Skessuhorn


Skessuhorn - 05.04.2017, Síða 1

Skessuhorn - 05.04.2017, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 14. tbl. 20. árg. 5. apríl 2017 - kr. 750 í lausasölu H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 6 -3 0 6 7 Greiðslumat á � mínútum fyrir viðskiptavini allra banka Nú geta allir gert fullgilt greiðslumat á arionbanki.is og fengið nákvæma mynd af greiðslugetu sinni með nokkrum smellum. Kynntu þér þessa spennandi nýjung Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Verkir í liðum? ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ FRÁ GEOSILICA INNIHELDUR HREINAN JARÐHITAKÍSIL GeoSilica kísilvatnið fæst í vefverslun geoSilica og www.skessuhorn.is Minnum á fríar smáauglýsingar á vef Skessuhorns Fyrirtækið Skaginn 3X hf. hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2017 sem afhent voru á Nýsköpun- arþingi síðastliðinn fimmtudag. Ingólfur Árnason, framkvæmda- stjóri Skagans, veitti verðlaun- unum viðtöku úr hendi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferða- mála-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra. Nýsköpunarþingið var haldið á Grand Hótel Reykjavík undir yfirskriftinni Draumaland nýsköpunar. Skaginn 3X hefur undanfarin ár verið leiðandi fyr- irtæki í nýsköpun í matvælaiðn- aðinum og þá sérstaklega í sjávar- útvegi. Fyrirtækið byggir á sterk- um þekkingargrunni og virku samstarfi við önnur fyrirtæki og rannsóknastofnanir. Undanfarin ár hefur fyrirtækið náð góðri fót- festu á markaði sem hefur skap- ast vegna nýrra lausna sem fyrir- tækið hefur sett á markað. Lausnir Skagans 3X byggja á mikilli sjálf- virkni með áherslu á bætt gæði og nýtingu afurða auk þess sem hag- kvæmar og umhverfisvænar kæli-, pökkunar- og flutningslausnir eru hafðar að leiðarljósi. Hjá fyrirtæk- inu starfa um 90 manns við hönn- un, þróun og framleiðslu. Það var mat dómnefndar að Skaginn 3X sé fyrirtæki sem hefur sýnt árangur á markaði með framúrskarandi ný- sköpun að leiðarljósi og er líklegt til að halda áfram á þeirri braut í framtíðinni. Nýsköpunarverðlaun Íslands eru veitt af Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýsköpunarsjóði atvinnulífs- ins, til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og nýsköpunar- starfi og náð hefur árangri á mark- aði. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli rann- sókna og þekkingaröflunar og aukinnar verðmætasköpunar í at- vinnulífinu. Verðlaunagripurinn er stytta af frjósemisgoðinu Frey eftir Hallstein Sigurðsson mynd- höggvara. „Við val á verðlaunahafa er lit- ið til þess hvort um sé að ræða nýtt sprotafyrirtæki, hvort það sé byggt á nýskapandi tækni og hug- mynd og sé kröfuhart á þekkingu. Þá er lagt mat á virðisauka afurða og hvort fyrirtækið hafi náð árangri á markaði. Metið er hvort líkur séu á að fyrirtækið haldi velli og hvort stjórnun nýsköpunar sé til eftir- breytni. Að lokum er metið hvort fyrirtækið sé hvatning fyrir aðra að feta sömu slóð,“ segir í rökstuðn- ingi dómnefndar. mm Skaginn 3X hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2017 F.v. Þórdís Kolbrún ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar, Ingólfur Árnason, Una Lovísa Ingólfsdóttir heldur á Jóni Agnari Ottesen, Guðrún Agnes Sveinsdóttir, Jónmundur Ingólfsson og Árni Ingólfsson. Gult var litur gleðinnar á glæsilegri vorsýningu Fimleikafélags Akraness sem fram fór í Íþróttahúsinu við Vesturgötu síðasta laugardag. Iðkendur túlkuðu allan tilfinn- ingaskalann, allt frá gleði til sorgar. Danshöfundur var Stefanía Sól Sveinbjörnsdóttir. Sjá fleiri myndir bls. 26. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.