Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 09.11.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 201626 Keppni í Maltbikarnum, bikarkeppni KKÍ, hófst um liðna helgi. Vestlend- ingar eiga sína fulltrúa í bikarkeppn- inni, en sex lið úr landshlutanum taka þátt að þessu sinni. Ríkjandi bikarmeistarar Snæfells hófu titilvörn sína þegar þeir mættu Val í æsispennandi leik í Stykkishólmi á sunnudag. Jafnt var á öllum tölum meira og minna frá fyrstu mínútu og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokamín- útunum. Þar reyndust Snæfellskon- ur heldur sterkari og höfðu að end- ingu þriggja stiga sigur, 79-76 og eru komnar áfram í næstu umferð í bikar- keppni kvenna. Í bikarkeppni kvenna situr Skalla- grímsliðið hjá í fyrstu umferð og hef- ur því ekki leik fyrr en í átta liða úr- slitum. Dregið verður í viðureignir átta liða úrslita Maltbikars karla og kvenna í byrjun desembermánaðar og leikirnir fara síðan fram dagana 15. og 16. janúar næstkomandi. Skallagrímur áfram í bikarkeppni karla Á mánudag mætti Skallagrímur 1. deildar liði Breiðabliks í Kópavog- inum og vann öruggan sigur þó ekki hafi nema ellefu stig skilið liðin að þegar lokaflautan gall. Skallagríms- menn höfðu yfirhöndina allan leik- inn og þó Blikar hafi verið sprækir á köflum verið sprækir var sigurinn aldrei í hættu. Skallagrímsmenn eru því komnir áfram í 16 liða úrslit bik- arsins þar sem þeir mæta 1. deildar liði Vals á útivelli. Leikið verður í 16 liða úrslitum Maltbikars karla 4. og 5. desember næstkomandi. Tap hjá Snæfelli, ÍA og Grundfirðingum Snæfell lék einnig í bikarnum á mánudag þegar liðið heimsótti 1. deildar lið Vals og urðu Hólmarar að játa sig sigraða, 74-63. Jafnt var á með liðunum framan af en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn náðu Valsarar tíu stiga forskoti sem þeir létu aldrei af hendi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir Snæfells til að minnka muninn. Grundfirðingar tóku á laugardag á móti liði 1. deildar liði FSu í bikar- keppni karla og töpuðu með 13 stiga mun, 56-69. Eftir mjög jafnan fyrsta leikhluta sigu gestirnir fram úr um miðjan annan fjórðung og létu for- ystuna aldrei af hendi. Grundfirð- ingar mega þó vel við una því Sel- fossliðið spilar tveimur deildum ofar en þeir og voru í úrvalsdeildinni á síðasta ári. ÍA fékk Fjölni í heimsókn á Akra- nes á sunnudag og þar voru gestirn- ir hlutskarpari. Fjölnismenn voru sterkara lið vallarins allan leikinn og Skagamenn náðu aldrei að gera neina alvöru atlögu að forskoti þeirra. Að lokum vann Fjölnir með 23 stiga mun, 67-90. kgk Titilvörn bikar- meistaranna er hafin Pálína Gunnlaugsdóttir lyftir sér upp í skot í leik Snæfells og Vals á sunnudag. Snæfell hafði þriggja stiga sigur í æsispennandi leik. Ljósm. sá. Á Akranesi mættust ÍA og Fjölnir í bikarkeppni karla. Gest- irnir höfðu betur og ÍA hefur því lokið leik í bikarkeppninni í ár. Ljósm. jho. Bikarmótið í Kraftlyftingum fram fór síðastliðinn laugardag í Hafn- arfirði. Einar Örn Guðnason úr Kraftlyftingafélagi Akraness gerði sér lítið fyrir og varð bikarmeist- ari í -105 kg flokki og stigahæstur karla óháð þyngdarflokkum með 524,6 Wilksstig. Einar lyfti 355 kg í hnébeygju, sem er Íslandsmet, lyfti 240,5 kg í bekkpressu sem einnig er Íslandsmet, og 280 kg í réttstöðu- lyftu. Allt í allt gera þetta 875,5 kg, sem er nýtt Íslandsmet