Skessuhorn - 27.07.2016, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 23
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Kári sigraði
KFS
Á laugardaginn síðastlið-
inn fór fram leikur KFS og
Kára í tíundu umferð þriðju
deildar karla á Helgafells-
velli í Vestmannaeyjum.
Káramenn sem höfðu tap-
að síðustu tveimur leikjum
unnu KFS með tveimur
mörkum gegn einu. KFS
komst yfir á áttundu mín-
útu með marki Óskars Elí-
asar Zoega Óskarssonar. Á
59. mínútu minnkaði Kári
muninn með frábæru marki
Ragnars Más Lárusson-
ar og á 75. mínútu tryggði
Jón Björgvin Kristjánsson
Kára 2-1 sigur. Kári komst
með sigrinum upp í fjórða
sæti. Kári spilar næst gegn
liði Reynis frá Sandgerði
í Akraneshöllinni í kvöld
klukkan 20:00.
-bþb
Víkingur Ó.
enn í toppbar-
áttunni
Miðvikudaginn 20. júlí síð-
astliðinn lék Víkingur gegn
liði Hvíta Riddarans í ní-
undu umferð A- riðilins í
fyrstu deild kvenna. Leik-
urinn endaði 3-2 fyrir Vík-
ingi frá Ólafsvík. Nagela
Oliveira De Andrade skor-
aði tvö mörk fyrir Víking
og Samira Suleman eitt.
Víkingur er eftir leikinn í
þriðja sæti með 21 stig eða
þremur stigum frá topp-
sætinu. -bþb
Snæfell tapaði
stórt fyrir KFG
Snæfell lék sinn sjötta leik í
B- riðli fjórðu deildar karla
gegn KFG miðvikudaginn
20. júlí. Lítið hefur gengið
hjá Snæfelli í sumar og sitja
þeir á botni riðilsins án
stiga. Leikmenn Snæfells
vilja líklega gleyma leikn-
um gegn KFG sem fyrst
því hann endaði 12-0 KFG
í vil. -bþb
Skagakonur léku gegn KR í ní-
undu umferð Pepsi deildar kvenna
á þriðjudaginn í liðinni viku á KR-
vellinum í Vesturbæ Reykjavíkur.
Fyrir leikinn höfðu Skagakonur ekki
unnið leik í sumar og voru á botn-
inum með eitt stig. Leitin eftir sigri
Skagakvenna í úrvalsdeild var orðin
býsna löng. Þrátt fyrir að hafa spil-
að í efstu deild árin 2005 og 2014 þá
unnu þær síðast leik í efstu deild 20.
júlí árið 2000 og því munaði einum
degi að slétt 16 ár væru frá síðasta
sigurleik Skagans í efstu deild þeg-
ar þær léku við KR í liðinni viku.
Leikurinn árið 2000 var gegn liði
Þór/KA og fór hann 2-1 fyrir ÍA og
mörk Skagans skoruðu þær Áslaug
Ragna Ákadóttir og Kolbrún Eva
Valgeirsdóttir. Í leikmannahópnum
í gær voru þrjár stúlkur sem fædd-
ar voru sama ár og síðasti sigur-
leikur fór fram ásamt því kom dótt-
ir Áslaugar við sögu. Eyðimerkur-
göngunni er nú lokið því leiknum á
þriðjudaginn lauk með sigri Skaga-
kvenna 2-0.
Skagakonur byrjuðu leikinn af
miklum krafti og strax á sjöttu
mínútu leiksins fékk Jaclyn Po-
urcel boltann á vinstri kantinum;
hún sendi boltann fyrir markið þar
sem Megan Dunnigan tók á móti
boltanum og smellti honum upp í
hægra hornið þar sem markmaður
KR átti litla sem enga möguleika að
ná til boltans. Staðan orðin 1-0 fyr-
ir Skagakonur. Nokkuð jafnræði var
með liðunum í fyrri hálfleik en eng-
in mörk skoruð svo staðan var enn
1-0 þegar flautað var til hálfleiks.
Eftir mikinn baráttuleik í síðari
hálfleik þá innsigluðu Skagakon-
ur sigurinn þegar tíu mínútur voru
til leiksloka. Aníta Sól Ágústsdóttir
tók aukaspyrnu við miðlínu og gaf
háann bolta fram. Nýi leikmaður
Skagans Cathrine Dyngvold flikk-
aði boltanum áfram með skalla inn
í teiginn þar sem boltinn barst til
Megan Dunnigan sem lagði bolt-
ann snyrtilega í netið.
Lokatölur í leiknum 2-0 fyr-
ir Skagakonur sem eru með sigr-
inum aðeins þremur stigum frá því
að komast upp úr fallsæti. Þær áttu
næst leik gegn FH á útivelli og var
hann spilaður í gærkvöldi, eftir að
Skessuhorn var farið í prentun. Fyr-
ir þann leik sagði Þórður Þórðar-
son, þjálfari ÍA að þar væri um úr-
slitaleik að ræða þar sem FH væri
að berjast við falldrauginn líkt og
Skagakonur. bþb
Skagakonur sigruðu sinn fyrsta
leik í efstu deild í 16 ár
Megan Dunnigan skoraði bæði mörk Skagans.
Myndin er úr safni.
