Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2016, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 09.11.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 201610 Eins og Skessuhorn greindi frá í sumar var á Reykhóladögum í lok júlímánaðar haldið uppboð á Selja- nesi í Reykhólasveit. Var uppboðið haldið að frumkvæði Seljanesbræðra og ákveðið að ágóðinn skyldi renna óskiptur til styrktar Umhyggju, fé- lags langveikra barna. „Þetta byrjaði nú allt í hálfgerðu gríni, upphaflega átti að halda bingó en enginn okk- ar bræðra hefur nokkra þolinmæði í slíkt. Því varð úr að við héldum upp- boð hér á safninu á Seljanesi, ætli hingað hafi ekki komið um fjögur til fimm hundruð manns,” segir Stefán Hafþór Magnússon, einn bræðranna fimm frá Seljanesi, í frétt á vef Um- hyggju. Bræðurnir fengu til liðs við sig Þóri Ingvarsson, sem sá um að út- vega veglega vinninga til uppboðsins. „Við buðum enn fremur upp á ýmsar forvitnilegar veitingar, sem hleyptu enn frekara lífi í mannskapinn.“ Þegar allur varningur hafði verið boðinn upp höfðu safnast 700 þús- und krónur sem bræðurnir frá Selja- nesi afhentu forsvarsmönnum Um- hyggju síðastliðinn laugardag. „Við þökkum bræðrunum þennan höfð- inglega styrk og sendum okkar bestu kveðjur í Reykhólasveitina,“ segir á vef Umhyggju. kgk Seljanesbræður afhentu Umhyggju ágóða uppboðsins Aðstandendur uppboðsins á Seljanesi afhenda ágóðann í höfuðstöðvum Umhyggju. F.v. Þórir Ingvarsson, þá bræðurnir Bjarki Þór, Jóhann Vívill, Stefán Hafþór og Ágúst Ragnar Magnússynir. Lengst til hægri er Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður stjórnar Umhyggju. Á myndina vantar fimmta bróðurinn frá Seljanesi, Jón Inga Magnússon. Ljósm. umhyggja.is. Nemendur á yngsta stigi Grunn- skóla Snæfellsbæjar fengu nýver- ið að sjá Ævintýraóperuna Bald- ursbrá í skólanum. Gerðu nemend- ur frá Lýsuhóli sér ferð yfir heið- ina til að horfa með krökkunum á Hellissandi. Um var að ræða stutt- an úrdrátt úr óperunni þar sem þau Rebbi, Spói og Baldursbrá segja frá sögunni og syngja valda kafla úr verkinu. Var sýningin mjög skemmtileg og nutu börnin hennar og fylgdust bæði með söng og leik af innlifun og áhuga. Dagana áður höfðu krakkarnir æft lokalagið úr sýningunni með kennurunum sínum og sungu með leikurunum á sýningunni og fengu þannig tækifæri til að taka sjálf þátt í sýningunni. Baldursbrá er lífleg ópera sem segir frá blóminu Baldursbrá sem kynnist sposkum Spóa. Saman ákveða þau að fara saman upp á fjallstind til að njóta útsýnisins en það er ekki einfalt mál og til að komast fá þau Rebba til að hjálpa sér. En á fjallstindinum er næðing- ur og kuldi sem gerir blóminu lífið leitt og fá þau aftur hjálp frá Rebba til að koma Baldursbrá niður aftur. Sýningin sem kom í skólann var á vegum verkefnisins “List fyrir alla” sem ætlað er að velja og miðla list- viðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi grunnskólabarna að vönduðum og fjölbreyttum list- viðburðum óháð búsetu. þa Tóku virkan þátt í ævintýra- óperunni Baldursbrá Stjórn Skotveiðifélags Íslands lýs- ir þungum áhyggjum yfir því sinnu- leysi sem umhverfisráðherra hef- ur sýnt gagnvart þeirri hættu sem ákvörðun veiðitímabils rjúpu skap- ar veiðimönnum. Á þetta hefur fé- lagið ítrekað bent og Umhverfis- stofnun hefur gert hið sama. „Ekki mátti tæpara standa um síðastliðna helgi þegar tveir veiðimenn voru mjög hætt komnir eftir að hafa villst í þoku. Því vill stjórn Skotvís ítreka þá skoðun sína að þrenging veiði- tíma í fjórar helgar gerir það að verkum að veiðimenn leggja á fjöll í tvísýnu veðri,“ segir í ályktun