Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2016, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 19.10.2016, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2016 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skallagrímur tók á móti Íslands- og bikarmeisturum KR síðasta fimmtudag í annarri umferð Dom- ino‘s deildar karla í körfuknattleik. Íslandsmeistararnir höfðu yfir- höndina meira og minna allan leik- inn en nýliðar Skallagríms gerðu vel í að standa í þeim á köflum. Þeir urðu þó að játa sig sigraða að leiks- lokum, 76-90. Leikurinn fór fremur hægt af stað. Liðunum gekk illa að skora framan af í fyrsta leikhluta og söfnuðu þar af leiðandi fáum stigum á töfluna. KR-ingar náðu þó smá rispu und- ir lok leikhlutans og leiddu 9-17 að honum loknum. Liðin náðu sér betur á strik í öðrum fjórðungi og höfðu meistararnir yfirhöndina en Skallagrímsmenn héldu í við þá. Í hálfleik leiddu KR-ingar með níu stigum, 31-40. Skallagrímsmenn komu vel stemmdir til leiks eftir hléið og gerðu gott áhlaup á gestina. Þeir náðu að minnka muninn niður í tvö stig og spenna farin að færast í leikinn. Þeir náðu aldrei foryst- unni en KR-ingum tókst ekki held- ur að svara strax og aðeins fimm stiga munur á liðunum fyrir loka- fjórðunginn. Þar sýndu Íslands- meistararnir hins vegar mátt sinn og megin. Þeir juku forskot sitt skjótt og örugglega í tveggja stafa tölu, hleyptu heimamönnum aldrei nálægt sér og sóttu 14 stiga sigur, 76-90. Flenard Whitfield átti stórgóðan leik í liði Skallagríms. Hann skil- aði sannkallaðri tröllatvennu með 21 stig og 19 fráköst. Hann gaf auk þess fimm stoðsendingar. Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 14 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar og reynslu- boltinn Darrell Flake var með tíu stig og sjö fráköst. Á morgun, fimmtudaginn 20. október, halda Skallagrímsmenn norður yfir heiðar og mæta liði Þórs frá Akureyri í nýliðaslag Domino‘s deildarinnar, en bæði lið léku í 1. deild á síðasta leiktímabili. kgk Íslandsmeistararnir of stór biti fyrir Skallagrím Flenard Whitfield skilaði tröllatvennu gegn KR. Hér treður hann boltanum og skorar tvö af 21 stigi sínu í leiknum. Ljósm. Skallagrímur Körfubolti á Facebook. Önnur umferð Domino‘s deild- ar karla í körfuknattleik hófst síð- asta fimmtudag með tveimur leikj- um. Snæfell tók á móti Njarðvík og máttu Hólmarar játa sig sigraða með 83 stig gegn 104 stigum gestanna. Leikurinn var nokkuð jafn fram- an af fyrsta leikhluta en eftir hann miðjan tóku Njarðvíkingar að síga fram úr og náðu sjö stiga forskoti. En Snæfellsmenn svöruðu strax í upphafi annars fjórðungs. Þeir minnkuðu muninn í tvígang niður í eitt stig og fylgdu gestunum eins og skugginn. En þegar fjórar mínútur vantaði í hálfleik var eins og gestirn- ir segðu „hingað og ekki lengra“ og stungu af. Þeir leiddu með 18 stig- um í hálfleik, 36-54. Snæfellingum tókst aldrei að koma til baka eftir áhlaup gestanna undir lok fyrri hálfleiks. Njarðvík- ingar bættu lítillega við forskot sitt snemma í þriðja leikhluta og mun- aði milli 20 og 27 stigum á liðinum allt til leiksloka. Að lokum fór svo að Njarðvík sigraði með 21 stigi, 83-104. En Snæfellingum til hróss þá hengdu þeir aldrei haus heldur héldu áfram eftir bestu getu allan tímann. Lið gestanna var einfald- lega of stór biti fyrir þá. Sefton Barrett var atkvæðamestur í liði Snæfells með 19 stig, tíu frá- köst og fimm stoðsendingar. Hinn ungi og efnilegi Andrée Fares Mic- helsson með 17 stig en aðrir höfðu minna. Næsti leikur Snæfells fer fram á morgun, fimmtudaginn 20. októ- ber, þegar liðið mætir Keflvíkingum suður með sjó. kgk Gestirnir stungu af rétt fyrir hálfleik Hinn 19 ára gamli Andrée Fares Michelsson átti prýðisleik fyrir Snæfell. Ljósm. Karfan.is á Facebook. Skallagrímur tók á móti Grindavík í Domino‘s deild kvenna í körfu- knattleik síðasta miðvikudag. Leik- urinn var jafn og spennandi, Skalla- grímskonur höfðu þó alltaf yfir- höndina en náðu aldrei að hrista Grindvíkinga af sér. Að lokum fór svo að Borgnesingar unnu góðan sigur með 80 stigum gegn 72. