Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2016, Síða 26

Skessuhorn - 22.06.2016, Síða 26
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 201626 Krossgáta Skessuhorns Fjör- ugur Ókyrrð Átelja Dvel Dunda Áta Tölur Þar til Úrugur Bál- reiður Áferð Býsn Dreggjar Hvatur Svall Við- brennd- ur Ramb Beisli Uppnám Bylgja Kallar Tvíhlj. 4 8 Ætla Svölun Furða Dreitill 10 Tvenna Til Laumu- spil Jörð Skrikar Stig Þrep Friður Kopar Risa Veisla Hirða Himinn Leit 6 Óreiða Eysill Knapa Skordýr Röst Bera 9 Þreytt- ar 3 Struns- ar Upphr. Röskur Læti Blaður 11 Tónn Harmar Vær Herma Duft Braut 1 Sér eftir Áta Ver Hug- sjónir 5 Kona Murr Á fæti Mettar Kantur Hæð Planta Rifnir Fag Ókunn 2000 Stía Flan Af- rakstur Lifa 500 Egna Vermir Spurn 10 Hönd Samhlj. 7 1001 Þol- raun Brá 2 Kona Grugg Reið Skaut Tók Skinn For- feður Mjúkar Örn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu- dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verð- ur úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshaf- inn bókargjöf frá Skessuhorni. Næstu vikur munum við gefa bókina „Pétrísk íslensk orðabók með alfræði- ívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Alls bárust 69 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Lausnarorð.“ Vinnings- hafi er: Jóna Kristrún Sigurðardóttir, Höfðagrund 14 C, 300 Akranesi. Fimmtán námsmenn fengu nýver- ið námsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans. Styrkirnir voru þá veittir í tuttugasta og sjöunda sinn og nam heildarupphæð styrkjanna sex milljónum króna. Styrkirnir eru veittir í fimm flokkum: Til fram- haldsskólanema, iðn- og verknema, háskólanema, háskólanema í fram- haldsnámi og til listnema. Alls bár- ust rúmlega 700 umsóknir. Dóm- nefndin leitaðist við að velja metn- aðarfulla og framúrskarandi náms- menn með framtíðarsýn sem nefnd- in taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag í framtíðinni. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna, greinaskrifa, sjálf- boðaliðastarfa og afreka í íþróttum, svo eitthvað sé nefnt. Skagakonan Guðrún Valdís Jónsdóttir var ein þeirra sem hlaut styrk í ár, að upp- hæð 400 þúsund krónur. Hálfnuð með námið Guðrún Valdís stundar nám í tölv- unarfræði við Princeton háskóla í Bandaríkjunum og samhliða nám- inu spilar hún knattspyrnu með liði skólans. Hún hefur einnig ver- ið markmaður hjá ÍA í knattspyrnu frá 2003 og hefur spilað með ung- lingalandsliðunum. Guðrún Val- dís kveðst mjög þakklát fyrir styrk- inn og segir hann koma sér afar vel. „Princeton veitir ekki íþrótta- styrki svo þessi styrkur mun létta á greiðslubyrði skólagjalda næsta skólaárs.“ Guðrún stefnir á að ljúka BA námi í tölvunarfræði, sem er fjögurra ára nám við Prince- ton. Hún er nú hálfnuð með nám- ið. „Ég endaði á því að velja tölv- unarfræði,“ segir Guðrún, en aðal- fag er valið í lok annars árs. „Kerfið úti er svo gott hvað þetta varðar. Ég var ekki byrjuð í markvissri sérhæf- ingu á einhverri einni braut, heldur tekur maður áfanga í mörgum mis- munandi fögum fyrstu tvö árin. Ég kynntist tölvunarfræðinni í fyrra og fannst hún mjög áhugaverð. Næstu tvö árin verð ég hins vegar nán- ast eingöngu í tölvunarfræði ásamt einstaklingsvinnu, þar sem maður vinnur rannsóknir og skrifar síðan stóra ritgerð.“ Urðu Ivy League meistarar Guðrún Valdís spilar sem mark- maður með fótboltaliði skólans. Liðið keppir í svokallaðri „Ivy League“ deild, þar sem keppt er við sex aðra skóla. „Við urðum Ivy League meistarar á síðasta tímabili, sem var mjög ánægjulegt enda allt- af gaman þegar liðinu gengur vel. Fyrir það fengum við allar hringi sem við berum með miklu stolti, í stað hefðbundnu verðlaunapening- anna sem tíðkast hér heima. Haust- ið 2015 fengum við nýtt þjálfara- teymi með nýjar áherslur, sem skipti sköpum fyrir árangur liðsins.