Skessuhorn


Skessuhorn - 27.07.2016, Side 12

Skessuhorn - 27.07.2016, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 201612 Hjónin og Skagamennirnir Krist- ófer Oliversson og Svanfríður Jónsdóttir komu til hafnar á Akra- nesi miðvikudaginn 20. júlí eftir tveggja ára siglingu um heimsins höf á skútunni Hug frá Reykjavík. Sigling þeirra hófst í Króatíu fyr- ir fyrir tveimur árum síðan. Það- an sigldu þau til Kanaríeyja, svo Grænhöfðaeyja og þaðan til Santki Lúsíu í austurhluta Karabíska hafs- ins. „Þaðan förum við síðan hring- inn í kringum hnöttinn, frá Sankti Lúsíu til Sankti Lúsíu. Það er hið eiginlega World Arc Rally sem við tókum þátt í með góðum hópi,“ segir Kristófer. Tók siglingin kringum hnött- inn heila 15 mánuði. Að hringferð- inni lokinni var haldið upp með karabísku eyjunum til Bermúda, þaðan upp með ameríkuströnd til Nova Scotia í Kanada síðan Ný- fundnalands, Grænlands og þaðan til hafnar á Akranesi „Við höfum verið í samfloti með þremur skút- um á heimleiðinni. Við ætlum að samstilla okkur og sigla saman frá Akranesi til Reykjavíkur þar sem ferðinni lýkur formlega á morgun [21. júlí síðastliðinn: innsk. blaða- manns],“ sögðu Kristófer og Svan- fríður. Stórkostleg upplifun Aðspurð segja hjónin að heilt yfir hafi gengið mjög vel á hnattsigl- ingunni. „Það hefur enginn dáið og enginn slasast alvarlega,“ seg- ir Kristófer léttur í bragði. „Snorri Tómasson kom með okkur einn legg, frá Panama til Galapagos. Svo tókum við sjóveikan þýskan blaða- mann, frá fyrirtækinu sem skipu- leggur þetta rallí, með okkur frá Kanarí til Grænhöfðaeyja,“ bæt- ir hann við. „Hann hélt sér frá sjó- veikinni með því að standa við stýr- ið. Þannig að hann stóð við stýrið í næstum því 24 tíma, nema þegar ég rak hann til þess að fara að sofa. En þá varð hann bara veikur,“ seg- ir Svanfríður og brosir við minn- inguna. „Þetta hefur verið stórkostlegt,“ sagði Svanfríður aðspurð um upp- lifun sína af ferðalaginu mikla. „Bæði lærdómsríkt og skemmti- legt. Óskaplega skemmtilegur hóp- ur sem við sigldum með. Við fórum 15 skútur, um 50-60 manns og vel skipulagt. Alltaf gott partí í hverri höfn og mikið gaman,“ bætir Krist- ófer við. „En þetta var mjög mis- munandi. Stundum vorum við í höfnum en svo vorum við mánuð- um saman í Kyrrahafinu þar sem við komum hvergi til hafnar held- ur vorum bara við ankeri og fórum í land á gúmmíbátnum,“ segir hann. Hugur hittir Þuru En hvernig datt þeim í hug að leggja upp í siglingu umhverfis jörðina? „Hugmyndin kviknaði kannski fyrst eftir að ég las bókina Í kjöl- far kríunnar eftir Unni Jökulsdótt- ur og Þorbjörn Magnússon,“ seg- ir Svanfríður, en bókin fjallar ein- mitt um fólk sem siglir um heims- ins höf á lítilli seglskútu. „Svo lærð- um við að sigla, keyptum Norn- ina, sem við áttum ásamt fleirum og lærðum að sigla á henni,“ bætir hún við. Næsta skúta þeirra hjóna var Hugur, 52 feta seglskúta, sem þau keyptu gagngert til að leggja upp í hnattsiglinguna. „Með fullri virðingu fyrir Norninni þá er hún minni og passar ekki fyrir úthaf- ið,“ segir Kristófer. Því var Hugur keyptur og úthöfin sigruð á honum. En það er saga á bakvið nafnið. Við gefum Kristófer orðið: „Kristófer Oliversson, afi minn, gerði út Hug í mörg ár. Konan hans hét Þuríður Gísladóttir sem síðustu ár ævi sinn- ar bjó á Skjaldbreið á Suðurgötu hér á Akranesi. Það er Þura, sem Steindór bróðir minn gerir út héð- an frá Akranesi en annars voru þau í Sandgerði. Þannig að þetta er í fyrsta sinn sem Hugur hittir Þuru,“ segir Kristófer brosandi og bend- ir yfir flotbryggjuna þar sem Þura liggur við landfestar. kgk Komin heim eftir tveggja ára