Skessuhorn


Skessuhorn - 05.04.2017, Síða 17

Skessuhorn - 05.04.2017, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2017 17 Afmælishátíð Laugardaginn 8. apríl munu Lionsklúbbarnir í Borgarnesi blása til afmælis- og kynningar- hátíðar í Hjálmakletti frá kl. 14:00-16:00. Ástæða hátíðarinnar er 60 ára afmæli Lionsklúbbs Borgarness og 30 ára afmæli Lionsklúbbsins Öglu auk þess sem Lionshreyfingin á 100 ára afmæli. Dagskrá : Ávörp formanna klúbbana. Ávarp frá Lionshreyfingunni. Ávarp fulltrúa Borgarbyggðar. Borgarbyggð afhentar gjafir frá Lionsklúbbunum. Brákarhlíð afhent gjöf. Skemmtiatriði. Myndasýning. Veitingar í boði klúbbanna Hugmyndasamkeppni um nafn á nýrri málningarvél Lionsklúbbs Borgarness og verður hún til sýnis á staðnum. Allir velkomnir SK ES SU H O R N 2 01 7 Lionsklúbbarnir í Borgarnesi efna til afmælishátíðar í Hjálmakletti í Borgarnesi næstkomandi laugardag. Þá verður haldið upp á 60 ára af- mæli Lionsklúbbs Borgarness og 30 ára afmæli Lionsklúbbsins Öglu auk þess sem aldarafmæli Lionshreyfing- arinnar í heiminum verður minnst. Lionsklúbbarnir hafa haldið út líf- legu starfi í tíð sinni og látið margt gott af sér leiða. Skessuhorn settist niður með fulltrúum klúbbanna sem litu yfir farinn veg. Leggja samfélaginu lið Lionsklúbbur Borgarness var stofn- aður 2. apríl 1957 og var Sigurður Gíslason húsasmíðameistari fyrsti formaður klúbbsins. Klúbburinn var með fyrstu Lionsklúbbunum hér á landi, en sá fyrsti var stofnað- ur í Reykjavík árið 1951. „Við erum hluti af alþjóðlegri hreyfingu sem á uppruna sinn í Bandaríkjunum árið 1917. Yfir milljón manns eru félagar í hreyfingunni um allan heim og erum við stolt að tilheyra svo stóru neti fólks,“ segir Sveinn G. Hálfdán- arson núverandi formaður Lions- klúbbsins. „Markmið starfsins er að leggja samfélaginu lið og hvetja allt þjónustuviljugt fólk til að leggja hönd á plóginn,“ bætir Skúli Ingv- arsson við en hann og Sveinn koma að undirbúningi afmælishátíðarinn- ar næstkomandi laugardag. Hlutur kvenna orðinn stór Lionsklúbburinn var karlaklúbbur fram til 1987. „Þá tók Lionshreyf- ingin mikilvægt skref þegar byrjað var að stofna klúbba fyrir konur. Hér á landi urðu til svokallaðir Lionessu- klúbbar veturinn 1986-1987. Við stofnuðum Lionessuklúbbinn Öglu í janúar 1987 og voru stofnfélagar 28. Þóra Björgvinsdóttir var fyrsti for- maðurinn,“ segir Þóra Þorkelsdótt- ir sem var einn stofnfélaga og gjald- keri í fyrstu stjórn Öglu. „Mark- mið klúbbsins voru þau sömu og hjá öðrum Lionsklúbbum. Fyrstu árin höfðu Lionessurnar ekki sömu stöðu og karlaklúbbarnir innan hreyf- ingarinnar sem réðu ferðinni inn- an hennar. Þetta breyttist árið 1994 þegar kvennaklúbbarnir fengu sömu stöðu og aðrir klúbbar. Þá breyttum við heiti klúbbsins í Lionsklúbbinn Öglu,“ bætir Þóra við. Hlutur kvenna er orðinn stór inn- an Lionshreyfingarinnar í dag. Geta má þess að Guðrún Björt Yngva- dóttir gegnir nú embætti 2. varafor- seta í Lions International og mun hún verða fyrsta konan til að verða alþjóðaforseti hreyfingarinnar árið 2019. Fjölbreytt fjáröflun Lionsklúbbarnir hafa byggt starf sitt á fjáröflunarverkefnum sem hafa verið af ýmsum toga. „Það væri hægt að nefna margt til sögunnar,“ segir Jóhanna Möller núverandi formaður Öglu. „Eitt þekktasta verkefni okk- ar er útgáfa Öglublaðsins sem hefur komið út á aðventunni í 26 ár. Síð- an höfum við selt jóladagatöl, rauðu fjöðrina, haldið dansleiki og tekið að okkur dómnefndarstörf fyrir sveitar- félagið vegna umhverfisviðurkenn- inga og margt fleira,“ bætir hún við. „Við höfum líka farið óvenjulegar leiðir. Árið 2007 fluttum við Píku- sögur í Landnámssetrinu í leikstjórn Ásu Hlínar Svavarsdóttur við miklar undirtektir. Við fórum svo um Vest- urland og fluttum verkið á nokkr- um stöðum,“ segir Elfa Hauksdóttur sem er í stjórn Öglu en hún tók þátt í verkinu ásamt Þóru og Jóhönnu og Maríu Erlu Geirsdóttur og Rann- veigu