Skessuhorn - 27.07.2016, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 15
Tölvuleikurinn Pokémon Go hef-
ur verið eitt heitasta umræðuefn-
ið undanfarna daga en í leiknum
blandast saman raunheimur og
söguheimur Pokémon. Fyrir þá
sem ekki þekkja var Pokémon upp-
haflega Gameboy tölvuleikur sem
kom út árið 1996. Leikurinn náði
miklum vinsældum og í kjölfar-
ið komu Pokémon spil, ýmis leik-
föng, teiknimyndir og fleira. Poké-
mon Go leikurinn snýst um að spil-
arar leiksins fari á stjá og leiti að
Pokémon dýrum og nái þeim. Dýr-
unum hefur verið dreift víðsveg-
ar um heiminn með aðstoð Go-
ogle Earth, en dýrin sjást þó ekki
nema í gegn um snjallsíma. Í leikn-
um eru þrjú lið, rauða, gula og
bláa liðið, sem spilarar geta valið á
milli. Liðin reyna svo að ná yfirráð-
um á ákveðnum svæðum, svoköll-
uð „gym“, en til þess láta þau Poké-
mon dýrin berjast sín á milli.
Tenging við
barnæskuna
Á Akranesi hefur leikurinn náð
miklum vinsældum, líkt og um
land allt, og hefur til að mynda ver-
ið stofnuð síða á Facebook ætluð
spilurum á Akranesi. Skessuhorn
ræddi við einn spilara, hann Brynj-
ar Mar Guðmundsson en hann
hefur spilað leikinn frá því áður
en hann kom til Íslands. „Ég náði
í leikinn með krókaleiðum áður en
hann kom til Evrópu, svona í byrj-
un júlí. Ég er þó ekki mikill tölvu-
leikjaspilari en þessi leikur er allt
öðruvísi en aðrir leikir og hann er
svo mikil tenging við barnæskuna.
Ég fæðist einmitt á þeim tíma sem
Pokémonæðið var í hámarki svo
þetta tekur mig alveg aftur,“ segir
Brynjar og brosir. Hann segir leik-
inn mjög ólíkan öðrum tölvuleikj-
um og þá sérstaklega hvað varðar
hreyfingu. „Þessi leikur virkar ekki
nema maður sé á hreyfingu, annars
gerist ekkert. Svo maður situr ekki
inni og spilar heldur verður að fara
út og leita að Pokémon dýrum og
einnig þurfum við að safna sér-
stökum eggjum og þá þarf maður
að fara ákveðið marga kílómetra
til að fá þau. Ég hef hreyft mig al-
veg töluvert frá því ég fór að spila
þennan leik,“ segir Brynjar.
Spilarar á
Akranesi hittast
Leikurinn er mjög félagslegur en
eins og fram hefur komið ganga
spilarar í lið og svo þurfa þeir að
vinna saman að því að ná yfirráðum
yfir „gymum“ en þó segir Brynjar
að ekki hafi myndast neinn ríg-
ur á milli liða. „Það eru allir mjög
góðir vinir, allavega hér á Akra-
nesi, og við hjálpumst að og gefum
ráð. Við hittumst t.d. reglulega við
Safnasvæðið til að leita að dýrum
saman en þar eru venjulega mörg
dýr að finna. Dýrin eru venjulega
flest við þá staði sem mikil umferð
af fólki er, ferðamannastaðina og
svoleiðis. Það eru mjög margir að
spila leikinn á Akranesi, fólk á öll-
um aldri. Núna nýlega komu t.d.
35 manns saman við Safnasvæðið
að leita að dýrum svo þetta er mjög
skemmtilegt allt,“ segir Brynjar.
Ekki er hægt að býsnast yfir
hreyfingaleysi hjá spilurum Poké-
mon Go en oft hefur kviknað sú
umræða um að tölvuleikir séu að
einangra börn innandyra og koma
í veg fyrir að þau fái nauðsynlega
hreyfingu. Þetta er því kannski
spurning um nýjung í tölvuleikj-
um sem spornar við þeirri þró-
un, en tíminn verður að leiða það
í ljós. Dæmi eru þó um að spilarar
leiksins virðist gleyma því að leik-
urinn sé spilaður út í hinum raun-
verulega heimi. Hafa verið flutt-
ar fréttir af fólki sem gengur út
á stórar umferðagötur eða keyri
á móti umferð í leit að Pokémon
dýrum, en ekki hefur Skessuhorn
frétt af slíku hér á Vesturlandi.
arg
Pokémon Go á Akranesi
Það var mikið um dýrðir þegar Reyk-
holtshátíð var haldin um helgina
í tuttugasta sinn en í ár er einn-
ig tuttugu ára vígsluafmæli Reyk-
holtskirkju. Það var Reykholtskór-
inn undir stjórn Viðars Guðmunds-
sonar sem hóf hátíðina á föstudeg-
inum. Kórinn er samstarfsverkefni
Hvanneyrar-, Reykholts- og Staf-
holtsprestakalla og gestur kórs-
ins á hátíðinni var Elmar Gilberts-
son tenór. Eftir hlé á tónleikunum
voru Árstíðirnar eftir Vivaldi fluttar
í heild sinni. Laugardagurinn hófst
á kammertónleikum en um kvöldið
tóku stórtenórinn Elmar Gilberts-
son og píanóleikarinn Helga Bryn-
dís Magnúsdóttir höndum saman og
héldu tónleika undir yfirskriftinni
„Ástir á köldum klaka.“ Þar fluttu
þau Ástir skáldsins eftir Robert
Schumann, úrval laga úr Heims-
kringlu eftir Tryggva M. Baldvins-
son og loks enduðu þau á að flytja
útsetningar Þórðar Magnússonar á
þekktum þekktum íslenskum dæg-
urlögum. Á lokatónleikum hátíð-
arinnar á sunnudaginn stóð upp úr
að flutt var nýtt verk eftir Gunn-
ar Andreas Kristinsson sem kallast
Úr Grímnismálum sem er innblás-
ið af Eddukvæði Snorra Sturluson-
ar. Á lokatónleikunum voru einn-
ig flutt Strengjatríó Beethovens og
kammerverk eftir Schubert. „Hátíð-
in lukkaðist ótrúlega vel, allir himin-
lifandi. Tónleikar og allir viðburðir
voru mjög vel sóttir,“ sagði Dagný
Egilsdóttir í Reykholti.
bþb/ Ljósm. Björn Húnbogi Sveinsson.
Reykholtshátíð var haldin um helgina
Brynjar Mar Guðmundsson er einn þeirra sem spilar Pokémon Go á Akranesi.
Einn Pokémon fannst inni í eldhúsi á skrifstofu Skessuhorns.