Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2017, Side 7

Skessuhorn - 19.04.2017, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2017 7 Hyrjarhöfði 8. 110 Reykjavík - sími: 577-1090 Q6E OFF ROAD KERRA AFTAN Í FJÓRHJÓL OG SEXHJÓL Á FLOTDEKKJUM OG FJÖÐRUM VERÐ: 290.323 +VSK VERÐ: 1.491.935 +VSK FJÁRFLUTNINGAKERRUR TIL AFGREIÐSLU STRAX Um síðustu áramót opnuðu Skaga- mennirnir Heiðar Mar Björnsson og Heimir Berg Vilhjálmsson sam- vinnurýmið Coworking Akranes við Ægisbraut á Akranesi. Upp- hafið mátti rekja til þess að þeim félögunum vantaði sjálfum vinnu- aðstöðu og fannst vanta slíka þjón- ustu á Akranesi. Hugmyndinni var vel tekið og nú hafa þeir opnað annað vinnurými í bænum, í gamla Landsbankahúsinu við Suðurgötu 57, auk rýmisins við Ægisbraut. Húsnæðið í Landsbankahúsinu er á annarri hæð og var formlega tek- ið í notkun um síðustu mánaða- mót. „Staðan er ljómandi góð og við verðum búnir með allar fram- kvæmdir eftir páska,“ segir Heiðar Mar í samtali við Skessuhorn. „Við vorum að gera fundaherbergi klárt og erum að breyta gömlu salernun- um í eldhússaðstöðu,“ bætir hann við. Nánast er búið að fylla í laus pláss en alls eru sex einstaklingar komnir með vinnuaðstöðu á Suð- urgötunni, ásamt starfsfólki Sam- taka sveitarfélaga á Vesturlandi sem hefur viðveru þar vikulega og eftir þörfum. Fólkið sem leigt hef- ur vinnurýmin starfar við ólík við- fangsefni, t.d. við hönnun og for- ritun af ýmsu tagi, ýmist sjálfstætt eða hjá fyrirtækjum í Reykjavík. Eins og staðan er í dag er einungis eitt laust pláss en Heiðar Mar segir að til standi að fjölga borðunum. „Við erum með sjö borð núna en ætlum að fara upp í tólf þegar líða fer að vorinu. Þá erum við búnir að fylla þennan helming af hæð- inni. Svo er Fablab smiðjan að flytja úr fjölbrautaskólanum, koma með okkur þarna inn og við mun- um sjá um þá starfsemi. Þá erum við á svæðinu og það er hentugt.“ Einnig gengur vel með vinnurým- ið sem Coworking Akranes býður upp á við Ægisbraut. Þar starfa í dag listakonurnar Sara Hjördís Blöndal, Sara Björk Hauksdóttir, Tinna Royal og Aldís Petra Sig- urðardóttir. grþ Coworking Akranes stækkar við sig á Akranesi Heiðar Mar og Heimir Berg opnuðu samvinnurýmið Coworking Akranes um áramótin. Nú hafa þeir bætt við sig húsnæði. Kristleifur Skarphéðinn Brjánsson starfar hjá fyrirtækinu Skapalóni í Reykjavík en er með vinnuaðstöðu á Akranesi, hjá Coworking Akranes. SK ES SU H O R N 2 01 7 Melahverfi 2, íbúðarhúsalóðir við Háamel. Svæðið sem nú er úthlutað úr, er fyrsti áfangi að nýrri byggð sunnan Melahverfis. Lóðirnar eru fyrir eftirfarandi byggingargerðir: Einbýlishús á einni hæð, neðan götu: nr. 2, 4, 6 og 8 Parhús tveggja hæða, ofan götu: nr. 3, 5, 7, 9, 11 og 13 Parhús einni hæð, neðan götu: nr. 10, 12, 14 og 16 Fjölbýlishús, 8 íbúðir á tveimur hæðum: nr. 1 Tekið verður við umsóknum á þar til gerðum umsóknareyðublöðum frá og með 10.04.2017 á skrifstofu sveitarfélagsins að Innrimel 3, 301 Akranes. Umsóknareyðublöð, úthlutunarreglur, deiliskipulag ásamt greinargerð er hægt að nálgast á heimasíða Hvalfjarðar- sveitar www.hvalfjardarsveit.is eða á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar. Umsóknum í þessa fyrstu úthlutun skal skilast fyrir 02.05.2017. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sveitarfélagsins. Skúli Þórðarson Sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar Lóðarúthlutun í nýju hverfi sunnan við Melahverfi í Hvalfjarðarsveit

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.