Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 09.11.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016 15 MS Búðardal – nám í mjólkuriðn MS Búðardal óskar eftir áhugasömum aðila á námssamning sem nemi í mjólkuriðn. Nám í mjólkuriðn er 3ja ára iðnnám og fer bóklegur hluti þess fram í Danmörku. Æskilegt er að viðkomandi aðili sé búsettur í Dalabyggð eða hafi áhuga á búsetu þar. Störf í mjólkuriðn henta báðum kynjum. Allar nánari upplýsingar veita Lúðvík Hermannsson, ludvikh@ms.is og Elísabet Svansdóttir, elisabets@ms.is Hjá MS starfa rúmlega 450 starfsmenn á fimm starfsstöðvum á landinu þ.e. Reykjavík, Búðardal, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Mjólkursamsalan leggur áherslu á fjölbreytta samsetningu starfsfólks hvort sem um er að ræða þjóðerni, kynferði, menntun, reynslu og aldur. MS Búðardal framleiðir m.a. Dala-Feta og Dalaosta – gott handbragð úr Dölunum. SK ES SU H O R N 2 01 6 Þekking Gæði Þjónusta Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - sími 5113388 Sjö listakonur úr Borg- arbyggð taka höndum saman og halda sölu- sýningu á listverkum og handverki í samstarfi við Brugghúsið í Steðja í Borgarfirði. Sýningin verður opin helgina 19. og 20. nóvember klukkan 12:00-17:00 báða dagana og verður í brugghúsinu. Boðið verður upp á léttar veitingar. Listamennirnir sem verða með verk á staðn- um eru Cristina Co- tofana, Josefína Mor- ell, Kara Jóhannesdótt- ir, Kristrún Snorradótt- ir, Michelle Bird, Signý Óskarsdóttir og Stein- unn Steinarsdóttir. mm List og handverk í brugghúsi Síðastliðinn þriðjudag gekkst Bókasafn Akraness fyrir fjölskyldu- söngstund á safninu. Þá komu börn og foreldrar saman, áttu notalega stund og sungu saman ýmis lög sem flestir könnuðust við. Yngri hóp- ur Skólakórs Grundaskóla leiddi sönginn undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur. ki Söngstund á bókasafninu Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri sagði nýlega frá því í færslu á heima- síðu Landbúnaðarsafnsins að hann hafi um hríð verið að draga saman föng til þjóðfræði heyskapar á tuttug- ustu öld. Er hann m.a. inspíreraður af eftirbreytniverðum verkum Þórðar í Skógum sem unnið hefur að öllum hinum öldunum. Nú kveðst Bjarni verða komin með það sem hann kall- ar önnur drög að bókverki sem hefur vinnuheitið Frá reipum til rúllubagga. „Hvort það verður einhvern tímann eitthvað mega Guð og Lukkan ráða. Engu skal lofað,“ skrifar Bjarni. Hann kveðst jafnan hafa góða reynslu af því að leita til alþýðufólks víða um land með heimildir, texta, myndir, dauða hluti, minjar í lands- lagi, eða bara ábendingar um forvitni- leg efni. Því ritaði hann klausuna. Hann kveðst þiggja allt sem varpað gæti ljósi á það hvernig heyskapur og heyverkun á Íslandi hafi breyst á 20. öldinni. „Það er svo sem engin leið að ná utan um allt efnið enda er hey- skapur búskapur eins og þar stendur. Mér er fengur að öllu, en góðar/skýr- ar ljósmyndir af heyvinnu, heyskap og hverju því sem tengist heyöflun eða ábendingar þar um eru mér sérstak- lega verðmætar. Þótt Ísland sé ekki stórt þá hefur samt verið töluverð- ur vinnubragðamunur á milli sveita, þótt honum verði seint gerð tæmandi skil væri engu að síður gaman að geta vikið ögn að honum og þá er góðra heimildarmanna þörf.“ Síminn hjá Bjarna er 894-6368 og netfangið bjarnig@lbhi.is mm Vinnur að ritun bókarinnar Frá reipum til rúllubagga Frá reipum til rúllubagga á að fjalla um heyskapartæki áður og fyrr. Ljósm. úr safni Skjalasafns Skagafjarðar. 14. nóvember, mánudagur kl. 10 Dagrenning með yngstu kynslóðinni Steinunn Garðars dóttir les úr bókinni Sumarið hans Her manns eftir Stian Hole. Nemendur frá Klepp járns reykjum og Hnoðrabóli koma í heimsókn. 15. nóvember, þriðjudagur kl. 20:30 Fyrirlestrar í héraði Konur breyttu búháttum Borgfirski Mjólkurskólinn og rjómabúin. Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri flytur. Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 16. nóvember, Dagur íslenskrar tungu Iðunn Steinsdóttir rithöfundur heimsækir Grunn skóla Borgarfjarðar og eldri borgara í Brún Kvæðamannafélagið Snorri í Reykholti Opin æfing og fundur kl. 20 17. nóvember, fimmtudagur kl. 20 Prjóna-bóka-kaffi í anda frásagnarhefðar með baðstofublæ. Iðunn Steinsdóttir rithöfundur les úr verki sínu Hrólfs sögu og spjallar við gesti. Norræna félagið í Borgarfirði kynnir verkefni sín. Norræna bókasafnavikan Dagur íslenskrar tungu Snorrastofa í Reykholti 14.–20. nóvember 2016 Bjarni Guðmundsson Iðunn Steinsdóttir Steinunn Garðarsdóttir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.