Skessuhorn - 27.07.2016, Page 20
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 201620
Vörur og þjónusta
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Hilmir B ehf
Löggiltur pípulagningameistari
Alhliða pípulagningaþjónusta
hilmirb@simnet.is
facebook.com/hilmirbehf
Bifreiðaþjónusta Harðar ehf.
Smur og dekkjaþjónusta
Sala á dekkjum og olíuvörum
Borgarbraut 55 - 310 Borgarnesi
437 1192 / 847 8698 - midgardur@vesturland.is
Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness
Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar
Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga
kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30
Sími 437-2030 - v.v@simnet.is
DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
ÖLL ALMENN GARÐVINNA
• Fjarlægjum tré og kurlum
• Útvegum sand, mold og möl
• Sláum garða
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
www.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
Ég hef varið mörgum dögum
og vikum vestur í Miklaholts-
hreppi öll sumur frá 1972 eða
1973. Þannig hagaði til, að faðir
minn, ásamt öðrum góðum mönn-
um voru með Laxá á leigu og hef-
ur fjölskylda mín verið með smá
sumarkots aðstöðu þar allar göt-
ur síðan. Í byrjun var gríðarlega
mikið fuglalíf á svæðinu, auk mó-
fugla og anda var mikið svartbaks-
og gæsavarp um alla flóa. Á flest-
um melum var kríuvarp. Senni-
lega upp úr 1980 fór mink og tófu
að fjölga verulega á svæðinu, fyrst
eitt og eitt dýr en þó sá maður vel
hvaða áhrif þetta hafði á fuglalíf-
ið á svæðinu. Frá 1990-2000 var
nánast ekki fugl að sjá og þeir sem
reyndu fyrir sér í varpi voru fljót-
lega rændir öllum eggjum og oft-
ar en ekki étnir sjálfir. Mörg vorin
var minkur búinn að koma sér fyr-
ir undir kofanum okkar en laum-
aðist svo í burtu þegar mannaferð-
um fjölgaði. Síðustu 3-4 árin hef
ég orðið var við frábæra þróun hér,
það er allt að lifna við og gríðarleg
aukning á fugli. Núna í sumar hef-
ur verið sprenging í varpi og hef ég
séð margar endur með marga unga
og virðist fugl ætla að koma upp
mörgum ungum. Í næsta nágrenni
við kofann eru mörg pör af, stelk,
spóa, kjóa, jaðrakan, þúfutittling,
tjald, sandlóu, heiðlóu, lóuþræl og
komin nokkur kríupör aftur, niður
í flóa er einnig töluvert af lóm við
flestar tjarnir. Meðfram Laxá og
Kleifá eru ótrúlega mörg andapör
með unga þessa daganna. Aðallega
eru það stokkendur og toppendur,
en einnig hef ég sé urtendur og eitt
gulandarpar. Skógarþrösturinn var
að koma upp ungum í annað sinn
og maríuerlan er við kofann. Vor-
ið 2009 voru 5 greni unnin á svæð-
inu og þá tala ég eingöngu um
greni á láglendi (ekki fjallagrenin)
og eins og Svanur Guðmundsson í
Dalsmynni segir í bloggi sínu frá
10.12.2009 um fuglalífið á svæð-
inu; ,,við höfðum ekki legið lengi
þegar við áttuðum okkur á því að
hér væri eitthvað mikið að, það var
nánast ekkert fuglalíf þarna svo
langt sem við sáum og heyrðum”.
2010 voru 6 greni unnin þarna.
Það sem fyrst og fremst hefur ver-
ið til þess að auka fuglalífið að
nýju er góð vargeyðing (EKK-
ERT KVÓTARUGL). Veiði-
menn fá greitt fyrir hvert unnið
dýr sama hvað þeir ná mörgum á
ári. Atli Sveinn Svansson hefur séð
um veiðarnar sunnan við Laxá og
Hjálmar Ævarsson í Hlað að vest-
an og langar mig að ítreka þakkir
mínar til þeirra og Svans í Dals-
mynni sem ég veit að hefur ver-
ið ötull við veiðarnar líka og væri
óskandi að fleiri sveitafélög hér á
Vesturlandi tækju Eyja - og Mikla-
holtshrepp til fyrirmyndar.
