Skessuhorn


Skessuhorn - 05.04.2017, Síða 16

Skessuhorn - 05.04.2017, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 201716 Skagakonan Auður Líndal er ný- komin heim úr tveggja vikna ferð frá Suður-Afríku, þar sem hún sinnti sjálfboðaliðastarfi ásamt Júl- íusi Emil Baldurssyni, fimmtán ára syni sínum. Hún segir hugmyndina að því að fara í ferðina hafa kom- ið óvænt og í framhaldinu gerðust hlutirnir hratt. „Það er ekkert verið að flækja hlutina. Í nóvember var ég að koma heim eftir langan vinnudag og klukkan að ganga tvö að nóttu. Ég fer í tölvuna og dett inn á síðu sem heitir Norður - Suður, sem eru hjálparsamtök sem gera ungum krökkum og fólki kleift að koma til þeirra í sjálfboðaliðastarf í Afríku,“ útskýrir Auður. Hjálparsamtök- in eru rekin af íslenskri konu, Lilju Marteinsdóttur, og Richard eigin- manni hennar. Þau komu til Suð- ur-Afríku frá Englandi fyrir fimm árum og hafa síðan þá sinnt hjálp- arstarfi í fátækrahverfunum á svæð- inu. Sjálfboðaliðarnir búa hjá þeim á meðan á dvöl þeirra stendur og taka virkan þátt í verkefnum hjálp- arsamtakanna. Mikil stéttaskipting Auður setti sig í samband við Lilju eftir að hafa rekist á heimasíðu hjálparsamtakanna og þá fór bolt- inn strax að rúlla. Aðspurð um hvort þetta hafi verið gamall draumur segir hún svo ekki vera. „Mig hef- ur alveg langað að fara og gera eitt- hvað svona en ég hef samt aldrei verið með neinn ýktan draum um það.“ Mæðginin dvöldu hjá Lilju og manni hennar allan tímann sem þau voru úti, rétt fyrir utan Höfðaborg. Auður segir að það hafi bæði ver- ið afslappað og notalegt að dvelja hjá hjónunum og fræðandi. „Rich- ard var duglegur að segja manni frá þegar hann var að keyra mann til og frá.“ Hún segir að það sem hafi komið mest á óvart við kom- una til Afríku hafi verið hversu mik- il stéttaskipting er þar. „Það er það fyrsta sem maður tók eftir. Þarna er fátækrahverfið og svo hinir - og ekkert þar á milli. Það er eng- in millistétt,“ segir hún. „Í einu húsi er til dæmis ríkasti og dýrasti einka- skólinn í bænum. Þetta er mjög dýr skóli og rafmagnsgirðing allt í kringum lóðina. Hinum megin við götuna er svo fátækraskólinn,“ bæt- ir hún við. Lifa fyrir daginn í dag Í fátækrahverfinu sem var í ná- grenninu búa þúsundir manna, flestir í húsum sem eru í raun bara litlir kofar. Mikill munur er á hí- býlum þeirra sem búa í fátækra- hverfinu og þeirra sem gera það ekki. „Öll venjulegu húsin eru girt af með rafmagnsgirðingu og þjófa- vörn, enda er mjög há glæpatíðni þarna. En þar sem við bjuggum var samt sem áður enginn íburður inni,“ segir hún. „Venjulega hverfið er bara venjulegt fyrir okkur að sjá. En fólkið úr fátækrahverfinu vinnur þar og svo sér maður fólkið ganga til baka á kvöldin, yfir í sitt hverfi. Alla morgna sér maður fólk, aðallega karlmenn, koma úr fátækrahverfinu og það eru kannski um 300 manns sem fara út á gatnamót á hverjum morgni og bíða þar eftir því að fá vinnu. Fólkið lifir bara fyrir daginn í dag og þarna er það að reyna að fá vinnu í einn dag.“ Hún segir einnig hafa komið á óvart að enginn hvítur virðist búa í fátækrahverfinu. Þrátt fyrir mikla fátækt og stéttaskiptingu segir hún fólkið vera mjög ham- ingjusamt og að mikið líf sé í hverf- inu. „Það er orka, líf og gleði og alls konar í gangi hjá þeim. Krakkarnir leika úti og spila fótbolta. Þarna sér maður að fólk þvær þvotta og heng- ir fötin út á snúrur. Það eru búðir og hárgreiðslustofur þarna um allt, í gámum.“ Auður segir þau einnig hafa heimsótt annað fátækrahverfi en munurinn milli hverfanna hafi verið mikill. Þar hafi verið mikið af fíkniefnaneytendum sem flest- ir nota eiturlyf sem kallað er „tik“ og er metamfetamín. „Það var rosa- lega mikill munur á milli hverfanna. Þetta var bara dópistahverfi og ekk- ert að gerast. Engin gleði eða líf á meðan að í hinu hverfinu er ýmis- legt í gangi.“ Voru mest á leikskóla Auður og Júlíus heimsóttu íbúa fá- tækrahverfisins og sáu meðal ann- ars að húsin þar eru klædd að inn- an með pappa. „Þeir nota pappa- kassa sem einangrun. Í þessum kof- um sem þau búa í er mjög heitt yfir sumarið en svo kólnar á kvöldin og verður ógeðslega kalt á nóttunni yfir vetrartímann.