Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2016, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 19.10.2016, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2016 19 Aðalfundarboð Aðalfundur Landsbyggðin lifi – LBL verður haldinn laugardaginn 22. október 2016 klukkan 13:00 á Laxárbakka, hótel og veitingastað í Hvalfjarðarsveit. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. . -------- Eftir aðalfundinn verður Björn Birkisson bóndi með erindið: Búvörusamningar - tilgangur og staða. Umræður. Allir velkomnir, bæði á aðalfundinn og umræðuna! Stjórn LBL. Landsbyggðin lifi - LBL, er hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt. Samtökin eru regnhlífarsamtök félaga og einstaklinga sem áhuga hafa á landsbyggðamálum. SK ES SU H O R N 2 01 6 Auglýsing um kjörskrá Kjörskrá Borgarbyggðar vegna alþingiskosninga sem fram fara 29. október 2016 liggur frammi á afgreiðslutíma skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, frá og með 19. október til kjördags. Skrifstofa Borgarbyggðar SK ES SU H O R N 2 01 6 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Sveitarfélagið Stavanger í Nor- egi hefur verið dæmt til að greiða 37 ára gamalli konu 1.260 þús- und norskar krónur í miskabætur vegna skefjalauss eineltis sem kon- an varð fyrir nær alla sína barna- og framhaldsskólagöngu. Samkvæmt dómnum var eineltið sem hún varð fyrir viðvarandi daglega frá því hún gekk í þriðja bekk. Í kjölfar eineltis- ins þykir sannað að rekja megi við- varandi kvíðaköst og andlega van- líðan til þeirrar meðhöndlunar sem hún fékk í skólunum og afskipta- leysis starfsfólks skólanna. Þótti sannað að aðgerðir skólayfirvalda í Stavanger til að uppræta eineltið hafi verið ómarkvissar og því ekki komið að gagni. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að starfsfólk skólanna hefðu átt að einblína á lausn málsins með því að vinna með gerendum; börnunum sjálfum og foreldrum þeirra, og ef til vill að aðskilja gerendur og þolandann í málinu. Sveitarfélagið reyndi að fá dóminn til að viðurkenna að mál- ið væri fyrnt, en á það var ekki fall- ist. Konunni voru því dæmdar bæt- ur, um 1260.000 nkr eða 17,6 millj- ónir ISK auk málskosnaðar. Dómur þessi þykir fordæmisgef- andi í Noregi og hefur uppkvaðn- ing hans vakið mikla athygli. mm Norskt sveitarfélag dæmt til að greiða eineltisbætur Ráðhúsið í miðborg Stavanger í Noregi. Ljósm. NRK. Það var mikið líf og fjör á öllum þremur starfsstöðvum Grunn- skóla Snæfellsbæjar í síðustu viku. Þá voru þemadagar þar sem fjöl- menning var í sviðsljósinu. Af- rakstur þeirrar vinnu mátti svo sjá að mestu leyti á Fjölmenningarhá- tíðinni í Frystiklefanum síðastlið- inn laugardag. Í grunnskólanum eru nemendur sem eiga rætur í öllum heimsálf- unum og auk íslenskra einstaklinga eru nemendur sem eiga rætur í 13 þjóðlöndum: Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Englandi, Póllandi, Ítalíu, Litháen, Bosníu, Rússlandi, Rúmeníu, Indlandi, Filippseyj- um og Kína. Á starfsstöðunum í Ólafsvík og á Hellissandi var nem- endum skipt í hópa og unnu þeir fjölbreytt og skapandi verkefni sem tengjast löndunum. Til dæm- is var búið til púsl úr þjóðfánum þeirra landa sem tengjast nem- endum þar. Löndin voru teikn- uð upp og ýmist máluð eða bún- ar til klippimyndir. Skoðaður var íbúafjöldi, höfuðborgir og myntir. Teiknaðir upp og litaðir þjóðbún- ingar, rætt um þjóðlög og þjóð- sögur og hin ýmsu sérkenni þjóð- anna, skoðaðir og perlaðir lands- liðsbúningar landanna og margt fleira. Einnig var unnið með þjóð- arblóm landanna, útlit vegabréfa, leturgerð, matargerð og margt fleira. Í lokin fóru nemendur á Hellissandi svo í spurningakeppni þar sem reyndi á hvað þau hefðu lært. Greinilegt var að krakkarnir voru vel að sér í ýmsu sem tengd- ist löndunum. Nemendur á starfs- stöðinni á Lýsuhóli unni verkefni með öðru sniði og nálguðust fjöl- menninguna á skemmtilegan hátt. Þau unnu með þjóðlönd þeirra gesta sem höfðu skrifað nafn sitt í gestabókina í Salthúsinu á Malar- rifi og þjóðerni starfsfólks í ferða- þjónustu fyrirtækja á sunnanverðu Snæfellsnesi. þa Fjölmenning til umfjöllunar á þemadögum í grunnskólanum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.