Skessuhorn


Skessuhorn - 08.03.2017, Síða 17

Skessuhorn - 08.03.2017, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 17 samdrátt áður og framtíðin sé björt. „Þegar ég tók við sem formaður var félagið enn að minnka en sem bet- ur fer er það farið að stækka á nýj- an leik. Hér áður fyrr var iðkenda- fjöldinn nokkuð stöðugur. Spilarar voru í kringum 100 til 120 í lang- an tíma en síðan tók að halla undan fæti. Þegar fæst var voru ekki nema milli 50 og 60 í félaginu en núna eru þeir komnir yfir 80 aftur,“ seg- ir Birgitta. „Þannig að þetta lítur ágætlega út núna. Flestir iðkend- urnir eru í yngri árgöngunum og um það snýst uppbyggingin. Eldri krakkarnir haldast hjá okkur út framhaldsskólaaldurinn og það er mjög gott. Ákveðinn kjarni spilara er reglulega í landsliðsúrtakshópn- um, tekur þátt í landsliðsverkefnum og keppir á öllum stærstu mótum landsins, bæði í unglinga- og full- orðinsflokkunum,“ segir hún. Einum árgangi hefur á hverju ári verið boðið að æfa endurgjalds- laust. Þetta árið er það 2007 ár- gangurinn en á síðasta ári krakk- ar fæddir 2006, en það var í fyrsta sinn sem bryddað var upp á þessari nýjung. Segir Birgitta að þetta hafi gefið góða raun. „Þetta hefur geng- ið vel en síðan höfum við reynt að stilla félagsgjöldum í hóf. Á síðasta ári gáfum við líka öllum nýjum iðk- endum spaða og boli og reynum að hvetja þá til að halda áfram,“ bætir hún við. Þegar Birgitta er beðin um að líta til framtíðar þá vonast hún til að uppbyggingarstarfið muni halda áfram og að það skili sér í fleiri félagsmönnum til frabúðar. „Ég vona líka að það verði auðveldara að fá þjálfara til að koma og þjálfa bad- minton utan höfuðborgarsvæðisins í framtíðinni. Ég vona að við getum haldið áfram að byggja upp góðan kjarna af góðum spilurum. Þá æfa iðkendurnir lengur og krakkarn- ir halda sig frekar í félaginu þegar komið er fram yfir tvítugt. Ég sé fyrir mér að þannig geti Badmin- tonfélag Akraness komist aftur í hóp með toppfélögum landsins og geti státað af enn fleiri toppspilur- um í bæði unglinga- og fullorðins- flokkum,“ segir Birgitta. Hannar vegi í vinnunni Hér segjum við skilið við badmin- tonumræðu og vindum okkar kvæði í kross. Sem fyrr segir er Birgitta tæknifræðingur hjá Vegagerðinni í Borgarnesi og blaðamanni leikur forvitni á að vita hvert viðfangsefni hennar er í starfi. „Mitt starf felst fyrst og fremst í því að hanna vegi. Síðustu vegirnir sem ég hef komið að hönnun eru til dæmis neðsti kafli nýs Uxahryggjavegar, en útboði á þeim kafla hefur verið frestað í bili, Laxárdalsvegur og Súðavíkurhlíð,“ segir Birgitta. Aðspurð viðurkenn- ir hún að það hafi vissulega ver- ið svekkjandi þegar vegagerð um Uxahryggi var frestað. „Vinnan er svo sem ekkert til einskis. Hönnun vegarins er lokið og teikningarnar eru til uppi í skáp, þannig að vinn- an mun nýtast þegar þar að kemur. En jú, auðvitað er það pínu súrt að sjá vinnu síðustu vikna og mánaða enda bara uppi í skáp,“ segir Birg- itta. Snjóflóðaskápar, skilti og eyjur Þá fræðir hún blaðamann um að hún hafi yfirumsjón með umferð- aröryggismálum Vegagerðarinnar á Vestursvæði. Helstu verkefni þar segir hún vera að koma fyrir vegr- iðum og laga fláa á vegum, til dæm- is þar sem ræsi liggja undir veginn. Birgitta segir að áður fyrr hafi ræs- in