Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2016, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 09.11.2016, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016 13 skrifað á annan tug leikrita. Flest þeirra eru unnin í samvinnu við syst- ur hennar, Kristínu Steinsdóttur og hafa nokkur þeirra verið sýnd víða um land og eitt í Færeyjum. -fréttatilkynning Deildarstjóri sérkennslu SK ES SU H O R N 2 01 6 Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir menntuðum sérkennara til starfa. Um er að ræða deildarstjórn sérkennslu í 50-100% stöðugildi fyrir Grunnskóla Borgarfjarðar sem er með starfsstöðvar á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Deildarstjóri sérkennslu stjórnar og skipuleggur sérkennslu ásamt því að veita kennurum faglega ráðgjöf. Helstu verkefni deildarstjóra eru: skipuleggur og stjórnar allri sérkennslu skólans eftir hugmynda-• fræði skóla án aðgreiningar skipuleggur og stjórnar fram kvæmd nýbúakennslu í skólanum,• er í forystu um gerð einstaklingsnámss• kráa og er ráðgefandi aðili við gerð þeirra er al• mennum kennurum skólans faglegur ráðgjafi varðandi skipulag kennslu Menntunar og hæfniskröfur: leyfisbréf grunnskólakennara• framhaldsmenntun sem nýtist í starfi deildarstjóra sérkennslu• góð sams• kiptahæfni Með umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um menntun og meðmælendur. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og launanefndar sveitarfélaga. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Allar nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 847-9262/433-7300, netfang; ingibjorg.inga@gbf.is Umsóknarfrestur er til 20. nóvember. Laugardaginn 5. nóvember síðast- liðinn mættu góðir gestir í Grunn- skóla Stykkishólms. Það voru feðg- inin Ólafur B. Ólafsson tónsmiður og kennari og Ingibjörg Aldís Ólafs- dóttir óperusöngkona og kennari. Þau feðgin héldu stutt erindi fyrir kennara og annað starfsfólk frá leik- skólanum, grunnskólanum, tónlist- arskólanum og Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga. Erindið fjallaði um listaað- ferðina sem þau hafa þróað í grunn- skólum og leikskólum á undan- förnum árum. Á eftir því sýndu þau DVD-disk frá flutningi 100 barna og unglinga úr grunnskólum Hafn- arfjarðar, Tónlistarskóla bæjarins og Fimleikafélaginu Björk á tónverkinu Töfratónar. Afhentu feðginin Grunnskóla Stykkishóms, tónlistarskólanum og leikskólanum veglegar bókagjafir en það eru kennslubækur með námsefn- inu Töfratónar og Fjársjóðurinn; 25 eintök af hvorri bók. Bækurnar eru gefnar til heiðurs fyrrverandi skóla- stjórum bæjarins, þeim Ólafi Hauki Árnasyni og Þorgeiri Ibsen. sá Héldu fyrirlestur og afhentu bókagjafir Feðginin Ólafur og Ingibjörg afhentu fulltrúum skólanna bókargjöfina. Milli þeirra eru Drífa Lind Harðardóttir deildarstjóri í grunnskólanum og Berglind Axelsdóttir skólastjóri. Boðið verður til fjölbreyttrar dag- skrár á vegum Snorrastofu í viku þeirri sem Samband norrænu félag- anna hafa valið til að kynna bók- menntir og frásagnarhefð á Norð- urlöndum og nágrenni, Norrænu bókasafnavikunni. Svo heppilega vill til að Dagur íslenskrar tungu fellur í þessa viku nú sem oftar og spillir það ekki áhrifamætti þessa framtaks. Ef efni vikunnar er rakið í tímaröð hefst hún í dagrenningu mánudag- inn 14. nóvember á upplestri í bók- hlöðu Snorrastofu fyrir yngstu kyn- slóðina. Þangað er yngstu nemend- um á Kleppjárnsreykjum og þeim elstu á Hnoðrabóli boðið. Steinunn Garðarsdóttir les kafla úr bók Sti- an Hole, Sumarið hans Hermanns. Að lestri loknum eiga börnin næð- isstund