Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 19.10.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 20162 Flokkur Fólksins, Framsóknarflokk- urinn, Íslenska þjóðfylkingin, Pírat- ar, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur- inn, Viðreisn og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Lágmarksfjöldi meðmæla vegna framboðs í Norðvesturkjördæmi eru 240 undirskriftir kosningabærra manna. Ef einhver skrifar undir með- mæli með fleiri en einum lista fellur undirskrift viðkomandi út alls staðar. Þá þarf að gæta þess að framboðslist- inn sjálfur sé gildur, til dæmis að allir sem hann skipa séu samþykkir því að vera í framboði. Að sögn Kristjáns G. Jóhannsson- ar, formanns yfirkjörstjórnar Norð- vesturkjördæmis, var á föstudag- inn farið yfir framboðslistana og öll gögn sem þeim fylgdu, undirskriftir og fleira til að ganga úr skugga um að allt væri lögum samkvæmt. kgk Margt er um að vera á Snæfellsnesi um þessar mundir. Menningarhátíðin Rökkur- dagar stendur nú sem hæst í Grundarfirði, en henni lýkur á laugardaginn. Föstudag- inn 21. október hefst síðan kvikmyndahá- tíðin Northern Wave í Frystiklefanum í Rifi og stendur til 23. október, eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni. Þá verða Norðurljósadagar í Stykkishólmi, með tón- leikum, ljósmyndasýningu og fleiru dag- ana 20.-23. október næstkomandi. Sunnan hvassviðri eða stormur og rign- ing í fyrramálið, fimmtudagsmorgun en hægari og úrkomulítið á Norðaustur- landi. Dregur úr bæði vindi og úrkomu þegar líður á daginn, sunnan 8-15 m/s og skúrir um kvöldið, en léttskýjað norðaust- an til. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast norðaustan- lands. Á föstudag, laugardag og sunnu- dag spáir suðaustan 8-13 m/s og rign- ingu, en þurrt að kalla á Norðurlandi. Hiti 7-13 stig, hlýjast fyrir norðan. Suðvestlæg átt og smáskúrir Vestanlands á mánudag, en bjartviðri austanlands. Áfram fremur milt í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Ert þú búin(n) að ákveða hvað þú ætlar að kjósa?“ Ríflega helmingur svarenda, eða 55% sögðu „Já, er alveg viss“. Næstflestir voru alveg á öndverðum meiði, því 24% svör- uðu „Nei, er alveg óákveðin(n)“. „Nei, en tveir til þrír flokkar koma til greina“ sögðu 16%, „kýs ekki“ sögðu 3% og 2% hafa ekki kosningarétt. Í næstu viku er spurt: „Hvernig verð þú frítíma þínum?“ Þrír piltar af Vesturlandi, þeir Guðmundur Kári Þorgrímsson, Helgi Laxdal Aðalgeirs- son og Logi Örn Axel Ingvarsson kepptu í liðinni viku með blandaðri sveit íslenskra ungmenna í á Evrópumótinu í hópfim- leikum. Náði sveitin þriðja sætinu sem er glæsilegur árangur. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Skora á bæjaryfir- völd að auka niðurgreiðslur AKRANES: Valgerði Janusar- dóttur sviðsstjóra skóla- og frí- stundasviðs hjá Akraneskaupstað var í vikunni færður færðu und- irskriftalisti, þar sem hópur Ak- urnesinga skorar á stjórnendur sveitarfélagsins að auka niður- greiðslur vegna barna hjá dag- foreldrum og rýmka reglur um aldur þeirra við innritun í leik- skóla. Í áskoruninni var meðal annars bent á að niðurgreiðslan hjá Akraneskaupstað væri tölu- vert lægri en í flestum bæjar- félögum á landinu. Listinn sam- anstóð af 344 rafrænum und- irskriftum auk nokkurra skrif- legra. Það voru Birna Björk Sig- urgeirsdóttir og Margrét Egils- dóttir stóðu fyrir undirskrift- asöfnuninni og afhentu Valgerði listann. Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra var einnig afhent af- rit af gögnunum. Í samtali við Skessuhorn segir Margrét að þær Birna Björk hafi fengið góð- ar móttökur hjá Akraneskaup- stað. „Tekið var vel á móti okk- ur og hlustað á okkar mál. Málið er nú í höndum bæjarins og von- andi sjáum við einhverjar breyt- ingar á næstu misserum. En við höfum gert það sem við get- um og nú er komið að þeim,“ segir Margrét. Á myndinn er Birna Björk að afhenda Valgerði Janusardóttur undirskriftarlist- ann. Með á myndinni er sonur Birnu Bjarkar. -grþ Urð og grjót átti eina boðið DALABYGGÐ: Nýverið voru opnuð hjá Vegagerðinni tilboð í dýpkun smábátahafnarinnar á Skarðsstöð í Dölum. Dýpka á höfnina um tvo metra og gert ráð fyrir að fjarlægja þurfi 240 rúmmetra efnis. Koma á fyr- ir um 1200 rúmmetra fyllingu og grjótvörn við steinbryggj- una. Verkinu skal lokið fyrir 1. desember nk. Eitt tilboð barst í verkið og var það frá Urð og grjóti ehf. í Reykjavík að upphæð 14 milljónir króna. Það var um 86% af áætluðum framkvæmda- kostnaði sem var 16,3 milljónir. -mm Lítið atvinnuleysi