Skessuhorn - 15.02.2017, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 20178
Aflatölur fyrir
Vesturland
4. til 10. febrúar
Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu:
Akranes 6 bátar.
Heildarlöndun: 46.432 kg.
Mestur afli: Eskey ÓF: 19.642
kg í fjórum löndunum.
Arnarstapi 3 bátar.
Heildarlöndun: 19.074 kg.
Mestur afli: Álfur SH: 7.811 kg
í einni löndun.
Grundarfjörður 2 bátar.
Heildarlöndun: 3.637 kg.
Mestur afli: Birta SH: 3.637 kg
í tveimur löndunum.
Ólafsvík 13 bátar.
Heildarlöndun: 374.355 kg.
Mestur afli: Bárður SH: 88.987
kg í sjö löndunum.
Rif 5 bátar.
Heildarlöndun: 90.143 kg.
Mestur afli: Bíldsey SH: 33.863
kg í fjórum löndunum.
Stykkishólmur 4 bátar.
Heildarlöndun: 16.861 kg.
Mestur afli: Fjóla SH: 5.386 kg
í fjórum löndunum.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Jákup B KG - ÓLA:
44.506 kg. 6. febrúar.
2. Arnar SH - ÓLA:
20.386 kg. 4. febrúar.
3. Bárður SH - ÓLA:
17.183 kg. 9. febrúar.
4. Bárður SH - ÓLA:
15.903 kg. 9. febrúar.
5. Bárður SH - ÓLA:
15.796 kg. 10. febrúar.
grþ
Guðmundur Sigurðsson, fyrr-
verandi skólastjóri Grunnskólans
í Borgarnesi, var sérstakur heið-
ursgestur körfuknattleiksdeildar
Skallagríms á úrslitaleik Keflavíkur
og Skallagríms í Maltbikarnum á
laugardaginn. Guðmundur er upp-
hafsmaður körfuboltans í Borgar-
nesi en hann hóf að skipuleggja æf-
ingar innan Skallagríms skömmu
eftir að hafa flutt í Borgarnes árið
1958. Síðan hefur körfubolti ætíð
verð stundaður innan félagsins.
Guðmundur hafði kynnst körfu-
bolta á námsárum sínum. Áður en
leiðin lá í Borgarnes bjó hann á
Suðurnesjum en þar var hann m.a.
hvatamaður að því að körfur voru
settar upp í Njarðvík og Grinda-
vík. Þessir bæir, líkt og Borgarnes,
urðu miklir körfuboltabæir í fyll-
ingu tímans. Guðmundur þjálf-
aði m.a. meistaraflokk kvenna sem
varð Íslandsmeistari í körfubolta
árið 1964.
hlh
Guðmundur heiðursgestur
á bikarúrslitaleik
Guðmundur Sigurðsson og Björn Bjarki Þorsteinsson núverandi formaður körfu-
knattleiksdeildar Skallagríms á úrslitaleiknum á laugardaginn. Ljósm. jho.
Færeyska línuskipið Jákub B land-
aði í annað sinn á stuttum tíma í
Ólafsvík síðastliðinn mánudag, að
þessu sinni 35 tonnum af úrvals
fiski sem fór beint á markað. Að
sögn Óskars Melsted sölustjóra hjá
Fiskmarkaði Íslands fór kílóið af
þorskinum á 300 krónur og ýsan
lagði sig á 305 krónur. Hann sagði
að gott væri að fá þennan afla á land
nú þegar verkfall sjómanna stendur
yfir. „Ég á ekki von á því að fá þetta
skip aftur til löndunar hér þar sem
kvóti færeyskra skipa er ekki mikill
hér við land,“ sagði Óskar.
Færeysku sjómennirnir sem
fréttaritari ræddi við í Ólafsvík á
mánudaginn voru mjög ánægð-
ir með alla þá þjónustu sem þeir
fengu í Ólafsvík. Þeir kváðust hafa
óttast læti þar sem sjómannverkfall
stæði yfir. Þeir sögðust hafa lent í
miðju sjómannaverkfalli þegar þeir
lönduðu eitt sinn í Skotlandi og þar
hefði verið skvett olíu á fiskinn. Því
voru þeir mjög sáttir að landa hér,
enda sögðu þeir alþekkt að Ólsar-
ar væru höfðingjar heim að sækja.
Á árum áður voru Færeyingar fjöl-
mennir í Ólafsvík og tengslin sterk
milli landanna.
af
Færeyingar lönduðu í annað sinn í Ólafsvík
Ólöf Nordal alþingsmað-
ur, varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins og fv. ráðherra lést
8. febrúar síðastliðinn, 50
ára að aldri, eftir baráttu við
krabbamein.
