Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 19.10.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 201612 Stúdentafélög allra sjö háskóla á Íslandi hafa hleypt af stokkunum undirskriftasöfnun á www.haskol- arnir.is þar sem þess er krafist að stjórnvöld setji menntamál í for- gang og fylgi settri stefnu um fjár- mögnun háskólakerfisins. „Alltof lengi hafa nemendur þurft að búa við undirfjármögnun háskólanna sem bitnar meðal annars á kennslu og aðstöðu í háskólunum og ekki síður framþróun í samfélaginu. Enn fremur er ljóst að ef ekki er lagt meira fé til reksturs háskóla- kerfisins þarf á endanum að fækka nemendum og draga úr fjölbreyti- leika í námsframboði,“ segir í til- kynningu frá stúdentafélögunum. Áskorun þeirra sem skrifa undir til stjórnvalda hljóðar svo: „Með- alframlag íslenska ríkisins á hvern ársnema í háskóla er tæplega 1,3 milljónir króna. Ísland er þar langt á eftir nágrannaþjóðum sínum því framlagið nemur rúmlega 2,2 milljónum króna að meðaltali ann- ars staðar á Norðurlöndum. Í að- gerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs er markmiðið að styrkja fjármögn- un háskólakerfisins hér á landi svo hún verði að minnsta kosti sam- bærileg við meðaltal annarra nor- rænna ríkja árið 2020. Ríkisfjár- málaáætlun fyrir árin 2017-2021 sýnir hins vegar að engan veginn er komið til móts við ofangreint markmið. Viðvarandi undirfjár- mögnun háskólanna dregur úr framþróun í samfélaginu og sam- keppnishæfni landsins. Enn frem- ur er ljóst að ef ekki er lagt meira fé til reksturs háskólakerfisins þarf á endanum að fækka nemendum og draga úr fjölbreytileika í náms- framboði. Við undirrituð krefjumst þess að stjórnvöld setji menntamál í forgang og framfylgi fyrrgreind- um markmiðum um fjármögnun háskólakerfisins með það að leið- arljósi að jafnmikið fjármagn fylgi hverjum háskólanema hér á landi og nemum annars staðar á Norð- urlöndum árið 2020.“ mm Stúdentafélög allra háskóla vilja að menntamál verði sett á oddinn Á fundi fjallskilanefndar Reykhóla- hrepps síðastliðinn miðvikudag var farið yfir stöðu mála varðandi fjallskil í Múlasveit í vestanverðum hreppn- um. Þar kom fram að mikil vinna hafi farið í leitir í Múlasveit og enn ekki tekist að fara á öll svæði. Þeg- ar hafi verið lögð til 15 dagsverk af leitarstjóra og hans mönnum vegna fjallskila í Múlasveit, 30 dagsverk frá Fremri-Gufudal, auk 15 dagsverka frá bæjum á Barðaströnd. Leitirnar séu orðnar of erfiðar og tímafrekar vegna aukins vaxtar á gróðri á svæð- inu, sem er víðfeðmt og fáir til leitar. Fjallskilanefnd lagði því til við sveitarstjórn að lögð verði tvö pró- sent á landverð allra jarða í sveitarfé- laginu til að mæta þeim kostnaði sem af fjallskilum leiðir og ekki verður jafnaður niður á búfjáreigendur með dagsverkum. Einnig lagði nefndin til að lagt verði á niðurjafnað gjald á allt fjallskilaskylt fé í sveitarfélaginu, samtals 20 krónur á hverja vetrar- fóðraða kind. Daginn eftir, fimmtudaginn 13. október, var tillaga fjallskilanefnd- ar tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps. Sveitarstjórn tók vel í hugmyndir nefndarinnar og samþykkti að fela oddvita og vara- oddvita að vinna frekar að stofnun sérstaks fjallskilasjóðs, ásamt fjall- skilanefnd. kgk Stofnun fjallskilasjóðs undirbúin Fáir eru til leitar í Múlasveit í Reykhólahreppi og svæðið víðfeðmt. Því undirbúa stjórnendur sveitarfélagsins nú stofnun sérstaks fjallskilasjóðs til að mæta kostnaði við leitir. