Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2017 11 Nýverið hófust framkvæmdir við hitaveitulögn Veitna í Leirársveit í Hvalfirði. Að sögn Ólafar Snæ- hólm Baldursdóttur, upplýsinga- fulltrúa Veitna, er verið að endur- nýja hluta af HAB lögninni svoköll- uðu, sem lögð var á sínum tíma af Hitaveitu Akraness og Borgarfjarð- ar frá Deildartungu, í Borgarnes og alla leið á Akranesi. Verið er að skipta gömlu asbestlögninni út fyrir stállögn. Alls verða 3,4 kílómetrar endurnýjaðir í þessum áfanga, frá Læk að Urriðaá. Verktaki er Borg- arverk ehf. Framkvæmdir við hitaveitulögn- ina í Leirársveit eru hluti af stærra verkefni, en verklok á þessum hluta sem unnið er að nú eru áætluð í lok sumars. „Í lok júlí verður búið að tengja og þá verður hægt að taka stállögnina í notkun,“ segir Ólöf. „Asbestlögnin gamla verður síðan fjarlægð fyrri hluta næsta árs, þegar búið verður að taka nýju lögnina í notkun,“ segir hún. Áætlað er að fara í frekari end- urnýjun á HAB lögninni á næstu misserum. „Í sumar verða endur- nýjaðir 1,6 kílómetrar af HAB lögninni í Bæjarsveit í Borgarfirði. Farið verður frá Laugarholti að Brún og asbestlögn skipt út fyrir stállögn líkt og í þessu verki í Leir- ársveitinni,“ segir Ólöf. kgk Verið er að skipta gömlu asbestlögninni í Leirársveit út fyrir hitaveitulögn úr stáli. Endurnýja hitaveitu- lögn í Leirársveit Byggðarráð Borgarbyggðar ákvað á fundi sínum síðastliðinn miðviku- dag að semja við þá aðila sem buðu lægst í akstur á hverri akstursleið í útboði á skóla- og tómstundaakstri í sveitarfélaginu. Það var Ríkiskaup sem annaðist útboðið en tilboð voru gerð í samtals 19 leiðir í fimm flokkum. Tilboðin voru opnuð 30. mars sl. en eftirtaldir buðu lægst á hverri leið: Flokkur 1 (Innanbæjar í Borgar- nesi): Sigurður Ingi Þorsteinsson 49.423 kr. á dag. Flokkur 2 (vestur Mýrar): Leið 1: Ben og félagar 33.520 kr. á dag. Leið 2: Ben og félagar 37.506 kr. á dag. Leið 3: Arnar travel ehf. 33.024 kr. á dag. Leið 4: Sigurbjörn J. Garðarsson 29.484 kr. á dag. Flokkur 3 (Borgarhreppur, Staf- holtstungur, Norðurárdalur, Þverárhlíð og Hvítársíða) Leið 5: Dagleið ehf. 26.860 kr. á dag. Leið 6: Sigurður Ingi Þorsteinsson 39.240 kr. á dag. Leið 7: Sigurður Ingi Þorsteinsson 17.940 kr. á dag. Leið 8: Ben og félagar 9.980 kr. á dag. Leið 9: Dagleið ehf. 27.140 kr. á dag. Leið 10: Ben og félagar 25.764 kr. á dag. Flokkur 4 (Hálsasveit, Reykholts- dalur, Andakíll og Lundarreykja- dalur) Leið 11 (fyrri): Ben og félagar 33.364 kr. á dag. Leið 11 (seinni): Blákorn ehf. 23.900 kr. á dag. Leið 12: Dagleið ehf. 30.780 kr. á dag. Leið 13: Dagleið ehf. 27.200 kr. á dag. Leið 14: Dagleið ehf. 28.500 kr. á dag. Leið 15: Sigurður Ingi Þorsteins- son 15.628 kr. á dag. Leið 16: Sigurður Ingi Þorsteins- son 26.052 kr. á dag. Flokkur 5 (Skorradalur) Leið 17: Sigurður Ingi Þorsteins- son 31.360 kr. á dag. Flokkur 6 (Tómstundaakstur frá Varmalandsskóla) Leið 18: Dagleið ehf. 16.900 kr. á dag. Flokkur 7 (Tómstundaakstur frá Borgarnesi) Leið 19: Dagleið ehf. 25.440 kr. á dag. hlh Semja við lægstbjóðendur á öllum akstursleiðum Þjónusta fyrir græna fingur Garðapokinn.is Fyllið út beiðni á www.gardapokinn .is eða hringið í síma 535 2520 og pokinn verður sóttur. Þjónustan gildir á höfuðborgarsvæð inu. Í pokann má eingöngu fara garðaúrgangur! Gardapokinn.is Þjónusta fyrir garðeigendur! Þegar þú pantar hirðingu á pokunum ferðu inn á www.gardapokinn.is og fyllir út beiðni. Einnig er hægt að hringja í síma 435 0000 og panta hirðingu. Í báðum tilfellum verða pokarnir sóttir samkvæmt áætlun sem hægt er að sjá á heimasíðunni. 77 .0 46 m ag gi te ik na ri@ si m ne t.i s Gámaþjónusta Vesturlands býður garðeigendum á Akranesi upp á þjónustu varðandi söfnun garðaúrgangs með tveimur mismunandi leiðum, Garðatunnu og Garðapoka. Höfðasel 15 • 300 Akranesi • www.gvest.is • vesturland@gamar.is • Sími: 435 0000 Garðatunnan er 240 lítra tunna sem íbúar gerast áskrifendur að. Þú pantar Garðatunnuna á www.gardatunnan.is, fyllir út beiðni og tunnan verður send til þín. Hún er losuð á tveggja vikna fresti yfir sumar- mánuðina og er hægt að sjá losunardaga á www.gardatunnan.is. Garðapokinn er veglegur og traustur plastpoki fyrir garðaúrgang. Þeir eru seldir 5 stk. í pakka og er hirðing pokanna ásamt innihaldi innifalin í verði. Þú pantar Garðapokann á www.gardapokinn.is, færð staðfestingu á pöntun og við sendum þér síðan pokana heim. Gardatunnan.is Gardatunnan.is Garðaúrgangur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.