LANDIÐ: Í september var skráð atvinnuleysi í landinu 1,9%. Er þetta í fyrsta skipti síðan fyr- ir gjaldþrot bankanna í október 2008 sem hlutfall fólks án at- vinnu er þetta lágt. Að meðaltali voru 3.286 skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun í septem- ber og fækkaði um 267 að með- altali frá því í ágúst, en þá var at- vinnuleysið 2,0%. -mm Matvælastofnun gaf það út í síðustu viku með formlegum hætti að orsök óútskýrðs sauðfjárdauða vorið 2015 hafi mátt rekja til næringarskorts. Að mati stofnunarinnar má rekja næringarskortinn til margra sam- verkandi þátta en fyrst og fremst til lélegra heyja vegna vætutíðar sum- arið 2014 og til mikils kulda vetur- inn eftir. Féð fékk nóg hey en það var illmeltanlegt og næringarsnautt. Afleiðingarnar voru þær að féð fékk ekki nægjanlega orku til að viðhalda starfsemi líkamans, framleiða hita og öll umframorka fór í vöxt fóstra,“ segir í tilkynningu sem Matvæla- stofnun sendi út í liðinni viku. Þessi niðurstaða ýtir undir mikilvægi þess að bændur þekki vel innihald fóðurs sem búfénaði er gefið sem og melt- anleika þess. Að þeir taki heysýni, láti mæla þau og reikna út fóðurgjöf miðað við orkuþörf og aðra mikil- væga áhrifaþætti. Þá segir í tilkynningu MAST að haustið 2015 hafi rannsóknarnið- urstöður hvorki bent til smitsjúk- dóms né áhrifa frá eldgosinu í Holu- hrauni. Á þeim tíma hafði Matvæla- stofnun þó fyrirvara á fyrrnefndu áliti sínu þar sem ekki var hægt að útiloka aðrar undirliggjandi orsakir með óyggjandi hætti og óskaði því eftir opinberu fjármagni til áfram- haldandi rannsókna. Ekki fékkst fjármagn til að halda rannsókninni áfram. Matvælastofnun hélt hins veg- ar áfram að safna upplýsingum frá bændum um afdrif, heimtur og ástand fjárins að lokinni smölun sumarið og haustið 2015. Ekki var vart við óeðlileg afföll yfir sumar- mánuðina 2015, féð virtist almennt skila sér vel af fjalli og í góðu ásig- komulagi. Skýrsluhald sauðfjár- bænda studdi við það. Árið 2014 var meðalfjöldi lamba til nytja 1,66 en árið 2015 var hann 1,63. Árið 2014 var 519.568 lömbum slátrað og meðalfallþunginn var 16,6 kg. Árið 2015 var hinsvegar töluvert færri lömbum slátrað eða 504.844 en einungis 0,1 kg munaði á fallþunga milli ára, sem var 16,5 kg. Matvæla- stofnun fylgdi málinu eftir með því að hafa samband við bændur sem urðu fyrir miklum afföllum og fylgj- ast með gangi mála hjá þeim. Á málþingi Landbúnaðarháskól- ans 3. mars sl. um sauðfjárdauð- ann með vísindamönnum skólans, ráðunautum, starfandi dýralæknum og sérfræðingum Matvælastofnun- ar var tekið undir niðurstöðu Mat- vælastofnunar. Að öllu samanlögðu er hafið yfir skynsamlegan vafa að orskök sauðfjárdauðans 2015 var næringarskortur sem kom fyrst og fremst til vegna lélegra heyja frá sumrinu áður. Matvælastofnun birti þetta álit sitt í nóvember 2015 og áréttaði það í starfsskýrslu sinni 2015. mm Næringarskortur olli sauðfjárdauðanum vorið 2015 Tíu stjórnmálaflokkar skiluðu inn framboðslistum í Norðvesturkjör- dæmi, en frestur til að skila inn fram- boði vegna alþingiskosninga 29. október næstkomandi rann út á há- degi á föstudaginn. Framboðin sem skiluðu inn listum og hyggjast bjóða fram í Norðvesturkjördæmi eru, í stafrófsröð: Björt Framtíð, Dögun, Tíu flokkar skiluðu inn framboðslistum í Norðvesturkjördæmi Gengið verður til kosninga til Alþingis laugardaginn 29. október. Verður það í annað skipti á árinu sem Íslendingar ganga til kosninga, því í vor var kjörinn nýr forseti. Hér má sjá Eðvarð Jón Sveinsson í Borgarnesi skila inn sínu atkvæði í forsetakosningunum fyrr á þessu ári. Á aðalfundi Landssambands smá- báteigenda í síðustu viku var Axel Helgason kosinn nýr formaður félagsins. Kosið var á milli hans og Þórðar Birgissonar. Axel hef- ur vakið verðskuldaða athygli fyrir bát sinn Sunnu Rós SH-123, sem hann kom fyrir í búnaði til makríl- og grásleppuveiða. Á Sjávarútvegs- sýningunni 2016 hlaut hann verð- laun sem trillukarl ársins, en athygli hefur vakið að Axel rær einn á báti sínum. Við hönnun makrílbúnaðar í bátinn lagði Axel áhersla á öryggi, afköst og léttan búnað. Á síðustu vertíð var Sunna Rós SH aflahæsti makrílveiðibáturinn. mm Axel kosinn formaður Félags smábátaeigenda Sunna Rós SH-123 hefur vakið athygli fyrir nýstárlegan búnað til makrílveiða. Axel réri frá Keflavík í september, samkvæmt vef Fiskistofu. Eliza Reid forsetafrú afhenti Axel verðlaun á Sjávarútvegssýningunni sem fram fór í síðsta mánuði. Axel var kjörinn trillukarl ársins. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.