Skessuhorn


Skessuhorn - 15.02.2017, Qupperneq 20

Skessuhorn - 15.02.2017, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 201720 Límtré Vírnet varð til í ársbyrjun 2005 þegar fyrirtækin Límtré og Vírnet Garðastál voru sameinuð í eitt. Áður hafði Límtré keypt Vír- net í Borgarnesi og sameinað það Garðastáli. Fyrirtækin sem sam- einuðust í Límtré Vírnet 2005 eiga bæði langa sögu í íslenskum bygg- ingaiðnaði. Límtré var stofnað árið 1982 en Vírnet öllu fyrr, eða árið 1956. Árið 2007 var Límtré Vírnet sameinað BM Vallá en í framhaldi af bankahruninu varð sú samsteypa gjaldþrota í maí 2010. Límtré Vír- net var þá endurstofnað í maí 2010 og síðan hefur verið góður stígandi í rekstrinum og hann í ágætu jafn- vægi, að sögn Stefáns Loga Har- aldssonar framkvæmdastjóra. Hefur fyrirtækið til að mynda verið á lista upplýsinga- og þjónustufyrirtækis- ins Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki árin 2015 og 2016, en að- eins um 1,7% skráðra íslenskra fyr- irtækja komust á þennan lista á síð- asta ári. Í rökstuðningi með þeim tilnefningum segir að þau fyrirtæki sem skipi listann eigi það sameigin- legt að sýna stöðugleika í rekstri og skapa þannig sjálfbær verðmæti. Því séu þau afar verðmæt hluthöfun- um og samfélaginu í heild. Skessu- horn hitti framkvæmdastjórann Stefán Loga að máli í Borgarnesi í síðustu viku og ræddi við hann um starfseminu og fyrirtækið. Þar kem- ur fram að talsverð þróun er í bygg- ingaaðferðum og boða þær bæði tækifæri í nýrri framleiðslu en einn- ig samdrátt í annarri. Þannig verð- ur síðar á þessu ári hætt framleiðslu nagla í Borgarnesi og lýkur þar með 51 árs samfelldri sögu naglafram- leiðslu þar. Reksturinn sveiflum háður „Það er ágætlega jákvæður gangur í byggingageiranum um þessar mund- ir, en hann er jafnan sveiflum háður. Það hefur töluvert að segja í okkar starfsemi, því við fylgjum nokkuð sveiflunum í greininni,“ segir Stefán í samtali við Skessuhorn. „Síðan fyr- irtækið var endurstofnað árið 2010 hefur verið hægur en góður stíg- andi í rekstrinum. Árin þar á und- an, eftir efnahagshrunið, voru erf- ið. Límtré Vírnet var sameinað BM Vallá árið 2007 og svo varð hrun- ið, en því fylgdi gríðarmikið álag á greinina. En eftir endurstofnun þá hefur þetta verið upp á við, hægt og sígandi. Árið 2016 var til að mynda eitt besta árið í sögu fyrirtækis- ins verkefnalega séð, en ekki endi- lega afkomulega séð. Því samhliða styrkingu krónunnar hefur þyngst samkeppni við innfluttar lausnir og byggingar, bæði úr stálgrind og límtré. Stór hluti af tilkostnaði fyrir- tækisins er tilkominn vegna íslensks rekstrarumhverfis. Það er til dæm- is gríðarlegur mismunur á laun- um milli Íslands og margra annarra samkeppnislanda, svo sem á hinum Norðurlöndunum. Bæði hafa laun hækkað mikið hér á landi, undanfar- in ár samkvæmt kjarasamningum, en einnig kemur til launaskrið, sem lætur ekki á sér standa þegar umsvif- in aukast og aukin samkeppni verð- ur um starfsfólk. Þá hefur breytingin á gengi krónunnar gert framleiðslu- fyrirtækjum á Íslandi erfitt fyrir að keppa við stærri framleiðendur er- lendis í miklu stærri og afkastameiri verksmiðjum. Krónan þyrfti að vera í meira jafnvægi,“ segir Stefán. Ekki kappsmál að velta miklu Starfsmenn Límtrés Vírnets eru um hundrað talsins. Þar af starfa um 55 í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Borg- arnesi. Þar er stærsta einstaka fram- leiðslueining fyrirtækisins, völsunar- deildin. Þar er fyrst og fremst fram- leitt valsað stál og ál til klæðninga á þök og veggi utanhúss, auk fram- leiðslu á milliveggjastoðum úr stáli. Aðal söludeild fyrirtækisins er einnig í Borgarnesi, sem og þjónustudeild- ir eins og rafmagnsverkstæði, járn- smiðja og blikksmiðja, en þar eru smíðaðir allir fylgihlutir og áfellur með klæðningarefninu. Töluverð starfsemi er síðan einnig í starfsstöð fyrirtækisins á Stór-Reykjavíkur- svæðinu, sem staðsett er í Kópavogi, þar sem byggingadeildin er m.a. til húsa. Hefur sú deild innan fyrirtæk- isins verið að stækka nokkuð hratt undanfarin misseri samhliða