félags- ins. Þarna er Skotvís í raun að benda á sömu hættuna og strandveiðisjó- mönnum er búin á sumrin þegar veiðidagar eru skammtaðir hluta úr viku fyrir ákveðið magn kvóta í sum- armánuðunum. Þá keppast allir við veiðar í upphafi mánuðar og sækja jafnvel sjóinn án þess að veður leyfi. Þá segir í bréfi Skotvísmanna að félagið hafi varað við hættunni sem þessu er samfara. „Þessi atburður sýnir svart á hvítu að hættan er raun- verulega mikil. Til allrar hamingju fundust mennirnir heilir á húfi en það er skýlaus krafa veiðimanna að stjórnvöld rýmki veiðitímann til að minnka líkurnar á að atburður sem þessi endurtaki sig. Gögn Umhverfisstofnunar frá veiðimönnum sýna að veiðimenn fara að meðaltali tæplega fjóra daga á fjöll til rjúpnaveiða að jafnaði, sama hvort veiðitímabilið hefur verið níu dagar eða 47. „Fleiri leyfðir veiði- dagar þýða því ekki meiri veiði held- ur dreifðara álag og minni áhættu. Ekkert í hegðun veiðimanna bendir til þess að veiðidögum muni fjölga, þó veiðimenn geti valið þá daga sjálfir, og haldið til fjalla þegar veð- urspá er hagstæð. Vonandi kemur sá dagur að sitjandi umhverfisráðherra setji í forgang öryggi þeirra 6.000 Ís- lendinga sem ganga til rjúpna, það er leikur einn án þess að ganga nærri rjúpnastofninum,“ segir Dúi J Land- mark formaður Skotvís. mm Skotveiðimenn segja öryggi veiðimanna ógnað Þessi ljósmynd er níu ára gömul og úr safni Skessuhorns. Haustið 2007 rann skotveiðimaður niður Rjúpnaborgarbrekku á Snæfellsnesi og þurfti aðstoð til að komast undir læknishendur. Skotveiðimenn krefjast þess að veiðidögum verði fjölgað til að menn fari sér síður að voða við að skjóta í jólamatinn. SÍBS, Hjartaheill og Heilbrigðis- stofnun Vesturlands standa saman að því að bjóða íbúum Akraness, Borg- arness og nærsveita upp á ókeyp- is heilsufarsmælingar í Íþróttamið- stöðinni Jaðarsbökkum á Akra- nesi miðvikudaginn 9. nóvember og í Íþróttamiðstöðinni, Þorsteins- götu í Borganesi fimmtudaginn 10. nóvember. Á báðum stöðum verð- ur opið frá klukkan 17 til 20. „Við bjóðum sérstaklega velkomna alla þá sem ekki eru nú þegar undir eft- irliti vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Mældur er blóðþrýstingur, blóð- fita, blóðsykur og súrefnismettun. Að auki gefst kostur á að taka þátt í könnun SÍBS um heilsu og líðan, sem getur hjálpað við að bæta skiln- ing á því hvað megi gera til að draga úr sjúkdómum,“ segir í tilkynningu. mm Bjóða upp á ókeypis heilsufarsmælingu Frystiklefinn Rifi stóð fyrir bíósýn- ingu síðastliðinn sunnudag. Sýnd var heimildamyndin Yarn, eða Garn eins og hún heitir á íslensku. Dágóð- ur hópur kvenna var mættur í Frysti- klefann til að sjá bíóið og tóku gestir prjónana og heklunálarnar með sér enda tilvalið á mynd eins og þessari. Opið var í Rifssaumi fyrir sýninguna, en verslunin er við hlið Frystiklef- ans. Skemmtu konurnar sér vel og sögðu myndina áhugaverða en með- al annarra sem fram komu í mynd- inni var Tinna Þórudóttir Þorvaldar sem er mikil heklkona. Viðburðirnir í Frystiklefanum eru sífellt að verða fjölbreyttari. Hafa undanfarið verið bæði karíókíkvöld og pub-quiz sem hafa gefist vel. Að sögn Dóru Unnars er stefnt að því að bíósýningar verði fleiri í fram- tíðinni og verður lögð áhersla á ís- lenskar myndir. Framundan er einnig margt fleira en þessa dagana er verið að hefja æfingar á leikritinu Journey to the center of the earth, eða Leiðin að miðju jarðar, sem frumsýnt verður í desember. þa Heklað á bíósýningu í Frystiklefanum Hér eru gestir á leið á sýningu á kvikmyndinni Yarn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.