Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 19.10.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 42. tbl. 19. árg. 19. október 2016 - kr. 750 í lausasölu Hugmyndin með EVE Online var að búa til leik sem margir gætu spilað á sama tíma. Nú erum við aftur á barmi byltingar. Búðu þig undir spennandi framtíð Ferðin frá hugmynd að farsælu fyrirtæki með skýra framtíðarsýn kallar á öflugan samstarfsaðila. Pantaðu viðtal við fyrirtækjaráðgjafa á arionbanki.is/fyrirtaeki eða í síma ��� ���� H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 6- 28 39 Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? 20% afsláttur Verkir í liðum? Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Vökudagar á Akranesi 27. okt. – 6. nóv. Vaskur flokkur manna nýtti góða veðrið um helgina til að steypa bílaplan við nýja áningarstaðinn við Bjarnarfoss á Snæfellsnesi. Sjá nánar inni í blaðinu. Ljósm. Kristinn Jónasson. Samkvæmt breytingartillögu við fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018 sem samþykkt var á Al- þingi síðastliðinn miðvikudag verð- ur 250 milljónum króna varið til endurbóta á Skógarstrandarvegi á næstu tveimur árum. Eins og ítrekað hefur verið greint frá í Skessuhorni hafa fjölmörg slys og óhöpp orðið á þessum sextíu kílómetra vegarkafla á undanförnu ári. Áður hafði ekki var gert ráð fyrir að veita peningum til vegarins fyrr en árið 2019. „Við erum mjög ánægð með þetta fram- lag sem kom inn í samgönguáætl- un á síðustu stundu og var eiginlega framar okkar vonum,“ segir Sveinn Pálsson sveitarstjóri Dalabyggðar í samtali við Skessuhorn. „Við trú- um því að umræða síðustu vikna og mánaða hafi haft jákvæð áhrif á þró- un málsins þar sem lögregla, sveit- arfélagið, Skessuhorn og fleiri vöktu athygli á málinu og hve brýnt það væri,“ bætir Sveinn við. Þá ber að geta þess að samtals er gert ráð fyr- ir að verja 1,1 milljarði til endurbóta Skógarstrandarvegar fram til ársins 2036, skv. nýrri samgönguáætlun sem kynnt var í innanríkisráðuneyt- inu í september síðastliðnum. Í samgönguáætluninni sem sam- þykkt var á miðvikudag ásamt fjölda breytingatillagna er einnig gert ráð fyrir 300 milljóna króna framlagi til Uxahryggjavegar á næsta ári. Árið 2018 er gert ráð fyrir að 700 millj- ónum króna verði varið til Þjóðveg- ar 1 um Kjalarnes (Vesturlandsveg- ar) og 200 milljónum til 4,4 km kafla á Fróðárheiði sama ár. Vegna Vestfjarðarvegar um Gufu- dalssveit í Reykhólahreppi er gert ráð fyrir 300 milljóna króna fram- lagi á þessu ári, 1,2 milljarði króna á næsta ári og 1,2 milljarði árið 2018 eða samtals 2,7 milljörðum króna yfir þriggja ára tímabil. Þá hefur verulega verið aukið við fjármagn til viðhalds vega og endur- bóta á tengivegum. Í því felst meðal annars að Vegagerðin fær peninga til að framkvæma tilraun sem gæti orðið til að einfalda verulega endur- bætur á tengivegum í sveitum. „Að frumkvæði Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, beitti meirihluti fjár- laganefndar sér fyrir að Vegagerðin fengi fjárveitingu til að framkvæma tilraun, sem gæti orðið til að ein- falda verulega endurbætur á vegum. Ekki er hægt að segja að tilraunin hafi verið frumleg, en hún gengur út á að með lágmarks endurbótum megi leggja bundið slitlag án mik- ils kostnaðar,“ segir Haraldur Bene- diktsson alþingismaður m.a. í að- sendri grein sem birtist hér í Skessu- horni vikunnar. kg Samgönguáætlun samþykkt með nokkrum breytingum Meðal tillagna sem samþykktar voru má nefna að veitt var 250 milljónum króna til lagfæringa á veginum um Skógarströnd og árið 2018 fara 700 milljónir til að hefja fram- kvæmdir á Kjalarnesi. Ljósm. af malbikum í Norðurársdal er úr safni Skessuhorns. „Kosningar, húrra!“ Þetta eru orð íbúa á Skarðsströnd í Döl- um þegar þetta sjaldséða gula tæki sást á ferð í vikunni sem leið. Ljósm. Halla Steinólfsdóttir. Kosningar í nánd

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.