Skagamaðurinn Birgir Leifur Haf-
þórsson, sem leikur fyrir Golfkúbb
Kópavogs og Garðabæjar, sigraði
Íslandsmótið í golfi sem var hald-
ið dagana 21.-24. Júlí á Jaðarsvelli á
Akureyri. Með sigrinum varð Birg-
ir Leifur sá kylfingur sem oftast
hefur orðið Íslandsmeistari í högg-
leik, alls sjö sinnum og bætti þar
með met sem Björgvin Þorsteins-
son setti árið 1977 en Úlfar Jóns-
son jafnað síðar.
Keppnin í karlaflokki var gríð-
arlega spennandi. Fyrir lokadag-
inn var Bjarki Pétursson í Golf-
klúbbi Borgarness í forystu ásamt
Guðmundi Ágústi Kristjánssyni úr
Golfklúbbi Reykjavíkur. Á þriðja
keppnisdegi setti Bjarki Péturs-
son vallarmet á Jaðarsvelli þeg-
ar hann lék hringinn á 65 högg-
um eða fimm undir pari. Bjarki
náði ekki að halda forystunni en
það var mikil spenna þegar efstu
menn spiluðu lokahringinn. Á síð-
ari níu holunum náði Birgir Leif-
ur sér í fjóra fugla og náði smátt
og smátt að saxa á forystuna. Bjarki
og Axel Bóasson, úr Golfklúbbn-
um Keili, höfðu báðir tækifæri á að
jafna Birgi á síðustu tveimur hol-
unum en nýttu ekki tækifærin.
Birgir Leifur stóð uppi sem sigur-
vegari en þeir Axel og Bjarki léku
bráðabana um annað sætið þar sem
Axel hafði betur og Bjarki endaði
því í þriðja sæti í ár.
Valdís Þóra önnur
Í kvennaflokki leiddi Valdís Þóra
Jónsdóttir úr Golfklúbbnum
Leyni fyrir lokahringinn en hún
setti vallarmet á þriðja keppnis-
degi þegar hún lék hringinn á 66
höggum. Ólafía Þórunn Kristins-
dóttir úr Golfklúbbi Reykjavík-
ur átti algjörlega frábæran loka-
hring. Á fyrstu níu holunum fékk
hún fimm fugla og hélt forystunni
allan hringinn eftir það. Hún jafn-
aði vallarmet Valdísar og setti um
leið mótsmet með því að enda með
skorið ellefu undir pari en Val-
dís Þóra lenti í öðru sæti með níu
undir pari. bþb
Vestlendingar fengu gull, silfur og brons
Birgir Leifur og Ólafía Þórunn lyfta bikurum sínum. Valdís Þóra setti vallarmet og endaði í öðru sæti.
Ljósm. golf.is.
Hinn efnilegi Bjarki Pétursson setti vallarmet og
endaði í þriðja sæti. Ljósm. golf.is.
Alla síðustu viku voru æfingarbúðirn-
ar North Atlantic Camp 2016 haldn-
ar á Akranesi. Um er að ræða sam-
starfsverkefni Íslands, Grænlands
og Færeyja sem haldið er árlega og
skiptast löndin á að halda búðirn-
ar. Það voru 24 krakkar að íslensku
krökkunum meðtöldum sem sóttu
búðirnar en þeim fylgdu tíu þjálfarar
og tveir yfirþjálfarar.
Akranes hélt búðirnar í annað
skiptið á þremur árum. „Aðstæðurnar
hérna á Akranesi þykja svo góðar til
þess að halda svona búðir að þær hafa
verið nokkuð reglulega hérna. Auk
þess að halda North Atlantic Camp
í ár og fyrir þremur árum héldum við
búðir í fyrra fyrir öll Norðurlönd-
in. Við erum því orðin öllu vön hér
á Skaganum í þessum málum,“ seg-
ir Írena Rut Jónsdóttir ritari Badmin-
tonfélags Akraness.
„Búðirnar tókust mjög vel og all-
ir voru hæstánægðir. Krakkarnir voru
þreyttir eftir æfingarbúðirnar en allir
glaðir,“ segir Írena að endingu.
bþb
Badmintonæfingarbúðir á Akranesi
Körfuknattleiksdeild Skallagríms hef-
ur samið við Magnús Þór Gunnars-
son um að leika með félaginu í Dom-
ino‘s deild karla næsta vetur. Á síð-
asta tímabili skoraði hann 10 stig, tók
2,2 fráköst og gaf 1,8 stoðsendingu að
meðaltali í 20,4 mínútum í leik fyrir
Keflvíkinga.
Magnús er reynslumikill leikmað-
ur, 35 ára gamall, margfaldur Íslands-
meistari sem hefur lengst af sínum
ferli leikið með Keflavík. Hann er
Borgnesingum þó ekki ókunnugur,
því hann lék með Skallagrími síðari
hluta tímabilsins 2014-15. Magnús
hefur lengi verið talinn einn af bestu
skotmönnum í íslenskum körfubolta.
„Engum blöðum er um það að fletta
að hér er um gríðarlega öflugan leik-
mann að ræða og er mikill fengur fyrir
Skallagrímsliðið. Magnús hefur leikið
fjölda stórleikja og unnið fjöldan all-
an af titlum á löngum og glæsileg-
um ferli,“ segir í tilkynningu frá kkd.
Skallagríms. Magnús á einnig að baki
fjölda landsleikja fyrir Íslands hönd,
þar af nokkra sem fyrirliði. „Hann
mun því bæta við mikilli reynslu og
sigurhefð í ungt Skallagrímsliðið.“
Magnús mun einnig koma að þjálf-
un unglinga- og drengjaflokks Skalla-
gríms. kgk
Magnús Þór aftur í Skallagrím