Skessuhorn - 27.07.2016, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 11
Alma Mjöll Ólafsdóttir leiddi fyrstu
Druslugönguna í Stykkishólmi á
laugardaginn var. Alma var hæst-
ánægð með góða mætingu og afar
þakklát Hólmurum fyrir að taka
þátt í göngunni og sína þannig þol-
endum kynferðisofbeldis stuðn-
ing. Markmið Druslugöngunar er
að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá
þolendum yfir á gerendur og undir-
strika það að þolendur þessa glæpa
eigi hvorki sökina né skömmina.
Gengið var frá Hólmgarði, upp og
niður Skólastíg og þaðan niður að
höfn þar sem gangan endaði. Á leið-
inni voru hrópuð nokkur slagorð á
borð við „ég er drusla, nei þýðir nei,
skilum skömminni, ég á mig sjálf, ég
er ennþá ég, ekki nauðga,“ og fleira.
Var þetta ekki aðeins fyrsta
Druslugangan sem farin er í Stykk-
ishólmi, heldur á Vesturlandi öllu.
Alma Mjöll ræddi við Skessuhorn
í aðdraganda göngunnar síðastlið-
inn föstudag. „Hugmyndin kviknaði
þegar ég kom heim frá París á mánu-
daginn. Systir mín er ein af þeim
sem stendur að göngunni í Reykja-
vík. Ég kíkti í heimsókn til henn-
ar og var að tala um hvað mér þætti
leiðinlegt að ég kæmist ekki í göng-
una á laugardaginn því ég væri að
vinna. Ég fékk þá hugmynd að reyna
að halda Druslugönguna í Stykkis-
hólmi á laugardaginn. Ég talaði við
vinnuveitandann minn, hann Bjarka
sem stendur að þessu með mér, og
tilkynnti honum hugmyndina mína.
Hann studdi þessa hugmynd og því
næst fór ég að ræða við lögregluna
og bæjarstjórann Sturlu Böðvarsson.
Þeir tóku mjög vel í þetta og þetta er
því gert í samráði við þá ásamt að-
standendum Druslugöngunnar í
Reykjavík,“ segir Alma Mjöll.
„Okkur finnst að þetta málefni
varði landsbyggðina einnig og það
þarf að taka á þessu málefni þar líka,
þetta er eitthvað sem snertir alla,
hvar sem þeir eru á landinu. Ég hef
strax fundið það að það eru marg-
ir sammála mér því stuðningurinn
sem ég hef fengið frá bæjarbúum er
mikill. Það hefur komið mér mjög
á óvart þar sem fyrirvarinn er mjög
stuttur. Það er mjög fallegt og tákn-
rænt að minni bæjarfélög taki þátt.
Ég vil koma þökkum til bæjarbúa
sem hafa tekið svo vel í þetta. Þetta
er frábært bæjarfélag og það virðast
allir vera með á nótunum um mik-
ilvægi málefnisins,“ segir Alma að
endingu.
jse/bþb/ Ljósm. jse
Fyrsta Druslugangan í
Stykkishólmi
Þátttakendur gengu með skilti og hrópuðu slagorð.
Prýðileg þátttaka var í fyrstu Druslugöngu sem farin er á Vesturlandi.
Alma og Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri Stykkishólms. Alma Mjöll ávarpar þátttakendur áður en lagt var af stað.
Reykholtskirkja
Verið innilega velkomin í Reykholtskirkju
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
6
- L
jó
sm
. G
Ó
Messur:
Sunnudaginn 31. júlí kl. 14.00
Sunnudaginn 7. ágúst kl. 14.00
Næstu blöð af Skessuhorni
Vegna sumarleyfa kemur ekki út blað
3. ágúst, en þann dag kemur starfsfók úr fríi
Næsta Skessuhorn kemur út 10. ágúst