Skessuhorn


Skessuhorn - 15.02.2017, Síða 22

Skessuhorn - 15.02.2017, Síða 22
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 201722 Barátta Félags eldri borgara á Akra- nesi og nágrenni fyrir varanlegri félagsaðstöðu er orðin harla löng. Hinn 1. mars 2007 ritaði þáverandi bæjarstjóri, Gísli S. Einarsson, eft- irfarandi í bréfi til Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, og var þar að fylgja eftir umsókn bæjar- ins í Framkvæmdasjóð aldraðra um kaup á húsnæði til þessara nota: „Þannig er mál með vexti að við höfum á undanförnum árum leigt húsnæði ca 400 m2 fyrir starfsemi aldraðra, sem orðið er of lítið, þess vegna þarf að grípa til aðgerða.“ Og bærinn fékk jákvætt svar. Samþykkt var framlag 27,2 milljón- ir eða 20% af metnu húsverðinu. En Adam var ekki lengi í Paradís. Bærinn ákvað að taka umrætt hús- næði til annarra nota. Seint á árinu 2008 reyndi bærinn síðan að fá þetta framlag flutt yfir á framkvæmdir við Höfða en Framkvæmdasjóður- inn hafnaði því. Í tengslum við það sagði bæjarstjóri í bréfi til sjóðsins að „unga fólkið væri himinlifandi en ekki þeir eldri.“ Og skal engan undra. Ég dreg þennan atburð sérstak- lega fram vegna þess að á þennan veg hafa málin svo oft skipast allt fram á þennan dag. Við hin eldri höfum setið á hakanum og æ ofan í æ þurft að sæta því, að lausnir og vonir um rýmri og betri aðstöðu væru fyrst hvattar áfram af bæjaryf- irvöldum en síðan settar til hliðar. Sú bæjarstjórn sem sat síðasta kjörtímabil tók þá ákvörðun að koma þessu máli í fastan farveg áður en hennar störfum lyki, til þess að tryggja að séð yrði fram á farsælan enda þeirra eyðimerkur- göngu sem staðið hafði allt of lengi. Niðurstaða hennar var að kaupa svonefndar Dalbrautarreit af ÞÞÞ, ná þannig skipulagsvaldi á reitnum og nýta þá einu byggingu sem þar stóð sem félagsmiðstöð fyrir aldr- aða og öryrkja. Að loknum kaup- um á húsinu á vormánuðum 2014 var málinu fram haldið og skipað- ur vinnuhópur, sem fara skyldi yfir allar forsendur málsins miðað við að húsið yrði innréttað bæði fyrir starfsemi FEBAN og félagsþjón- ustu Akraneskaupstaðar fyrir ör- yrkja og aldraða. Gera skyldi til- lögur að tilhögun ásamt kostnað- aráætlun og áfangaskiptingu verks. Nefndin skilaði niðurstöðum sín- um í nóvember sl. Með hliðsjón af ört vaxandi fjölda aldraðra og öryrkja, en spár gera ráð fyrir að öldruðum fjölgi um nær 60% á næstu 15 árum, er rýmisþörf áætluð 1135 m2. Lagt er til að húsinu verði breytt þann- ig að það verði allt tvílyft og fram- kvæmdum dreift á fjögur ár til þess að verkið verði ekki of íþyngjandi fyrir bæjarsjóð. Kostnaður var met- inn um 307 milljónir. (Lóð og bún- aður ekki innifalin). Málinu var vísað til tveggja starfsnefnda bæjarins, sem virð- ast ekki hafa haft neitt til málanna að leggja. Hvor um sig skilaði eins orðaðri/staðlaðri bókun þar sem ekkert mat var lagt á skýrsluna eða sett fram skoðun nefndanna á frek- ari framgangi þess, enda kom í ljós um sama leyti, að bæjarstjórn hugð- ist taka enn einn snúninginn. Nú tíu árum síðar hefur bæjar- stjórn Akraness ákveðið að gefa 700 manna félagi aldraðra enn einu sinni langt nef og setja allar hugmyndir