aldrei verið mikið breiðari en vegurinn og á síðustu árum hafi víða verið unnið að því að ráða bót í því máli. Best sé ef hægt er að laga fláann en því er ekki að skipta alls staðar og þá þarf að koma fyr- ir vegriði. „Á síðasta ári tókum við fyrir þjóðvegi sem liggja í gegnum þéttbýli, eins og til dæmis í Búðar- dal, með það fyrir augum að auka umferðaröryggi. Það er fyrst og fremst gert með því að koma fyr- ir umferðareyjum og hraðaskiltum sem eiga að halda umferðarhraða niðri. Í Búðardal var einmitt kom- ið fyrir slíkum umferðareyjum síð- asta haust,“ segir Birgitta. „Þetta eru svona helstu framkvæmdirnar sem snúa að umferðaröryggi í þétt- býli, en verkefnin geta verið allt frá því að setja niður skilti sýna há- markshraða og beygjuörvar til þess að gera framhjáhlaup,“ bætir hún við. „Það er að mörgu að huga þeg- ar kemur að umferðaröryggi, ekki síst þegar vegurinn liggur í gegn- um þéttbýli. Hér áður var ekki mikið spáð í umferðaröryggi. Nú myndum við líklega aldrei leggja þjóðveginn í gegnum bæi og þorp. En það var öðruvísi áður fyrr. Þá var bara lagður vegur beint í gegn. Hvað varðar vegriðin þá eru þau sagan endalausa. Það vantar vegr- ið á margastaði á Vestursvæði til að umferðaröryggi sé fullnægt. Þetta er verkefni sem við erum stöðugt að vinna að og þarf að forgangas- raða í samræmi við umferðarmagn og fleira,“ segir hún. Af þeim verkefnum sem Birg- itta vinnur að um þessar mundir segir það stærsta vera Súðavíkur- hlíð. „Núna erum við að vinna að Vestfjarðavegi um Súðavíkurhlíð. Þar á að koma fyrir svokölluðum snjóflóðaskápum. Þá er grafið úr hlíðinni, stálþil sett milli hlíðar og vegarins og þessir „skápar“ taka síðan við snjónum,“ segir Birgitta, en snjóflóð eru tíð í Súðavíkurhlíð- inni. „Það falla svo mörg snjóflóð þarna að við erum að skoða það núna hægt sé að færa veginn þann- ig að rásin við hlið hans taki við snjónum.“ Draumur að rætast Að öðrum kosti segir hún að á árinu 2017 verði meðal annars breikkaður hringvegurin við gatna- mótin við Dalsmynni í Borgarfirði. „Það stendur til að breyta vegin- um þannig að umferð í norður upp á Holtavörðuheiði komist óhindr- að framhjá bílum sem beygja upp á Bröttubrekku. Það verður einfald- lega gerð önnur akrein hægra meg- in í stað útskotsins sem er nú. Veg- urinn mun því skiptast í tvær ak- reinar þegar nálgast gatnamótin. Nýja akreinin heldur áfram upp á heiðina en núverandi akrein verð- ur beygjuakrein við gatnamótin ,“ segir Birgitta. Spurð um ástæður þess að hún hóf störf hjá Vegagerðinni kveðst hún hafa sett stefnuna á þetta strax á meðan tæknifræðináminu stóð. „Ég fann það þegar var að læra að ég hefði áhuga á þessu. Ég setti því stefnuna á að fá vinnu hjá Vegagerð- inni strax að námi loknum og fékk. Ég hef ekki unnið neins staðar ann- ars staðar síðan ég lauk náminu fyr- ir þremur árum síðan,“ segir hún. „Að fá þessa vinnu var eiginlega bara draumur að verða að veruleika og mér líkar mjög vel hérna. Ég hef áhuga á því sem ég er að vinna við og það er frábær starfsandi innan Vegagerðarinnar í Borgarnesi, sem skemmir ekki fyrir,“ segir Birgitta Rán Ásgeirsdóttir að lokum. kgk Birgitta komin í vinnugallann í blíðskaparveðri. WEST ICELAND Travel Ferðast um Vesturland 2017-2018 Fr ee Co pyPublished by Skessuhorn - www.skessuhorn.is