Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2016, Qupperneq 17

Skessuhorn - 22.06.2016, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2016 17 Starfsfólk óskast til ræstinga á Akranesi • Reykjavík • Akureyri • Selfoss • Akranes • Hveragerði Sími 554 6088 • hreint@hreint.is • www.hreint.is 433 .0 98 /1 0. 15 Skilyði fyrir ráðningu: • Hreint sakavottorð • Vera 20 ára eða eldri • Góð kunnátta í ensku eða íslensku Upplýsingar eingöngu veittar hjá Örnu Kristínu Harðardóttur, ráðningarstjóra, með tölvupósti á arna@hreint.is Áhugasamir eru beðnir um að leggja inn umsókn á http://atvinna.hreint.is bæði í dagvinnu og á kvöldin Leitað er að starfsmanni sem er jákvæður, þjónustulundaður, skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum. Grundarfjarðarbær Auglýsing um kjörfund vegna forsetakosninga Kjörfundur vegna forsetakosninga í Grundarrði verður í Samkomuhúsi Grundararðar laugardaginn 25. júní 2016. Kjörfundur stendur yr frá kl. 09:00 til kl. 22:00. Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum. Kjörstjórn Grundararðar S K ES SU H O R N 2 01 6 Reykholtskirkja Verið innilega velkomin í Reykholtskirkju S K E S S U H O R N 2 01 6 - L jó sm . G Ó Fermingarmessa: Sunnudaginn 26. júní klukkan 11:00 Aðalsafnaðarfundur: Þriðjudag 28. júní klukkan 20:30 Venjuleg aðalfundarstörf Sóknarprestur og sóknarkall Snæfellsbær Auglýsing um kjörfundi vegna forsetakosninga laugardaginn 25. júní 2016 Ólafsvíkurkjördeild: Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum í Ólafsvík. Kosning hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00 Hellissands- og Rifskjördeild: Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum á Hellissandi. Kosning hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00 Staðarsveitar- og Breiðuvíkurkjördeild: Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum á Lýsuhóli. Kosning hefst kl. 11:00 og stendur til kl. 20:00 Munið eftir persónuskilríkjum. Yfirkjörstjórn Snæfellsbæjar SK ES SU H O R N 2 01 6 Eigendur gistiheimilisins Egils Gu- esthouse í Borgarnesi, hjónin Gunn- ar Jónsson og Helga Halldórsdótt- ir, festu kaup á „nýju“ húsi rétt fyrir páska. Þar verður boðið upp á gist- ingu fyrir 15 manns í tveimur hús- um á lóðinni, auk þess sem opnað verður kaffihús á neðri hæð húss- ins að Brákarbraut 11, Kaffi Brák. Húsið sem um ræðir er ekki bein- línis nýtt en eflaust þekkja það flest- ir Borgnesingar en um er að ræða elsta íbúðarhús bæjarins, Kaupang. Það var árið 1876 sem Jón Jónsson, kallaður Akra-Jón, sótti um að fá út- hlutaðri verslunarlóð við Brákarpoll í Borgarnesi. Þann 18. júní sama ár sigldi skip Jóns inn á Brákarpoll hlaðið húsaviði frá Noregi og með í för var norskur smiður, Ole Johan Halldórsen, sem byggði íbúðarhúsið Kaupang, sem nú fær nýtt hlutverk. Áður reisti Ole verslunarhús þar sem Landnámssetur Íslands er nú. Eftir að Akra-Jón missti húsið vegna skulda árið 1886 í hendur Lange verslunarinnar var Thor Jenssen ráðinn þar sem verslunarstjóri. Kona Thors var Margrét Þorbjörg Krist- jánsdóttir og fæddust fjögur elstu börn þeirra hjóna í Borgarnesi, þar á meðal Ólafur Thors fyrrum