Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2016, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 19.10.2016, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 201624 Viðurkenningin Ljósberi var af- hent á Sauðamessu sem fram fór í Borgarnesi 1. október sl. Við- urkenningin er afhent þeim fyr- irtækjum og stofnunum í Borg- arbyggð sem veita einstakling- um með fötlun atvinnu. Að þessu sinni fengu Leikskólinn Kletta- borg, Leikskólinn Ugluklett- ur, Grunnskólinn í Borgarnesi, Safnahúsið, Hjúkrunarheimil- ið Brákarhlíð og N1 viðurkenn- inguna fyrir að veita störf allt árið og Golfklúbbur Borgarness fyrir að veita ungmennum með fötlun sumarstörf. „Það er okkur öllum mikilvægt að eiga vinnufélaga, gegna áhuga- verðu starfi og vera virk. Velferð- arnefnd Borgarbyggðar stendur fyrir því að þessi viðurkenning sé veitt. Nefndin þakkar þeim fyrir- tækjum og stofnunum sem veita einstaklingum með fötlun atvinnu og vonar að enn fleiri sjái sér fært að feta sömu braut. Við getum öll gert gagn, allir eru góðir í ein- hverju og saman myndum við sterka heild til að auðga og styrkja atvinnumarkaðinn í Borgar- byggð,“ segir Hulda Hrönn Sig- urðardóttir formaður velferðar- nefndar í samtali við Skessuhorn. mm Viðurkenningin Ljósberi var afhent á Sauðamessu í Skallagrímsgarði. Sex fyrirtæki fengu Ljósberann 2016 Pennagrein Að gefnu tilefni og vegna ýmisa yfirlýsinga, er rétt að gera nokkra grein fyrir Borgarlandi ehf sem og eignarhaldi á félaginu og hug- mynda um uppbyggingu á lóðinni Borgarbraut 59 í Borgarnesi. Borgarland ehf. var stofnað árið 2000 til þess að byggja og reka Hyrnutorg. Félagið var stofnað af Kaupfélagi Borgfirðinga, Olíu- félaginu hf, sem síðar varð Ker hf og Samvinnulífeyrissjóðnum. Síð- ar keypti Sparisjóður Mýrasýslu og Vesturland fjárfestingarfélag hluti upprunlegra stofenda annarra en KB. Eftir bankahrunið 2008 var félagið síðan endurskipulag og þá var hlutafé upprunalegra eigenda afskrifað, en KB og samstarfs- fyrirtæki og nokkrir eintaklingar keyptu nýtt hlutafé. Þetta var gert vegna samninga við Arionbanka hf um fjárhagslega endurskipulagn- ingu. Frá upphafi hefur KB því verið einn eiganda en ekki eini eigandi fyrr en í desember sl. þegar keyptir voru hlutir annarra. Frá upphafi hefur verið hlut- hafasamkomulag um rekstur- inn, stjórnarmenn komið frá öll- um hluthöfum. Þannig hefur KB lagt til einn stjórnarmann en aðr- ir hluthafar tvo. KB hefur séð um daglegan rekstur skv. hluthafasam- komulaginu en ekki ráðið félaginu að öðru leyti. Allt tal um baktjaldamakk og brask stjórnar KB með félagið er vísað á bug, enda hefur verið gerð grein fyrir rekstri þess á deildar- fundum og aðalfundum KB frá upphafi, og því hefur rekstur Borgarlands verið opinn, fyrir þá félagsmenn KB sem mæta á deild- arfundi og aðalfundi. Borgarbraut 59, skipulag og hugmyndir Borgarlands um upp- byggingu þar Borgarland ehf keypti þann 9. september 2003 af Ker hf., Borg- arbraut 59 í Borgarnesi, fasteignir, verslunar- og skrifstofuhúsnæði, smurstöð og þvottaplan. Skilyrt var í kaupunum að seljandi kostaði rif á öllum mannvirkjum á hinni seldu lóð. Kaupverðið var 25 millj- ónir króna. Í framhaldinu var sam- ið við Helga Hjálmarsson arkitekt hjá Teiknistofunni Óðinstorgi um að koma með hugmyndir að upp- byggingu á lóðinni. Helgi gerði gott betur, kom með hugmynd- ir að skipulagi og uppbyggingu á lóðunum Borgarbraut 55-59 sem hann kallaði „Borgarnes Miðbær“. Hugmyndir þessar voru kynnt- ar sveitastjórn og á opnum kynn- ingarfundi árið 2004. Niðurstað- an var sú að ekki var neinn áhugi á þessari leið hjá sveitastjórn og því síður hjá íbúum í nágrenninu og voru þær því lagðar til hliðar án frekari úrvinnslu. Í framhaldinu var Helga falið að teikna íbúðarblokk á lóðina að Borgarbraut 59. Á sama tíma mun Richard Briem hafa