Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 19.10.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Pólitísk lognmolla Í aðdraganda þingkosninga hverju sinni reyna hin ýmsu hagsmunaöfl að koma ár sinni sem best fyrir borð, búa í haginn, eiga samræður við stjórn- málamenn framtíðarinnar. Á þessum tímamótum láta nefnilega fulltrúar flokkanna eins og kjósendur skipti þá máli og þá er gott að semja um og árita kosningavíxlana. Flokkarnir eru nú að reyna að koma áherslum sín- um til skila en gengur það eðli málsins samkvæmt misjafnlega vel. Einna verst gengur þó Íslensku þjóðfylkingunni. Hjá henni varð skyndilegt brottfall oddvita í báðum Reykjavíkurkjördæmunum kvöldið fyrir þann lokafrest sem framboðin höfðu til að skila inn gögnum. Oddvitarnir tóku þar að auki með sér öll skjölin af flokksskrifstofunni þannig að eftir sat sneyptur formaður og laskaður flokkur sem einungis býður fram í einu kjördæmi af sex. En þar sem málstaðurinn var kannski lakari en gerist og gengur, tel ég að skaðinn hafi verið hóflegur. Samtök ferðaþjónustunnar funda þessa dagana með frambjóðendum víðsvegar um landið. Í síðustu viku var slíkur fundur haldinn í Borgar- nesi fyrir Norðvesturkjördæmi. Ég mætti þar til að flytja fréttir af því sem fram fór. Fundurinn fór vel fram og menn voru eiginlega afar spakir. Ekki fór mikið fyrir pólitískum átökum og engu líkara en pólitískt til- hugalíf stjórnarmyndunar væri þegar hafið. Fulltrúar stjórnarflokkanna viðurkenndu strax að þeir hefðu lítið gert til að greiða fyrir uppbygg- ingu ferðaþjónustu og slógu eiginlega vopnin úr höndum minnihluta- flokkanna. Gestir á fundinum upplifðu vafalítið flestir rétt eins og ég að ferðaþjónusta er líklega ein sjálfbærasta atvinnugrein sem byggð hefur verið upp hér á landi. Hefur lítinn sem engan stuðning fengið frá stjórn- völdum, þar þrífst svarta hagkverfið betur en nokkurs staðar og gullgraf- arar ganga lausir. Við vitum til dæmis af mönnum sem reka hótel ekki svo fjarri okkur sem hafa komist yfir þau með skuldsettum kaupum, rekið ís- lensku starfsmennina og ráðið nokkra útlendingar til að vinna þau verk sem mest aðkallandi er að sinna. Sleppa öðrum. Þessir gullgrafarar eru að eitra út frá sér, sverta orðspor svæða og annarra þjónustuaðila sem eru að reyna að standa sína plikt. Um þetta var hins vegar ekki rætt á fund- inum, einungis lítillega komið inn á svarta hagkerfið. Ekkert var talað um vinnuþrælkun, örlítið um skort á skatteftirliti en alls ekkert um að skatt- leggja ferðamenn til að standa undir uppbyggingu hins opinbera á inn- viðum. Þetta var stýrð umræða. Formaður og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustu stýrðu um- ræðunni og völdu spurningar sem þingmannsefnin skyldu svara. Þau gáfu tóninn um hvað skyldi rætt en um leið gáfu þau nokkuð augljós skilaboð um hvað skyldi ekki ræða. Og var því ekki rætt. Einungis í blálok fundar var almennum gestum boðið að spyrja spurninga og það þorði enginn að ræða það sem líklega brann á mörgum. Það var til dæmis ekkert rætt um af hverju nær tvær milljónir ferðamanna greiða ekki komuskatt til lands- ins til að ríkið fái skjótfengnar tekjur til að leggja í vegagerð, fræðslu, hreinlæti, öryggismál og allt það sem fylgir þessari holskeflu ferðafólks. Það er rétt eins og það sé tabú að skattleggja þessa gesti okkar. Við þekkj- um hina andvana fæddu umræðu um náttúrupassa sem kvoðnaði niður í höndum iðnaðarráðherrans. Það var pólitískt viljaleysi sem núverandi ríkisstjórnarflokkar geta varla hælt sér af. Eftir þennan fund fór ég að hugsa hversu sorglegt það er að ekki eru lengur haldnir alvöru framboðsfundir. Fundir þar sem menn takast á, ríf- ast fram undir morgun, og fara með kveðskap til að ganga í augun á kjós- endum. Þess í stað eru haldnir margir fundir, með alltof mörgum fram- boðum