siglingu Svanfríður stendur við stýrið á meðan Kristófer kíkir til hafnar og veifar ættingjum og vinum sem safnast höfðu saman á bryggjunni og biðu komu þeirra hjóna. Svanfríður og Kristófer um borð í Hug í Akraneshöfn. Steindór Oliversson, sjómaður á Akranesi og bróðir Kristófers, var meðal þeirra sem tóku á móti hjónunum. Steindór gerir út á bátnum Þuru AK. „Þetta er í fyrsta sinn sem Hugur hittir Þuru,“ sagði Kristófer. Nýr veitingastaður var opnað- ur á uppstigningardag 5. maí síð- astliðinn í gömlu verslunar- og pakkhúsunum í Englendingavík í Borgarnesi. Staðurinn hefur feng- ið nafnið Englendingavík og eru það hjónin Einar Valdimarsson og Áshildur Sveinsdóttir sem sjá um reksturinn. Eigendur ásamt þeim eru Guðbrandur Gunnar Garð- arsson, Selma Rut Þorkelsdótt- ir og Margrét Rósa Einarsdóttir. Á nýja staðnum er fyrst og fremst boðið upp á sjávarrétti og lamba- og kálfakjöt. „Við erum mjög sterk í fiski og komum alltaf til með að bjóða upp á úrval sjávarrétta en okkar stefna er að færa okkur yfir í matvæli úr héraði. Við vilj- um koma á samvinnu við sveitunga og versla matvæli af bændum hér í kring,“ segir Einar í samtali við Skessuhorn. Ætla sér að fara rólega af stað Einar er fæddur og uppalinn sunn- lendingur en Áshildur kona hans kemur frá Eskiholti í Borgarfirði. Auk þess að sjá um reksturinn á Englendingavík er Einar stunda- kennari við Háskólann á Bifröst og Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri og starfandi fasteignasali hjá Stakfell fasteignum. „Það stóð ekki til að fara í veitingarekstur en þegar ég heyrði af því að Mar- grét Rósa hefði keypt þetta ákvað ég að hafa samband við hana. Ég lýsti áhuga mínum á að taka þátt í þessu og hún tók mjög vel í það. Í framhaldinu fór boltinn að rúlla. Við ákváðum strax að fara rólega af stað og ekki taka of stóran bita í byrjun. Við verðum hér að minnsta kosti næstu 15 árin svo við ætlum að flýta okkur hægt í uppbyggingu og vanda okkur,“ segir Einar og brosir. Bjóða einnig upp á gistingu Í Englendingavík er einnig boð- ið upp á heimagistingu fyrir átta manns en planið er að fjölga gisti- plássum og mun aukningin von- andi verða tekin í notkun strax næsta vor. „Eins og staðan er núna erum við með eitt af húsunum und- ir heimagistinguna og við ætlum okkur ekki að breyta því. Við vilj- um síðan bæta við herbergjum í gamla kaupfélagshúsið og hafa þar meiri lúxusgistingu og er það í ferli hjá Borgarbyggð. Það er líka uppi sú hugmynd að opna hostel í pakk- húsinu en það hefur ekki verið tek- in ákvörðun um það. Pakkhúsið er núna notað sem salur, t.d. fyrir tónleika, og við vitum ekki hvort við viljum fórna því enda erum við með Margréti Rósu, sem rek- ur Iðnó í Reykjavík, sem sértakan viðburðarstjóra. Það væri þó mjög gaman að geta boðið upp á gist- ingu á hosteli, heimagistingu og lúxusherbergi, allt á sama staðn- um,“ segir Einar. „Eins og ég segi förum við rólega af stað en höfum þó margar hugmyndi um hvað við viljum gera. Við höfum t.d. hugsað okkur að reyna að gera meira fyrir heimamenn, t.d. að halda hér pub- quiz, spilakvöld og fleira í þeim dúr og sem dæmi verðum við með um verslunarmsnnshelgina markað og sultukeppni og fleira skemmtilegt. Við erum líka búin að setja upp nestisborð hér fyrir utan og fyrir neðan húsin svo fólk geti komið, sest niður, slakað á og borðað nest- ið sitt og notið Englendingavíkur- með okkur. Hér viljum við hafa líf og fjör,“ segir Einar að endingu. arg Veitingastaðurinn Englendingavík var opnaður í vor Einar Valdimarsson veitingamaður í Englendingavík. Horft niður í Englendingavík í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.