Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2016, Page 15

Skessuhorn - 22.06.2016, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2016 15 Emilía Lilja Gilbertsdóttir flutti ávarp fjallkonu í Búðardal. Ljósm. sla. Hátíðarhöldin í Búðardal hófust með skrúðgöngu þar sem stæltir skátar voru í broddi fylkingar. Ljósm. sla. Anna Þórhildur Gunnarsdóttir var fjall- konan í Borgarnesi, Hér flytur hún ljóð í Skallagrímsgarði. Ljósm. óör. Skrúðgangan í Stykkishólmi. Ljósm. jse. Hesteigendafélag Stykkishólms bauð börnunum að bregða sér á bak. Ljósm. sá. Harmonikkuhátíð fjölskyldunnar fór fram um helgina í Ásbyrgi á Laugarbakka. Þetta er í sjötta skipti sem hátíðin er haldin í samstarfi Harmonikufélagsins Nikkólínu í Dölum og Harmonikuunn- enda í Húnavatnssýslum. Að kvöldi þjóhátíðardags léku meðlimir Nikkólínu fyrir dansi fram á nótt en um laugardagskvöldið spilaði hljómsveit Sveins Sigurjónssonar. Skemmtidagskrá var yfir laugardaginn auk happadrættis og kaffihlaðborðs. Hátíðin var afar vel sótt af fólki frá öllum landshornum og varð töluverð fjölgun gesta frá fyrri árum. Ljósm. sla. Skrúðgangann nálgast Akratorg á Akranesi. Ljósm. þs. Rúnar Þór Ragnarsson slökkviliðsmaður er hér að skola sápuna af Dóru Aðalsteinsdóttur sem finnst vatnið helst til of kalt af við- brögðunum að dæma. Ljósm. tfk. Fánaberi í hópreið til messu í Reykholti var að þessu sinni Jón Eyjólfsson bóndi á Kópareykjum. Ljósm. bhs. Saurbæingar í Dölum komu saman og grilluðu. Ljósm. sla.Það var mikið fjör í sápurennibrautinni. Ljósm. tfk. Áratugahefð er fyrir því að Reykdælir og Hálssveitungar ríði til messu í Reykholti og fari eftir hana í Logaland þar sem snæddar eru veitingar og boðið upp á sprell. Hér er svipmynd úr garðinum við Logaland. Ljósm. bhs.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.