“ Guðrún æfir með ÍA á með- an hún er á Íslandi yfir sumartím- ann en hlakkar mikið til að fara aft- ur út í haust og halda áfram í skól- anum. „Ég er afskaplega heppin með vini og liðsfélaga úti, sem er virkilega mikilvægt á krefjandi stað sem þessum. Að vera umkringd- ur svona metnaðarfullum og ein- beittum krökkum er mjög hvetj- andi og þetta umhverfi auðveld- ar að púsla saman námi og íþrótt- um. Ég er mjög þakklát fyrir hvað allt hefur gengið vel hingað til. Líf- ið í Princeton verður alltaf betra og betra,“ segir hún kát að endingu. grþ Fékk veglegan námsstyrk frá Landsbankanum Guðrún Valdís ásamt forsvarsmönnum Landsbankans við styrkveitinguna. Guðrún Valdís og Halla Margrét, systir hennar, við Nassau Hall í Princeton. PISTILL Ég stunda stangveiði og hef gert það nær óslitið síðan um fimm ára ald- ur þegar ég fékk í hendurnar forláta kaststöng með lokuðu hjóli. Minnir að ég hafi farið næstum því að gráta þegar ég missti hana út í vatnið þegar ég reyndi að kasta agninu út í fyrsta skipti. Þar sem mig skorti reynslu og þor þá ályktaði ég að stöngin mín væri horfin að eilífu og byrjaði hálfpartinn að kjökra. Hætti ég því snögglega þegar pabbi minn gekk ró- lega út í vatnsborðið beygði sig nið- ur og náði í stöngina af botninum. Þetta atvik er ljóslifandi í huga mín- um ásamt því þegar ég hljóp spenntur inn í herbergi til að sjá seinni stöng- ina sem foreldrar mínir höfðu keypt handa mér. Svo já, mér þykir gaman að veiða fisk, hvort sem hann er sjór- unnin eða staðbundinn. Eina sem ég vil er að hann sé fallegur, ósýktur og frískur. Er það ekki sem allir kjósa sem stunda þessa dásamlegu íþrótt líkama og sálar, að fiskurinn sé hreinn og frískur? Björn J. Blöndal rithöfund- ur og veiðimaður, einn af fallegustu pennum sem ég hef lesið efni eftir, ritaði eitt sinn hugleiðingu sína um stangveiði: „Nálægt hálfri öld hef ég stundað veiðar, fálmandi barn í fyrstu og með frumstæðum veiðarfærum. En þá er sannast sagt, er ég viður- kenni, að margt er það, sem ég kann ekki í hinni frábæru íþrótt, stangar- veiðinni. Þessari goðum bornu íþrótt má líkja við konuhjarta. Hún er gjöf- ul og heillandi, hjúpuð fegurð, vafin í hamingjudrauma. En svo er hún líka vanþakklát og torráðin. Enginn, er gengur henni á hönd af heilum huga, á afturkvæmt frá dularheimum henn- ar. Og enginn mun heldur óska þess. Endurminningin fylgir unnendum hennar, hvert sem þeir fara. Hún er þeim leiðarljós á dimmum dögum og svali á eyðimörkum mannlegs lífs.“ Hef ég haft þessi orð með mér þegar ég heimsæki bakkann, niður- inn í ánni endurspeglar tímann sem maður fær aldrei aftur, hljóðið í sum- argestunum, sólin, skýin og hvítsm- árinn. Þetta er yndislegt alveg hreint og bíð ég með eftirvæntingu eftir því að geta notið náttúrunnar með stöng eða byssu í hendi. En hér er saga sem gæti gerst Ég sé í fjarska hóp af fólki sem ligg- ur við ána, hvað er fólkið að gera? Ég færi mig nær og trúi ekki mín- um eigin augum. Ég bið fólkið um að klæða sig og útskýra hvers vegna þeim fannst þetta álitlegur staður til að njóta ásta, staðurinn gæti jafn- vel heitið Ádráttarhylur. Þau draga upp kort aftan úr diet-húsbílnum sínum „Natural Hot´n´Sexy“. „Al- most everywhere in Iceland,“ segja þau og halda áfram að klæða sig með grasið í klofinu. Þessi litla dæmisaga er uppspuni en algerlega líkleg fyrir mig að upp- lifa, til dæmis í Norðurárdal eða jafn- vel í Berserkjahrauni á Snæfellsnesi er fullt af leynistöðum. Einhvern veg- inn finnst mér landkynningin sem við Íslendingar fengum í The Sopr- anos kristilegri heldur en hressu gæj- arnir í ferðaþjónustunni bjóða upp á. Kannski munum við í sumar sjá merki um víðari og frjálslegri merk- ingu á setningunni „ríðandi túristar.“ Þá ekki bara í tengslum við hestaleig- urnar. Gleðilegar sumarsólstöður, Axel Freyr Eiríksson Hin ýmsa sýn af fisklendum

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.