Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2017, Side 17

Skessuhorn - 19.04.2017, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2017 17 Hvalfjarðarsveit óskar íbúum Hvalfjarðarsveitar og Vestlendingum gleðilegs sumars. Skorradalshreppur óskar íbúum Skorradals og Vestlendingum öllum gleðilegs sumars Eyja- og Miklaholtshreppur óskar sveitungum sínumog öðrum Vestlendingum gleðilegs sumars. Reykhólahreppur óskar íbúum og Vestlendingum öllum gleðilegs sumars Hjónin Ásdís Kr. Melsted og Jó- hannes Haukur Hauksson keyptu árið 2015 húsið að Brekkuhvammi 1 í Búðardal. Þau fluttu inn á efri hæðina á síðasta ári og opnuðu gistiheimilið Kastalann á neðri hæðinni í maí síðastliðnum. Að sögn Ásdísar voru viðtökurnar afar góðar og af fenginni reynslu und- angengins árs hafa þau ákveðið að fjölga gistirýmum. „Við erum búin að kaupa þrjú 15 fermetra smáhýsi sem komið verður fyrir hér í garð- inum. Þar verða gistirými fyrir sex til níu manns til viðbótar við það sem fyrir er,“ segir Ásdís í samtali við Skessuhorn, en fyrir eru í Kast- alanum fjögur herbergi og gisti- rými fyrir allt að níu manns. Smá- hýsin eru úr timbri og eru smíðuð af fyrirtækinu NormX í Reykjavík. Ásdís og Jóhannes fá þau afhent algjörlega fulleinangruð þannig að hægt verður að nota þau allan ársins hring. Hvert hús er því að sögn Ásdísar eins og eitt hótelher- bergi, með sér baðherbergi og öllu tilheyrandi. Aðspurð um ástæður þess að þau ákváðu að stækka við gistiheimilið segir Ásdís að það sé einfaldlega þörf á gistingu í Búð- ardal og Dölum. „Eftirspurnin er mikil eftir gistingu. Sjálf byrjuð- um við í maí í fyrra og hjá okkur var fullt hús í bæði júlí og ágúst. Að meðaltali þurftum við að vísa frá fjórum til sex manns á hverj- um degi síðasta sumar, það gefur ákveðna vísbendingu um að okk- ur veiti ekkert af fleiri gistirým- um. Þannig að það er búið að vera meira en nóg að gera og sú er held ég raunin annars staðar í Búðar- dal og Dölum líka. Hér hefur orð- ið mikil aukning í fjölda ferða- manna,“ segir hún. Klára fyrir júní Ásdís kveðst ekki vera í nokkr- um vafa um að fjárfestingin muni borga sig. „Hvert hús kostar tæp- lega fjórar milljónir og við gerum ráð fyrir því að fjárfestingin muni borga sig upp á þremur til fjórum árum. Miðað við hvað það er mik- ið að gera núna og hvað það var mikið að gera í vetur þá held ég að það eigi eftir að standast,“ seg- ir hún og bætir því við að annríki vetrarins hafi komið þeim hjónum nokkuð á óvart. „Það var miklu meira að gera í vetur en við áttum von á. Það stóð svo sem alltaf til að hafa opið í allan vetur en við átt- um frekar von á því að það yrði ró- legt að gera yfir mesta skammdeg- ið. Ég hélt að nóvember og fram í febrúar yrði dauður tími en svo reyndist alls ekki vera. Í kringum jólin var til dæmis fullt hérna. Síð- asta árið hefur ekki verið ein ein- asta vika sem enginn hefur kom- ið. Það var fullt síðasta sumar, nóg að gera í haust og alltaf eitthvað að gera í vetur, enda aukningin í fjölda ferðamanna verið gífurleg,“ segir Ásdís ánægð. Aðspurð segir hún þau vonast til að geta tekið smáhýsin í notk- un í sumar. „Við stefnum á að opna smáhýsin og byrja að selja gistingu í þeim 1. júní. Nú er verið að smíða þau í bænum en þau eiga að vera tilbúin núna eftir páska. Búið er að jarðvegsskipta og eftir helgina verður farið í að setja niður stöpla. Þegar það er búið þarf lítið ann- að að gera en að festa húsin á sinn stað og tengja lagnirnar. Þá verð- ur hægt að opna,“ segir Ásdís Kr. Melsted að lokum. kgk Fjölga gistirýmum við Kastalann og bæta við þremur smáhýsum Ásdís Kr. Melsted og Jóhannes Haukur Hauksson opnuðu á síðasta ári gistiheimilið Kastalann í Búðardal. Ljósm. úr safni. Smáhýsin eru þrjú talsins og 15 fermetrar að stærð hvert.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.