Finnsdóttur. Karlarnir hafa ekki verið síðri í sínum verkefnum. „Nefna má upp- setningu Lionsklúbbsins á verkinu Sláturhúsið hraðar hendur árið 1968 eftir Hilmi Jóhannesson mjólkur- fræðing. Hilmir var félagi í klúbbn- um en hann leikstýrði verkinu og lék í því ásamt hópi Lionsmanna,“ rifjar Sveinn upp en verkið naut mikilla vinsælda. „Síðan er hægt að nefna sölu á ljósaperum, leikfanga- happadrætti á aðventunni og í mörg ár sáu Lionsmenn um að safna í brennu fyrir Borgnesinga. Eitt sinn fóru félagar í róður út frá Snæfells- nesi,“ bætir Sveinn við en nú er aðal- fjáröflun Lionsmanna að mála bíla- stæði fyrir fyrirtæki og stofnanir. „Í tilefni afmælisins höfum við keypt nýtt málningartæki sem við munum nota vel í framtíðinni,“ segir Skúli og verður græjan til sýnis á laugar- daginn. Velferðar- og mannúðarmál Verkefnin sem Lionsklúbbarnir hafa stutt í áranna rás hafa einkum ver- ið á sviði mannúðar- og velferð- armála. „Þetta hefur verið rauður þráður í starfinu okkar og hefur ver- ið kærkomið fyrir klúbbana að geta styrkt stofnanir og félagasamtök eins og Brákarhlíð, Heilsugæslustöðina (HVE) og Björgunarsveitina Brák svo eitthvað sé nefnt,“ segir Skúli og bendir á að klúbbarnir hafa einn- ig tekið þátt í átaksverkefnum sem Lionshreyfingin hefur sett á oddinn. „Annar þráður í starfinu hefur ver- ið að gleðja nærsamfélagið. „Í nokk- ur ár stóðu Öglukonur til dæmis fyr- ir grillveislu í Skallagrímsgarði fyrir gesti og gangandi sem margir sóttu. Við sáum þá um að skipuleggja og fengum karlana til að vera á grill- inu,“ segir Jónína Ingólfsdóttir sem hefur verið félagi frá upphafi. „Annar þráður hjá báðum klúbb- um er að hafa gaman að hlutunum og efla innra starf með ýmsum viðburð- um. Báðir klúbbar funda minnst einu sinni í mánuði og þá hafa klúbbarnir staðið fyrir skemmtiferðum fyrir fé- laga sem hafa treyst böndin. Margir hafa því eignast góða vini í gegnum Lions,“ segir Jóhanna. Hátíð í Hjálmakletti Ýmislegt verður um að vera á laug- ardaginn í Hjálmakletti þegar blásið verður til afmælisveislu. „Við ætlum að bjóða gestum upp á kaffi og kök- ur og kynna um leið starf klúbbanna og Lionshreyfingarinnar sem fagnar aldarafmæli í ár. Við munum afhenda Borgarbyggð gjöf í tilefni afmælisins sem vonandi mun nýtast vel. Sýndar verða ljósmyndir úr starfinu í gegn- um árin og þá mun Gísli Einarsson sjónvarpsmaður flytja gamanmál. Um kvöldið mun Lionsklúbburinn standa fyrir hátíðarkvöldverði á Hót- el Hamri fyrir félaga og maka. Þar verður Guðmundur Ingimundarson, fyrrverandi stöðvarstjóri á Hyrnunni, heiðraður en hann er einn af stofn- félögum klúbbsins. Guðmundur er á tíræðisaldri og sækir fundi af krafti,“ segir Skúli. „Við vonum að sjálf- sögðu til að sjá sem flesta í Hjálm- akletti á laugardaginn.“ Lionsfólkið vill að lokum koma á framfæri þakklæti til íbúa í Borgar- byggð og nágrenni sem hafa stutt myndarlega við starf klúbbanna á undanförnum áratugum. „Okkur hefur verið mjög vel tekið af öllum í samfélaginu, bæði í Borgarnesi og í sveitunum í kring. Stuðningurinn er forsenda þess að við höfum geta styrkt þau málefni sem við höfum lagt áherslu á í gegnum árin. Fyr- ir þennan mikla stuðning viljum við þakka.“ hlh Afmælisár hjá Lionsfólki í Borgarnesi Fulltrúar Lionsklúbbanna sem rætt var við. Frá vinstri: Elfa Hauksdóttir, Jóhanna Möller, Þóra Þorkelsdóttir, Skúli Ingvarsson, Jónína Ingólfsdóttir og Sveinn G. Hálf- dánarson. Lionsklúbburinn Agla hefur staðið fyrir fjölmörgum verkefnum í sögu sinni. Hér standa Öglukonur með afrakstur hreinsunarátaks í Borgarnesi haustið 2013. Það hefur verið líf og fjör hjá Öglukonu. Hér er hópmynd frá skemmtiferð á tíunda áratugnum. Félagar í Lionsklúbbi Borgarness á tröppum Húsmæðraskólans á Varmalandi vorið 1960. Síðustu ár hafa Lionsmenn málað bílastæði í fjáröflunarskyni. Hér er hópur Lions- manna við Hótel Hamar í fyrra.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.