“ Þá fóru mæðginin á munaðarleysingjaheimili í fátækra- hverfinu, sem er eitt af þeim verk- efnum sem Norður - Suður styrk- ir. „Þar eru til dæmis 30 munaðar- laus börn en heimilið er bara með leyfi fyrir níu börn. Þessi börn eiga engin tækifæri eða von um að kom- ast á fósturheimili, þau bara týnast í kerfinu.“ Þá fóru mæðginin einnig á leikskóla þar sem börnin fá aldrei að fara út á daginn, þar sem ekki eru útisvæði alls staðar. Auður og Júlíus Emil vörðu mestum af tíma sínum á leikskóla sem rekinn er af konu sem kallast Lizzie. Skólinn er eitt af þeim verk- efnum sem Norður - Suður tek- ur þátt í og er að sögn Auðar bæði spennandi og nauðsynlegt. Á leik- skólanum eru um hundrað börn úr fátækrahverfinu. Eftir að leikskóla- göngunni lýkur fara sum þeirra áfram í skóla en önnur ekki. Auður segir leikskólann hafa verið nokkuð fínan hjá henni miðað við aðstæður. „En samt er hann í raun ekki fínn. Hann er ekki löglegur því þetta eru bara trékofar og það er allt of lít- ið pláss fyrir börnin þar inni. Þarna eru 30 börn í hverjum kofa og ekki til sæti fyrir alla. Skólagjöldin eru svona um 3000 krónur á barn en svo er bara happa glappa hvort fólk borgar gjöldin. Fólkið sem vinnur þarna fær því stundum greidd laun og stundum ekki,“ útskýrir Auður. Mæðginin unnu mest með fimm til sex ára börnum. Auður lýsir því að þau hafi verið hrein en í gatslitnum fötum, mörg þeirra með töskur sem voru alveg að detta í sundur og að tannheilsa þeirra hafi verið hræði- leg. Þurftu mikið knús Auður segir það hafa verið mikla upplifun fyrir hinn 15 ára Júlíus Emil að kynnast aðstæðum í öðru landi og að sinna sjálfboðaliðastarf- inu. „Honum fannst þetta geggj- að. Þarna voru allir glaðir. Börn- in höfðu reyndar mikla þörf fyrir að hanga utan í okkur og biðu eftir okkur á morgnanna innan við girð- inguna. Þau þurftu mikla athygli og knús, þau fá ekki svoleiðis at- hygli frá kennurunum.“ Hún seg- ir að aðstæður á leikskólanum séu allt aðrar en á leikskólum hérlendis. „Það vantar alla fræðslu þarna, eins og fyrir starfsfólkið um hvað þarf að gera. Það voru glerbrot út um alla leikskólalóðina og þarna ganga börnin um berfætt. Börnin eru látin leggja sig tvisvar á dag, því þau hafa svo lítið að gera. Þau kunna ekki einu sinni að púsla,“ segir hún. Þó sé mikil gleði á leikskólanum og þar leika börnin mikið úti, flestir með gömul dekk en einnig dansa börnin mikið. „Það er mikil tónlist í þeim. Þau byrja bara sjálf að syngja og dansa. Það er eitthvað sem maður sér börn hér heima ekki gera.“ Safna fyrir gámum Á áætlun er að leikskóla Lizzie verði breytt og að aðstæður þar verði bættar til muna. „Lizzie er að reyna að fá bráðabirgðastimpil til að geta fengið borgað frá ríkinu. Hana langar til að geta gert meira þarna, eins og að veita kennurun- um fræðslu og foreldrum barnanna líka.“ Verið er að safna fyrir sérút- búnum flutningagámum sem inn- réttaðir verða sem kennslustofur. Einn gámur kostar um 160 þús- und íslenskar krónur og er búið að skipuleggja hvernig svæðið getur litið út, þar sem flutningagámunum hefur verið breytt í skólastofur og hús. Þá er einnig markmið að koma upp góðu og öruggu leiksvæði fyrir börnin. „Það er núna verið að búa til grænmetisgarð fyrir leikskólann svo þau geti ræktað sitt eigið græn- meti til að geta eldað. Á leikskólan- um er nýfarið að elda fyrir börnin og gefa þeim að borða. En svo fá þau kannski ekkert að borða þegar þau koma heim,“ útskýrir Auður. Mæðginin stofnuðu söfnunar- reikning áður en þau fóru utan, þar sem þau eru að safna fyrir uppbygg- ingu leikskólans. „Við erum nán- ast komin með fyrir einum gámi og ætlum að halda áfram að safna. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikningsnúmerið 552 - 26 - 33060. Kt. 130202-3060. grþ/Ljósm. úr einkasafni. Mæðgin fóru í hjálparstarf til Suður-Afríku Auður og Júlíus Emil ásamt börnunum sem þau unnu mest með á leikskólanum. Dæmigert hús í fátækrahverfinu. Júlíus Emil á leikskólanum hennar Lizzie. Vatnskrani sem þjónar um það bil hundrað heimilum. Börnin eiga ekki mikið af leikföngum. Hér er heimatilbúinn bolti úr plasti og límbandi. Svona eru hugmyndirnar um nýja aðstöðu á leikskóla Lizzie. Krakkarnir spila mikinn fótbolta og eru flest berfætt. Þessi drengur notaði inniskó móður sinnar sem mark- mannshanska.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.