Skessuhorn - 09.11.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016 21
Öryggis- og gæðastjóri
Þörungaverksmiðjan hf.
Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum sækir
þang- og þara í Breiðafjörðinn og framleiðir mjöl
af háum gæðum. Nýting sjávargróðurs er vottuð
sem sjálfbær og vinnasla og afurðir eru lífrænt
vottaðar. Ársverk eru um 20 í verksmiðju og á
skipi félagsins auk verktaka á slátturprömmum
þess. Ársvelta er yfir 500milljónir kr. Afurðir eru
að langmestu leyti fluttar út og m.a. nýttar til
framleiðslu fóðurbætis, áburðar og snyrtivara
auk alginats sem notað er í matvæla- og
lyfjaframleiðslu. Þörungaverksmiðjan er að
stærstum hluta í eigu FMC Health and Nutrition
(71%) og Byggðastofnunar (28%). Rekstur
Þörungaverksmiðjunnar hefur gengið vel og er
fyrirhugað að efla hann frekar á komandi árum.
Á Reykhólum er mikil náttúrufegurð. Þar er m.a.
grunnskóli, leikskóli, heilsugæsla, dvalarheimili,
verslun, sundlaug, bókasafn og önnur þjónusta.
Nánari upplýsingar veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is).
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Henni þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf á íslensku og ensku.
Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember 2016. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og
þeim svarað.
Menntunar- og hæfniskröfurHelstu verkefni
Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum óskar eftir að ráða öryggis- og gæðastjóra.
Í boði er áhugavert og krefjandi starf í fallegu umhverfi Reykhóla með góðum kjörum og húsnæði.
Intellecta Síðumúla 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225.
Öryggis- og gæðastjóri hefur yfirumsjón með öryggis-, umhverfis- og gæðamálum.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is
Starfsdagur hjá stofnunum
Akraneskaupstaðar
Vakin er athygli íbúa á að eftirfarandi stofnanir eru
lokaðar þann 15. nóvember næstkomandi vegna
starfsdags Akraneskaupstaðar sem hér segir:
Lokað frá kl. 10-17
Íþróttahús og sundlaug á Jaðarsbökkum
Íþróttahúsið við Vesturgötu ásamt Bjarnalaug
Lokað frá kl. 13
Bæjarskrifstofa
Áhaldahús
Bóka-, Héraðsskjala- og Ljósmyndasafn
Hver og Skagastaðir
Lokað allan daginn:
Leik- og grunnskólar
Frístund í grunnskólunum (skóladagvist)
Tónlistarskólinn
Þorpið
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Eftirfarandi starf er laust til umsóknar:
Starf aðstoðarmatráðs í Leikskólanum Garðaseli
Nánari upplýsingar um ofangreint starf og
önnur laus störf er að finna á www.akranes.is
Laust starf hjá Akraneskaupstað
Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Komið er út í Borgarnesi nýtt
dagatal. Ber það heitið Konu-
dagatal og er prýtt ljósmynd-
um af 13 karlmönnum úr bæn-
um. Að útgáfu þess stend-
ur Svanhvít Rós Guðsteins-
dóttir, eða Svana Guðsteins,
eins og hún er oftast köll-
uð. Mun allur ágóðinn af
sölu Konudagatalsins renna
til Öldunnar í Borgar-
nesi. Aldan er sem kunn-
ugt er vinnustaður fyr-
ir fólk með skerta starfs-
getu þar sem markmið-
ið er að veita þeim sem
ekki eiga kost á vinnu á
almennum vinnumark-
aði atvinnu við sitt
hæfi. „Mig langaði að
láta gott af mér leiða,“
segir Svana í samtali
við Skessuhorn. „Ég
er sjálf öryrki, með
alvarlega ofnæmis-
gigt og var ekki nema
29 ára þegar ég varð
öryrki. Ég var mjög
ósátt á sínum tíma því ég verð allt-
af að hafa eitthvað fyrir stafni. En
ég er búin að vinna í Vínbúðinni í
afleysingum í níu ár. Í sumar var
ég beðin um að vinna í Öldunni og
er núna aukamanneskja þar líka.
Það hefur mér fundist afskaplega
skemmtilegt, þar er gott fólk sem
gaman er að vinna með, rétt eins
og í Vínbúðinni,“ segir hún. „Ég
vona að fólkið í Öldunni geti nýtt
ágóðann af dagatalssölunni í ferð-
ir, til að kaupa tæki sem vantar eða
gera eitthvað sem gleður það,“
bætir hún við.
„Mjög virk þó
ég sé öryrki“
Myndirnar sem prýða dagatalið
eru allar teknar af Svönu sjálfri og
eru af karlmönnum úr Borgarnesi.
„Þetta eru allt menn sem búa hér
og flestir þekkja. Ég fékk afskap-
lega jákvæð viðbrögð við mynda-
tökunum og að sjálfsögðu var ekki
tekin mynd af neinum án hans
samþykkis,“ segir Svana ánægð.
Myndavélina sem hún notaði við
myntatökurnar í dagatalið eignað-
ist Svana fyrir aðeins hálfum mán-
uði síðan. Hún hefur þó lengi tek-
ið myndir og fengist við ýmislegt
annað. „Ég verð alltaf að hafa eitt-
hvað fyrir stafni og er mjög virk
þó ég sé öryrki. Nýjasta nýtt er
að mála glös með naglalakki. En
mér finnst svakalega gaman að
taka myndir og sérstaklega af
fólki,“ segir hún og bætir því
við að vel komi til greina að
gefa út annað dagatal á næsta
ári. „Ég er þannig gerð að ef
ég bít eitthvað í mig þá bara
framkvæmi ég það og prófa.
Þannig að ef vel gengur
með þetta dagatal þá getur
vel verið að ég endurtaki
leikinn. Þá kannski með
myndum af konum. En
myndirnar verða alltaf af
mannfólkinu,“ segir hún.
Áhugasömum er bent
á að nálgast má Konu-
dagatalið hjá Svönu í síma
898-9265. „En annars
ætla ég að vera á gang-
inum í Hyrnutorgi að
selja eins mikið og ég
get,“ segir hún. „Mig
langar að þakka strák-
unum, fyrirsætunum 13,
innilega fyrir að aðstoða
mig við að láta draum
minn rætast. Sérstak-
lega vil ég þakka einni
fyrirsætunni, Pétri Helga Péturs-
syni. Ekki nóg með að hann sitji
fyrir hjá mér heldur er hann minn
aðal sölumaður og vil ég færa hon-
um góðar þakkir fyrir og bið fólk
að taka vel á móti honum,“ segir
Svana að lokum hin ánægðasta.
kgk
Gefur út Konudagatal í Borgarnesi
Svanhvít Rós Guðsteinsdóttir stendur að útgáfu dagatalsins. Ljósm. úr safni.
Konudagatalið sem prýtt er myndum af 13 karlmönnum úr
Borgarnesi.