Ólöf Nordal fædd-
ist í Reykjavík 3. desember
1966. Hún varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1986, lauk lögfræðiprófi
við Háskóla Íslands 1994 og
fékk málflutningsréttindi fyr-
ir héraðsdómi árið 1999. Þá
lauk hún MBA námi við Há-
skólann í Reykjavík árið 2002.
Ólöf var alþingismaður Sjálf-
stæðisflokksins í Norðaustur-
kjördæmi 2007-2009 og þing-
maður Reykjavíkurkjördæm-
is suður 2009-2013 og aftur
frá árinu 2016. Ólöf tók við
embætti innanríkisráðherra
4. desember 2014 og gegndi
því starfi til 11. janúar á þessu
ári.
Ólöf lætur eftir sig eigin-
mann og fjögur börn.
mm
And lát:
Ólöf Nordal
Hópur hjólreiðamanna á Akranesi
hefur tekið sig saman og stofnað
hjólahóp sem æfir tvisvar í viku í
íþróttasalnum við Jaðarsbakka.
Hópurinn heyrir undir Ung-
mennafélagið Skipaskaga, sem er
aðildarfélag að ÍA. Gísli Guð-
mundsson rakari og hjólreiðamað-
ur er einn af forsprökkum hópsins
og heldur utan um æfingarnar. Í
samtali við Skessuhorn segir Gísli
að nokkrir hjólarar hafi byrjað að
hittast í haust og hjóla saman. Í
framhaldi af því var mikill áhugi
að finna flöt á að geta æft saman
innanhúss í vetur, til að vera í sem
bestu hjólaformi í vor. „Við sóttum
um aðild að Skipaskaga og vorum
samþykkt þar sem deild í byrjun
nóvember. Eftir það fengum við
fasta æfingartíma í spinningsaln-
um að Jaðarsbökkum á þriðjudög-
um og fimmtudögum. Við leggj-
um upp úr því að æfingahópurinn
sé áhugafólk um hjólreiðar og vilji
efla sig á því sviði t.d. hvað varðar
úthald og tækni.“
Hentar öllum
Gísli segir að til að geta tekið
þátt í hjólaæfingum þurfi að skrá
sig í hjólahóp Umf. Skipaskaga.
Það sé hægt að gera með því að
hafa samband við Guðrúnu Sig-
ríði Gísladóttur, til dæmis í gegn-
um Facebook. Hann segir hjóla-
hópinn henta fyrir alla sem hafa
áhuga á hjólreiðum, bæði byrjend-
ur sem lengra komna. „Fólk tek-
ur þetta bara á sínum hraða. Það
eru margir sem halda að þetta sé
algjör geðveiki og rugl en í raun
og veru hjólar þú bara eftir þinni
getu. Þess vegna er hægt að byrja
hvenær sem er.“ Gísli segir marga
vera skráða í hópinn og að þeim
hafi fjölgað jafnt og þétt frá því í
nóvember. „Það eru samt alls ekki
allir sem mæta reglulega á æfingar.
Við erum oftast í kringum 12 til 14
manns og getum í raun ekki bætt
mörgum við á þessar inniæfing-
ar vegna aðstöðunnar.“ Aðspurður
hvað sé framundan segir hann að
ýmislegt sé á döfinni hjá meðlim-
um hjólahópsins. „Það eru tveir
aðilar úr hópnum sem eru að fara
að hjóla með Team Rynkeby Ísland
frá Kaupmannahöfn til Parísar
um 1300 km leið. Ég er sjálfur að
stefna á að fara aftur til Svíþjóðar
2018 og taka þátt í Vatternrundan,
sem er 300 km leið. Það yrði þá í
þriðja sinn sem ég tek þátt þar. Svo
erum nokkur sem stefnum á þátt-
töku í Bláa lóns þrautinni í sumar
og við erum með einn í hópnum
sem hefur keppt í Járnkarlinum.
Við erum með fullt af fólki sem
er að stefna á ýmislegt. Fólk er að
kaupa sér hjól og er að fara að gefa
í og gera eitthvað skemmtilegt. Nú
fer að líða að því að maður fer að
fara meira út og leika sér,“ segir
Gísli hress að endingu. grþ
Hjólreiðamenn æfa saman á Akranesi
Gísli kátur eftir þátttöku í hjólakeppni í Svíþjóð, þar sem hann hjólaði 300 kílómetra.