um framkvæmdir félagsaðstöðu fyr- ir aldraða og öryrkja á ís næstu fjög- ur árin nema til komi verktaki sem er reiðubúinn að reisa byggingar á ÞÞÞ lóðinni ásamt félagsaðstöðunni og fá kostnaðinn aðeins greiddan í formi gatnagerðargjalda. Þessa ályktun má draga af afgreiðslu fjár- hagsáætlunar ársins 2017 og fram- kvæmdaáætlunar næstu fjögurra ára sem samþykkt var einróma í bæjar- stjórn hinn 13. desember síðastlið- inn og þeim svörum sem þar voru gefin um hugsanlega fjármögnun. Á kynningarfundinum kynnti bæjarstjórn drög að deiliskipulagi svæðisins þar sem gert var ráð fyr- ir að Dalbraut 6, húsið sem bæjar- stjórn hefur hingað til talið sig hafa keypt fyrir um 80 milljónir, skuli rif- ið og þeim fjármunum hent. Í stað þess sé áformað að reisa fjölbýlishús, hugsanlega ætlað öldruðum og ör- yrkjum og umræddri félagsmiðstöð komið fyrir á neðstu hæð hússins og í einnar hæðar útbyggingu. Eng- ir fjármunir voru ætlaðir til verks- ins, hvorki á fjárhagsáætlun þessa árs né fjögurra ára fjárhagsáætlun. Þegar spurt var um, hvernig bæjar- stjórn hyggðist þá fjármagna verkið voru svörin þau, að hugmyndin væri að leita eftir samningi við verktaka um byggingu hússins í skiptum fyrir gatnagerðargjöld. Mig langar að líta nánar á þá hugmynd. Ef ég man rétt voru hús og lóð keypt af ÞÞÞ fyrir um 220 milljónir. Ef litið er til þeirra verðskrár sem finna má á vef kaup- staðarins varðandi gatnagerðar- gjöld virðist sem gjöld vegna þeirra fjögurra fjölbýlishúsa, sem ætluð eru á lóðinni, gætu hugsanlega náð álíka upphæð. Ekki er hægt að gera nákvæma áætlun fyrr en skipulagið ásamt skilmálum hefur verið lagt fram til kynningar. Og nú virðist bæjarstjórn vera einhuga um það að rífa niður einu verðmætin sem á lóðinni voru í þeim tilgangi að byggja enn dýrara húsnæði í stað þess! Þó gatnagerðargjöld alls skipu- lagsreits ÞÞÞ lóðarinnar væru lögð undir, væru þau því aðeins um helmingur þeirra ca 450 milljóna sem bygging nýs félagsheimilisins kostar ásamt búnaði. Ég undrast þá bjartsýni bæjaryfirvalda að fá megi verktaka til þess að koma að slíkum samningi um allt hverfið. Hverjum er ætlað að brúa bilið milli gatna- gerðargjalda og raunkostnaðar? Er hugsanlegt að verktakanum sé ætlað að gera ráð fyrir tvöföldum gjöldum vegna reitsins eða þaðan af hærra, sbr. Reykjavíkursvæðið? Þessi misreikningur er þó ekki það versta við hugmyndina, heldur sú staðreynd að verktakinn metur gatnagerðargjöldin að sjálfsögðu sem hluta byggingarkostnaðar hverfisins og deilir þeim kostnaði niður á íbúðirnar við sölu þeirra. Er bæjarstjórn virkilega svo ósvífin að ætla kaupendum í þessu litla hverfi að standa einir að byggingu félags- miðstöðvar fyrir aldraða og öryrkja, hverfi sem að öllum likindum verð- ur byggt með aldraða kaupendur og þarfir þeirra í huga? Þeir tveir þættir sem að framan greinir; gatnagerðargjöld sem ekki standa undir framkvæmdinni og/eða að örlítill hluti bæjarbúa, þar af tölu- verður hluti aldraðir, sem skipta vilja um húsnæði, standi undir kostnað- inum, sýnir mér að þessi hugmynd er vanhugsuð og fráleit. Bæjarstjón á engan annan kost en að fjármagna þessa framkvæmd eins og hverja aðra opinbera