í saman- lögðu. Þá keppti einnig á mótinu félagi Einars úr Kraftlyftingafélagi Akra- ness, Guðmundur Bjarni Björns- son. Hann keppti í -120 kg flokki og lyfti 120 kg í bekkpressu, 220 kg í réttstöðu en fékk ekki gilda lyftu í hnébeygju og því engin samanlögð stig. kgk Einar Örn bikarmeistari og setti þrjú Íslandsmet Einar Örn Guðnason úr Kraftlyftingafélagi Akraness varð síðasta laugardag bikarmeistari í -105 kg flokki. Hann varð auk þess stigahæstur karla á mótinu óháð þyngdarflokkum. Ljósm. úr einkasafni Einars. Tveir ungir og efnilegir knatt- spyrnumenn frá Akranesi, þeir Stefán Teit- ur Þórðarson og Arnór Sigurðs- son, leikmenn ÍA, halda í dag út til Svíþjóð- ar og munu æfa í fimm daga með liði Norrköping. Stefán er fæddur árið 1998 og Arnór er árinu yngri, fæddur 1999 og báðir eru þeir því enn gjaldgengir með 2. flokki. Þrátt fyrir ungan aldur spiluðu þeir báðir með meistaraflokksliði ÍA í Pepsi deild karla á liðnu sumri. Arn- ór kom við sögu í sex leikjum og Stef- án í fjórum. IFK Norrköping varð sænskur meistari í fyrra en liðið endaði í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í ár. kgk Tveir ungir Skagamenn til æfinga með Norrköping Arnór Sigurðsson (t.v.) og Stefán Teitur Þórðarson (t.h.). Fimm Vestlendingar hafa verið valdir til úrtaksæfinga með yngri landsliðum Íslands sem haldn- ar verða dagana 11. - 13. nóvem- ber næstkomandi. Um er að ræða úrtaksæfingar fyrir U19 ára lands- lið karla annars vegar og U16 ára landslið karla hins vegar. Til æfinga með U19 ára hópnum hafa verið valdir Borgfirðingurinn Helgi Guðjónsson, leikmaður Fram og Skagamennirnir Arnór Sigurðs- son, leikmaður ÍA og Guðfinnur Þór Leósson og Hilmar Halldórs- son, sem leika með Kára. Með U16 ára hópnum munu æfa Skagamennirnir Gylfi Karls- son, Ísak Örn Elvarsson og Oliver Stefánsson, sem allir leika með ÍA, og Ólafsvíkingurinn Bjartur Bjarmi Barkarson, leikmaður Víkings Ó. kgk Átta Vestlendingar í U16 og U19 landliðunum Krakkarnir í Snæfellsnessamstarf- inu slá ekki slöku við í fótbolta- keppnum þó farið sé að hausta. Strákarnir í 2. flokki karla hófu keppni á Faxaflóamótinu síð- asta sunnudag þegar þeir sóttu Hauka heim á Ásvöllum í Hafn- arfirði. Leikurinn fór fram í mildu og þurru haustveðri þó völlurinn væri blautur. Strákarnir spila í A - deild B liða og eru í riðli með lið- um af Faxaflóasvæðinu eins og FH sem eru með tvö lið, rétt eins og Breiðablik. Einnig eru í riðlinum Grótta, ÍA/Kári, Keflavík, Njarð- vík, Stjarnan/KFG, Selfoss/Ham- ar/Ægir/Árborg, Afturelding/ Hvíti Riddarinn og Haukar. Strák- arnir spiluðu vel og voru meira með boltann meirihluta leiksins og sóttu fast staðan við lok fyrri hálf- leiks var 0 - 2 Snæfellsnesstrákun- um í vil. Snemma í seinni hálfleik náðu Haukar að skora mark. Sló það strákana aðeins út af laginu en ekki lengi og endaði leikurinn 1 - 4, flottur fyrsti leikur og vonandi að strákunum gangi sem best. Leik ÍA/Kára og Breiðabliks 2, sem fara átti fram í Akraneshöll- inni síðastliðinn sunnudag, var frestað. Þegar þessi orð eru rit- uð hefur leiknum enn ekki verið fundin dagsetning og Skagapilt- ar bíða þess því enn að hefja leik í Faxaflóamótinu. þa/kgk Snæfellsnesliðið sigraði Hauka á Faxaflóamótinu Snæfellsnespiltar fagna marki í sigurleiknum gegn Haukum í Faxaflóamótinu. Ljósm. þa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.