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins og eftir fyrsta leik- hluta leiddu Skallagrímskonur með einu stigi. Þær náðu svo heldur yf- irhöndinni í öðrum fjórðungi en gestirnir voru aldrei langt undan. Borgarnesliðið hafði þriggja til sex stiga forskot allt fram að leikhléi þegar staðan var 41-37 og útlit fyrir jafnan og spennandi síðari hálfleik. Skallagrímskonur áttu góðan kafla snemma í þriðja leikhluta og náðu mest ellefu stiga forskoti. Sem fyrr komu Grindvíkingar þó til baka og minnkuðu muninn niður í fjögur stig fyrir lokafjórðunginn. En þær náðu aldrei að gera atlögu að forystunni. Skallagrímskonur héldu þeim alltaf í skefjum og unnu að lokum góðan sigur, 80-72. Tavelyn Tillman var frábær í lið- ið Skallagríms í leiknum. Hún skor- aði 36 stig, þar af 22 í fyrri hálfleik og dró vagninn fyrir Borgarnes- liðið. Auk stiganna 36 tók hún átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Næst henni kom Sigrún Ámunda- dóttir með 16 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar og Ragnheiður Benónísdóttir skoraði ellefu stig og tók tíu fráköst. Skallagrímur hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum vetrarins og hefur fjögur stig, rétt eins og öll lið í 1.-5. sæti. Næsti leikur Skallagríms er í dag, miðvikudaginn 19. október, þegar liðið sækir Keflvíkinga heim. kgk Skallagrímur vann góðan heimasigur á Grindavík Sigrún Ámundadóttir skorar tvö af 16 stigum sínum í leiknum. Ljósm. Kvennakarfa Skallagríms á facebook. Forsvarsmenn körfuknattleiks- deildar Skallagríms í Borgarnesi og Límtrés Vírnets ehf. hafa rit- að undir styrktarsamning þess efnis að fyrirtækið styrki rekstur körfuknattleiksdeildarinnar í vet- ur. Samningurinn var undirritaður fyrir leik Skallagríms og Grinda- víkur í Domino‘s deild kvenna. „Rekstur deildarinnar væri ekki mögulegur nema með dyggum stuðningi heimamanna,“ segir í til- kynningu á Facebook síðu Skalla- gríms. kgk Styrktarsamningur undirritaður Andri Daði Aðalsteinsson, markaðsstjóri Límtrés Vírnets og Kristinn Óskar Sigmunds- son, fulltrú Skallagríms, undirrita samninginn. Ljósm. Skallagrímur á Facebook. Snæfell vann hádramatískan sigur á Val þegar liðin mættust í Dom- inos ‘s deild kvenna í körfuknattleik þriðjudaginn 11. október síðastlið- inn. Leikurinn var jafn og spenn- andi frá upphafi til enda og úrslit- in réðust ekki fyrr en á lokasekúnd- unum. Snæfell hafði yfirhöndina í fyrsta leikhluta en leikurinn fór frem- ur rólega af stað hvað stigaskor- un varðar, en staðan var 12-7 eft- ir upphafsfjórðunginn. Snæfells- konur komu ákveðnar til annars leikhluta og komust fljótt tíu stig- um yfir. Valskonur voru hins vegar ekki á þeim buxunum að láta þær stinga sig af og svöruðu með góð- um leikkafla. Snæfell var hins vegar feti framar allan fyrri hálfleikinn og leiddi verðskuldað í leikhléi, 33-28. Jafnræði var með liðunum í byrj- un fyrri hálfleiks en um miðjan þriðja leikhluta varð viðsnúningur á leik Valskvenna. Þær hertu varnar- leik sinn, voru ákveðnar í sókninni og fráköstuðu vel. Valur komst átta stigum yfir og Snæfellskonur náðu ekki að svara fyrr en undir lok leik- hlutans þegar Taylor Brown tók málin í sínar hendur. Hún byrjaði á að setja niður tvö vítaskot, stal síð- an boltanum í tvígang og bætti við fjórum stigum til viðbótar og Snæ- fell aðeins tveimur stigum frá Val fyrir lokafjórðunginn. Snæfell jafn- aði metin en Valur komst aftur yfir. Snæfellskonur minnkuðu muninn niður í eitt stig þegar þrjár mínút- ur lifðu leiks en Valur virtist ætla að sigla naumum sigri heim þeg- ar Snæfell fékk eina tilraun til við- bótar með síðustu sókn leiksins. Skotið geigaði en boltinn barst á Andreu Björtu Ólafsdóttur vinstra megin í teignum. Andrea lét vaða og lokaflautan gall á meðan bolt- inn var í loftinu. En ofan í fór boltinn og Snæfell vann eins stigs sigur, 59-61. Voru þetta einu stig Andreu í leiknum og komu þau aldeilis á ögurstunu og tryggðu Snæfelli annan sigurinn í tveimur leikjum deildarinnar. Taylor Brown var atkvæðamest Snæfellskvenna í leiknum með 24 stig, átta fráköst og sjö stolna bolta. Næst henni kom Gunn- hildur Gunnarsdóttir með 15 stig, fjögur fráköst og fjórar stoðsend- ingar. Næsti leikur Snæfells verður í dag í Stykkishólmi þegar Hauk- ar koma í heimsókn. Þessi tvö lið mættust síðast í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn í vor þar sem Snæfell hafði betur, sem kunnugt er. kgk Snæfell sigraði Val á flautukörfu Taylor Brown var atkvæðamest Snæfellskvenna í leiknum gegn Val. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.