Skessuhorn


Skessuhorn - 18.01.2017, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 18.01.2017, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 201714 Á undanförnum vikum hefur nokkrum sinnum orðið vart við karlmann í nágrenni Grundaskóla á Akranesi sem í algjöru heimilda- leysi býður nemendum skólans bækur að gjöf. „Maður þessi hef- ur nálgast nemendur í grennd við skólann og á skólalóðinni og boð- ið þeim að þiggja bækur. Um er að ræða hávaxinn eldri mann með hvítt hár og sítt skegg. Hann klæð- ist grænni úlpu, ferðast um á ljós- leitum bíl, en ekur í burtu þeg- ar hann verður var við starfsmenn skólans. Nemendum gefur hann síðan Nýja-Testamentið,“ seg- ir Flosi Einarsson aðstoðarskóla- stjóri Grundaskóla í tölvupósti sem sendur hefur verið foreldrum barna í skólanum. Flosi tekur fram að maður- inn hefur ekki boðið nemendum sælgæti, hefur ekki sýnt ógnandi hegðun né reynt að laða þau að sér á nokkurn hátt umfram það að gefa þeim fyrrgreindar bækur. „Við lít- um þetta mál alvarlegum augum og gerum allt sem í okkar valdi stend- ur til að ná tali af þessum manni og gera honum grein fyrir því að við viljum að hann láti af þessari iðju. Við erum í nánu samstarfi við lögregluna sem fylgist grannt með svæðinu í kringum grunnskólana auk þess sem starfsfólk Grunda- skóla hefur hert á gæslunni,“ seg- ir Flosi. Fram kemur einnig að maður þessi var við Grundaskóla a.m.k. 4. og 6. janúar í þessum er- indagjörðum og jafnframt a.m.k tvisvar sinnum fyrir jól. mm Óþekktur maður býður skólabörnum Nýja-Testamentið Yfirlýsing um ábyrga ferðaþjón- ustu var undirrituð af forsvarsfólki yfir 250 fyrirtækja í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku að viðstödd- um Guðna Th. Jóhannessyni for- seta Íslands sem jafnframt tók að sér að vera verndari verkefnisins. Það eru Festa – miðstöð um samfélags- ábyrgð og Íslenski ferðaklasinn sem standa að verkefninu í samstarfi við Ferðamálastofu, SAF, Íslandsstofu, Stjórnstöð ferðamála, Markaðsstofur landshlutanna, Höfuðborgarstofu og Safetravel. Ábyrg ferðaþjónusta er hvatn- ingarverkefni um að fyrirtæki tengd ferðaþjónustu sammælist um nokkr- ar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ís- land verði ákjósanlegur áfangastað- ur ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar. Áhersluþætt- irnir eru að ganga vel um og virða náttúruna, tryggja öryggi gesta okk- ar og koma fram við þá af háttvísi, virða réttindi starfsfólks og hafa já- kvæði áhrif á nærsamfélagið. Styðja á við ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja vinna markvisst að sjálfbærni og sam- félagsábyrgð og setja fram skýr skila- boð frá fyrirtækjum um að þau vilji vera ábyrg. Þá verður dregið fram það sem vel er gert á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar í ferðaþjón- ustu. Hvetja á fyrirtæki sem ekki eru byrjuð að huga að sjálfbærni og sam- félagsábyrgð. Yfirlýsingunni verður fylgt eftir með fræðsludagskrá fyr- ir fyrirtæki um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. mm Samstarf um ábyrga ferðaþjónustu Eftir undirritun sáttmálans um ábyrga ferðaþjónustu var stillt upp í myndatöku. „Þetta er glæsilegt skip og nú verður stefnan tekin til Íslands,“ sagði Friðleifur Einarsson, skip- stjóri á Engey RE á vef fyrirtæk- isins um miðja síðustu viku. Snjó- koma í Tyrklandi tafði lítið eitt fyr- ir upprunalegri áætlun um heim- ferð skipsins, en það er væntanlegt fyrir lok mánaðarins til Reykjavík- ur. Þaðan verður Engey svo siglt á Akranes þar sem millidekks- og lestarbúnaður, meðal annars kara- flutningskerfi, frá Skaganum 3X verður sett um borð. Ísfisktogarinn Engey RE hefur sem kunnugt er verið í smíðum fyr- ir HB Granda í skipasmíðastöðinni Celiktrans í Tyrklandi og er fyrsta af þremur systurskipum sem raðs- míðuð verða þar. Sama stöð smíð- aði auk þess uppsjávarveiðiskipin Venus og Víking. Sjö manna áhöfn siglir Engey nú heim. Auk Frið- leifs Einarssonar skipstjóra munu bróðir hans, Einar Bjarni Ein- arsson stýrimaður, Emil Sigurð- ur Magnússon stýrimaður, Bjarni Bjarnason matveinn, Magnús Sig- urðsson yfirvélstjóri og vélstjór- arnir Sigurður R. Sigurðsson og Siguróli Sigurðsson standa vaktina á heimsiglingunni. Engey RE er 54,75 metrar að lengd og 13,5 metrar að breidd. Aðalvélin er af gerðinni MAN 6L27/38 og er skráð afl hennar 1.790 kW við 800 snúninga á mín- útu. Niðurfærslugír er frá Reintjes með PTO fyrir ásrafala. Skrúfa er frá MAN og er hún 3,8 m í þver- mál. Vélin er útbúin með meng- unarvarnarbúnaði af gerðinni SCR Catalysator. Tvær MAN ljósavélar eru um borð og er afl hvorrar um sig 443kW. Spilkerfið er frá Naust Marine og eru allar vindur raf- knúnar. Bógskrúfa er frá Brunvoll og er hún 300 kW. Millidekks- og lestarbúnaður verður smíðaður hjá Skaganum 3X og verður hann settur í skipið á Íslandi. Hönnuður skipsins er Alfreð Tulinius skipa- tæknifræðingur hjá Nautic ehf. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, frá skipasmíðastöðinni Celiktrans er aðbúnaður um borð í skipinu framúrskarandi. Hvort sem litið er til vistarveru áhafn- ar, matsalinn, eldhúsið eða sjálfa brúna. mm Engey RE á heimsiglingu frá Tyrklandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.