Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2016, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 19.10.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 201610 Frá þriðjudegi og fram á fimmtu- dag í liðinni viku gerði óvenjulega mikla úrkomu hér á landi. Lægðin var eftirstöðvar fellibylsins Matth- íasar sem varð að fellibyl á Karab- íska hafinu og olli gríðarlegri eyði- leggingu á Haítí, Flórídaskagan- um og víðar. Teygði hann síðan anga sína hingað. Miðað við mæl- ingar Veðurstofunnar rigndi mest á Barðaströnd, Snæfellsnesi og á svæðinu við Mýrdalsjökul. Bráðn- un var mikil í jöklum og raunar má segja að það hafi verið happ að ekki hafði snjóað í fjöll. Þrátt fyr- ir að vatn ykist mikið í ám og lækj- um er ekki kunnugt um skemmd- ir af völdum vatnavaxta. Meðfylgj- andi eru myndir af þremur vatns- föllum á vestanverðu landinu. mm Vatnavextir talsverðir í úrhellisrigningu Laxfoss í Grímsá í Borgarfirði var fremur ófrýnilegur á að líta. Ljósm. Sveinbjörn Eyjólfsson. Geitá, ofan við Húsafell í Borgarfirði, er venjulega fremur sakleysisleg, en á miðvikudag er talið að vatnsmagnið hafi fimmfaldast og flæddi hún yfir bakka sína. Myndina tók Páll Jökull Pétursson og birtist hún fyrst á RUV.is Til gamans má geta þess að einn Borgfirðingur skrifaði við þessa mynd: „Það er engu líkara en að jöklarnir Ok og Langjökull, sem í gær voru gerðir að þjóðlendu, séu að flýja til sjávar. Guð hefur talað.“ Kirkjufellsfoss við Grundarfjörð var töluvert stærri en hann á að venjast. Ljósm. Tómas Freyr Kristjánsson. Á fundi sem Samtök ferðaþjónust- unnar (SAF) efndu til með fulltrú- um sjö stjórnmálaflokka í Norð- vesturkjördæmi síðastliðið fimmtu- dagskvöld kom fram að SAF áætla að ríkissjóður fái 445 milljarða króna í skatta og gjöld af erlend- um ferðamönnum á næstu fjór- um árum. Þessi áætlun byggir á spá um 13-20% fjölgun ferða- manna á ári á tímabilinu. Í ræðu Gríms Sæmundsen, formanns SAF, kom fram að miðað við þessa spá verði heildar gjaldeyristekjur af komu ferðamanna 2.700 milljarðar króna á næsta kjörtímabili. Grím- ur setti upphæðina í samhengi við að á þessu ári er áætlað að heildar landsframleiðsla Íslendinga verði 2.400 milljarðar króna. Á fundin- um bentu fulltrúar SAF á mikil- vægi þess að byggja upp nauðsyn- lega innviði til að mæta fjölgun ferðamanna og tryggja ávinning- inn af komu þeirra. Að öðrum kosti væri veruleg hætta á því að félags- leg þolmörk íbúa myndu bresta og álag á vinsæla ferðamannastaði fari úr böndunum. Með réttri fjárfest- ingu mætti bregðast við í tæka tíð til að tryggja ánægju gesta jafnt sem heimamanna og að ferðaþjónustan verði sjálfbær. Vegakerfið í lamasessi Á fundinum í Borgarnesi sátu full- trúar sjö stjórnmálaflokka fyr- ir svörum. Þetta voru þau Inga Björk Bjarnadóttir frá Samfylk- ingu, G. Valdimar Valdemars- son frá Bjartri framtíð, Gunnar Bragi Sveinsson frá Framsóknar- flokki, Bjarni Jónsson frá VG, Ei- ríkur Þór Theódórsson frá Píröt- um, Gylfi Ólafsson frá Viðreisn og Haraldur Benediktsson frá Sjálf- stæðisflokki. Svöruðu þau völdum spurningum sem til þeirra var beint af forystufólki SAF. Rætt var m.a. um helstu baráttu- og stefnumál flokkanna í ferðaþjónustu, sam- göngumál; vegabætur og flugsam- göngur, svo eitthvað sé nefnt. All- ir voru sammála um að bæta þurfi í vegagerð. Gunnar Bragi Sveinsson, eini ráðherrann í pallborði, viður- kenndi að ríkisstjórnin hefði ekki varið nægum peningum í uppbygg- ingu vegakerfisins. G. Valdimar frá Bjartri framtíð sagði það óvið- unandi að hið opinbera væri sífellt að safna upp skuld við vegakerf- ið. Sagði hann að samgöngufram- kvæmdir væru ekki þensluhvetj- andi og hægt væri að dreifa þeim um allt landið með skynsamlegum hætti. Haraldur Benediktsson al- þingismaður Sjálfstæðisflokksins sagði að fráfarandi ríkisstjórn hefði einsett sér að forgangsraða í þágu heilbrigðismála og almannatrygg- inga og væru rýrar fjárveitingar til vegamála ástæða þess. Benti hann á uppbyggingu sem byrjuð er í ljós- leiðaravæðingu dreifbýlisins og það væri ekki síður mikilvægt að hafa þau mál í lagi eins og vegina. Ei- ríkur Þór Pírati sagði ástand vega- kerfisins t.d. á sunnanverðum Vest- fjörðum svo bágborið að ekki væri hægt að mæla með ferðum um það svæði