Skessuhorn


Skessuhorn - 27.07.2016, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 27.07.2016, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 9 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2016 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & Smur, Nesvegi 5 Fimmtudaginn 4. ágúst Föstudaginn 5. ágúst Tímapantanir í síma 438 – 1385 Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 S K E S S U H O R N 2 01 6 NORÐURÁLSVÖLLUR Allir á völlinn ÍA – Þór/KA Sunnudaginn 7. ágúst kl. 15:00 Mætum öll gul og glöð Aðalstyrktaraðili leiksins er: S K E S S U H O R N 2 01 6 PEPSIDEILD Kvenna: 50 ára vígsluafmæli Grundararðarkirkju Sunnudaginn 31. júlí kl. 14.00 Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, predikar Kaffisamsæti í Fjölbrautarskóla Snæfellinga eftir athöfn Listmunasýningin, Listamaðurinn í kirkjunni, verður opin Allir velkomnir Hátíðarmessa SK ES SU H O R N 2 01 6 Í síðustu viku voru starfsmenn frá fyrirtækinu Rekverk á vegum Vega- gerðarinnar að vinna að bættu ör- yggi á Útnesvegi á Snæfellsnesi. Lengdu þeir og bættu víravegr- ið í brekkunni við Fornu-Fróðá. Einnig lagfærðu þeir og skiptu um enda á nokkrum veðriðum við brýr og í Búlandshöfða. Eru endarnir með glitrandi vegvísum. Ekki voru strákarnir farnir í sumarfrí að þessu loknu heldur biðu þeirra fleiri verk- efni á norðanverðu nesinu meðal annars við ánna Selsá. þa Unnið að bættu öryggiDagana 28. - 31. júlí fer fram ung-lingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1995 og er þetta því í 21. sinn sem mótið er haldið. Mótin eru fjölmenn og glæsileg fjölskyldu- og íþróttahátíð en þar koma saman þúsundir barna og unglinga ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Hátíðin er vímuefnalaus þar sem börn og ung- lingar frá aldrinum 11-18 ára reyna fyrir sér í fjölmörgum íþróttagrein- um en greinarnar eru alls 14 að þessu sinni; þær eru af ýmsum toga allt frá fótbolta og körfubolta til stafsetningar og skákar. Samhliða íþróttakeppninni verður boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna; tvöfaldir heimsmeistarar í götufót- bolta frá Danmörku koma og munu kynna íþróttina, leiklistarnámskeið, karókí, markaður í Englendinga- vík svo fátt eitt sé nefnt. Það má því búast við miklu fjöri og skemmtu í Borgarnesi um helgina. bþb Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi um helgina Hátíðin „Gaman saman vímuefna- laus“ verður haldin í annað sinn á Hlöðum í Hvalfjarðarsveit um verslunarmannahelgina. Hátíðin er fyrir alla þá sem vilja skemmta sér og hafa gaman saman án vímuefna. „Við sem sjáum um hátíðina fórum eiginlega af stað vegna þrýstings, við sáum að fólk vildi hafa svona hátíð þessa helgi. SÁÁ sá lengi um að hafa edrúhátíð um verslunar- mannahelgina en gafst upp á því. Það var einfaldlega ekki að borga sig þar sem samkeppnin við stærri hátíðir var of mikil. Því tókum við ákvörðun síðasta sumar að prófa að halda svona litla vímuefnalausa fjöl- skylduhátíð og mætingin var mjög góð, um 500 manns,“ segir Hafþór Ingi Samúelsson einn af skipuleggj- endum hátíðarinnar. Dagskráin á Gaman saman há- tíðinni er fjölbreytt og skemmti- leg með gleðina í fyrirrúmi. Með- al þess sem boðið verður uppá er hláturjóga, 5 rythma dans, ratleik- ur, hæfileikakeppni barna og varð- eldur. „Við verðum með 12 spora fundi reglulega alla helgina fyr- ir þá sem vilja og svo hef ég heyrt að Pokémon verði á svæðinu,“ seg- ir Hafþór kátur. Allar frekari upplýsingar um há- tíðina má finna inn á Facebook við- burðinum Gaman saman vímuefna- laus um verslunarmannahelgina. arg Gaman saman vímuefnalaus „Þetta var meiriháttar, bleikjan tók og tók, skemmtilegir fiskar,“ segir Þór Hauksson prestur Árbæjarkirkju eftir að hafa veitt hverja bleikjuna af ann- arri í Hvolsá í Dölum. Allt tveggja til þriggja punda bleikjur. „Maður hef- ur beðið eftir þessu augnabliki lengi. Fiskarnir tóku vel og það var fjör að glíma við þá hvern af öðrum. Þetta stóð yfir í svona einn og hálfan tíma,“ bætir hann við. Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum hafa gefið 42 laxa og 70 bleikjur. „Það er hellingur af fiski hérna, hann er alltaf að stökkva,“ segir Leifur Bene- diktsson skömmu eftir að hafa landað níu punda laxi í lóninu á rauða franc- is. „Það var gaman að veiða maríu- laxinn í lóninu í Hvolsá,“ sagði Ein- ar Mathiesen en fiskurinn tók spún og var fimm og hálft pund. „Það var mikið af fiski þarna og sérstaklega laxi,“ bætir Einar við. gb Fullt af laxi að stökkva í lóninu Þór Hauksson með fallega bleikju úr Hvoslá. Snemma í júlí fór fólks- bifreið útaf við Grjót- árbrúna á Hítardalsvegi og hefur bifreiðin ekki verið fjarlægð af svæð- inu síðan. Íbúi á svæð- inu segir að umferðaró- happið sé það fimmta á svæðinu á undanförn- um árum; tveir þess- ara bíla hafa farið ofan í ána. Aðstæður við Grjótá hafa löngum verið taldar hættulegar og hafa íbúar á svæðinu kallað eftir að vegurinn verði bættur. bþb Enn eitt umferðaróhappið við Grjótá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.