Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2016, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 09.11.2016, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016 17 Deiliskipulagstillaga, Ólafsdalur í Dalabyggð Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 20. september 2016 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Ólafsdal í Dalabyggð skv. 41. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010. Ólafsdalur í Gilsfirði er meðal merkustu sögu-, menningar- og minjastaða á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Torfi Bjarnason stofnaði fyrsta bændaskóla landsins í Ólafsdal árið 1880 og rak hann til 1907. Menningarlandslag í Ólafsdal er mjög merkilegt á landsvísu. Minjar á svæðinu eru afar merkur hluti íslenskrar búnaðarsögu, sem hlífa þarf og sýna verðskuldaða athygli. Markmið deiliskipulagsins er fyrst og fremst verndun og viðhald menningarlandslags í Ólafsdal og uppbygging menningartengdrar ferðaþjónustu. Minjavernd undirgengst með samningi við ríkið að annast viðhald bygginga í Ólafsdal og að endurreisa hús og valin mannvirki sem hafa fallið eða verið rifin. Miðað er við að öll húsin verði í framtíðinni nýtt til þjónustu ferðamanna. Með endurbyggingu og endurgerð húsanna í Ólafsdal yrði menningar- og sögutengd ferðaþjónusta við Breiðarfjörð styrkt til muna. Skipu lags uppdrættir og greinagerðir eru til sýnis á skrifstofu Dalabyggðar frá 10. nóvember til 23. desember 2016. Enn fremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.dalir.is. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal eða á netfangið byggingarfulltrui@dalir.is merkt ,,Deiliskipulag Ólafsdal” fyrir 23. desember 2016. Deiliskipulag, Laugar í Sælingsdal Byggðarráð Dalabyggðar samþykkti þann 30. ágúst 2016 deiliskipulag fyrir Laugar í Sælingsdal. Auglýsing um gildistöku birtist í B-deild stjórnartíðinda 27. október 2016. Markmið deiliskipulagsins er að efla svæðið sem heild og auka möguleika á nýtingu þess árið um kring. Deiliskipulagið felur í sér afmörkun lóða fyrir hótel, tjaldsvæði, íþróttamannvirki, ungmennabúðir, íbúðir o.fl. og afmörkun byggingarreita fyrir stækkun á hóteli. Gert er ráð fyrir frístundabyggð með 16 lóðum. Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð skv. 41. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi. Kristján Ingi Arnarsson Skipulags- og byggingarfulltrúi SK ES SU H O R N 2 01 6 Eins og fram hefur komið í Skessu- horni mun Leikdeild Umf. Skalla- gríms frumsýna á fimmtudags- kvöldið sýningu sem færð er upp í tilefni 100 ára afmælis félagsins. Litið verður yfir farinn veg á lið- inni öld í leik og söng. Jónas Þor- kelsson skrifaði handrit og leikstýr- ir í þessari uppfærslu. Frumsýning verður í Lyngbrekku fimmtudag- inn 10. nóvember og lokasýning er áætluð 3. desember, sem jafnframt er formlegur afmælisdagur Ung- mennafélagsins Skallagríms. Í afmælissýningunni verður meðal annars sýnt brot úr Gráa frakkanum, sem sett var upp á fyrsta starfsárinu og allt til atriða úr gamanleiknum Blessuðu barna- láni sem er síðasta verkið sem fé- lagið færði á fjalirnar. Söngurinn verður í stóru hlutverki við und- irleik hljómsveitar og er sýning- in tvinnuð saman með léttleik- andi atriðum þar sem fjölmargar persónur úr hinum ýmsu verkum munu birtast ljóslifandi á leiksvið- inu. Á lista yfir þau leikverk sem Umf. Skallagrímur hefur fært á fjalirnar má sjá að langflest árin frá stofnun leikdeildarinnar árið 1916 hafa verið færð upp leikrit af ein- hverju tagi. Alls hafa verið sýnd 85 verk á þessum 100 árum. Lengsta samfellda eyðan í sýningum var meðan seinna stríð stóð yfir. Hundrað ára félag Það mun hafa verið á almenn- um fundi í Borgarnesi 3. desemb- er 1916 sem Ungmennafélagið Skallagrímur var formlega stofn- að. Þá höfðu árin á undan nokkur félög orðið til í sveitum héraðsins. Fundarboðendur í Borgarnesi voru fjórir; Þórður Ólafsson, Þórður Eyjólfsson, Júlíus Jónsson og Jónas Kristjánsson. Gengið var frá stofn- un félagsins og voru stofnendur skráðir tuttugu og sex og félaginu gefið nafnið Ungmennafélagið Skallagrímur. Í gegnum árin hef- ur ungmennafélagið staðið í ýmsu, eða allt frá fyrstu jarðabótunum í Skallagrímsgarði, byggingu félags- og íþróttamannvirkja, leiklist og til víðtæks íþrótta- og menningarlífs í Borgarnesi. Félagið hefur ver- ið deildaskipt síðan 1973 og hefur Frumsýna afmælisverk á fimmtudaginn aðalstjórn starfað sem eftirlits- og aðhaldsstjórn fyrir deildir innan félagsins, en deildirnar eru nú sex; badminton-, frjálsíþrótta-, körfu- knattleiks-, knattspyrnu, leiklistar- og sunddeild Skallagríms. mm/ohr Fjölbrautaskóli Vesturlands Opið hús miðvikudaginn 24. febrúar 2016 kl. 17 ̶ 19 Fjölbrautaskóli Vesturlands Vogabraut 5, 300 Akranesi Sími 433-2500 skrifstofa@fva.is www.fva.is Stúdentsbrautir – 3 ára brautir Náttúrufræðabraut Félagsfræðabraut Opin stúdentsbraut Listnámssvið Tungumálasvið Viðskipta- og hagfræðisvið Afreksíþróttasvið Iðnnám Húsasmíði Húsgagnasmíði Vélvirkjun Grunndeild bíliðngreina Rafvirkjun Brautabrú Viðbótarnám eftir iðn- og starfsnám Starfsbraut Kynning á námsframboði, inntökuskilyrðum, heimavist, mötuneyti, félagslífi, afreksíþróttum o.fl. Allir velkomnir sérstaklega 10. bekkingar og foreldrar/forráðamenn þeirra Tilboð í sumarleigu heimavistar FVA óskar eftir tilboðum í leigu á hluta af húsnæði heimavistar FVA á tímabilinu 1. júní til 10. ágúst 2017. Um er að ræða 30 tveggja manna herbergi með baði. Herbergin eru ca. 25 m2 hvert og skiptast niður á fjóra ganga. Sameiginlegt, ca. 60 m2, rými er einnig til staðar með eldhúsi, borðstofu og sjónvarpsholi. Tilboðum skal skila á skrifstofu skólans fyrir 1. desember 2016. FVA áskilur sér rétt til að taka einu tilboði eða hafna öllum. Nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu skólans í síma 433-2500. SK ES SU H O R N 2 01 6 Meðfylgjandi myndir voru teknar á æfingum í Lyngbrekku.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.