Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2016, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 09.11.2016, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016 27 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skallagrímur mætti á Hlíðarenda síðastliðinn miðvikudag og vann góðan sigur á Val í Domino’s deild kvenna í körfuknattleik, 68-87, í leik þar sem Sigrún Sjöfn Ámundadótt- ir fór á kostum og setti upp laglega þrennu. Skallagrímskonur voru sterkari allan leikinn, allt frá fyrstu mínútu. Þær skoruðu fyrstu stig leiksins og höfðu yfirhöndina allt til leiksloka. Góður kafli undir lok fyrsta fjórð- ungs tryggði þeim 15 stiga forskot fyrir annan leikhluta. Svæðisvörn Skallagríms gerði heimaliðinu erf- itt fyrir og Valskonur komust hvorki lönd né strönd í sókninni. Forskot Skallagríms hélst fyrir vikið nán- ast óbreytt fram að hálfleik þar sem Skallagrímur hafði 17 stiga forystu, 30-47. Valskonur virtust hafa játað sig sigraðar í leikhléinu því þær virkuðu áhugalitlar og aðgerðir þeirra þar af leiðandi ómarkvissar. Skallagríms- liði gekk á lagið, nýtti sé gloppótt- an varnarleik heimaliðsins og bætti hægt og rólega við forskot sitt allt til leiksloka. Þær héldu einbeiting- unni allan tímann og unnu að lokuk öruggan 19 stiga sigur, 68-87. Sem fyrr segir fór Sigrún Ámundadóttir fremst í flokki Skalla- grimskvenna. Hún setti upp mynd- arlega þrennu; 18 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar. Stigahæst var hins vegar Tavelyn Tillman með 25 stig en hún tók átta fráköst að auki. Ragnheiður Benónísdóttir skoraði 16 stig og Jóhanna Björk Sveins- dóttir var með tíu en aðrar höfðu minna. Eftir sigur þennan eru Skalla- grimskonur í öðru sæti deildarinnar með tíu stig eftir sjö leiki, jafn mörg stig og topplið Keflavíkur og Snæfell sem er í þriðja sæti. Skallagrímur sat sem kunnugt er hjá í fyrstu umferð bikarkeppninnar sem fram fór um helgina. Næsti deildarleikur liðsins er Vesturlandsslagur gegn Snæfelli í Stykkishólmi í dag, miðvikudaginn 9. nóvember. kgk Sigrún með þrennu í sigri Skallagríms Sigrún Ámundadóttir átti stórleik í sigrinum á Val og skilaði myndarlegri þrennu. Skallagrímsmenn mættu Njarðvík- ingum í Domino‘s deild karla í körfu- knattleik síðastliðinn fimmtudag. Leikið var suður með sjó. Njarðvík- ingar höfðu yfirhöndina heilt yfir og þrátt fyrir að Skallagrímur hafi oft gert atlögu að forskoti heimamanna máttu Borgnesingar á endanum sætta sig við tap, 94-80, eftir lokamínútur þar sem þriggja stiga skyttur Njarð- víkinga fóru mikinn. Njarðvíkingar gáfu tóninn strax á fyrstu mínútu leiksins. Þeir komust yfir og skipuðu Skallagrímsmönnum það hlutverk að elta. Njarðvík leiddi allan fyrsta fjórðunginn og þó Borg- nesingar hafi aldrei verið langt undan framan af þá stjórnuðu heimamenn ferðinni og höfðu átta stiga forskot undir lok upphafsfjórðungsins. Skalla- grímsmenn svöruðu fyrir sig í öðrum leikhluta, minnkuðu forskot heima- manna snarlega og komust stigi yfir. Eftir það var mjög jafnt á með lið- unum, þau köstuðu forystunni á milli sín en undir lok fyrri hálfleiks komust heimamenn yfir á nýjan leik og leiddu með fjórum stigum í hléinu, 49-45. Njarðvíkingar komu mjög ákveðnir til síðari hálfleiks, héldu Skallagríms- mönnum stigalausum fyrstu fjórar mínúturnar og 13 stiga forystu. Eft- ir það tóku Borgnesingar við sér og náðu að minnka muninn í fjögur stig. Njarðvíkingar áttu hins vegar loka- orðið í fjórðungnum og leiddu með átta stigum fyrir fjórða leikhluta. Leikmenn Skallagríms gáfu ekkert eftir í lokafjórðungnum og höfðu minnkað muninn niður í aðeins þrjú stig þegar fimm mínútur lifðu leiks. Á lokamínútum leiksins tóku skyttur heimamanna hins vegar við sér, hrein- lega skutu Skallagrím í kaf og tryggðu Njarðvíkingum sigur frá þriggja stiga línunni. Lokatölur 94-80, Njarðvík í vil. Flenard Whitfield var stigahæstur Skallagrímsmanna með 27 stig og tók þar að auki tólf fráköst. Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 24 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Skallagrímur er í tíunda sæti deild- arinnar með tvö stig eftir fimm leiki, jafn mörg og Haukar í sætinu fyrir ofan og Þór Ak. í sætinu fyrir neðan. Næsti deildarleikur Skallagríms fer fram á morgun, fimmtudaginn 10. nóvember, þegar liðið tekur á móti Keflavík. kgk Skallagrímsmenn skotnir í kaf á lokamínútunum Flenard Whitfield og félagar hans í Skallagrími höfðu ekki erindi sem erfiði í Njarðvík. Heimamenn voru heilt yfir sterkari og gerðu út um leikinn á loka- mínútunum. Ljósm. Skallagrímur Körfubolti á Facebook. Botnlið Snæfells tók á móti Stjörn- unni í Stykkishólmi á fimmtu- dag. Nokkur eftirvænting var fyrir leiknum í Hólminum því með liði gestanna lék að þessu sinni gamla Snæfellshetjan og landsliðsmaður- inn Hlynur Bæringsson, sem sneri nýverið heim eftir atvinnumennsku í Svíþjóð. Hann lék með Snæfells- liðinu sem varð bikarmeistari árið 2008 og hampaði bæði Íslands- og bikarmeistaratitlinum árið 2010. Hlynur og liðsfélagar hans í Stjörnunni reyndust ungu liði Snæ- fells ofviða á fimmtudag og vel það. Heimamenn steinlágu, 51-110. Snæfell byrjaði leikinn ágætlega og hafði nokkurra stiga forskot á gestina stærsta hluta fyrsta leik- hluta. Það dugði hins vegar skammt gegn geysisterku liði Stjörnunn- ar. Gestirnir komust yfir undir lok upphafsfjórðungsins og eftir það varð ekki aftur snúið. Garðabæjar- liði stakk af snemma í öðrum fjórð- ungi og þegar flautað var til hálf- leiks hafði það skorað tvöfalt fleiri stig en heimaliðið. Staðan í hléinu 24-48 fyrir Stjörnunni. Gestirnir stjórnuðu gangi leiks- ins algjörlega og gerðu lítið annað en að bæta við stigaskorið á með- an hvorki gekk né rak hjá Snæfell- ingum. Þeir létu mótlætið á köflum hlaupa í skapið á sér, misstu ein- beitinguna og áttu fyrir vikið erf- itt uppdráttar. Bilið milli liðanna breikkaði jafnt og þétt allt til leiks- loka og að lokum fór svo að Stjarn- an rótburstaði Snæfell með 59 stiga mun, 51-110. Viktor Marinó Alexandersson skoraði tólf stig fyrir Snæfell og þeir Sefton Barrett og Andrée Fa- res Michelsson voru með níu stig hvor en aðrir höfðu minna. Stiga- skor gestanna var með ólíkindum jafnt, en átta leikmenn skoruðu á bilinu tíu til 14 stig í leiknum. Snæfell er enn stigalaust á botni deildarinnar eftir fyrstu fimm leiki vetrarins. Næsti deildarleikur liðs- ins er gegn Tindastóli á Sauðár- króki á morgun, fimmtudaginn 10. nóvember. kgk Snæfell steinlá gegn Stjörnunni Viktor Marinó Alexandersson sækir að körfu Stjörnunnar. Til varnar er Hlynur Bæringsson. Ljósm. sá. Snæfell tók á móti Keflavík í Dom- ino’s deild kvenna í körfuknattleik síðastliðinn miðvikudag. Leikurinn var mikill baráttuleikur en að lokum fór svo að Snæfell hafði fjögurra stiga sigur, 72-68. Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af fyrsta leikhluta en þegar hann var rétt rúmlega hálfnaður tóku Snæfellskonur góðan sprett og skor- uðu tíu stig í röð. Skynsemi einkenndi sóknarleik þeirra og varnarleikurinn var góður. Fyrir vikið leiddi Snæ- fell afgerandi eftir upphafsfjórðung- inn, 22-8. Keflvíkingar fundu aðeins betur taktinn í öðrum leikhluta en Snæfell stjórnaði áfram gangi leiks- ins og leiddi með 15 stigum í hálfleik, 45-30. Það var síðan í þriðja leikhluta að taflið snerist algerlega við. Keflavík- urkonur komu gríðarlega ákveðn- ar til leiks eftir hléið og héldu Snæ- fellskonum stigalausum hálfan