yfir vetrartímann. Inga Björk frá Samfylkingunni fagnaði því að hafin væri uppbygging veg- ar um Uxahryggi og að það myndi koma sér vel fyrir ferðaþjónustuna. Bjarni Jónsson hjá Vinstri grænum sagði að ríkisstjórnin hefði ítrekað svikið loforð í samgönguáætlun og peningar sem ættu að renna til upp- byggingar vega frá t.d. eldsneytis- sköttum hefðu hefðu ekki skilað sér í þau verkefni sem þeim væri ætlað að standa straum af. Svarta hagkerfið blettur á greininni Auk þessara mála var m.a. rætt um hið svarta hagkerfi sem ferðaþjón- ustan umfram aðrar atvinnugreinar er þekkt fyrir. Fram kom gagnrýni á að sparað hefði verið í skatteftir- liti og stór hluti íbúða sem leigðar væru út til ferðamanna tilheyrðu svörtu hagkerfi. Það væri ólíðandi, ekki síst út frá samkeppnissjónar- miðum og jafnræði í viðskiptalíf- inu. Komið að þolmörkum Fulltrúar úr stjórn SAF sögðu frá nokkrum tölulegum staðreyndum til að opna augu væntanlegra stjórn- málamanna okkar fyrir mikilvægi og stærð ferðaþjónustunnar. Þannig starfa nú hátt í 2000 íbúar við ferða- þjónustu í Norðvesturkjördæmi, eða um 15% allra starfa á svæðinu. Helmingur allra nýrra starfa sem skapast verða til við þessa nýju at- vinnugrein. Sagði Grímur Sæmund- sen að margir stæðu í þeirri trúa að á Vestfjörðum væri lífið einvörðungu fiskur. Þegar það væri skoðað nán- ar kæmi annað í ljós. Nefndi hann að á Ísafirði störfuðu 200 manns við ferðaþjónustu eða svipað marg- ir og starfa við fiskvinnslu. Á lands- vísu benti hann á að bílaleigur væru að skaffa um fimm milljarða króna í gjaldeyristekjur. „Ferðamenn eru gríðarlega mikilvægir íslenska þjóðarbúinu og má segja að ferða- þjónustan sé að skaffa okkur um 30 þúsund nýja skattgreiðendur á ári. Ferðaþjónustan er nú að skaffa um 10% af vergri landsframleiðslu og um 70 milljarðar eru að koma í beinar tekjur. Þannig eru erlendir ferðamenn mikilvægasti skattgreið- andinn hér á landi.“ Grímur sagði að nálgun stjórnvalda væri röng og stjórnmálamenn yrðu að hlúa bet- ur að ferðaþjónustu en þeir hafi gert. Fram kom að í atvinnuvega- ráðuneytinu er ekki nema hálft ann- að stöðugildi við ferðaþjónustu. Þannig væri ferðaþjónustan afskipt og væri uppbygging hennar nær sjálfbær. Nú væri hins vegar komið að því að stjórnvöld yrðu að leggja það sem til þarf í greinina. „Víða er komið að þolmörkum ferðamanna- staða og stjórnvöld hafa einfaldlega trassað innviðauppbyggingu,“ sagði Grímur. Þarf átta milljarða á ári Farið var á fundinum yfir hvað þurfi að gera til að mæta fjölgun ferðamanna með sómasamlegum hætti á komandi kjörtímabili. Úr- lausnarefnin kæmu fram í Vegvísi í ferðaþjónustu sem kom út á síð- asta ári. Samkvæmt því áætlar SAF að hið opinbera þurfi að verja um átta milljörðum króna á ári næstu fjögur árin, samtals 32 milljörð- um króna, í nauðsynlega uppbygg- ingu. Þessi upphæð er 7% af áætl- uðum tekjum ríkissjóðs af ferða- þjónustunni á tímabilinu. Þau verk- efni sem fyrir liggur að ráðast þurfi í snúa m.a. að bættri upplýsinga- gjöf, öryggi ferðamanna, áhættu- stýringu, náttúruvernd, uppbygg- ingu áfangastaða, salernisaðstöðu, stuðningi við menntun og raun- færnimat, dreifingu ferðamanna og lagabreytingum sem stuðla að skil- virkari stjórnsýslu fyrir ferðaþjón- ustuna. Það vakti athygli blaðamanns Skessuhorns, sem sat fundinn, að ekki var rætt um beina skattlagn- ingu ferðamanna til að flýta upp- byggingu innviða í ferðaþjónustu. Augljóst er að forsvarsmenn Sam- taka ferðaþjónustunnar eru ekki fylgjandi því að sú leið verði farin að leggja til dæmis á komuskatta, en það voru þeir sem réðu hvað stjórnmálamenn voru spurðir um á þessum fundi. Þó kom fram í um- ræðum á fundinum að gistinátt- agjald myndi aldrei skapa teljandi tekjur fyrir ríkið og bent á að slík skattlagning legðist þungt á ódýra tjaldgesti, en væri léttvæg fyrir dýra hótelgistingu. mm Skattar af ferðamönnum áætlaðir 445 milljarðar á næsta kjörtímabili Starfsmaður SAF myndar hér umræður á fundinum. Helga Árnadóttir fram- kvæmdastjóri SAF stýrði umræðum og fyrirspurnum. Um fjörutíu manns sátu fundinn í Borgarnesi og hlýddu á það sem forsvarsmenn ferðaþjónustunnar sögðu og hvernig fram- bjóðendur sjö flokka svöruðu fyrir sig.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.