Með kærri þökk,
Hafsteinn Þórisson
sumarkotseigandi,
Laxárbakka Miklaholtshreppi.
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs lýsir yfir samstöðu
með tyrkneskum almenningi, harm-
ar mannfall í landinu og tekur undir
með þeim sem hafa þungar áhyggjur
af stöðu og þróun mála í Tyrklandi
og nú síðast neyðarástandinu sem
lýst hefur verið í landinu.
Þingflokkurinn fordæmir harð-
lega fjöldahandtökur, uppsagnir þús-
unda óbreyttra borgara og skerðingu
á ferðafrelsi á grundvelli pólitískra
skoðana. Slíkt er algjörlega ótækt og
kallar á alvarlegar athugasemdir á al-
þjóðlegum vettvangi.
Þingflokkurinn fordæmir brot
á mannréttindum harðlega og tel-
ur mikilvægt að mannréttindi allra
tyrkneskra borgara séu tryggð, lýð-
ræði virt í hvívetna og að tyrknesk-
ir borgarar njóti fullrar verndar óháð
stöðu eða stétt.
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinn-
ar – græns framboðs áréttar stuðn-
ing við lýðræðislegar stofnanir og
lýðræðislega stjórnskipun sem eru
grunnstoðir siðmenntaðra samfé-
laga og fordæmir alla tilburði til
pólitískra hreinsana.
Loks leggur þingflokkurinn
áherslu á að utanríkisráðherra nýti
hvert tækifæri á alþjóðlegum vett-
vangi til að koma skýrt á framfæri
áhyggjum íslenskra stjórnvalda og
íslensks almennings af mannrétt-
indabrotum í Tyrklandi.
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar
- græns framboðs
Mikilvægi lýðræðis og varðstaða
um mannréttindi í Tyrklandi
Pennagrein Pennagrein
Þakkir vegna vargeyðingar í
Eyja- og Miklaholtshreppi
Frystiklefinn í Rifi kynnir: Frumsýn-
ing á nýju íslensku verki, Genesis.
Genesis er einnar konu gamanleik-
ur byggður á sköpurnarsögu Biblí-
unnar. Trúðurinn Aðalheiður leiðir
áhorfendur í gegnum sköpunarsög-
una eins og hún skilur hana og skáld-
ar í eyðurnar. Höfundar verksins eru
Vala Kristín Eiríksdóttir og Kári
Viðarsson. Leikur er í höndum Völu
Kristínar og með leikstjórn fer Kári.
Vala Kristín Eiríksdóttir leik-
kona nam leiklist við Listaháskóla Ís-
lands og útskrifaðist vorið 2015. Síð-
an þá hefur hún starfað í Borgarleik-
húsinu við sýningarnar At, Njálu og
Mamma Mia. Hún er meðhöfundur
og leikkona sketsaþáttanna Þær Tvær
í framleiðslu Stöð Tvö sem sendir frá
sér 2.seríu í ágúst 2016.
Kári Viðarson leikari og leikstjóri
nam leiklist við Rose Bruford Collage
í London og útskrifaðist þaðan vor-
ið 2009. Síðan þá hefur hann stofn-
að leikhús og hostel í Frystiklefanum í
Rifi þar sem hann hefur komið að öll-
um sýningum sem þar eru settar upp.
Genesis er sýnd í Frystiklefanum
í Rifi, Snæfellsnesi kl. 20 eftirfar-
andi daga:
31.júlí - Frumsýning
7. ágúst
10. ágúst
14. ágúst
17. ágúst
21. ágúst
Miðar á www.thefreezerhostel.com.
Frekari upplýsingar fást hjá Kára
Viðarssyni, sími 865-9432.
-fréttatilkynning
Nýtt íslenskt verk
frumsýnt í Frystiklefanum