Kynning á ferðablaðinu Travel West Iceland 2017-2018 Útgáfuþjónusta Skessuhorns mun vorið 2017 gefa út árlegt Ferðablað um Vesturland. Blaðið verður á ensku og íslensku og ber nafnið Travel West Iceland 2017-2018. Ljósmyndir og kort af einstökum svæðum og þéttbýlis- stöðum á Vesturlandi prýða blaðið og auglýsendur verða númeraðir inn á kortin. Lögð verður áhersla á að auglýsendur noti alþjóðleg ferðaþjónustumerki í auglýs- ingum. Dreifing og form Blaðið verður gefið út í 50.000 eintökum. Helstu dreif- ingarstaðir nú verða á höfuðborgarsvæðinu, upplýsinga- miðstöðvum um land allt, aðkomuleiðum ferðamanna í landshlutann og síðast en ekki síst helstu áningar- og ferða- mannastaðir á Vesturlandi sjálfu. Dreifing blaðsins verður efld enn frekar frá síðustu árum með áherslu á allt árið enda er ferðaþjónusta orðin heilsárs atvinnugrein. Lager af blaðinu verður ætíð til dreifingar hjá Markaðsstofu Vestur- lands í Borgarnesi. Loks verður blaðið í aðgengilegu formi á www.skessuhorn.is þaðan sem ferðaþjónustuaðilar geta hvenær sem er sótt það og sent viðskiptavinum sínum. Blaðið verður litprentað í A5 broti og 120-160 blaðsíður. Efnistök Vesturland er „Land tækifæranna“ árið 2017-2018. Einstök fyrirtæki og landshlutinn í heild hafa hlotið viðurkenningar að undanförnu og nefna má að Vesturland var af ferða- bókaútgefandanum Lonely Planet útnefnt annað áhuga- verðasta svæði í heimi 2016 og í upphafi þessa árs eitt af sautján áhugaverðustu svæðum í heimi af CNN-Travel. Í blaðinu má m.a. lesa almennan kafla um Vesturland, áhugaverðar héraðslýsingar fyrir Akranes, Hvalfjörð og Kjós, Borgarfjörð, Snæfellsnes, Dali og Reykhóla á ensku og íslensku auk ábendinga um markverða viðkomustaði, náttúruundur og Vesturland að vetri. Loks verður við- burðaskrá og sérstök þjónustuskrá fyrirtækja í ferðatengdri starfsemi sem kynna sig og auglýsa í blaðinu. Auglýsingasala og þjónustuskráning Panta þarf auglýsingapláss og þjónustuskráningar tíman- lega eða í síðasta lagi fyrir 10. mars 2017. Auglýsinga- verð eru óbreytt frá árinu 2016. Um sölu auglýsinga og skráningu þjónustuskrár sér Emilía Ottesen á netfanginu auglysingar@skessuhorn.is og í síma 433-5500. Auglýsendum standa til boða fjölbreyttir kostir: Heilsíðuauglýsing: Stærð: 128x190 mm. Verð kr. 231.000 en með vsk. kr. 286.440. Hálfsíðuauglýsing: Stærð: 128x93 mm eða 61.8x190 mm. Verð kr. 123.200 en með vsk. kr. 152.768. 1/4 síða: Stærð: 61.8x93 mm. Verð kr. 66.000, en með vsk. kr. 81.840. 1/8 síða: Stærð: 61.8x45 mm. Verð kr. 35.200, en með vsk. kr. 43.648. Skráning í þjónustuskrá blaðsins kostar 18.000 kr. en með vsk. kr. 22.320. Athugið að líkt og undanfarin ár verða einungis skráðar upplýsingar í þjónustuskrá blaðsins um þau fyrirtæki sem þess óska og greiða fyrir. Í skráningunni kemur fram nafn fyrirtækis, heimili, sími, netfang og vef- fang auk helstu þjónustuþátta. Þeir sem kaupa 1/4 auglýs- ingu í blaðinu eða stærri, fá fría skráningu í þjónustuskrá sem kaupauka. Hægt er að kaupa umfjallanir að hluta eða öllu leyti í stað auglýsinga. Panta þarf slíkt tímanlega. Við hlökkum til góðs samstarfs sem fyrr við ferðaþjónustu- fyrirtæki og aðra samstarfsaðila á Vesturlandi. Starfsfólk Skessuhorns 1/1 1/2 1/4 1/8

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.