framkvæmd, þ.e. með framlögum á fjárhagsáætlun. Síðan gengið var frá fjárhags- áætlun ársins 2017 ásamt fjögurra ára áætlun þar sem meginverkefni nýframkvæmda voru íþróttamannvirki svo sem fim- leikahöll, endurbætur á sundlaug- arsvæði og íþróttahöll, heit laug á Jaðarsbökkum ásamt þátttöku í að- stöðuhúsi á golfvelli, hefur bæjar- stjórn bætt í þennan pakka. Á fundi bæjarráðs hinn 15 desember síð- astliðinn vísaði ráðið tveimur stór- framkvæmdum til Skipulags- og umhverfisráðs „vegna undirbún- ings fjárhagsáætlunar ársins 2018 og þriggja ára áætlunar 2019 – 2021,“ eins og það er orðað. Verkin sem hér um ræðir varða kostnaðarþátt- töku í byggingu reiðhallar og bygg- ing sundlaugar. Þannig standa málin í dag að nú hefur enn ein nefndin verið kos- in sem að hluta til mun fjalla um „hugsanlega“ félagsaðstöðu á Dal- brautarreit eins og það er orðað í er- indisbréfi. Mín skoðun er sú að tími vangavelta í nefndum sé liðinn. Þol- inmæði hins aldraða sem og öryrkja er löngu liðin. Ljóst er að sú bæjar- stjórn sem nú situr hyggst ekkert gera á þessu kjörtímabili nema tefja málið. Hefur reyndar aldrei hugsað sér annað. Hið versta er að áætlanir þeirra um ráðstöfum fjármuna í tíð næstu bæjarstjórnar gera ekki held- ur ráð fyrir lausn málsins. Þau þykj- ast vita að aldraðir og öryrkjar eru ekki frekur þrýstihópur og ganga að sjálfsögðu að því vísu að við kjósum þau aftur að ári, eða hvað? Er ekki mál að linni? Leyfum Dalbraut 6 að standa og gerum þær endurbætur sem lagðar hafa verið til. Jóhannes Ingibjartsson. Öldruðum og öryrkjum til umhugsunar Pennagrein KB mótaröðin í hestaíþróttum hófst í Faxaborg í Borgarnesi síðastliðinn laugardag með keppni í fjórgangi. Það eru hestamannafélögin Skuggi og Faxi sem halda mótið. Í þremur efstu sætum í hverjum flokki urðu: A úrslit barnaflokkur: 1. Aníta Björk Björgvinsdóttir, Klöpp frá Skjólbrekku. 5,8. 2. Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir, Hylling frá Minni-Borg. 5,20. 3. Andrea Ína Jökulsdóttir, Eldur frá Kálfholti. 5,17. A úrslit unglingaflokkur: 1. Ísólfur Ólafsson, Vörður frá Eski- holti II. 5,93. 2. Berghildur Björk Reynisdóttir, Óliver frá Ánabrekku. 5,90. 3. Aníta Eik Kjartansdóttir, Lóðar frá Tóftum. 5,70. A úrslit ungmennaflokkur: 1. Guðný Margrét Siguroddsdóttir, Reykur frá Brennistöðum. 6,23. 2. Húni Hilmarsson, Fjöður frá Hellulandi. 5,77. 3. Katrine Vittrup, Brella frá Lund- um II. 5,57. B úrslit opinn flokkur. 1. flokkur: 1. Þórdís Fjeldsted, Kjarkur frá Borgarnesi. 6,13. 2. Hrefna Rós Lárusdóttir, Hnokki frá Reykhólum. 6,03. 3. Ulrika Ramundt, Dáð frá Akra- nesi 5,63. A úrslit opinn flokkur. 2. flokkur: 1. Katrine Kornun, Tindur frá Borg. 5,53 2. Inga Vildís Bjarnadóttir, Óskar frá Hafragili. 5,40. 3. Maaru Katarina Moilanen, Má- nadís frá Efri Núpi. 5,07. A úrslit Opinn flokkur. 1. flokkur: 1. Fredrica Fagerlund, Stígandi frá Efra-Núpi. 6,73. 2. Gunnar Tryggvason, Grettir frá Brimilsvöllum. 6,37. 3. Benedikt Þór Kristjánsson, Stofn frá Akranesi. 6,33. mm Úrslit úr fjórgangi á KB mótaröðinni Frá verðlaunaafhendingu fyrir fjórgang í ungmennaflokki. Ljósm. iss.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.