unnið deili- skipulag að lóðinni, sem að undan- genginni lögformlegri málsmeð- ferð var samþykkt af bæjarstjórn Borgarbyggðar þann 9. mars 2006, en samkvæmt tillögunni var heim- ilt að byggja 6 hæða fjölbýlishús með allt að 30 íbúðum auk bíla- geymslu á lóðinni. Skipulagsstofnun mun hafa gert athugasemdir við þetta þó löglegt hafi verið og varð niðurstaðan því sú að á fundi Bæjarráðs Borgar- byggðar þann 4. maí 2006 var tek- in ákvörðun um að láta vinna nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar 55, 57 og 59. Þessi ákvörðun þýddi fyrir Borg- arland ehf að það mundi dragast úr hömlum að hægt væri að byrja að byggja á lóðinni Borgarbraut 59, og með hliðsjón af því þá skrifaði lögmaður félagsins Borgarbyggð þann 16. maí 2006 og krafðist þess fyrir hönd félagsins að það stæði að Borgarbraut 59, yrði deiliskipu- lögð fyrir eitt fjölbýlishús. Niður- staða Borgarlands ehf var sú að send var inn umsókn um leyfi til byggingar fjölbýlishúss þann 3. október 2006. Er skemmst frá því að segja að erindi Borgarlands var ekki afgreitt á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 10. októ- ber 2006 heldur frestað. Sam- þykkti nefndin að fara í nýja deili- skipulagsvinnu við Borgarbraut 55-57-59. Sjá: http://www.borg- arbyggd.is/stjornsysla/fundager- dir/0/8416/ Í framhaldinu fóru fram fundir milli fulltrúa Borgarbyggðar og fulltrúa Borgarlands ehf. Á fundi 19. okótber 2006 fóru fulltrúar Borgarbyggðar fram á að bætt yrði við á jarðhæð í fyrirhuguðu húsi og eða að henni yrði breitt þann- ig að koma mætti fyrir og byggt þjónusturými 800 til 1.200m2. Eftir nokkurt þref í einhverja mánuði varð það niðurstaða stjórnar og framkvæmdastjóra Borgarlands ehf að hætta við verk- efnið og leita eftir kaupendum að lóðinni Borgarbraut 59 og þeirri vinnu sem unnin hafði verið af Helga Hjálmarssyni arkitekt. Því gekk Borgarland ehf ekki eftir því að umsókn félagsins um bygging- arleyfi á fjölbýlishúsi að Borgar- braut 59 yrði afgreidd. Þreifað var á nokkrum aðilum um áhuga á kaupum og voru verð- hugmyndir Sólfells ehf. þær hæstu. Það varð því niðurstaðan að Sól- felli ehf var selt verkefnið með við- eigandi lóðaréttindum þann 9. maí 2007 fyrir 73.050.000 kr. Það skal fúslega viðurkennt að salan hafði ekkert með kristilegan kærleik að gera, heldur var þetta viðskipta- gjörningur sem báðir voru ánægð- ir með á þeim tíma. Hitt er að deiliskipulag það sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 8. mars 2007 er og verð- ur á ábyrgð bæjarstjórnar en ekki Borgarlands ehf. Því síður er hægt að halda því fram að núverandi byggingar sem unnið er að á þess- um lóðum séu í samræmi við hug- myndir eða kröfur Borgarlands ehf um byggingarmagn og fyrirkomu- lag. Borgarland ehf hefur frá stofn- un unnið að nokkrum verkefnum. Sum hafa gengið eftir, sum hafa ekki orðið að veruleika og sumum hefur verið frestað vegna ytri að- stæðna. Leyndin yfir öllum verk- efnum sem Borgarland ehf. hef- ur unnið að í Borgarnesi er ekki meiri en svo að þau voru öll kynnt, í myndum og máli, á atvinnuvega- sýningu Rotary í Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir nokkrum árum. Þessi verkefni eru því „opinbert leyndarmál“. Og þá um framhaldið Borgarbyggð gerði þann 30. apríl 2014 samning við Gest ehf, fé- lag í eigu valinkunnra Sjálfstæðis- manna, um kaup á lóðum og bygg- ingum á Borgarbraut 57-59. Kaup- verðið var samkvæmt samningi 41 milljón króna. Að auki var sam- ið um rif á húsum og skyldi selj- andi fá 8 milljónir króna fyrir það verkefni, en Borgarbyggð greiða urðunarkostnað. Samningur þessi var mjög hagstæður, a.m.k. fyr- ir seljanda. Samkvæmt ársreikn- ingi Gests ehf. fyrir árið 2014 bls. 7, sjóðstreymisyfirlit, þá var sölu- hagnaður af lóðinni 17 milljónir króna. Þá var samið við Borgarverk ehf. um frágang á lóðinni og var sá