Skessuhorn - 19.04.2017, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2017 15
má kortleggja hvaða meðferð hent-
ar hverjum og einum,“ segir Sigfús.
„En myndgreiningartæknin er ákaf-
lega flókin og ég skil hana ekki fylli-
lega enn sem komið er. Að þessum
rannsóknum vinnur stór hópur og
þverfaglegur sem vinnur að þessum
rannsóknum; talmeinafræðingar, líf-
eindafræðingar, taugasérfræðingar,
læknar og málfræðingar og fleiri.“
Einangraður hópur
Aðspurður um reynslu sína af því
að starfa með málstolssjúklingum
á Reykjalundi segir hann að þessi
þjóðfélagshópur sé mjög einangr-
aður. „Þeir fáu sem koma á Reykja-
lund á hverju ári hafa oftast verið
mjög einangraðir og ekki fúnker-
andi í samfélaginu. Þessi hópur fer
ekki oft til læknis því hann upplif-
ir sig svo lokaðan og bjargarlausan.
Fólkið á í erfiðleikum með að tjá sig
og ekki skrítið að það eigi erfitt með
að leita sér aðstoðar. Ættingjar og
vinir skilja ekki sjúklingana, þekkja
ekki úrræðin og eiga því erfitt með
að koma ástvinum sínum til að-
stoðar. Það er helst að fólk bregði á
það ráð að fara með ættingja sína til
heimilislæknis sem síðan vísar þeim
á Reykjalund,“ segir hann og bæt-
ir því við að talmeinafræðingar vilji
gjarnan vekja umtal um stöðu þessa
hóps.
Eftir að sjúklingur kemur inn fyr-
ir dyr Reykjalundar tekur við stíft
meðferðarprógramm. „Málstols-
sjúklingar þurfa mikla málörvun,
sérstaklega fyrst um sinn og því eru
þetta oft tveir til þrír viðtalstímar á
dag. Þá bæði einstaklingstímar með
talmeinafræðingi og svo hópmeð-
ferð, en rannsóknir hafa leitt það í
ljós að hópameðferð skilar góðum
árangri við meðferð á málstoli. Eftir
hina eiginlegu meðferð reynum við
síðan að beina fólki í hvers konar
félagsstarf og hvetjum það til að taka
virkan þátt. Helst að mæta oft í viku
á stað þar sem það getur hitt og tal-
að við fólk því besta ráðið er að tala
við aðra og eiga í sem mestum sam-
skiptum við annað fólk,“ segir Sig-
fús. „Hins vegar er ekkert skipulagt
úrræði fyrir málstolssjúklinga eftir
að þessari meðferð á Reykjalundi
lýkur. Það væri mjög gott ef þessum
hópi stæði eitthvað slíkt til boða en
því miður er það ekki,“ segir hann.
„Í miðju biblíubeltinu“
Háskólinn í Suður-Karolínu er sem
fyrr segir í Columbia, sem er höfuð-
borg fylkisins og sú fjölmennasta.
Hún telst þó vart nema bær á am-
erískan mælikvarða því íbúar hennar
eru rétt um 130 þúsund talsins, eða
álíka margir og í Reykjavík. „Við
flytjum í mjög hefðbundið amer-
ískt úthverfi eins og allir þekkja úr
sjónvarpinu. Stór einbýlishús með
garði, rólegt hverfi og mjög vin-
gjarnlegir nágrannar. Ég hugsaði
strax til Desperate Housewives, göt-
urnar líta nákvæmlega þannig út,“
segir Sigfús en á þó ekki von á að
íbúarnir geymi jafn mörg leyndar-
mál og áhorfendur þáttanna þekkja.
Þá segir hann kirkjuna afar áber-
andi í öllu starfi í Columbia. „Bær-
inn er náttúrulega í miðju biblíu-
beltinu svokallaða. Það eru kirkjur
á hverju horni og kirkjustarf leik-
ur stóran þátt í lífi fólks þarna úti
og kirkjan er mun fyrirferðameiri
en við eigum að venjast. Til dæmis
komum við til með að þurfa að finna
pláss fyrir yngsta barnið á leikskóla.
