Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2016, Qupperneq 19

Skessuhorn - 22.06.2016, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2016 19 Framkvæmdum við breytingar á félagsheimilinu Brúarási í Hálsa- sveit er nú að mestu lokið. Þar verður opnaður nýr þjónustustað- ur um helgina með veitinga- og kaffisölu, upplýsingaþjónustu og sölu handverks. Sérstök foropn- un var á þjóðhátíðardaginn og var boðið í kaffi íbúum úr sveitinni og nágrannasveitum, öðrum eigend- um hússins, sveitarstjórn og þeim sem komið hafa að undirbúningi og framkvæmdunum sjálfum. Vel á annað hundrað gestir mættu og áttu góða stund saman. Fyrirtækið Brúa- rás ehf. tók húsið á langtímaleigu á síðasta ári og hefur síðan staðið fyr- ir framkvæmdum. Við þær var ekk- ert til sparað að gera húsið og um- hverfi þess myndarlega úr garði. Að verkefninu standa bræðurnir Andr- és og Kolbeinn Magnússynir frá Stóra-Ási og eiginkonur þeirra, þær Martha Eiríksdóttir og Lára Krist- ín Gíslasóttir, auk hjónanna Helga Eiríkssonar og Katrínar Gunnars- dóttur á Kolsstöðum. Eins og nýverið kom fram í frétt Skessuhorns voru miklar endur- bætur gerðar á félagsheimilinu til að það gæti sem best þjónað nýju hlutverki. Áfram mun það jafnframt þjóna sem félagsheimili líkt og það hefur gert frá byggingu hússins um 1970. Að sögn aðstandenda Brúa- ráss verður lögð áhersla á að heima- fólk eigi þar vettvang til að hittast við ýmis tækifæri, formlega eða óformlega, og finni sig ávalt vel- komið í húsið. Nú hefur allt verið málað utan sem innan dyra, eldhús var endurnýjað frá grunni, park- et slípað upp, salernisaðstaða bætt og utandyra var m.a. lagður pall- ur, göngstígar og Unnsteinn Elías- son hleðslumeistari hlóð steinveggi sem gefa aðkomu að húsinu mjög skemmtilegan svip. Torf var lagt á þak. Kolbeinn Magnússon í Stóra- Ási er ánægður með hvernig til hef- ur tekist við lagfæringar á húsinu og framkvæmdir utan dyra. Hann kveðst hlakka til að sjá viðtökur ferðafólks og nágranna í Borgarfirði þegar hægt verður að hefja starf- semina formlega um næstu helgi. „Það verður kjörstaður í húsinu á kosningadaginn og þá verða enn fleiri sem eiga erindi og geta skoð- að þetta hjá okkur. Við erum með einvalalið starfsfólks sem þá byrj- ar vaktir við þjónustu og veitinga- sölu. Meðal þeirra verða Sigríður Snorradóttir, Lára Kristín Gísla- dóttir og Soffía Reynisdóttir. „Við munum bjóða upp á rétti dagsins og grillmat. Þá verðum við í sam- skiptum við Geirabakarí í Borgar- nesi og verðum auk þess með bak- arofn á staðnum. Hér verður því bæði hægt að fá nýbakað á hverjum degi; kökur, smurt braut og ýmsan mat,“ segir Kolbeinn. Húsið tekur allt að 150 manns í sæti og þar er einnig verslun þar sem í boði verða vörur frá Álafossi, Janus, Lagði og ýmsum fleirum. mm/ Ljósm. ki. Brúarás formlega opnaður á kosningadaginn Eigendurnir. F.v. Kolbeinn og Lára, Katrín og Helgi, Andrés og Martha. Íbúar úr nágrannasveitum fjölmenntu. Hér eru Eyjólfur í Síðumúla og hjónin Helga og Eyjólfur frá Kópareykjum. Heimafólk á spjalli. F.v. Ásgeir Ásgeirsson, Kolfinna Jóhannesdóttir, Magnús Skúlason og Reynir Árnason. Félagsheimilið Brúarás og umhverfið hefur tekið stakkaskiptum. Horft inn í verslunarrýmið. Gísli og Kristfríður frá Hofsstöðum voru mætt á þjóðhátíðardaginn. Hátt á annað hundrað manns þáðu boð um kaffi á þjóðhátíðardag- inn.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.