um nánast ekki neitt. Pólitísk lognmolla sem ekki boðar gott. Magnús Magnússon. Leiðari „Mikil veltuaukning í smásöluversl- un í síðasta mánuði sýnir greinileg merki um kaupmáttaraukningu frá sama mánuði í fyrra. Í sumum vöru- flokkum jókst veltan um fjórðung frá því í fyrra. Má þar nefna hús- gögn, byggingavöru og snjallsíma. Matur og drykkur var heldur ekki skorinn við nögl því velta dagvöru- verslana var 9,1% meiri en í sept- ember í fyrra og velta áfengisversl- ana var 30% meiri en í sama mánuði í fyrra. Þetta er meðal niðurstaðna í könnun sem Rannsóknasetur versl- unarinnar framkvæmir reglulega. Kippur varð í fataverslun í sept- ember, sem var 8,3% meiri en í september í fyrra. Að magni til jókst sala á fötum um 14,8%. Magnaukn- ingin orsakast af því að verð á fötum var 5,7% lægra en í samanburðar- mánuðinum í fyrra. Þetta skýrist að- allega af afnámi tolla á föt um síð- ustu áramót. Þó vöxtur í sölu raftækja sé ekki eins afgerandi og í öðrum flokkum, í samanburði söluna í sama mánuði í fyrra, skýrist það af mikilli sölu í fyrra. Þó var velta í sölu á snjallsím- um 28,7% meiri en í fyrra. Leiða má líkur að því að sala á nýjustu Apple símunum hófst, en byrjað var að selja Iphone-7 í lok mánðarins. Mikill uppgangur er enn í húsgagnaverslun sem sést á því að veltan var fjórðungi meiri en í september í fyrra. Velta sérverslana sem selja rúm jókst um 65% á milli ára og sala skrifstofu- húsgagna um 36%. Þá njóta bygg- ingavöruverslanir góðs af uppsveiflu í húsbyggingum þar sem salan jókst um 23,6%. Kortavelta Íslendinga í septem- ber nam 73,9 milljörðum eða 5,5% meira en í sama mánuði 2015 sam- kvæmt tölum Seðlabankans. Af þeirri fjárhæð greiddu Íslending- ar 10,3 milljarða erlendis en 63,6 milljarða hér á landi. Erlend korta- velta hérlendis nam í september 21,7 milljörðum og standa erlendir ferðamenn því að baki ríflega fjórð- ungi kortaveltu hérlendis þó komið sé fram í september. mm Veltuaukning í allri tegund verslunar Grundarfjarðarbær hefur opnað vef fyrir myndasafn Bærings heitins Ce- cilssonar á slóðinni baeringsstofa. is. Bæring Cecilsson var ljósmynd- ari af lífi og sál en hann fæddist árið 1923 og bjó alla tíð í Grundarfirði, eða allt þar til hann lést 2002. Eftir hann liggur ógrynni af ljósmyndum og myndböndum sem vefurinn mun gera skil. Í myndum Bærings má sjá uppbyggingu Grundarfjarðar frá öll- um hliðum. Hann var heiðursborg- ari Grundarfjarðarbæjar. Þetta eru ómetanlegar heimildir sem nú verða aðgengilegar öllum. Grundarfjarðarbær hélt af þessu tilefni opnunarteiti í Bæringsstofu þegar vefurinn var formlega opnað- ur síðdegis á miðvikudaginn í liðinni viku. Það verður skemmtilegt að skoða myndirnar hans Bærings en af nægu er að taka. tfk Nýr vefur fyrir myndasafn Bærings Fremst eru þeir Páll Cecilsson bróðir Bærings og Ingi Hans Jónsson að skoða myndasafnið. Grundarfjarðarbær veitti viðurkenningar fyrir þá sem hafa lagt ófáar klukku- stundir í vinnu við myndasafnið í gegnum árin. Frá vinstri eru Sigríður Hjálmars- dóttir menningar- og markaðsfulltrúi, Sveinn Arnórsson, Ingi Hans Jónsson, Guðjón Elísson, Sunna Njálsdóttir og Elsa Björnsdóttir fyrir hönd bæjarstjórnar. Íbúðarhúsið á Kolbeinsstöðum illa farið eftir eld Gamla íbúðarhúsið á Kol- beinsstöðum í Kolbeinsstað- arhreppi varð eldi að bráð að- fararnótt síðasta mánudags. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp, en ekki hefur verið búið í því frá því á síðasta ári. Hafin var end- urbygging þess og var hús- ið tengt rafmagni. Slökkvi- lið Borgarbyggðar var ræst út laust eftir klukkan sjö á mánudagsmorgun. Þá hafði eldurinn logað um hríð og er húsið talið ónýtt. Eldsupptök eru ókunn og fer Lögreglan á Vesturlandi með rannsókn málsins. mm/ Ljósm. Lögreglan á Vesturlandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.