við- bótarkostnaður 4 milljónir króna. Þessu til viðbótar var síðan smá- vægilegur annar kostnaður og urð- unarkostnaður sem ekki er tekinn með í þessu dæmi. Skv. upplýsingum fjármála- stjóra Borgarbyggðar þann 6. maí sl. var kaupverðið og annar kostn- aður við þessa hreinsun lóðanna greiddur af veltufé sveitafélags- ins. En þar sem sveitafélagið var á þessum tíma rekið á 100 milljóna króna yfirdrætti þá voru viðskipt- in raunverulega fjármögnuð með dýrasta lánsfé sem völ er á. Ef tek- ið er saman kaupverðið, kostnaður við rif og frágang, líklegur vaxta- kostnaður af yfirdrætti og tekjutap þar sem sveitarsjóður tapaði með þessu fasteignagjaldatekjum þá má áætla að lóðin hafi á vordögum 2016 verið búin að kosta Borgar- byggð u.þ.b. 60 milljónir króna. Samkvæmt samningi Borgar- byggðar við Hús og Lóðir ehf þann 26. apríl sl. var þessum lóð- um úthlutað til félagsins án end- urgjalds. Einnig var samið um að Hús og Lóðir ehf. fengju 10% af- slátt af gatnagerðagjöldum, loforð um kaup Borgarbyggðar á tveim- ur íbúðum og vilyrði fyrir því að Borgarbyggð leigði hluta af þjóðn- usturými bygginganna. Svo virðist sem Hús og Lóðir ehf. hafi líka fengið að ráða deili- skipulagi svæðisins, en samþykkt byggingarmagn á svæðinu var óhóflegt, enda mótmæltu 194 íbú- ar og fyrirtæki gerðu athugasemdir við það. Þrátt fyrir að deiliskipulagið væri í kærumeðferð hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þá var gefið út byggingarleyfi þann 16. september sl. Í fundargerð kemur vel fram að þær athugasemdir sem lágu til grundvallar kæru Borgar- lands ehf á deiliskipulaginu áttu við rök að styjðast en þar segir: „Miðað við ákvæði deiliskipulags svæðisins verður ekki hægt að upp- fylla ákvæði þess um fjölda bíla- stæða á lóðum Borgarbraut 57-59 að fullu. Unnið verður að því að uppfylla ákvæði deiliskipulagsins um tilgreindan fjölda bílastæða sem verði lokið áður en starfsemi og notkun mannvirkja Borgar- braut 57-59 hefst“. Þetta er niðurstaðan þrátt fyr- ir að bílastæði við Borgarbraut 55 hafi verið talin með bílastæðum fyrir Borgarbraut 57-59, en bygg- ingum og starfsemi á Borgarbraut 55 sleppt í útreikningum á bíla- stæðisþörf. Með þessum bókunum og hagræðingu á tölum staðfesta sviðstjóri umhverfis- og skipulags- svið og skipulags- og byggingar- fulltrúi það sem Borgarland ehf hefur haldið fram, mikill skortur er á bílastæðum á lóðunum Borg- arbraut 57 og 59 sé miðað við áformað byggingarmagn. Þann 23. september 2016 kom síðan úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem felldi deildiskipulagið niður. Í stað þess að stöðva framkvæmdir, eins og Borgarbyggð bar að gera, þá er gefið út nýtt byggingarleyfi. Í stað þess að aðlaga deiliskipulag Borgar- braut 55-57 að aðalskipulagi Borg- arbyggðar þá er samþykkt á fundi Umhverfis,- skipulags- og landbún- aðarnefndar þann 5. október að hafa endaskipti á hlutunum og breyta að- alskipulagi Borgarbyggðar þannig að það samræmist ógildu og ólög- legu deiliskipulag. Þessa samþykkt staðfesti síðan Bæjarstjórn Borgar- byggðar á fundi sínum þann 13. október. Á meðan er verktakanum heimilað að halda áfram byggingu á svæðinu á grundvelli gamals deili- skipulags og nýrra teikninga sem taka mið af því. Með þessu fer bæj- arstjórn á svig við úrskurðinn og á svig við eðlilegt verklag. Af þessu má ráða að Hús og Lóðir ehf. hafa notið einstakrar og óvenjulega hagstæðrar pólitískrar fyrirgreiðslu af hálfu bæjarstjórn- ar Borgarbyggðar. Fengið dýra lóð fyrir ekkert, fengið afslátt af gatna- gerðagjöldum, fengið vilyrði fyrir sölu á íbúðum, fengið að ráða deili- skipulagi svæðisins sér til hagsbótar, á kostnað fyrirtækja og íbúa á nær- liggjandi svæðum. Borgarnesi, 16. október 2016. Guðsteinn Einarsson. Af kristilegri uppljómun og viðskiptum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.