Skessuhorn


Skessuhorn - 27.07.2016, Side 8

Skessuhorn - 27.07.2016, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 20168 Pottaspjall Pírata á Vesturlandi BORGARBYGGÐ: Pí- ratar á Vesturlandi boða til pottaspjalls fimmtudag- inn 28. júlí næstkomandi kl. 20:00 í sundlauginni í Borg- arnesi. Pottaspjallið er hluti af vikulegu fimmtudags kaffispjalli Pírata á vestur- landi. „Áhugaverðar um- ræður og upplýsingar um stöðu mála ræddar með lif- andi Pírötum í þetta skipt- ið í heitum potti! Vonumst til að sjá sem flesta,“ segir í tilkynningu frá stjórn Pí- rata á Vesturlandi. Vefslóð á viðburðinn á facebook: https://www.facebook.com/ events/215906358810924/. -tilkynning Ertu með þingmann í maganum? NV-KJÖRDÆMI: Aug- lýst er eftir framboðum í flokksval Samfylkingarinn- ar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingis- kosningar. Frambjóðendur í flokksvalinu geta þeir verið sem eru félagar í Samfylk- ingunni og hafa kjörgengi í kjördæminu. Framboðsfest- ur er til miðnættis 19. ágúst 2016. Flokksvalið verður haldið dagana 8.-10. sept- ember. Framboðum ásamt meðmælalista skal skila til formanns kjörstjórnar Geir Guðjónssonar, nánari upp- lýsingar í síma 698-1036. -fréttatilkynning Þór Llorens Þórðarson U17 AKRANES: Á mánudaginn síðastliðinn var tilkynnt- ur u-17 ára landsliðshóp- ur karla í knattspyrnu sem mun halda á Norðurlanda- mótið 2016 í Finnlandi sem fer fram dagana 2. -10. Ágúst. Allt eru það drengir fæddir árið 2000 sem eru í hópnum og var Skagamað- urinn Þór Llorens Þórðar- son valinn í hópinn. Ísland er í riðli með Færeyjum, Svíþjóð og Svartfjallalandi og fyrsti leikurinn ert gegn síðastnefndu þjóðinni. -bþb „Bylting fyrir afreksíþróttir“ LANDIÐ: Á morgun, fimmtudaginn 28. júlí, verða undirritaðir samn- ingar milli mennta- og menningarmálaráðuneytis- ins og Íþrótta- og Ólymp- íusambands Íslands um stóraukið fjárframlag rík- isins til afreksíþrótta á Ís- landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍSÍ. Um er að ræða þriggja ára samn- ing. „Um er að ræða bylt- ingu fyrir afreksíþróttir á Íslandi,“ segir í tilkynningu frá ÍSÍ. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 16.-22. júlí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes 5 bátar. Heildarlöndun: 54.633 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 36.817 kg. í fimm löndun- um. Arnarstapi 1 bátur. Heildarlöndun: 757 kg. Mestur afli: Bárður SH: 757 kg. í einni löndun Grundarfjörður: Engin löndun þessa vikuna Ólafsvík 9 bátar. Heildarlöndun: 50.816 kg. Mestur afli: Guðmundur Jensson SH: 14.469 kg. í tveimur löndunum. Rif 4 bátar. Heildarlöndun: 12.005 kg. Mestur afli: Guðbjart- ur SH: 4.738 kg. í tveimur löndunum. Stykkishólmur 10 bátar. Heildarlöndun: 67.594 kg. Mestur afli: Blíða SH: 15.434 kg. í sex löndunum Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Klettur MB – AKR: 15.258 kg. 22. júlí. 2. Ebbi AK – AKR: 8.407 kg. 19. júlí. 3. Ebbi AK – AKR: 8.140 kg. 20. júlí. 4. Ebbi AK – AKR: 7.696 kg. 18. júlí. 5. Ebbi AK – AKR: 7.557 kg. 16. júlí. Atvinnuleysi var tvö prósentustig í júní samkvæmt tölum Vinnumála- stofnunar. Hefur atvinnuleysi ekki verið minna síðan í október 2008, þá 1,9 prósent. Að meðaltali voru 3.789 án atvinnu í síðasta mánuði og fækkaði