bílaplan

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.