þar sem Hönnubúð býður þeim létta hressingu. Þriðjudaginn 15. nóvember kl. 20:30 flytur Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri fyrirlestur um borgfirska Mjólkurskólann og rjómabúin, sem hann nefnir Konur breyttu búhátt- um. Dagur íslenskrar tungu litast af heimsókn rithöfundarins Iðunnar Steinsdóttur í Grunnskóla Borgar- fjarðar. Hún hittir einnig eldri borg- ara í Brún í lok ferðar sinnar þann dag. Um kvöldið verður opin æfing og fundur í Kvæðamannafélaginu Snorra í Reykholti í bókhlöðunni og þar lýkur svo viðburðum vikunnar með Prjóna-bóka-kaffi fimmtudag- inn 17. nóvember kl. 20. Þar les Ið- unn Steinsdóttir úr bók sinni Hrólfs sögu og spjallar við gesti. Þá mun Norræna félagið í Borgarfirði einnig segja frá sínu starfi. Mjólkurskólinn á Hvanneyri og Bjarni Guðmundsson Mjólkurskóli var stofnaður á Hvann- eyri haustið 1900 og starfaði til árs- ins 1918, lengst af á Hvítárvöll- um. Samhliða spruttu upp rjómabú (smjörbú) í Borgarfirði og víðar en til þeirra réðust margir nemendur skólans. Smjörið var flutt á erlenda markaði og gaf tekjur er studdu ný- sköpun í sveitum. Nemendur Mjólk- urskólans áttu beinan og óbein- an þátt í því að búhættir breyttust. Skólinn var eingöngu ætlaður kon- um. Þeim opnaðist með honum ný leið til menntunar og starfsframa og skólann má telja brautryðjanda sér- hæfðrar kennslu og þróunar á sviði matvælafræði hérlendis. Bjarni Guðmundsson er Dýrfirð- ingur, frá Kirkjubóli. Hann lauk doktorsprófi frá Norska landbúnað- arháskólanum 1971 og kenndi síð- an búfræði á Hvanneyri um meira en fjögurra áratuga skeið. Jafnhliða vann hann að rannsóknum á sviði fóðuröflunar. Frá lokum síðustu ald- ar hefur Bjarni veitt Landbúnaðar- safni Íslands forstöðu og stýrt upp- byggingu þess. Hann mun brátt láta af því starfi en sinna áfram rannsókn- um á og skrifum um landbúnaðar- sögu, einkum efni er varðar búhætti á tuttugustu öld og þróun þeirra. Rithöfundurinn Iðunn Steinsdóttir Iðunn fæddist árið 1940. Hún lauk stúdentsprófi frá MA árið 1960 og kennsluréttindaprófi frá KHÍ 1981. Hún var kennari um árabil. Árið 1982 kom fyrsta bók hennar út og síðan 1987 hefur hún að mestu leyti stundað ritstörf. Iðunn hef- ur skrifað bækur fyrir börn á öllum aldri og einnig fyrir unglinga. Tvær bóka hennar: Víst er ég fullorðin og Þokugaldur, eru skrifaðar með full- orðna lesendur í huga, ekki síður en unglinga. Í þeirri síðarnefndu leitar hún í þjóðsagnaarfinn. Haustgríma byggir á frásögn úr Landnámabók. Meirihlutinn af bókum Iðunnar er skrifaður fyrir lesendur á aldrinum níu til tólf ára. Nokkrar bókanna eru byggðar á bernskuminningum og lýsa lífinu í smábæ upp úr miðri öldinni. Af bókum hennar fyrir lít- il börn má nefna Drekasögu sem var gefin út samtímis á íslensku og ensku, Dragon Story, og seríu með fjórtán smábókum um óþekktar- angana Snuðru og Tuðru, sem eru n.k. handbækur í uppeldi með afar glettnu ívafi. Iðunn hefur um árabil skrifað námsbækur fyrir grunnskól- ann og Umferðarráð. Hún hefur líka Norræna bókasafnavikan og Dagur íslenskrar tungu í Snorrastofu Steinunn Garðarsdóttir. Bjarni Guðmundsson. Iðunn Steinsdóttir. Útgáfa Skessuhorns til áramóta Skessuhorn kemur út sex sinnum fram að áramótum: FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 42. tbl. 19. árg. 19. október 2016 - kr. 750 í lausasölu Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? 20% afsláttur Verkir í liðum? Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Vökudagar á Akranesi 27. okt. – 6. nóv. Vaskur flokkur manna nýtti góða veðrið um helgina til að steypa bílaplan við nýja áningarstaðinn við Bjarnarfoss á Snæfellsnesi. Sjá nánar inni í blaðinu. Ljósm. Kristinn Jónasson. Samkvæmt breytingartillögu við fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018 sem samþykkt var á Al- þingi síðastliðinn miðvikudag verð- ur 250 milljónum króna varið til endurbóta á Skógarstrandarvegi á næstu tveimur árum. Eins og ítrekað hefur verið greint frá í Skessuhorni hafa fjölmörg slys og óhöpp orðið á þessum sextíu kílómetra vegarkafla á undanförnu ári. Áður hafði ekki var gert ráð fyrir að veita peningum til vegarins fyrr en árið 2019. „Við erum mjög ánægð með þetta fram- lag sem kom inn í samgönguáætl- un á síðustu stundu og var eiginlega framar okkar vonum,“ segir Sveinn Pálsson sveitarstjóri Dalabyggðar í samtali við Skessuhorn. „Við trú- um því að umræða síðustu vikna og mánaða hafi haft jákvæð áhrif á þró- un málsins þar sem lögregla, sveit- arfélagið, Skessuhorn og fleiri vöktu athygli á málinu og hve brýnt það væri,“ bætir Sveinn við. Þá ber að geta þess að samtals er gert ráð fyr- ir að verja 1,1 milljarði til endurbóta Skógarstrandarvegar fram til ársins 2036, skv. nýrri samgönguáætlun sem kynnt var í innanríkisráðuneyt- inu í september síðastliðnum. Í samgönguáætluninni sem sam- þykkt var á miðvikudag ásamt fjölda breytingatillagna er einnig gert ráð fyrir 300 milljóna króna framlagi til Uxahryggjavegar á næsta ári. Árið 2018 er gert ráð fyrir að 700 millj- ónum króna verði varið til Þjóðveg- ar 1 um Kjalarnes (Vesturlandsveg- ar) og 200 milljónum til 4,4 km kafla á Fróðárheiði sama ár. Vegna Vestfjarðarvegar um Gufu- dalssveit í Reykhólahreppi er gert ráð fyrir 300 milljóna króna fram- lagi á þessu ári, 1,2 milljarði króna á næsta ári og 1,2 milljarði árið 2018 eða samtals 2,7 milljörðum króna yfir þriggja ára tímabil. Þá hefur verulega verið aukið við fjármagn til viðhalds vega og endur- bóta á tengivegum. Í því felst meðal annars að Vegagerðin fær peninga til að framkvæma tilraun sem gæti orðið til að einfalda verulega endur- bætur á tengivegum í sveitum. „Að frumkvæði Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, beitti meirihluti fjár- laganefndar sér fyrir að Vegagerðin fengi fjárveitingu til að framkvæma tilraun, sem gæti orðið til að ein- falda verulega endurbætur á vegum. Ekki er hægt að segja að tilraunin hafi verið frumleg, en hún gengur út á að með lágmarks endurbótum megi leggja bundið slitlag án mik- ils kostnaðar,“ segir Haraldur Bene- diktsson alþingismaður m.a. í að- sendri grein sem birtist hér í Skessu- horni vikunnar. kg Samgönguáætlun samþykkt með nokkrum breytingum Meðal tillagna sem samþykktar voru má nefna að veitt var 250 milljónum króna til lagfæringa á veginum um Skógarströnd og árið 2018 fara 700 milljónir til að hefja fram- kvæmdir á Kjalarnesi. Ljósm. af malbikum í Norðurársdal er úr safni Skessuhorns. „Kosningar, húrra!“ Þetta eru orð íbúa á Skarðsströnd í Döl- um þegar þetta sjaldséða gula tæki sást á ferð í vikunni sem leið. Ljósm. Halla Steinólfsdóttir. Kosningar í nánd Síðastliðinn mánudag efndu kon- ur víða um land til samstöðufunda í tilefni af kvennafrídeginum. Krafan er skýr; jöfn laun fyrir sömu vinnu, óháð kyni. Dagurinn var upphaflega haldinn hátíðlegur 24. október árið 1975 en hefur nú fimm sinnum eftir það verið nýttur til að benda á rétt- indamál kvenna. Nú hafa mælingar sýnt að með óbreyttri þróun launa milli kynja muni það taka yfir fimm- tíu ár að konur fái greidd sömu laun og karlar fyrir vinnu sína. Að þessu sinni lögðu konur niður störf klukk- an 14:38, eða á þeirri mínútu sem þær hætta að meðaltali að fá laun á við karla. Árið 2010 var vinna stöðv- uð klukkan 14:25, þannig að ekki hefur mikið áunnist í réttindabarátt- unni á þessum sex árum. Kvennafrí- dagurinn verður því áfram, örugg- lega þar til fullnaðarsigri verður náð. mm FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 43. tbl. 19. árg. 26. október 2016 - kr. 750 í lausasölu Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? 