Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2017, Qupperneq 9

Skessuhorn - 19.04.2017, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2017 9 Tónlistarskóli Borgarfjarðar fagnar 50 ára afmæli í haust og ætlar af því tilefni að setja upp söngleikinn Leikgerð Illuga Jökulssonar og tónlist Óskars Einarssonar Flytjendur verða bæði börn og fullorðnir Óskum eftir áhugasömum þátttakendum Kynning á söngleiknum verður 27. apríl kl. 18:00 í Tónlistarskóla Borgarfjarðar, Borgarbraut 23, Borgarnesi Áhugasamir sem ekki komast á kynninguna hafi samband við skólastjóra í síma 433 7190 eða á netfangið tonlistarskoli@borgarbyggd.is Hlökkum til að sjá ykkur – verið velkomin! Háskólinn á Hólum Hagnýtt háskólanám • Ferðamálafræði • Stjórnun ferðaþjónustu og móttaka gesta • Viðburðastjórnun • Fiskeldisfræði • Reiðmennska og reiðkennsla Tækifærin eru í okkar greinum Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is Háskólasamfélag með langa sögu Hólar í Hjaltadal er í senn mikill sögustaður og útivistarparadís. Háskólinn á Hólum er lítill en öflugur háskóli sem sinnir kennslu og rannsóknum á sviði ört vaxandi atvinnugreina. w w w .h ol ar .is Jörfagleði, menningar- og vorhátíð Dalamanna, hefst í dag, miðviku- daginn 19. apríl og mun standa yfir þar til á sunnudag. Jörfagleði hef- ur verið haldin annað hvert ár síð- an 1977 og er hátíðin nú því sú 21. í röðinni. Dagskráin er með fjöl- breyttu sniði og bæði heimamenn og aðkomnir sem standa fyrir við- burðum. Starfsfólk- og nemend- ur leikskóla Auðarskóla í Búðardal taka forskot á sæluna og bjóða til opins húss í dag frá 8 til 17. Í kvöld kl. 21:00 verður Jörfagleði síðan sett í Dalabúð og Nikkolína og Þorra- kórinn munu skemmta gestum. Á morgun, sumardaginn fyrsta, verður opið hús á Sauðafelli frá kl. 13 til 16 þar sem Finnbogi og Berglind bjóða heim. Þau luku nýverið við að gera upp gamla bæinn á Sauðafelli, sem reistur var árið 1897, og hafa opnað þar gistiheimili, eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni. Spurninga- keppni Einars Jóns verður síðan í Dalabúð kl. 19:30. Einsöngleikur- inn „Hvað er bakvið ystu sjónar- rönd?“ verður fluttur í Dalabúð kl. 20 á föstudag. Söngleikurinn fjallar um tilfinningaferðalag forfeðranna, landnámsmannanna. Voru þeir hug- rakkir og stórhuga eða ringlaðir og fífldjarfir? Fylgst er með einum þeirra, Ísgerði, undirbúa ferðalag- ið yfir hafið, takast á við þær hættur sem þar bíða og berjast fyrir því sem hún telur rétt hverju sinni. Fléttað er saman sögu Ísgerðar og gamalli íslenskri tónlist. Höfundur, sögu- maður og söngkona er Svanlaug Jó- hannsdóttir. Laugardagurinn hefst síðan á tveimur íþróttamótum. Annars veg- ar innanhússknattspyrnumót UDN á Laugum í Sælingsdal og hins veg- ar íþróttamóti Hestamannafélags- ins Glaðs á reiðvellinum í Búðardal. Bæði hefjast mótin kl. 10. Eftir há- degi, frá kl. 13-16 verður opið hús á Jörva í Haukadal þar sem Bjarnheið- ur og Reynir bjóða heim. Samhliða því verður á Jörva sýning á verkum Guðrúnar Tryggvadóttur. Lifandi sögusýning hefst á Eiríksstöðum kl. 13 og þar gefst gestum kostur á að sjá hvernig Siggi á Vatni tekur á móti ferðamönnum. Á sama tíma í Tjarnarlundi í Saurbæ er blásið til Davíðsmóts í bridds. Breiðfirðinga- kórinn stígur á stokk í Dalabúð kl. 16 og skemmtir gestum með söng en kl. 20 verður sleginn annar tónn í Dalabúð með DJ balli fyrir ung- linga. DJ Dagur og Helgi Fannar þeyta skífum. Kvöldinu lýkur síðan með stórdansleik hjómsveitarinnar Meginstreymis í Dalabúð. Glaðar raddir, kór eldri borgara, syngja nokkur lög við Silfurtún kl. 14 á lokadegi Jörfagleði næstkomandi sunnudag og í Dalabúð um kvöld- ið munu pörupiltarnir Dóri Maack, Nonni Bö og Hermann Gunnars- son takast á við stórar spurningar um ástir og örlög, tilgang lífsins, heimspeki og daður í. Á meðan Jörfagleði stendur mun sýningin „Hver er?“ ferðast á við- burði hátíðarinnar. Ásdís Kr. Mel- sted hefur safnað saman myndum af Dalamönnum frá því þeir voru börn og á fólk að giska á hver er á mynd- unum. Athugið að ofangreind upptaln- ing á viðburðum Jörfagleði er ekki tæmandi. Áhugasömum er bent á að finna ítarlega dagskrá Jörfagleði og frekari upplýsingar, t.d. um aðgangs- eyri og aldurstakmark einstakra við- burða, á viðburðinum „Jörfagleði í Dölum“ á Facebook. kgk Jörfagleði hefst í dag

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.