fjölg- un verkefna. Þá er fyrirtækið einn- ig með lager fyrir loftræstikerfi og byggingavörur í Kópavogi, auk þess sem hluti af stjórnendateymi fyrir- tækisins er staðsettur þar, svo sem forstöðumaður byggingadeildar, fjármálastjóri og innkaupastjóri. Heildarvelta fyrirtækisins á síðasta ári var 2,5 milljarðar króna og hefur veltan aukist verulega frá því fyrir- tækið var endurstofnað. „Árið 2010 var ársvelta fyrirtækisins rétt um einn milljarður en til samanburð- ar má nefna að fyrir sameininguna við BM Vallá, árið 2007, þá var velt- an komin yfir þrjá milljarða, en það ár var nú býsna ýkt,“ segir Stefán, en bætir því við að stjórnendum sé ekki endilega mesta kappsmál að auka bara veltuna. Fyrst og síðast sé þeirra markmið að reksturinn sé hagkvæmur. „Það er ekkert fengið með því að ná bara að velta miklu í þessum rekstri. Góð velta þarf að skila sér í góðri afkomu. Þá getum við haldið uppi góðu þjónustustigi við okkar viðskiptavini, góðri starf- semi með góðu starfsfólki og greitt samkeppnishæf laun,“ segir Stefán. Stærsti einstaki samningurinn Eins og segir hér að ofan var árið 2016 eitt besta árið í sögu endur- stofnaðs fyrirtækis verkefnalega séð. Á síðasta ári landaði Límtré Vírnet til að mynda stærsta einstaka samningi sínum frá upphafi, þeg- ar fyrirtækið samdi við dótturfélag Icelandair um byggingu 11 þús- und fermetra flugskýlis á Keflavík- urflugvelli. „Flugskýlið verður allt klætt og einangrað með nýju stein- ullareiningunum okkar, en það eru um tíu þúsund fermetrar sem þarf að einangra og klæða. Það verður allt framleitt í nýju yleiningaverks- iðjunni okkar á Flúðum og þar af leiðandi allur virðisauki innlend- ur,“ segir Stefán. „Stálgrindar- húsið flytjum við inn frá Rúmeníu. Þar höfum við verið í samstarfi við gott fyrirtæki sem framleiðir stál- grindur, yleiningar og fleiri bygg- ingatengdar vörur. Hjá því fyrir- tæki fara saman gæði og gott verð og samstarfið er gott,“ segir hann, en Límtré Vírnet hefur í gegnum árin flutt inn stálgrindur og boðið í bland við límtréshúsin, mest frá Llentab í Svíþjóð. „Hér áður voru stór iðnaðarhúsnæði mest stál- grindarhús en límtré er nú orðið meiri valkostur og hefur tekið við af stálinu að stærri hluta. Tæknin er orðin betri við gerð límtrésburðar- virkis en áður. Það sem hamlar oft í límtrénu er að með því næst ekki sama spanvídd og hægt er að ná með stáli. Þó stálið hafi enn yfirhöndina, þegar spanvídd er mikil, er orð- ið hægt að reisa býsna stór og mik- il mannvirki úr límtré. Við reistum til dæmis knatthús á Höfn í Horna- firði úr límtré, sem er nokkuð ein- stakt mannvirki á landsvísu að því er ég best veit.“ Á síðasta ári framleiddi fyrirtæk- ið þrjár reiðskemmur á Snæfells- nesi, eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni. Þær eru í Ólafsvík, Stykkishólmi og á Lýsuhóli, sem allar eru komnar á lokastig fram- kvæmda. „Þá má geta þess að á þar- síðasta ári framleiddum við burð- arvirkið í um 5.500 fermetra fjós á Flatey á Mýrum við Hornafjörð. Það er með límtrésburðarvirki og „Ágætlega jákvæður gangur í byggingageiranum“ - segir Stefán Logi Haraldsson, framkvæmdastjóri Límtrés Vírnets Stefán Logi Haraldsson, framkvæmdastjóri Límtrés Vírnets. Menn að störfum í framleiðslusal Límtrés Vírnets í Borgarnesi. Einbeiting í járnsmiðjunni. Naglaframleiðslan var upphafið að rekstri fyrirtækisins í Borgarnesi árið 1956. Nú liggur fyrir að framleiðslu hinna frægu Vírnets nagla verði hætt á þessu ári. „Það er fullreynt að okkar áliti og framleiðsla á þessari vöru er engan veginn arðbær,“ segir Stefán Logi í viðtalinu. Hér má sjá nokkra af síðustu þaksaums nöglunum. Jakob Hermannsson (t.v.) og Andri Daði Aðalsteinsson markaðsstjóri sýndu blaðamanni hvernig ein af gömlu vélunum í naglaframleiðslunni virkar. Þessi vél er frá fyrstu árum fyrirtækisins og er vel nothæf. Taka skal fram að hún var ekki í gangi þegar myndin var tekin, heldur sneri Jakob henni með handafli og lýsti hverju skrefi frá því vír fer inn í vélina og nagli kemur út.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.