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti, en hún er tekin í Þverárrétt í Borgarfirði. Skemmdarverk hafa á undanförn- um vikum verið unnin á reiðhjólum nemenda við Grundaskóla á Akra- nesi. Losað hefur verið um fest- ingar á framdekkjum hjólanna og átt við bremsubúnað með alvarleg- um afleiðingum. Þetta hefur meðal annars leitt til að a.m.k fjórir nem- endur hafa slasast við það að falla af hjólum sínum. Í tilkynningu sem skólinn sendi aðstandendum barna undir lok síð- ustu viku kemur fram að lögregla hafi verið fengin til að ræða við nemendur á miðstigi og unglinga- stigi skólans um alvarleika slíkra skemmdarverka. Lögregla kom m.a. inn á það í samtali við nemendur að nákvæmlega svona skemmdarverk hafa leitt af sér mjög alvarleg slys í gegnum tíðina og jafnvel dauða- slys. „Við lítum þetta mjög alvar- legum augum og viljum gera allt til að uppræta svona hegðun sem fyrst. Við viljum biðja ykkur foreldra/for- ráðamenn að ræða þetta mál heima og ekki síst brýna fyrir börnunum að athuga vel með hjólin sín áður en byrjað er að hjóla,“ segir í bréfi skólans til foreldra barna í Grunda- skóla. mm Fjórir hafa slasast eftir skemmdarverk á reiðhjólum Frá hjólaæfingu við skólann. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Á laugardagskvöldið fékk Björgun- arsveitin Heiðar í Borgarfirði út- kall vegna ferðamanna sem höfðu fest bíl sinn við vaðið yfir Mjódalsá inn af Langavatnsdal. Þegar þang- að var komið beið björgunarsveit- armanna hins vegar aðeins harð- læstur bíllinn en engir ferðamenn. Ákveðið var að kalla eftir aðstoð Björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi, fá félaga í henni til að fara inn Grenjadal og hitta á leit- armenn Álfthreppinga, sem voru í smalamennsku á svæðinu, til að athuga hvort ferðamennirnir væru hjá þeim. Jafnframt var ákveð- ið að fá Björgunarsveitina Ósk úr Búðardal til að koma að Sópanda- skarði ef ske kynni að fólkið hefði gengið í þá áttina. En það gekk ekki þrautalaust að kalla eftir að- stoð. Engin leið var að hringja í smalana eða kalla eftir aðstoð ann- arra björgunarsveita því farsíma- samband er ekkert á Langavatns- dal. Auk þess gekk erfiðlega að ná tetrasambandi. Það hafðist þó að lokum og kallað var eftir aðstoð. Þegar Brákarmenn fundu síðan smalana kom í ljós að ferðamenn- irnir höfðu slegist í för með þeim og voru heilir á húfi. Brákarmenn þurftu þá að aka svolítinn spotta til baka til að komast í fjarskiptasam- band, til að hægt væri að láta hin- ar björgunarsveitirnar vita svo þær gætu snúið heim á leið. „Lærdómur þessa útkalls er sá að það bráðvantar að koma upp GSM og Tetra sambandi á Langa- vatnsdal. Þetta er orðið mjög að- kallandi og vandamál eftir að þetta svæði varð svona vinsælt sérstak- lega hjá gönguhópum,“ segir á Facebook síðu Björgunarsveitar- innar Heiðars, en sífellt fleiri hóp- ar ganga vatnaleiðina svokölluðu, frá Hítarvatni að Langavatni og þaðan yfir að Hreðavatni. „Lang- best væri að setja upp sendi á Stað- arhnúkinn sem er fjallið suðaustur af Langavatninu. Það fjall er stað- sett þannig að það ætti að geta gef- ið samband inn í dalina í kringum Langavatnið,“ segir á Facebook síðu björgunarsveitarinnar. kgk/ Ljósm. Björgunarsveitin Heiðar. Slæmt fjarskiptasamband björgunarsveitarmönnum til trafala Björgunarsveitarmenn komu að læstum og mannlausum bíl ferðamannanna við vaðið yfir Mjódalsá inn af Langavatnsdal. Svipmynd frá vettvangi.Bíllinn stóð á hallandi móhellu og ekki var þorandi að hreyfa hann.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.