Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 09.11.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 45. tbl. 19. árg. 9. nóvember 2016 - kr. 750 í lausasölu ��.��� kr. lántökugjald og ekkert gjald við fyrstu kaup. Skoðaðu hvaða kostir henta þér best með reiknivélinni á arionbanki.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 6- 30 65 Lægri kostnaður við íbúðakaup Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? 20% afsláttur Verkir í liðum? Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Opnunartími: Mán-föst. 08:00 - 18:00 Laugardaga 10:00 - 14:00 Sunnudaga 12:00 - 14:00 Innnesvegur 1, 300 Akranes Sími: 431-2019 Heilbrigðisstofnun Vesturlands barst í gær höfðingleg gjöf frá tveimur Oddfellowreglum á Akranesi sem halda upp á afmæli sín um þessar mundir. Færðu þær fæðinga- og kvennadeild HVE nýtt ómskoðunartæki, að verðmæti tæpar sex milljónir króna. Á meðfylgjandi mynd er Ásthildur Gestsdóttir ljósmóðir að æfa sig að nota nýja tækið. Móðirin á bekknum er Heiður Dögg Reynisdóttir sem á von á sínu öðru barni í mars. Að sögn Ásthildar stefnir í að fjöldi fæðinga á HVE verði með meira móti á þessu ári, eða um 300. Það mun þó varla toppa metárið 2010. Ásthildur segir nýja tækið afar kærkomið fyrir starfsemina en það leysir af hólmi ómtæki sem komið er til ára sinna og er auk þess mun dýrara í rekstri. Sjá nánar um gjöf Odfellow á bls. 6. Ljósm. mm Heimamenn á bænum Örnólfsdal í Þverárhlíð urðu vitni að óvenju- legu háttarlagi rjúpnaskytta síðast- liðinn sunnudag. Kristinn Egils- son, faðir Egils bónda, hafði tek- ið eftir því að styggð var komin að fénu inni við afréttargirðingu. „Ég keyrði þarna inneftir og fór að at- huga málið og sá að kindurnar voru farnar að haga sér eitthvað óvenju- lega eins og styggð væri komin að þeim. Þá sá ég mann koma gang- andi út úr kjarrinu. Ég gaf mig á tal við hann og spurði hvað hann hefði verið að gera. Sá sagðist hafa verið að reka rjúpur úr Örnólfs- dalslandi og innfyrir afréttargirð- ingu til að félagi hans gæti skot- ið þær þar. Hann vantaði víst eina rjúpu til að fá nóg í jólamatinn,“ tjáði hann mér. „Maðurinn sagði mér jafnframt að nú væri búið að skilgreina Tvídægru sem þjóð- lendu og þar mætti því skjóta,“ hefur Kristinn eftir rekstrarmann- inum. Innaf Örnólfsdalslandi er neðsti hluti þess svæðis sem nefnist Tví- dægra, en í nýföllnum úrskurði um þjóðlendur var landið skilgreind þjóðlenda og er nú í eigu íslenska ríkisins. „Ég ætlaði nú fyrst varla að trúa manninum, hafði aldrei heyrt annað eins. Að menn gangi svo langt að reka rjúpur úr heima- löndum til þess að geta skotið þær í aðliggjandi þjóðlendu er örugg- lega einhvers konar met. Vonandi gefur það ekki tóninn fyrir hátt- arlag annarra rjúpnaskytta,“ sagði Kristinn Egilsson í samtali við Skessuhorn. Því má við þetta bæta að mennirnir náðu að skjóta þrjár af rjúpunum sem reknar höfðu verið úr kjarrinu í Örnólfsdal. mm/ Ljósm. ni.is Smöluðu rjúpum til að skjóta þær í þjóðlendunni Októbermánuður var sérlega hlýr og víða á landinu sá hlýjasti síðan mæl- ingar hófust. Í samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings segir að tíð- in í október hafi verið mjög hagstæð um mestallt land, en rigningar þóttu ganga úr hófi sums staðar á Suður- og Vesturlandi. Á nokkrum stöðvum var þetta úrkomusamasti októbermán- uður sem vitað er um. Mánuðurinn var alveg frostlaus víða við strendur landsins og telst það einnig óvenju- legt. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 7,9 stig í október, sá hæsti nokkru sinni í október. Eins og kunnugt er hafa mælingar á veðri staðið lengst yfir í Stykkishólmi og ná allt aftur til ársins 1846. Úrkoma var óvenjumikil um landið sunnan- og vestanvert og á allmörg- um stöðvum meiri en áður er vitað um í októbermánuði. Aftur á móti var hún í minna lagi víða norðaustan- og austanlands og á nokkrum stöðvum sú minnsta sem um er getið í október. Úrkoma í Stykkshólmi mældist 161,4 mm og hefur ekki verið meiri í októ- ber síðan 2007. mm Októbermánuður sá hlýjasti frá upphafi Falleg haustmynd tekin 14. október yfir höfnina í Stykkishólmi. Ljósm. Dagbjört Höskuldsdóttir. Síldveiðin hefur verið fremur treg að undanförnu. Skip HB Granda; Vík- ingur AK og Venus NS, hafa verið við leit og veiðar síðustu daga. Um helgina komu skipin með 800 og 940 tonna afla til vinnslu á Vopna- firði. Gunnlaugur Jónsson, skipstjóri á Venusi, sagði á vef fyrirtækisins um helgina að veiðarnar hefðu verið fremur daprar. Þeir hafi leitað djúpt út af Reykjanesi, en ekki fundið að- algönguna enn sem komið væri. Bót væri í máli að síldin sem þó hafi veiðst sé bæði mjög stór og falleg en með- alvigtin var 320-340 grömm. Gunn- laugur sagði að enn hefði íslenska sumargotssíldin ekki gert vart við sig í nægilegu magni. mm Treg veiði en síldin er stór

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.