20% afsláttur Verkir í liðum? Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Vökudagar á Akranesi 27. okt. – 6. nóv. Tilviljun réði því að bræðurn- ir Sigurður og Kristján Guð- mundssynir frá Hvanneyri eign- uðust báðir barn á sjúkrahúsinu á Akranesi síðastliðinn mánudag. Á sunnudagskvöldið snæddu þeir kvöldverð hjá foreldrum sínum, ásamt barnsmæðrum sínum og þegar þeir kvöddust þá um kvöld- ið áttu þeir ekki von á því að lenda saman á fæðingadeildinni. Þó var vitað að annað barnið væri á leið- inni þar sem Eydís Smáradóttir, kona Kristjáns, var bókuð í keis- araskurð daginn eftir. Settur dag- ur hjá Aldísi Örnu Tryggvadóttur konu Sigurðar var hins vegar ekki fyrr en í nóvembermánuði. Hlut- irnir fóru þó öðruvísi en ætlað var og kom barn Aldísar Örnu og Sigurðar í heiminn á undan barni Kristjáns og Eydísar, eftir að Aldís Arna missti legvatnið klukkan þrjú aðfaranótt mánudags. Sigurður og Aldís keyrðu þá um nóttina á fæð- ingadeildina og þegar þangað var Eignuðust barn sama daginn komið lögðu þau bifreið sinni við hlið bíl Kristjáns og Eydísar. Dótt- ir þeirra fæddist svo stuttu síðar, eða klukkan hálf sjö um morgun- inn. Tæpum þremur tímum síðar fæddist sonur Kristjáns og Eydís- ar. Fjölskyldurnar voru báðar enn staddar á fæðingadeildinni í gær þegar blaðamaður Skessuhorns átti leið hjá og smellti af mynd af þess- um samtaka bræðrum með börnin sín. grþ Mótmæltu kynbundnum launamun Fjórar starfskonur leikskólans Hnoðrabóls í Reykholtsdal tóku af skarið og fóru í litla kröfugöngu í Reykholti til að mótmæla kynbundnum launamun. Á myndinni eru f.v: Sjöfn Guðlaug Vilhjálmsdóttir, Rósa Vigdís Arnardóttir, Kristín Jónsdóttir og Dagný Vilhjálmsdóttir. Ljósm. kj. Grundfirskar konur voru ekki eftirbátar kynsystra sinna annars staðar en þær lögðu niður störf klukkan 14:38. Þá voru friðsæl mótmæli í miðbæ Grundarfjarðar áður en gengið var niður á höfn. Ljósm. tfk. Þúsundir kvenna komu saman á Austurvelli á mánudaginn. Meðal þeirra var hún Sveindís Helga sem steig upp á grein til að meta ástandið. Fjær kúrir þinghúsið. Ljósm. hs. FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 44. tbl. 19. árg. 2. nóvember 2016 - kr. 750 í lausasölu Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? 20% afsláttur Verkir í liðum? Opnunartími: Mán-föst. 08:00 - 18:00 Laugardaga 10:00 - 14:00 Sunnudaga 12:00 - 14:00 Innnesvegur 1, 300 Akranes Sími: 431-2019 Vökudagar 2016 27. okt. – 6. nóv. DAGSKRÁ Á AKRANES.IS Menningarhátíðin Vökudagar stendur nú sem hæst á Akranesi. Afar fjölbreytt dagskrá er í boði og úr mörgu að moða fyrir þá sem vilja kynna sér list og menningu í bæjarfélaginu. Á meðfylgjandi mynd eru Slitnir strengir sem spilaði fyrir gesti undir stjórn Ragnars Skúlasonar á opnu húsi í tónlistarskólanum síðastliðinn laugardag. Sjá myndasyrpu frá hátíðinni bls. 24-25. Ljósm. mm. Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út klukkan 7:45 í gærmorgun vegna bruna við sumarhús í landi Vatns- enda í Skorradal. Skömmu áður hafði Tryggvi Sæmundsson á Hálsum orð- ið var við brunalykt frá hlaðinu heima hjá sér þegar hann var að leggja af stað í skólaakstur Tryggvi gerði Pétri Dav- íðssyni á Grund viðvart en hélt sjálf- ur áfram akstri með börnin. Pétur fór að leita elds og fann við heitan pott og skjólvegg við sumarbústað í Vatns- endahlíð. Pétur og fleiri sem komu á vettvang náðu að hefta útbreiðslu eldsins með garðslöngu þar til fyrstu slökkviliðsmenn komu frá Hvanneyri. Gekk slökkvistarf vel. Talið er líklegt að eldsupptök megi rekja til dælubún- aðar við pottinn. Litlu mátti þó muna að eldurinn næði að læsa sig í grind- verk áfast húsinu. Þakka má þefvísi Tryggva og fundvísi Péturs að ekki fór ver í þessum bruna. mm/ Ljósm. Pétur Davíðsson Heitur pottur brann við sumarhús Síðastliðinn föstudag var skrifað undir samkomulag þess efnis að rík- issjóður taki yfir lífeyrisskuldbind- ingar þeirra hjúkrunarheimila sem fram til þessa hafa verið rekin með ábyrgð sveitarfélaga. Hér er ein- ungis um hluta hjúkrunarheimila í landinu að ræða þar sem lífeyris- skuldbindingar margra þeirra höfðu áður verið færðar til ríkisins. Heild- arlífeyrisskuldir þessara sveitarfé- laga vegna reksturs hjúkrunarheim- ila voru um 3,5 milljarðar króna um síðustu áramót. Stærsta einstaka líf- eyrisskuldbindingin hér á landi var hins vegar á Akranesi þar sem allar lífeyrisskuldbindingar vegna starfs- fólks Dvalar- og hjúkrunarheim- ilisins Höfða voru á ábyrgð Akra- neskaupstaðar og Hvalfjarðarsveit- ar, sem á 10% í heimilinu á móti 90% hlut Skagamanna. Samkomu- lagið nú miðast við að yfirtaka rík- isins á lífeyrisskuldbindingunum verður afturvirk til 1. janúar 2016. Fyrir Hjúkrunar- og dvalarheimil- ið Höfða voru þessar skulbinging- ar um einn milljarður króna og mun samkomulagið því lækka lífeyris- skuldbindingar bæjarsjóðs Akranes- kaupstaðar um fjórðung. „Þetta samkomulag er gríðarlegur áfangi fyrir okkur enda miklir hags- munir í húfi. Með þessu erum við að lækka skuldir bæjarjóðs verulega, og auðvelda rekstur hjúkrunar og dval- arheimislisins,“ segir Ólafur Adolfs- son formaður bæjarráðs í samtali við Skessuhorn. „Við þennan áfanga vil ég þakka Regínu Ásvaldsdóttur bæj- arstjóra og fjármáladeild Akranes- kaupstaðar fyrir mikla vinnu við að ná þessu fram, en Regina situr fyrir hönd sveitarfélaga í viðræðunefnd- inni við ráðuneytið. Ekki síður tel ég að vinna Haraldar Benediktsson- ar þingmanns hafi haft úrstlitaþýð- ingu, en hann beitti sér mjög fyrir lausn þessara mála. Við ásamt Kjart- ani Kjartanssyni framkvæmdastjóra Höfða höfum lagt nótt við dag við að lenda þessu lífeyrisskuldbindinga- máli farsællega, en ekki er ofsagt að þessi baggi hefur íþyngt fjárhags- stöðu A og B hlut ársreiknings Akra- neskaupstaðar í alltof mörg ár,“ seg- ir Ólafur sem var að vonum glaður þegar Skessuhorn heyrði í honum síðastliðinn föstudag. mm Þungu fargi létt af bæjarsjóði Akraneskaupstaða MIÐVIKUDAGINN 16. NÓVEMBER Skilafrestur auglýsinga klukkan 12:00 þriðjudaginn 15. nóv. MIÐVIKUDAGINN 23. NÓVEMBER AÐVENTUBLAÐ SKESSUHORNS. Fjöldreift í 10 þúsund eintökum. Skilafrestur auglýsinga klukkan 12:00 þriðjudaginn 22. nóv. Æskilegt vegna stærðar blaðs að auglýsingar séu þó pantaðir fyrr. MIÐVIKUDAGINN 30. NÓVEMBER Skilafrestur auglýsinga klukkan 12:00 þriðju daginn 29. nóv. MIÐVIKUDAGINN 7. DESEMBER Skilafrestur auglýsinga klukkan 12:00 þriðjudaginn 6. des. MIÐVIKUDAGINN 14. DESEMBER Skilafrestur auglýsinga klukkan 12:00 þriðjudaginn 13. des. MIÐVIKUDAGINN 21. DESEMBER JÓLABLAÐ SKESSUHORNS. Skilafrestur auglýsinga klukkan 16:00 mánudaginn 19. des. Sími 433-5500 – www.skessuhorn.is Ritstjórn: skessuhorn@skessuhorn.is Markaðsdeild: lisbet@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.