Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 19.10.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 201620 SPECTRA - Ljósahátíð Aberdeen var valin hátíð ársins í Skotlandi nú á dögunum. Akurnesingurinn Heiðrún Þráinsdóttir Kelly er einn skipuleggj- enda hátíðarinnar en hún starfar hjá lista- og viðburðarframleiðslufyrir- tæki sem heitir Curated Place. „Síð- ustu tvö ár höfum ég og Andy Bry- don séð um alla skipulagningu á há- tíðinni undir nafninu Curated Place í samstarfi við viðburðar- og menn- ingateymi borgarinnar. Hann er list- rænn stjórnandi og ég er markaðs- og framleiðslustjóri,“ segir Heiðrún í samtali við Skessuhorn. SPECTRA hátíðin er haldin árlega í Aberdeen og er nú orðin stærsta menningar- og listahátíðin í borginni. „Aberdeen eða Granítborgin eins og hún er köll- uð, er þekktust fyrir olíuvinnslu og tækniþróun í þeim geira. SPECTRA var búin til með því markmiði að búa til ljósa- og menningarviðburð fyr- ir alla fjölskylduna á dimmum og löngum vetrardögum með áherslu á að kynna sterka menningararfleifð borgarinnar, hönnun og tækni,“ út- skýrir Heiðrún. Stærsta viðurkenningin í geiranum Að sögn Heiðrúnar er hátíðin haldin yfir fjóra daga í febrúarmánuði, sam- hliða miðannarfríum í grunnskólum Skotlands. Þar er unnið með myrkrið, þar sem ljósalistaverk og gagnvirkir ljósaskúlptúrar lýsa upp skammdegið á ævintýralegan hátt. Lögð er áhersla á að hefðbundnir og óhefðbundn- ir listunnendur geti fundið eitthvað við sitt hæfi og notið góðrar samveru yfir hátíðina. „Á þessu ári sýndum við yfir 20 verk sem mörg hver voru mjög stór í sniðum og sýnd á þremur hátíðarsvæðum. Alls sóttu 35 þúsund manns hátíðina yfir þessa fjóra daga, sem var mikil aukning frá árinu áður. Flestir voru frá Aberdeen og norður- hluta Skotlands en markmiðið fyr- ir næsta ár er að draga fleiri erlenda ferðamenn að og er nokkuð víst að þessi viðurkenning mun hjálpa við það, enda er skipulagning núna í full- um gangi og dagskráin enn metnað- arfyllri en áður.“ Viðurkenningin há- tíð ársins í Skotlandi (Scottish Festi- val of the Year) hefur verið veitt níu sinnum innan viðburðageirans þar í landi. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Event Scotland og Visit Scot- land með það að markmiði að vekja athygli á metnaðarfullum skoskum viðburðum og veita viðurkenningu fyrir störf þeirra sem vinna að þeim. SPECTRA var valin hátíð ársins í Skotlandi 2016 og voru verðlaun- in veitt til Curated Place sem skipu- leggjenda hátíðarinnar í samstarfi við menningar- og viðburðarteymi borg- arinnar. „Hátíðin var samtals tilnefnd til fimm mismunandi verðlauna í ár og er þetta stærsta viðurkenningin sem veitt er í viðburðargeiranum í Skotlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin hefur verið tilnefnd til verð- launa og í fyrsta skipti sem hátíð frá Aberdeen hefur hlotið svona stóra viðurkenningu að mér vitandi,“ út- skýrir Heiðrún. Mikil fjölgun milli ára Heiðrún er búsett í Manchester í Englandi, ásamt Martin Stuart Kelly eiginmanni sínum og tveimur börn- um, Keiran Þráni og Freyju Caitlin. Þangað fluttust þau þegar þau voru í fæðingarorlofi og hóf Heiðrún mast- ersnám í alþjóðamarkaðsfræði við Lancaster háskóla árið 2012. „Ég flýg reglulega til Aberdeen til að sinna skipulagningu hátíðarinnar en einnig vinnum við mikið í fjarvinnu,“ segir hún. Líkt og fyrr segir starfar Heið- rún hjá fyrirtækinu Curated Place, sem hefur séð um skipulagningu SPECTRA hátíðarinnar síðastlið- in tvö ár. „Þegar við tókum við verk- efninu hafði hátíðin verið haldin einu sinni áður og var mjög smá í sniðum. Við stóðum tvö að þessu fyrsta árið en erum núna orðin fimm manna viðburðarteymi og erum við raun- ar allt í öllu - en teymið sem kem- ur að hátíðinni nær næstum hundr- að manns þegar skipulagning stendur sem hæst nokkrum dögum fyrir opn- un.