Þeir eru allir reknir í tengslum við
kirkjur,“ segir Sigfús en hefur þó
engar áhyggjur af því að upplifa sig
útundan. „Hvítur millistéttarkarl
með fjölskyldu fellur vel inn í þenn-
an hóp, þó fjölskyldan verði kannski
ekki jafn kirkjurækin og nágrann-
arnir,“ segir hann og brosir. „En það
eru skemmtilegir kontrastar í þess-
um bæ. Um 30% allra doktorsnema
við skólann eru erlendir og miðbær-
inn er sömuleiðis mjög fjölbreyttur,
fólk af alls konar ólíkum uppruna.
Síðan í úthverfunum er að finna
þetta sannkristna bandaríska sam-
félag,“ segir Sigfús. „En við tökum
þessu bara með opnum hug, ætlum
að prófa og sjá hvernig verður. Það
er ekki hægt að flytja til annars lands
á öðrum forsendum.“
Þakklátur fjölskyldunni
Fjölskyldan fer út seinni part júlí-
mánaðar og ætlar að gefa sér mánuð
til að koma sér fyrir áður en alvara
lífsins tekur við. „Við byrjum á að
finna okkur húsnæði, það er dálít-
ið snúið að gera það frá öðru landi.
En í sumar munum við bara pakka
ofan í ferðatöskur og fljúga út. Síð-
an gefum við okkur smá tíma í að
slaka á og ná áttum. Ég byrja síðan
í náminu strax í ágúst og það verða
langir dagar hjá mér. Um svipað
leyti hefst skólinn hjá börnunum.
Það mun því lenda mest á Huldu að
koma börnunum í sína rútínu, en
hún ætlar fyrst um sinn að bregða
sér í hlutverk húsmóðurinnar. Við
töldum ráðlegt að hún myndi bíða
með að finna sér vinnu þar til líf-
ið hjá börnunum er farið að ganga
svona sinn vanagang,“ segir Sigfús.
„En þegar sá tími kemur þá ætlar
hún að finna vinnu. Hún er mennt-
aður sjúkraliði og getur fengið starf
við sitt fag hvar sem er í heimin-
um. Þarna í Columbia eru nokkur
sjúkrahús og ég á ekki von á að hún
verði í neinum vandræðum með
að fá vinnu með sína menntun og
starfsreynslu,“ segir hann. Þangað
til mun fjölskyldan því vera tekju-
lág, því styrkurinn dugar skammt til
framfærslu þegar fimm eru í heim-
ili. „Styrkurinn er þeim skilyrðum
háður að ég vinni 20 tíma á viku.
Þannig að það verður nóg að gera.
En sú vinna verður reyndar líka við
rannsóknir þannig að hún mun nýt-
ast í náminu. En styrkurinn dekk-
ar skólagjöldin og svo er einhver
smá uppihaldsstyrkur,“ segir hann.
„En á móti þessum styrk gera þeir
sömuleiðis miklar kröfur um fram-
vindu og framleiðni í námi. Ég þarf
til dæmis að fá birtar ákveðið marg-
ar greinar í rannsóknartímaritum á
meðan náminu stendur til að hrein-
lega geta útskrifast, auk þess sem ég
þarf að taka að mér kennslu í há-
skólanum,“ segir hann. „Kröfurn-
ar eru gríðarlega miklar og mikil
samkeppni um að komast þarna að.
Ég er mjög ánægður að vera á leið
í þetta nám og óendanlega þakklát-
ur fyrir að fjölskyldan sé með mér
í þessu. Ef þau væru ekki til í þetta
þá myndi þetta ekki gerast. Að fjöl-
skyldan sé tilbúin að flytja með mér
til annarrar heimsálfu til að ég geti
gert það sem mig langar að gera
án þess að vera í burtu frá þeim er
ómetanlegt og ég er þeim óendan-
lega þakklátur fyrir,“ segir Sigfús
Helgi Kristinsson að lokum.
kgk
Akraneskaupstaður óskar íbúu�
Akranes� o� Vestlendingu�
öllu� gleðileg� sumar�
Borgarbyggð óskar íbúum
sveitarfélagsins og Vestlendingum
öllum gleðilegs sumars.
James E. Clyburn rannsóknarmiðstöðin er ein bygginga Háskólans í Suður-
Karólínu, en þar mun Sigfús starfa við rannsóknir í doktorsnámi sínu.
Fjölskyldan á góðri stund.