þeim um 229 eða 0,2 prósent frá því í maí. Körlum án atvinnu fækkaði um 156 frá því í maí og voru að með- altali 1.636 í júní, eða 1,2 prósent. Atvinnulausum konum fækkaði um 73 frá maímánuði og voru 2.153 í júní, eða 2,5 prósent. Á Vesturlandi mældist atvinnu- leysi 1,1 prósentustig, næst minnst á landinu öllu. Fækkaði atvinnu- lausum Vestlendingum um 17 frá síðasta mánuði. Voru 115 í maí en 98 í júní. Sé miðað við sama tíma á síðasta ári hefur atvinnuleysi á Vesturlandi minnkað um 0,6 pró- sent, var 1,7 prósent í júní 2015 en er 1,1 prósent í júní 2016. Mest atvinnuleysi var á höfuð- borgarsvæðinu, 2,3 prósent en minnst á Norðurlandri vestra, 0,8 prósent. kgk Minnsta atvinnuleysi síðan 2008 Níels Hermannsson tók við starfi lögregluþjóns í Dölunum 1. febrú- ar síðastliðinn en hann hefur starfað sem lögregluþjónn frá árinu 2003. „Ég er menntaður húsamálari og vann lengi við það. Ég lauk námi við lögregluskólann árið 2003 en hafði þá verið búinn að vinna sem héraðs- lögregla í þrjú ár,“ segir Níels í sam- tali við Skessuhorn. Níels er fædd- ur á Ísafirði en fluttist snemma aust- ur í Eiða svo sveitin er honum ekki ókunn. Sem lögregluþjónn hefur hann lengst af starfað í Keflavík en nú síðast á Þórshöfn. „Mér fannst þetta spennandi verkefni og ég er vanur svona litlu samfélagi og vissi að mestu út í hvað ég væri að fara,“ segir Níels um þá ákvörðun að flytja í Búðardal. „Ég þekkti þó ekkert til í Búðardal og hafði aldrei komið inn í bæinn, bara keyrt í gegn, áður en ég flutti.“ Aðspurður hvort það væri ekki mikill munur á því að starfa sem lögregluþjónn í Búðardal og Kefla- vík segir Níels það ekki vera. „Vissu- lega er munur en hann er ekki svo mikill. Þetta er sama vinnan og al- veg sömu mál sem maður er að vinna að. Helsti munurinn er að hér eru færri mál og ég fæ minni aðstoð. Ég er bara einn hér í Dölunum og það getur verið stíft en þetta er lít- ið samfélag og það hefur bara ver- ið mjög rólegt frá því ég kom, mun minna að gera en ég hafði búist við. Þetta eru mest umferðamál en Dala- menn eru almennt bara mjög róleg- ir,“ segir Níels kátur. Hann segir einnig að þrátt fyrir mikla aukningu ferðamanna um svæðið hafi farið lít- ið fyrir þeim í hans störfum í sumar. „Það var meira um óhöpp hjá ferða- mönnunum í vetur en núna hefur þetta sloppið að mestu.“ arg Nýr lögregluþjónn í Dölum Níels Hermannsson lögregluþjónn í Dölum. Í fundagerð frá fundi byggðar- áðs í Borgarnesi í liðinni viku var lögð fram yfirlýsing um aðalskipti að kaupsamningi um húsnæðið sem áður hýsti Húsmæðraskólann á Varmalandi. Félagið Lava-Hótel Varmaland ehf. verður kaupandi að fasteigninni. Eins og fram kom í Skessu- horni í lok síðasta árs var það sam- þykkt á fundi byggðaráðs 30. októ- ber 2015 að ganga til samninga við Iceland incoming ferðir ehf. um kaup á húsnæðinu. Átti afhending eignarinnar að fara fram um síð- ustu áramót. Á vefsíðu Ríkisskatt- stjóra kemur fram að Iceland in- coming ferðir ehf. hefur sama póst- fang og Lava-Hótel Varmaland, að Tunguási 2 og Garðabæ, Lögheim- ili er þó ekki skráð það sama. Ekki náðist í forsvarsmenn Lava- Hótel Varmaland við vinnslu frétt- arinnar. arg Lava-hótel Varmaland kaupir Húsmæðraskólann

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.