“ Fyrsta hátíðin sem þau komu að fór fram í febrúar í fyrra og stóð yfir í fjóra daga í almenningsgarði í mið- borginni. Hátíðin vakti mikla lukku meðal borgarbúa og mættu tíu þús- und manns í garðinn yfir þessa fjóra daga. „Í ár stækkuðum við hátíðina og hún náði yfir þrjú hátíðarsvæði í miðborginni. Við settum okkur markmið um að fjölga gestum í ár en okkur grunaði ekki hve mikil fjölg- unin yrði, en 35 þúsund gestir sóttu hátíðina,“ segir Heiðrún. Borgarbúar taka virkan þátt Heiðrún segir fyrirtækið Curated Place líklega ekki teljast til hefðbund- ins viðburðarfyrirtækis, þar sem sér- staða þeirra felist í að færa samtímalist út úr galleríum og yfir í óhefðbundn- ari staðsetningar og almenningsrými. „Við erum ekki mikið í því að kaupa inn tilbúin verk heldur leggjum við frekar áherslu á það að skapa tækifæri fyrir listafólk, ljósahönnuði, tónskáld og forritara til að vinna saman og skapa ný verk, sérstaklega fyrir hátíð- ina og önnur verkefni sem við erum í.“ Hún segir flest verkanna sem sýnd hafi verið í Aberdeen vera stór í snið- um. Það feli í sér mikla hugmynda- vinnu og samstarf með listafólki alls staðar að úr heiminum. „Einnig leggjum við mikla áherslu á að borg- arbúar taki virkan þátt í hátíðinni. Til dæmis höfum við bæði árin haldið námskeið í grunnskólum borgarinn- ar, þar sem nemendur fengu leiðsögn og bjuggu til sín eigin verk sem voru svo sýnd á hátíðinni. Við erum einn- ig í samstarfi við háskólana og veitum starfsþjálfun til nemenda í viðburðar- stjórnun sem þeir fá svo metið inn í námið.“ Umkringd Akrafjalli í Skotlandi Heiðrún segir starf sitt hjá Curated Place vera mjög fjölbreytt og eng- inn dagur eins, sem geri það einstak- lega skemmtilegt. „Á skipulagsstig- inu sem stendur yfir frá maí fram í desember kem ég markaðssetningu, framleiðslu- og fjármögnun ásamt skipulagningu á dagskrá hátíðarinnar með samstarfsfélögum mínum. Um tveimur vikum fyrir hátíðina fer allt á fullt og þá skiptum við okkur upp í teymi eftir hátíðarsvæðum. Núna í febrúar sá ég um viðburðastjórnun á stærsta hátíðarsvæðinu, það fól með- al annars í sér að stýra allri uppsetn- ingu á ljósalistaverkum með lista- fólki, tæknifólki, sjálfboðaliðum og viðburðarteymi Aberdeenborgar. Þá kemur sér vel að vera sjóaður Íslend- ingur, því þessi vinna fer að mestu leyti fram utandyra og veðuraðstæð- ur þær sömu og heima á Íslandi.“ Aberdeen liggur mjög norðarlega í Skotlandi og segir Heiðrún að mikil áhersla sé lögð á landfræðilega teng- ingu borgarinnar við Norðurlönd- in sem hefur endurspeglast í dagskrá hátíðarinnar. Sem dæmi megi nefna að í fyrra hafi þema hátíðarinnar ver- ið ís, eldur og vatn. „Þá kom ég með ljósmyndarann og kvikmyndagerðar- manninn Andrew Brooks til Íslands og naut aðstoðar Eiríks Þórs Eiríks- sonar við skipulagningu ferðarinn- ar. Við tókum upp efni í panorama af landslagi Íslands, jöklum og eldgos- inu í Holuhrauni. Við heimsóttum einnig Akranesvita í brjáluðu veðri, þar sem Akranes var myndað í bak og fyrir,“ segir hún. Á hátíðinni var kvik- myndinni svo varpað á sérútbúinn 320 gráðu skjá sem áhorfendur stigu inn í og voru því umkringdir lands- lagi Íslands. „Ég skal viðurkenna að það var einstök tilfinning fyrir mig að stíga þar inn og vera umkringd Akra- fjallinu mínu, stödd í almennings- garði í Skotlandi,“ segir Heiðrún að endingu. grþ Skipuleggur ljósahátíð í Skotlandi á hverju ári Rætt við Skagakonuna Heiðrúnu Þráinsdóttur Kelly, eina af skipuleggjendum ljósahátíðar Aberdeen sem valin var hátíð ársins í Skotlandi 2016. Heiðrún Þráinsdóttir Kelly er markaðs- og framleiðslustjóri hjá fyrirtækinu Curated Place, sem sér um skipulagningu SPECTRA, ljósahátíðar Aberdeen. Frá afhendingu verðlaunanna. Frá vinstri Dawn Schultz frá viðburðarteymi Aberdeen, Heiðrún Þráinsdóttir Kelly markaðs- og framleiðstjóri og Andy Brydon listrænn stjórnandi, ásamt þeim sem veitti verðlaunin í skotapilsinu. Þessi bygging var ein af þeim sem lýst var upp á ljósahátíðinni í febrúar síðastliðnum. Á ljósahátíðinni er unnið með myrkrið, þar sem ljósalistaverk og gagnvirkir ljósaskúlptúrar lýsa upp skammdegið á ævintýralegan hátt.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.