forsæt- isráðherra. Jón Björnsson frá Bæ og kona hans Helga María bjuggu síð- an í um 40 ár í húsinu eftir að Jón keypti reksturinn af Lange verslun- inni. Blaðamaður Skessuhorns sett- ist niður með Helgu og ræddi við hana um húsið og áform þeirra með Egils Guesthouse. Tóku við húsinu í mjög góðu ástandi Gunnar er fæddur og uppalinn í Borgarnesi en Helga ólst upp á Snæfellsnesi en fluttist í Borgar- nes árið 1981. Saman eiga þau þrjú uppkomin börn. Þau hafa bæði ver- ið í annarri vinnu samhliða rekstri gistiheimilisins en Gunnar er bæði smiður og múrari og rekur fyrirtæk- ið Nesafl. Helga starfar hjá Ráðgjaf- armiðstöð landbúnaðarins á Hvann- eyri. Þá hefur Hafþór Ingi, elsti son- ur þeirra, staðið vaktina við rekstur gistiheimilisins síðustu tvö ár. End- urbætur á húsinu hafa gengið vel fyrir sig en að sögn Helgu var ekki margt sem þurfti að gera. „Við þurft- um að bæta við snyrtingum og upp- færa þær sem fyrir voru en það hafði verið svo vel hugsað um húsið af fyrri eigendum svo það var lítið ann- að sem þurfti að gera. Við ákváðum líka að halda svolítið í sál hússins og gera ekki miklar breytingar á því,“ segir Helga. „Eldhúsið er einstak- lega fallegt og í góðu ástandi en þar er innrétting sem væntanlega hefur verið sett upp í kringum 1950. Hús- ið hefur ekki tekið miklum breyting- um frá því það var byggt, útidyrnar hafa jú verið færðar og húsið hefur verið klætt bárujárni. Undir klæðn- ingunni má finna upprunalegu pa- nilklæðninguna og væri mjög gam- an að taka bárujárnið af einn daginn og færa húsið í upprunalegt horf. Það er þó ekki ljós hvenær við látum verða af því.“ Kaffi Brák Fyrir eru tvö hús í Borgarnesi sem tilheyra Egils Guesthouse. Hús við Egilsgötu 8 keyptu þau Gunnar og Helga árið 2010 í samstarfi við Finnboga Jónsson, bróðir Gunnars, og konu hans, Kristínu Ósk Hall- dórsdóttur. Áttu þeir bræður teng- ingu við það hús en amma þeirra og afi bjuggu þar í 20 ár. Húsið var gert upp og opnað sem gistiheimili árið 2011 og tveimur árum síðar bættist seinna húsið við, Egilsgata 6. Finn- bogi og Kristín hafa nú dregið sig út úr rekstrinum sökum anna í sinni vinnu. Í húsunum á Egilsgötu hafa gestir haft sitt eigið eldhús en ekki hefur verið boðið upp á mat með seldri gistingu. „Hér í Kaupangi verðum við með sal og eldhús þar sem við ætlum að bjóða upp á morg- unverð fyrir alla okkar gesti, það er ný viðbót við okkar þjónustu. Minn- isvarðinn um Þorgerði Brák er í bak- garðinum hjá okkur og því lá beinast við að kaffihúsið bæri nafn hennar. Yfir daginn verður því kaffihús hér fyrir alla, Kaffi Brák, þar sem boð- ið verður upp á kaffi, brauð, kökur, öl og vín. Þetta verður þó ekki bar og mest áhersla lögð á heimabakað meðlæti og gott kaffi,“ segir Helga. arg Egils Guesthouse bætir við sig húsi Elsta íbúðarhúsið í Borgarnesi fær nú nýtt hlutverk Hafþór Ingi, Gunnar og Helga fyrir framan Kaupang í Borgarnesi. Notalegt horn í Kaffi Brák. Þarna gæti verið gott að setjast niður með ilmandi kaffi og líta í bók. Ljósm. Helga Halldórsdóttir. Ljósmynd frá Safnahúsi Borgarfjarðar af húsunum við Brákarsund.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.