leik- hlutann. Mikil vinnsla var í liðinu og smám saman minnkuðu þær forskot Íslandsmeistaranna. Keflavík skor- aði 19 stig í leikhlutanum gegn að- eins fjórum stigum Snæfells og að- eins munaði fimm stigum á liðunum fyrir lokafjórðunginn. Sá reyndist verða jafn bæði og spennandi. Snæfell hafði heldur yfirhöndina í lokafjórð- ungnum en gestirnir voru aldrei langt undan. Tvisvar vantaði Keflvíkinga aðeins tvö stig í að jafna leika en það tókst þeim þó aldrei. Snæfell hélt velli og skipti leikreynsla liðsins þar miklu. Þær fóru aldrei á taugum þó blásið hafi byrlega á móti í þriðja leikhluta og leikar stæðu tæpt allan lokafjórð- unginn. Þær héldu einfaldlega velli og höfðu að lokum sigur, 82-78. Aaryn Ellenberg lék þarna sinn fyrsta leik fyrir Snæfell eftir að hún gekk til liðs við félagið í síðustu viku. Hún byrjaði með látum, skor- aði 25 stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Ekki amalegt í fyrsta leik. Næst henni kom Berglind Gunnarsdóttir sem skoraði 17 stig og tók átta fráköst. Snæfell situr í þriðja sæti deildar- innar með tíu stig eftir sjö leiki, jafn mörg og Skallagrímur og Keflavík í sætunum fyrir ofan. Næsti deildar- leikur Snæfells er Vesturlandsslagur gegn Skallagrími í Stykkishólmi mið- vikudaginn 9. nóvember næstkom- andi. kgk Snæfell sigraði Keflavík í kaflaskiptum baráttuleik Aaryn Ellenberg byrjar vel með Snæ- felli, en hún lék sinn fyrsta leik með liðinu á miðvikudag. Ljósm. sá. Skagamenn fengu Val í heimsókn í 1. deild karla í körfuknattleik á fimmtu- dag. Valur hafði fyrir leikinn þrjá sigra en ÍA einn eftir fyrstu fimm leiki vetrarins. Skagamenn voru án tveggja lykilmanna, Fannars Freys Helgasonar og Áskels Jónssonar, sem er rifbeinsbrotinn. Hafði það sitt að segja í leiknum. Gestirnir voru mun einbeittari og betra lið vallarins lung- ann úr leiknum og unnu að lokum öruggan sigur, 76-103. Valsmenn mættu einbeittir til leiks og byrjuðu af krafti en Skagamenn virtust annars hugar og voru gjarnir á að kasta boltanum frá sér. Valsmenn náðu því snemma nokkuð þægilegri forystu. Skagamenn tóku á sig rögg í öðrum leikhluta og allt annar bragur á leik liðsins. Þeir minnkuðu niður í fjögur stig snemma í öðrum leikhluta og gáfu gestunum ekkert eftir. Vals- menn náðu hins vegar góðum spretti undir lok leikhlutans og leiddu með tíu stigum í hálfleik, 46-36. Í upphafi síðari hálfleiks tóku liðin upp þráðinn þaðan sem frá var horf- ið. Skagamenn minnkuðu muninn lítillega í tvígang en komust aldrei nær en í sjö stiga fjarlægð. Gestirn- ir náðu góðum kafla á seinni hluta þriðja fjórðungs, höfðu 16 stiga for- skot fyrir fjórða leikhluta og róður- inn orðinn þungur fyrir Skagamenn. Þeir fundu taktinn aldrei nógu vel og tókst því ekki að gera neina alvöru atlögu að forskoti Valsmanna. Gest- irnir sigldu æ lengra fram úr eftir því sem leið á lokafjórðunginn og unnu að lokum öruggan 27 stiga sigur, 76-103. Derek Shouse var atkvæðamestur Skagamanna í leiknum með 35 stig og níu fráköst. Jón Orri Kristjánsson skoraði 15 stig og tók ellefu fráköst og þá var Björn Steinar Brynjólfsson með tíu stig og sex fráköst. Skagamenn eru eftir leikinn í átt- unda og næstneðsta sæti deildarinnar með tvö stig eftir sex leiki, jafnmörg stig og Vestri í sætinu fyrir ofan. Á botninum eru Ármenningar enn án stiga. Næst leikur ÍA í deildinni gegn Breiðabliki á útivelli föstudaginn 11. nóvember. kgk Skagamenn fundu ekki taktinn í tapleik gegn Val Sigurður Rúnar Sigurðsson hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt ÍA eftir nokkra fjarveru. Síðast lék hann einmitt með Val og mætti því sínum gömlu félögum í sínum fyrsta leik fyrir ÍA í vetur. Ljósm. jho.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.